Tíminn - 16.06.1954, Síða 4

Tíminn - 16.06.1954, Síða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 16. júnf 1954. JWT Þorbjörn Björnsson, Geitaskarbi: Orðið er frjálst Hugvekja um ríkisútvarpið Nifc'urlag. Dflgur og vegur. Að ólöstuðum fjölda erinda sem flutt eru í útvarpið, gæti ég samt haldið að enginn er- indaflutningur væri svo vin- sæll og ajmennt áhlýddur, sem dagspjallið, enda svo frá mínum bæjardyrum séð oft, meira að segia oftast, þar prýðilega á málum haldið Og löngum valið fólk í því rúmi. Það held ég að geti á nokkru oltið fyrir áhlýðend- ur, að þeir menn, sem við okkur skrafa um ýmis líð— andi stundar viðhorf og á- stand, sé viturt fólk, gaum- gæfið, víðsýnt og velviljað öllum lýð. Sé svo getur hæpið hjá því farið, að þess ábend-, ingar leiði til mikils gagns og góðs. Nú þegar ég hripa þetta niður, hefi ég nýlega hlýtt á hið ágæta spjall Gísla Guðmundssonar alþm. og hið stórsnjalla sanníslendings- lega dagsvegar spjall séra Jakobs Jónssonar, þar sem hann í erindi sínu ræddi háð ungartilboð hinna dönsku í handritamálinu. Það þarfn- ast enginn vökustaura í augnatóftir undir slíkum er- indum, er ég áðan nefndi. Hitt finnst mér stundum sem þessar dags og vegarræður manna spenni of þröngt svið. Það eru of oft reykvízk við- horf og dægurmál, sem um er rætt, enda eru þær und- antekningar of fáar, að það sé ekki reykvíkingur, sem þar hefir orðið, og hver þekkir bezt sitt heima. Hitt tel ég sjálfsagt, og kleift vel, að fá annað slagið utanborgarfólk til að flytja nýtt loft og ný viðhorf inn í þennan erinda- flutning. Það má undarlegt heita, ef úr hinu andlega bústna mannvali búnaðar- þings og í hópi utanborgar alþingismanna finndust ekki oftar en er, menn til að spjalla um dagsins og fram- tíðarinnar mál. — Nokkwr orð til Hjörvars. Það mun hafa verið síðla hausts eða snemma vetrar, að Helgi ræddi um daginn og veginn. — Mér er ekki gjarnt til skoðanalegrar jábróður- mennsku, er frekar þversum maður, vil heldur klöngrast krókóttar koppagötur, en stýra auðfarna alfaraleið fjöldans. Alla jafnan get ég þó átt skoðanalega samfylgd með Hjörvar. En nú skeði það í einu atriði nefnds er- indis, að ég snéri af leið — gat ekki fylgt honum að máli. Það var þéringalof hans, sem mér féll ekki í geð. Ég er rótgróinn þúyrða maður. Það eru sveitamenn yfirleitt. — Helgi nefndi tvö dæmi þéring um til stuðnings. Tvær þúkon ur í sambýli deildu títt og rifust mjög. Aðrar tvær þér ingakonur, líka í sambýli, tala saman ií friðsemd og kurteisi. Hér getur þann veg hafa tiltekist, að þær fyrr- nefndu séu forkkvendi að skapgerð, þurfi því andlegr- ar heilsu sinnar vegna að tukta hvor úr annarri annað slagið, slíkir hættir ei^a ekk- ert skylt við þú eða þér. — Síðarnefndu konurnar eru hófskonur að skapgerð, því deila þær ekki. Þéringar þeirra þurfa því ekki og geta ekki stillt neinn hlaupandi vísi æstrar skapgerðar. Þann veg getur hafa tiltekizt með dæmi þau, er Hjörvar nefndi, því sanna þau ekkert á hvor- uga hlið. Nú skal ég, eins og Helgi, nefna tvö dæmi þúinu til nokkurs stuðnings og til að sýna, að þéringar stýra engri lukku í sambúð eða samskiptum manna. Ég hafði eitt sinn þær sagnir af stór- bónda einum í öðrum lands- fjórðungi, að hann haíði um sig stóra rikislætishætti, hafði tíu kaupakonur og ann an mannafla þar eftir. Hann þéraði allt sitt vinnufólk nema vikadrenginn. Þessi bóndi fór á hausinn eftir fárra ára búskap. — Annar bóndi hafði tvær vinnukon- ur og tvo vinnumenn. Hann þúaði sitt fólk, og meira til. Hann hafði umgengist hjú sín með hlýleika, gjörði sér far um að láta bau finna, aö liann teldi þau til jafningja. Hann óskaði ekki eftir að skapa andlega sambúaðar- fjarlægð með þéringum. Þeim siðarnefnda farnaðist ágæt- lega í bústarfinu. Ekki held ég bví fram, að fyrrnefnda bóndanum hafi mislukkazt búskapurinn eingöngu vegna þess að hann þéraði allt sitt verkafólk, en hitt get ég haid ið, að þas hafi stutt þar að. Hann ástundaði að halda fólki sínu sem fjærst sér, einn þáttur þar í, og ekki sá veigaminnsti, voru þéring- arnar. Það skapaðist enginn skilningur, engin sambúðar- hlýja né velvild milli bónda og hjúa. Það var þokuveggur ókynni's og sérhyggju, sem aðila, það hafði sínar afleið- hlóðst milli þessar atveggja ingar. Þéringar eru hégóma- skapur, þær eru enginn mæli kvarði á kurteisi né prúð- mennskuhæti manns. Bar?zatímar. Þeir eru ein af útvarpsins nauðsynjum og veltur á miklu að vel heppnist, og þannig er oft. Það er vandi mikill að tala við börn og unglinga, svo að saman fari glaðning og fræðsla, — að athygli þeirra sé vakin til eftirtektar. Umfram allt þarf allt efnið að vera grómlaust. Það er stundum ekki nægilega Ijóst talað við þau, þau skilja ekki merkingu sumra orða, stund- um ekki heilla setninga, efnið verður sundurlaust, þau rnissa áhuga til áhlýðslu, — það þarf að tala barnalega við börnin. Sögurnar hans Stef- áns Jónssonar eru nokkuð sérstæðar. Þær ná tökum á áhuga og athygli unglinga. Þær eru allt í senn með lokk- andi og hressandi æfintýra- blæ, stíllinn léttur, lipur og auðgripinn. — Lestrarhæfni Stefáns er líka prýðileg. Úr þvf eg minnist á barnatima utvarpsins, vil ég tjá mínar persónulegu þakkir þvi fólki, sem alúð leggur í að glæða skilning barna og unglinga á mannlund, skyldurækni og góðvilja. Varla er annar þarfi meir aðkallandi á hverri tíð, en sú að gott fólk, reynt og guðstrúað reyni að taka í hönd ungdómsins og vísa til réttrar lífsgötu. Hinn aldni barna- og æskulýðsleiðtogi, Snorri Sigfússon, á miklar þakkir skyldar frá alþjóð fyr ir störf sín á sviðurn upp- eldis- og fræðslumála. Hans leiðsögn 1 blöðum og útvarpi er öllum, líka þeim fullorðnu, holl og andlega hagkvæm Veðurspár. Þótt stríðsárin síðustu flyttu með sér margan baga og leiðindi til okkar dreif- býlismanna, sem annarra, þá fylgdi þeim þó það happ að vera laus við veðurspárrugl- ið. Það er undarlegt að slíkt hjal skuli teljast til vísinda, og milljónir tillagaðar af al- mannafé. Það virðist seint æt!a að rofa til vizkunnar hjá þeim þarna á veðurstof- unni. og eru það undur hvað þessir veðurspárfuglar eru kaldrænir og sjálfumglaðir í sinni spáfræði. Dag eftir dag spá þeir stundum sömu lok- leysunni, þótt þtir hafi sann ar fregnir af því að spár þeirra fyrir heila landshluta séu í engu nær sanni. Látum nú vera þótt veöurspáin segi regn á sumrum en hríðar á vetrum þegar heiður himinn hvelfist yfir sólarhring eftir sólarhring, hitt er lakara, að veðurstofan skuli svo sjaldan geta sagt fyrir hin háskalegu áfelli er stundum geysa yfir allt land og valda stórtjóni til lands og sjávar. Vera má, aö meira sé mark takandi fyrir Suður- en Norð urland, einnig hitt að sjó- menn hafi þeirra einhver not. Þó finnst mér til hins benda áföll þau og erfiðleikar, er fiskimenn svo títt hljóta, — að ekki taki þeir trúanlega vcðurspána. Ber þar að sama brunni sem hjá norðlenzk- um bændum síðastliðið haust, er skaðræðis hríð skall á, sunnudaginn 11. október og skóp stórtjón og feikna erfið leika víðast um Norður- og Austurland, sakir varúðar- leysis, þó spáöi veðurstofan þá rétt fyrir um veðrið, en það var bara svo oft búið að hrópa úlfur, úlfur, að offáir trúðu. Einnig virðist svc, að þeir þarna á veðurstofunni hafi léleg tök á að skilgreina ýmsar stigbreytingar veðra- falla, — vinda og úrkomu. Það eru aðeins veöurlýsingar, sem ég get þegið frá veður- stofunni, ekki veðurspá. Læt svo staðar numið að sinni. — Það er í þriöja skiptið aö tarna, að ég minnist á út- varpið, ágæti þess og ágalla, einnig hitt aö ég sveigi orð- um til einstakra manna, sem ég tel að eigi þakkir skyldar. Ég held að við hlustendur, líklega þó einkum dreifbýlis- fólk, þörfnumst fleiri stunda frá útvarpinu með léttum kímniblæ, eitthvað sem léttir yfir geði — vekur hlátur. E.s. Brúarfoss fer frá Reykjavtfk, laugar- daginn 19. þ. m. kl. 10 f. h. til Newcastle, Hull og Ham- borgar. H.f. Eimskipafélag íslands 131. blað. Gestur hefir kvatt sér hljóðs og ræðir um veitingahús, vínveitinga- leyfi o. fl.: „Síöan áfengisfrumvarpið fræga varð að lögum, hefir mikið verið rætt og ritað um það, hvaða hótel og veitingahús séu likleg til að fá vínveitingaleyfi. Blöðin hafa sagt frá þvi, að verið sé að mála, breyta og fríkka upp á marga staði í þeirri von einni, að þeir fái vín- veitingaleyfi. Veitingamenn hafa kvartað sáran undan því um langt árabil að hafa ekki vín á boðstóln- um og gert um það háværar kröf- ur að fá það gefið frjálst, nú er þessi ósk þeirra að uppfyllast. Þá hafa veitingamenn kvartað enn sár- ar undan einum óréttlátasta skatti þjóðfélags okkar sem er veitinga- skatturinn. Þessari kvörtun veit- ingamanna er ég alveg sammála, eða hvernig er hægt að réttlæta það, að þurfa að borga 10% skatt fyrir það eitt, að borða mat sinn á veitingastað, en ekki heima hjá sér? Það er því réttlát krafa veit- ingamanna að fá veitingaskattinn afnuminn með öllu, en fjármála- ráðherrann er nú sennilega ckki til viðtals um slíkt. Ættu allir þeir, sem að staðaldri þurfa að borða á veitingahúsum, að taka saman höndum og mótmæla þessum órétt- láta skatti. En þó að veitingamenn séu bún- ir að fá vínið „frj álst“, sem er mikil bót, og þó að þeir fengju veitinga- skattinn afnuminn með öllu, þá mundi ástandið að vísu batna eitt- hvað, en ekki svo ýkja mikið, þar sem meinið liggur ekki í vínskorti og sköttum, heldur í því, að þeir vanrækja beinlínis í afar mörgum tilfellum fyrsta boðorð sitt, sem hlýtur að vera: Góð þjónusta, já góð þjónusta jafnt í aðalatriðum sem í smáatriðum. Það, sem ég á við með góð þjónusta í aðalatrið- um, er t. d.: Þegar gestir koma inn á veitingastað, þá er það venja hér í bæ, að ganga beint inn um alla sali, oft í rennblautum yfirhöfnum, í leit að borði. Þetta ráp gestanna er öllum til leiðinda og þjónustufólk inu til tafar. Þetta má koma í veg fyrir, með því að taka á móti gest- unum, bjóða þá velkomna og vísa þeim til sætis. Þ'á er það einnig léleg þjónusta', þegar dúkar eru skítugir, bollar, skálar og diskar skörðóttir, hnífar, gafflar og skeið- ar úr sitt hvorri áttinni, stórir blómapottar standa auðir langan tíma fullir af alls konar rusli, skerm ar á borðlömpum rifnir og skældir, matseðillinn fitugur og varla læsi- legur, v útvarpið haft svo hátt, að varla heyrist til borðféiagans, hand klæði skítug og salerni stífluð. Einn ig er það léleg þjónusta, þegar þjón ustustúlkan skilur ekki eða hefir ekki hugmynd um þá rétti, sem ei'u á matseðlinum, veit ekki, hvort consommé-súpa er þunn eða þykk, veit ekki, hvort Wienerschnitzel er steiktur eða soðinn. Veitingamaður inn ætti að segja þjónustufólkinu fyrir hverja máltíð, hvað sé á mat- seðlinum og eitthvað um hvern rétt fyrir sig. Um góða þjónustu í smá- atriðum á ég t. d. við eftirfarandi: Gesturlnn á ekki að þurfa að biðja um öskubakka á borðið eða vatns- glas með matnum. Þá er það af- leitt, þegar þjónustustúlkan upp- lýsir það, að kaffið, sem borið er á borð klukkan 4,00 hafi verið lag- að' um hádegið. Svona mætti lengi telja upp, en ég læt þetta nægja, dæmin um lélega þjónustu eru afar mörg og eru að finna á flest- um veitingastöðum höfúðborgar- innar og víðar. Nei, vínveitinga- leyfi og afnám skatta mun ekki bæta þjónustuna, til þess þarf meiri alúð og rækt við starfið og umfram allt viljan til þess að veita góða þjónustu. Nú mega menn ekki halda, að ég álíti veitingamenn eina eiga alla sökina á ófremdarástandi því, sem nú ríkir í veitingamálum ckkar, því fer fjarri. Við sjálf, gestirnir, eigum mikinn þátt í því. Af hverju eru salerni, þvagskálar og hand- laugar stíflaðar, nema af því að við hendum alls konar rusli i þær. Af hverju er stundum skósverta í handklæðinu, nema af því að við notum það til þess að þurrka af skónum okkar. Af hverju eru alls konar klámsetningar og myndir skrifaðar á veggi salerna, nema af því að við gerum það. Þá leikuin við okkur oft að því að skera upp- hafsstafi okkar í borðin eða klína tyggigúmmíi undir borðplötu eða undir stólsetu. Stundum fiktum við í borðlampanum, þar til hann bilar eða leikum okkur að búa til S úr súpuskeiðinni. Við getum alveg viðurkennt það fyrir sjálfum okk- ur, að umgengni okkar á veitinga- húsum er langt fyrir neðan ailar hellur og mér liggur nærri við að segja þjóðarskömm. Má einnig vel vera, að veitingamenn hafi ' lagt árar í bát, þegar þeir mættu hinni slæmu umgengni okkar, og hugsað sem svo, að tilgangslaust væri að halda veitingahúsinu við, þar sem gestirnir kynnu ekki að meta það. Þá kem ég að þriðja og ef til vill mikilvægasta aðilanum, sem hefir átt og á enn stóran þátt í &- fremdarástandi því, sem nú rikir í veitinga- og gistihúsamálum okk- ar, en það er sjálft ríkisvaldið. Hefir ríkisvaldið sýnt þessum mál- um fádæma áhugaleysi og alltaf staðið í veginum fyrir eðlilegri þró- un þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Feröaskrifstofu ríkisins (Vísir 13. apríl 1953) þá ver liún árlega 400—500 þús. krónum til landkynn- ingar. Voru gefnir út á s. 1. ári bæk- lingar í 45 þús. eintökum og nú í ár á að fjölga þeim upp í 75 þús., auk þess hafa verið gerðar fjöldi kvikmynda, sem sýndar eru víða um heim og Ferðaskrifstofa ríkis- ins hefir opnar skrifstofur bæði í London og Kaupmannahöfn; allt er þetta gert til þess að laða er- lenda menn til íslands. Á sama tíma og ríkið stendur i þess- um stórræöum, er ekkert gert hér heima fyrir til þess að taka á móti þessum erlendu ferðamönnum, sem tekizt hefir að gabba hingað. Gisti húsin eru alltof fá, léleg og langt á eftir timanum, veitingahúsin eru eins og áður hefir verið sagt, auk þess sem þau eru alveg kjötlaus, þ. e. a. s. þangað til þau fá dansk- ar pylsur og danskt hakk, sem þau eiga að bjóða hinum erlendu og innlendu gestum í sumar. Ástandið í þessum málum er slæmt, en ekki svo slæmt, að ekki megi bæta það. Til þess að bæta ástandið þarf sameiginlegt átak okkar allra. Veitingamenn veröa að gera meiri kröfur til sjálfs sín og bæta alla þjónustu; ríkisvaldið verður að sýna þeim meiri skiln- ing með því að veita þeim meiri innflutning á nauðsynlegum vör- um og tækjum og með því að af- nema veitingaskattinn. Og að lok- um viö sjálf, gestirnir, við verðum að bæta umgengni okkar og fram- komu. komu“. ‘, Gestur hefir lokið máli sínu. Starkaður. AV.V.V.V.V.V.V.V.VV.VV.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V > Gerist áskrifendur að TÍMANUM Áskriftasími 2323 VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'AV.VAVVAW.V.VANW

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.