Tíminn - 23.06.1954, Blaðsíða 2
2
TÍMINiV, migvikudaginn 23. júní 1954,
136. blaff.
Orlagarík íjallganja.
Það var frá þessum bú'ðum, sem
þeir Hillary, McParlane og Wilkins
Fal! í jökulsprungu.
Þegar klukkan var orðin hálf-sex,
heyrði Hillary hróp fyrir utan og
leit út úr tjaldinu. Sá hann þá hvir
Wilkins kom gangandi inn í búðirn
ar og var blóðugur í andliti. Hann
McFarlane hafði næturvist í 20 m.
djúpri jökulsprungu í Himalajafjöllum
Eins og kunnugt er af fréttum aö undanförnu, þá henti
það Sir Edmund Hillary að rifbrotna og fá lungrnabólgu við
göngu á fimmta hæsta fjall heimsins, Makalu. Hillary er nú
í Himalaja með kalifcrnískum leiðangri, sem hefir það að
markmiði að ganga á þetta fjall. Lítið hefir frétzt um til-
raunir leiðangursins við að ganga á Makalutind, sem gnæfir
8515 metra yfir sjávarmál. Fyrir nokkru ritaði þó Sir Edmund
blaðinu The Times í London bréf. Bréfið er dagsett 9. maí.
í þvi ræðir hann aðallega um björgun eins félaga síns úr
jökulsprungu, og hefir þetta eitt að segja um veikindi sín
og beinbrot: „Mitt brotna rifbein er r.ú næstum orðið gott
og ég mun aftur taka þátt í fjallgöngunni á morgun“.
Áður en það slys varð, sem leiddi, en Hillary segir, að þetta hafi verið
til veikinda Hillarys, hafði hann j einn erfiðisminnsti tindur, sem
ásamt öðrum leiðangursmönnum j hann hafi gengið á. í norðaustur
gert búðir í rúmlega fimm þúsund j af tindinum virtist vera um greið-
metra hæð í austurhlíðum svokall- j færar leiðir að ræða og MeParlane
aðs Barundals. Prá þessum búðum J vildi endilega halda dálítið lengra
— aðalbúðum leiðangursins hafði í þá átt, svo að hann sæi inn í
verið slegið upp miklu neðar — j Tibet. Hann og Wilkins gengu síðan
gengu Hillary og félagar hans á saman af tindinum og höfðu band
nokkra tinda í nánd, bæði til að æfa 1 á milli sín. Hillary stefndi aftur á
sig og venjast hinu þunna lofti, og j móti til búðanna og komst auð-
svo til að ráðslaga um það, hvar , veldlega niður. Var hann kominn í
bezt væri til atlögu á Makalu. 26. búðirnar um hádegið. Kenndi hann
apríl fluttu þeir búðirnar ofar og1 nokkurs uggs, þegar klukkán var
slógu þeirii upp á Barunjöklinum. j orðin fimm síðdegis, án þess nokk-
Höfðu þeir i hyggju að ganga á uð sæist til þeirra tveggja, er fóru
tindinn_ Baruntse í æfingarskyni, til að sjá inn í Tíbet.
en Baruntse er einn af hærri tind-
unum þarna í kring.
hófu göngu á tind i nálægð, sem var . flýtti sér að segja Hillary, að hann
léttur uppgöngu og 6187 metrar á væri ekki alvarlega særður, heldur
hæö. Góð útsýn var af þessum tindi,
Útvarpib
Útvarpiö í dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
20,20 Ávarp frá fjáröflunarnefnd
Hallveigarstaða (Bannveig ..
Þorsteinsdöttir lögfræðingur). sn°S§f’ að bonum gafst ekki tími
stafaði blóðrennslið af skurði, sem
hann hefði íengið á andlitið, þegar
sólgleraugu hans hefðu brotnnð.
Wilkins og McFarlane höfðu venð
á niðurleið. Höfðu þeir gengið eftir
löngum og sléttum snjófláa, Allt í
einu féil Wilkins, sem var á undan,
í gegnum þunnt snjólag, er lá yfir
jökulsprungu. Þetta skeði svo
20.25 Utvarpssagan: „Maria
Grubbe“ eftir J. P. Jacobsen;
I. (Kristj. Guðlaugsson hrlm)
20,45 Léttir tónar. — Jónas Jónas-
son sér um þáttinn.
21,35 Erindi: Gerð og eðli efnisins;
II: Geislavirk efni (Óskar B.
Bjarnason efnafræðingur).
22,00 Préttir og veðurfregnir.
22,10 „Heimur í hnotskurn", saga
eftir Giovanni Guareschi; VI.
22.25 Dans- og dægurlög (plötur).
23,00 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgnn:
Fastir liðir eins og venjulega.
20,30 Náttúrlegir hluitr: Spurning-
ar og svör um náttúrufræði
(Ingólfur Davíðss. magister).
20,45 Tónleikar (plötur).
21,00 Upplestur: Ólína Jónsdóttir
frá Sauðárkróki les' frásögu
og frumortar stökur.
21,20 íslenzk tónlist: Lög eftir Sig-
fús Einarsson (plötur).
21,40 Úr heimi myndlistarinnar
(Björn Th. Björnsson listfr.).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 „Heimur í hnotskurn", saga
eftir Giovanni Guareschi;
VII: (Andrés Björnsson).
22,25 Sinfóniskir tónleikar (plötur)
33,05 Dagskrárlok.
Árnað heilla
Hjónaband.
18. júní voru gefin saman í hjóna
band af séra Jóni Guðnasyni ung-
frú Kristín Jóhannsdóttir, Sólvalla
götu 61, og Böðvar Þorvaldsson, Þór
oddsstöðum í Hrútafirði.
Trúlofanir:
Hinn 17. júní opinberuðu trúlofun
sína í Kaupmannahöfn ungfrú Erna
Hermannsdóttir frá Seyðisfirði og
Ólafur Ólafsson, stud. pharm., frá
Vestmannaeyjum.
17. júní opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Dröfn Hannesdóttir, Ból-
staðahlíð 5, og Daníel Halldórsson,
llaga, Holtum.
17. júní opinbenrðu trúlofun sína
ungfrú Þyrí Ágústsdóttir frá Vest-
mannaeyjum og Steindór Hjartar-
son, Auðsholtshjáleigu, ÖIíusi.
til að aðvara McFarlane. McFarlane
reyndi að stöðva hann í fallinu, en
dróst þá sjálfur niður í sprunguna.
Þeir lentu báðir í mjúkum snjó nið
ur í botni sprungunnar, sem var
um tuttugu metrar á dýpt. Wilkins
kom léttar niður, því að McFarlane
hafði dregið úr falli hans, enda
meiddist hann lítt. Aftur á móti
féll McFarlane eins og fara gerði
niður í sprunguna og mátti sig ekki
hreyfa. Það tók Wilkins tvo tíma
að komast upp úr sprungúnni. Gekk
hann eftir henni, unz hún þrengd-
ist svo, að hann gat klifrað upp
með spyrnu í báða veggi hennar.
Braut hann sig upp úr snjólaginu,
sem hvíldi yfir, þar sem hann kom
upp. Hraðaði hann sér til búðanna,
því að hann vissi, að myrkur fór að
og einn gat hann ekkert gert fyrir
McFarlane.
Hillary sígur í jökulsprunguna.
Strax var hafizt handa um að
bjarga McFarlane úr sprungunni.
Hillary bjó sig af stað, ásamt fimm
Sherpum í mesta flýti, því að hann
óttaðist, að hann næði ekki sprung
unni fyrir myrkur. Fylgdu þeir spor
um Wilkins og er þeir komu í sex
þúsund feta hæð, náðu þeir sprung
unni og sáu götin, þar sem þeir
höfðu fallið og þar sem Wilkins
hafði komið upp nokkru frá. í
þann mund féll myrkrið yfir. Kað-
all var nú bundinn um Hillary og
héidu Sherparnir bandi strengdu, er
hann gekk fram til sprungunnar.
Hillary kallaði, er hann kom að
gatinu og svaraði McFarlane hon-
um. Var það Hillary mikill léttir.
Hillary sá strax, að þetta var mjög
stór sprunga og náði geislinn frá
leitarljósi hans ekki það langt, að
hann sæi McFarlane í botni sprung
unnar. Hann varpaði kaðli niður,
en McFarlane var svo máttfarinn,
að hann gat ekki bundið kaðlinum
um sig. Hiilary tók nú það ráð að
síga niður, þótt honum væri ekki
rótt að þurfa að skilja Sherpana
(Jpprdsnin á Ilaili
Nýja b:ó sýnir. Aðalhlutverk:
Dale Robertson, Anne Francis,
Oharles Korvin, William Mars-
hall.
Mynd þessi fjallar að nokkru
leyti um þá ógnaröld, sem ríkti á
Haiti, er innfluttir Afríkuþrælar
og innfæddir sigruðu mág Napó-
leons og brutust til valda í sínu
eigin landi. Inn í þetta kemur svo
Bandaríkjamaður, er leikur mikla
hetju og bjargar öðrum bandarísk
um ríkisborgurum tvisvar frá því
að lenda í eldi og voða. Verður
ekki í fljótu bragði séð, hvorra
erinda þetta bandaríska fólk. er
komið inn í frelsisbaráttu Haiti-
búa. Hefði mátt álíta, að hinir
stórfelldu atburðir í sambandi við
frelsistökuna hefðu átt að nægja í
innlenda persónusögu og þjóðar-
sögu. Engar sönnur á því, hvort
til hafi verið kona á Haiti um þess
ar mundir, er nefndist Lydía Bail-
ey. Þó er það vel trúlegt. Þar
bjuggu bæði Bretar og Bandaríkja
menn, auk Frakka. Kann að vera
að sag a þessi sé sönn í megindrátt-
um. Myndin er vel tekin og spann
andi. King Dick er bezt leikinn,
en þessi Lydía Bailey hefði mátt
vera meiri fyrir mann að sjá. Hin
síendurtekna bandaríska hetjuper-
sóna er þokkalega leikin, þar sem
því verður við komið. Einnig er
bófaforinginn og ræninginn vel
leikinn. Kemur manni í hug trúar-
kenning þekkts íslenzks vísinda-
manns, er ræninginn stendur í
miðju tjaldi, örurn settur og blakk
ur og meö logatungur elds i kring-
um sig og öskrar: Drepum, drep-
um. I. G. Þ.
England—
Ungverjaland
Gamla b:ó sýnir. Knattspyrnu-
sambandi íslands hefir tekizt að
fá hingað kvikmynd frá báðum
leikjum Ungverjalands og Eng-
lands, og verður hún sýnd í bíóinu
næstu daga. Fyrri leikurinn er þeg
ar Ungverjar sigruðu Breta á
Wembley í London með 6—3, og
urðu fvrstir til að sigra enska lands
liðið á enskri grund. Síðari leikur-
inn er frá Budapest, er Ungverjar
sigruðu Breta aftur með 7—1. Var
sá leikur háður í vor. Tekur rúman
klukkutíma að sýna myndina, rem
er mjög fróðleg, einkum fyrir knatt
spyrnumenn, sem fá þarna ágætt
tækifæri til að kynnast leikni og
leikaðferð Ungverjanna. Mikið ber
á Puskas, „bezta knattspyrnumanni
heimsins", eins og hann var kallaö-
ur eftir síð'ustu Ólympíuleiki. Hjá
Englendingum sjást margir góðir
leikmenn t. d. snillingurinn fertugi
Stanley Ma'tthews í fyrri leiknum
og Tom Finney í þeim síðari.
íslenzkur taltexti er í myndinni,
og er það til mikilla bóta, en mynd
in er ungversk. Knattspyrnumenn
og aðrir, sem áhuga hafa fyrir
knattspyrnu, ættu ekki að láta
þessa fróðlegu og lærdómsríku
mynd fara fram hjá sér. Undirrit-
uðum þótti sérlega ánægjulegt að
fá tækifæri til að sjá þessa mynd
og endurnýja með því kynninguna
af ungversku knattspyrnumönnum,
sem hann hefir verið svo lánsamur
að sjá leika nokkra leiki. HSÍM.
eina eftir uppi á jöklinum.
Björgunin tekst ekki.
Sig Hillary gekk í nokkrum
skrykkjum. Alltaf þrengdi reipið
meira og meira að honum og þegar
hann var kominn um seytján
metra niður, stöðvaðist hann skyndi
lega í lausu lofti. Hrópaði hanu þá
til Sherpanna um að draga hann
upp, en allt kom fyrir ekki, fyrr en
McFarlane fór að hrópa með hon-
um. Var Hillary nú ljóst, áð Sherp
(Framhatd á 7. sfðu).
Tilkynning
Vegna sumarleyfa verður skrifstofu og afgreiðslu
vorri lokað frá 12. til 28. júlí að báðum dögum með-
töldum.
TéSisakseinkasala ríkisias.
S í I d a r s t ú I k u r
vantar til söltunarstöðvarinnar MÁNI, Þórshöfn. —
Kauptrygging, fríar ferðir og gott húsnæði. —
Ennfremur vantar beygi.
Upplýsingar á skrifstofu Ingvars Vilhjálmssonar,
Ilafnarhvoli, sími 1574.
Starfsstúlkur
vantar. — Ekki svarað í síma. — Upplýs-
ingar hjá forstöðukonunni að Skúlagötu 51.
Sjóklæðagerð íslands h.f.
Skúlagötu 51.
Síldar-stúlkur!
Óskar HaIIdórsso?t h.f. vill ráða stúlkur í síld f s«m
ar til Siglufjarðar og Raufarliaf?iar. — Fríar ferðir og
kauptryggÍTZgi??. _ Uppl. hjá GUNNARI HALLDÓRS
SYNI, Edduhúsinw. — Sími 2298.
ifífv Atffffí/c/íjv WoRcaAfítmxSi
A
y c4dct&un&i><&r/nenn> y
W.ffeLG/isotf d
Flugfanniðinn um Osló til Kaupmannahafnar á
„Tourist" farrrými kostar kr. 1600,00. Vikulegar ferðir
frá Keflavík
Leitið upplýsinga á skrifstofu vorri, Hafnarstræti 19.
G. Helgason & Melsted h.f.
Símar 80275 — 1644.
INNILEGUSTU ÞAKKIR sendi ég vinum og skyldfólki
mínu fyrir heimsóknir, gjafir og annan vinsemdar
vott á sjötugsafmæli mínu, þann 3. þ. m.
Þórður Magnússon.
WSgSSggSggggggggggSgSSggJSSSSSSSggggSSSggSSSSSSgSSggSggSSSgSSSSSSSgS
HJARTANS ÞAKKIR til allra þeirra er minntust mín
á áttræðisafmæli mínu, 17. júní, s. 1.
Albí?ia Jó?isdóttir.