Tíminn - 18.05.1954, Side 6
6
TÍMINN, þriðjudaginn 18. maí 1954.
110. blaff,
jflÍjj '^LED(FÉmM|
'sS^ís? ÍSSfeYKJAyfKUyö
HTÖDLEIKfltíSID
V ILLlO\DI\
Sýning miðvikuaag ki. 30.
Piltur og stúlha
Sýning fimmtudag. kl. 20.
49. sýning — næst síðasta sinn.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15—20.00. Tekið á móti pönt-
unum. Sími: 8-2345 tvær línur.
Drottnintf hafsins
Bráðspennandi, ný, amerísk lit-
mynd um baráttu landnema við
miskunnarlausa sjóræningja og
frumbyggja og dulmögn frum-
skógarins undir forystu kvenna
á tímum spönsku landnemanna
i Ameríku.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
John Hall,
Marie Windsor.
Sýnd kl. 5 og 9.
Einn hoss er ehhi
synd
Sýnd kl. 7.
r~jr~ x? 1
NYiA BIO
— 1544 —
I nafni laganna
(Where The Sidewalk Ends)
Mjög spennandi og vel leikin,
ný, amerísk leynilögreglumynd.
Aðalhlutverk:
Dana Andrews,
Gene Tierney.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ
Simi 6485.
Hin fuUhomna
hona
(The Perfect Woman)
Bráðskemmtileg og nýstárleg
brezk mynd, er fjallar um vís-
indamann, er bjó til á vélrænan
hátt konu, er hann áleit að tæki
fram öllum venjulegum konum.
Aðalhlutverk:
Patricia Roe,
Stanley Holloway,
Nigel Patrick.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Síðasta sinn.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRÐI -
Glötuð æska.
(Los Olvidados)
Mexikönsk verðlaunamynd, eem
alls staðar hefir vakið mikið
umtal og hlotið metaðsókn.
Mynd, sem þér munið seint
gleyma.
Bönnuð fyrir böra.
Danskur skýringartexti.
Sýnd kl. 9.
Rauði engillinn
Sýnd kl. 7.
Sími 9184.
1
GOIBILL
Gestaþraut í 3 þáttum.
eftir: Yðar Einlægur.
Leikstjóri:
Gunnar R. Hansen.
Frumsýning annað kvöld
kl. 20.00.
Aðgögumiðasala frá kl. 4-7
Sími 3191.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Kóreustríð
(Retreat, Heil)
Mjög spennandi og viðburðarík,
ný, amerísk stríðsmynd, er á að
gerast á vígvöllunum í Kóreu.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Roy hemur til
hjálpar
Hin afar spennandi kúrekamynd
í litum með
Roy Rogers.
Aukamynd:
Teiknimynd með Bugs Bunny.
Sýnd aðeins í dag kl. 3.
Sala hefst kl. 1 e. h.
GAMLA BÍÖ
— 1475 —
Ungur maður í
gœfuleit
(Young Man With Ideas)
Bráðskemmtileg, ný, amerísk
kvikmynd. Aðalhlutverkin leika:
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 2 e. h.
TRIPOLI-BÍO
Siml 1182.
Korsíhubrœður
(The Corsican Brothers)
Óvenju spennandi og viðburða-
rík amerísk mynd, gerð eftir
hinni heimsfrægu skáldsögu
Alexandre Dumas, er komið hef
ir út í íslenzkri þýðingu.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum.
Sr. Þorv. Jakohsson
(Framhald af 4. síðu1
sandinum og hafið út frá
sandinum. En eitt er eftir,
sem með engu móti má ganga
fram hjá, og það er hin inni-
lega sambúð prestshjónanna
gömlu og barna þeirra og
tengdabarna. Hún var fögur
þessi sívakandi og hlýja um-
hyggja yngra fólksins fyrir
eliinni, sem komin var út í
kvöldskuggann. Þarna var
samstillt og samúðarríkt
heimilislíf.
Síra Þorvaldur var einn
þeirra manna, er ég tel mig
hafa komist í mesta þakkar-
skuld við, og hann var sá vin
ur, sem ég gat treyst að aldr-
ei mundi bregðast; hvað sem
á dyndi mundi ég eiga tals-
mann í honum, og þó meir
fyrir góðgirni hans, umburð-
arlyndi og tryggð en verð-
leika' mína. Skuldin verður
aldrei greidd, og ekki vildi ég
launa. með því, sem honum
mund verst þykja, en það er
að ég bæri logið lof á hann
þegar hann getur ekki leng-
ur látið til sín heyra. Vænti
ég þess líka-, að nú láti Guð
honum raun minu lofi
betri. Enda þótt nú sé um
stund vík á milli vina,
þykir mér líklegra að
enn eigum við eftir að talast
við, og þá vil ég ekki aö hann
megi saka mig um oflof, því
að orðin mundu hvöss.. Ég
vil geta horfst í augu við
hann fyrir það, að hafa sagt
það eitt, er ég vissi sannast
og réttast. Ýmislegt er það í
þessari grein minni, sem vest
firzkir menn, er verið höfðu
sóknarbörn síra Þorvalds, all
ir mér að grandvarleik kunn
ir, hafa látið. mér í té, og
kann ég þeim öllum beztu
þakkir fyrir. Sn. J.
HAFNARBÍO
— Sími 6444 —
1\ Borgarljósln
(City Lights)
Hin skemmtilega og afbragSs
velgerða gamanmynd, ein fræg-
asta og bezta kvikmynd snill-
ingsins
Charlie Chaplins.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRICO
hreiBwtr allt, jafnt gólfteppl
sem ffnasta silkivefnaS.
Heildsölubirgðir hjá
CHEMXA H. r.
ÚR OG KLUKKUR
- Viðgerðir á úrum. —
JÓN SIGMUNDSSON,
skartgripaverzlun,
Laugavegi 8.
J
JCSERVUS^GOLD X-
—iXyol
'l
0.10 HOLLOW GROL’ND 0.10
mrr, YELIOW BLACE mrn
Hetjut
SKÓGARINS
eífir J O. CURWOOD
62.
Ávarn Juuranto
(Framhald af 5. siðu.l
vinnu milli Finnlands og ís
lands.
Það er ánægjulegt að sýn
ingin kemst á nú einmitt rétt
eftir hina ágætu Finnlands-
heimsókn forsetahjónanna,
herra Ásgeirs Ásgeirssonar og
frú Dóru Þórhallsdóttur.
Konan mín og ég áttum þess
kost að fylgjast vel með heim
sókninni, og ég get fullvissað
yður um að hundruð þúsundir
Finna heyrðu þau og sáu hvar
sem þau fóru og það var ekki
íslandi unnt að senda betri
fulltrúa til styrktar gömlum
og nýjum böndum vináttu og
samhugar milli Finnlands og
íslands.
Að lokum þetta: íslending
ar. Komið og skoðið finnsku
iðnsýninguna. Hún er þess
virði og yður mun ekki iðra
þess.
&
Stórt og smátt
(Framhald af 5. eíðu.)
upp hælunum, og þá fyrst
og fremst Reykjavíkurbær,
þar sem þörfin er mest. Nú
hefir allmikið fé safnazt í
Gæzluvistarsjóð, en úr fyrir
huguðum framkvæmdum
Reykjavíkurbæjar í þessum
efnum hefir ekkert orðið. Á
síðasta Alþingi var svo lög-
unum breytt á þá leið, að
ríkið taki að sér framkvæmd
ir, og voru fjárframlög til
þeirra jafnframt aukin með
ákvæðum þar að lútandi í
hinum nýju áfengislögum.
Er þess að vænta, að ríkis-
stjórnin reynist fram-
kvæmdasamari en stjórnend
ur Reykja/vákurbæjar hafa
verið.
aði, sá Clifton snöggvast framan í hann, og andlit hans
var ekki frýnilegt. Munnurinn var opinn og hann reyndi
að skyrpa út úr sér moldinni.
Svo ultu kempurnar aftur um koll og veltust í faðmlög-
um, og Clifton gat ekki lengur greint vin frá fjandmanni.
En mesta ógnin í bardaganum voru þó hinar hvítu og löngu
tennur Ajax, sem sífellt skein í. Svo skeði eitt af öðru með
slíkum hraða, að endir einvígisins væri skammt undan.
Það virtist hver síðastur fyrir Gaspard. Ajax nisti andliti
hans hvað eftir annað niður í moldina og hélt um hnakka
hans með járnkrumlum sínum. Clifton fannst sér renna
kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann þóttist sjá, að eitt
vel úti látið högg með hnefa Ajax mundi ríða baggamun-
inn. En enginn heiðarlegur, franskur Kanadamaður leyfir
sér að útkljá slíkt einvígi með hnefahöggi. í stað þess tók
Ajax að afskræma andlit Gaspards með þvi að núa því
fram og aftur í moldinni. Hann lyfti höfði hans við og við
og slengdi því síðan niður aftur. Litli munkurinn hoppaði
eins og kanína af ákafa, sveiflaði handleggjunum fram og
aftur og var búinn aö steingleyma öllum bænum. í stað
þeirra reyndi hann að hrópa ýmis heilræöi til Gaspards.
Já, Gaspard virtist alveg yfirbugaður, hann gat varla
stunið framar.
Þegar hér var komið, leit Clif ton í gluggann. Gat það verið,
að Angelique gæti setið róleg og horft á þetta? Hann fylltist
reiði og fyrirlitningu á þessari stúlku, er hann sá fölt andlit
hennar innan við gluggann.
Svo skeðu óvæntir atburðir. í örvæntingartilraun tókst
Gaspard að slöngva fótunum utan um háls Ajax, og hann
þjarmaði svo fast að andstæðing sínum, að munkurinn rak
upp siguróp.
Ajax varð að sleppa hálstökum sínum á Gaspard til þess
að losna- úr þessari kyrkigreip. Gaspard gat því snúið höfð-
inu og dregið að sér loft. Honum óx afl við það, og hálstak
hans með fótunum varð enn harðara. Ajax rak upp öskur,
sem endaði í hálfkæföu korri. Nú hlaut að líða að lokum.
Ajax virtist stara upp í himinhvolfið eins og hann væri
að leita að ákveðinni stjörnu þar. Augun urðu útstæðari og
tennurnar komu lengra fram. Það var engu likar en sál
hans hefði þegar hafið himnaför sína.
Svo skeði hinn þriðji óvænti atburður. Ajax hafði fálmað
sem í blindni umhverfis sig. Clifton áleit, að hann væri að
missa meðvitundina. Þá sá hann hendur Ajax læsast um
úlnlið Gaspards og síðan færðist ber fótleggurinn nær og
nær hinum ógnandi tönnum Ajax.
Clifton hélt niðri í sér andanum. Mundi Ajax hafa krafta
til að neyta tannanna? Já, það var ekki um að villast. Hann
ýtti buxnaskálm Gaspards hægt ofar á fótlegginn og nísti
tönnum sínum á kaf í holdið.
Clifton hafði aldrei heyrt annað eins villidýrsöskur og það,
sem Gaspard rak upp. Hann losaði fótatakið, og augnaráö
Ajax varð brátt eðlilegra og hann fékk þrótt til að leggja
enn meiri krafta í bit sitt. Litli munkurinn snökti af ör-
væntingu.
Ajax hafði nú yfirhöndina aftur og mundi hafa hana,
ef hann gæti haldið tannatakinu, því aö hann hafði undið
svo mjög upp á fót Gaspards, að hann mundi ekki geta
losað sig. Clifton leit enn einu sinni til gluggans, og sá, að
Angelique sat enn hreyfingarlaus, þótt hún heyrði óp
Gaspards. Þessi óp sýndu, að Gaspard hafði gersamlega
gleymt Angelique. En Ajax hafði ekki gleymt henni. Á þess-
ari sigurstundu gat hann ekki stillt sig um að snúa höfðinu
svolítið, svo að hann sæi Angelique innan við gluggann.
Hann sneri sér afar hægt. Að lokum hafði hann hnikað
sér svo til án þess að sleppa tanntakinu, að hann sá glugg-
ann, en til þess hafði hann orðið að snúa vinstri fæti
Gapards dálítið, og þau mistök riðu baggamuninn.
Gaspard tókt að losa sig með hörðum hnykk, og hann lét
ekki á sér standa að nota tækifærið. Hann sparkaði út frá
sér með lausa fætinum af öllu afli og hitti mitt brjóst Ajax
af svo miklum krafti, að hann kastaðist á bakið til jarðar.
Þar lá hann með útrétta handleggi sem dauður væri, en
kjánalegt bros lék enn um varir hans.
Munkurinn þaut þegar til og laut yfir Ajax, svo spratt
hann upp og hljóp að vagni Ajax, stökk upp í hann og ók
brott sem óður væri.
Skyldi Ajax vera dauður? Clifton hraðaði sér til hans og
athugaði hann. Svo kom Gaspard haltrandi að, og þegar hann
hafði litið á hinn sigraða andstæðing sinn, sneri hann sér
með sigurbros á vör að glugganum. En svo rak hann upp
skaðræðisöskur og þaut að bakdyrunum.
Clifton elti hann. Skyldi Gaspard hafa truflazt eitthvað
á geðsmunum í þessum ógurlegu átökum? Þegar þeir komu
að stofudyrunum, þar sem Angelique sat við gluggann, var
Clifton aðeins eitt skref að baki honum. Og þeim gafst á að
líta. Stúlkan sat á stólnum bundin föst við hann og var
stólnum snúið þannig, að hún hlaut að horfa út um glugg-
ann. En þetta var ekki Angelique.
Stúlkan leit skelfdum augum á komumenn. Hún var náföl
og með grátekka. Hún var feit og silaleg. Drottinn minn
dýri, hugsaði Clifton, var þetta hin fagra Angelique.