Tíminn - 23.06.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.06.1954, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miSvikudaginn 23. júní 1954. 136. bla& Snæbjörn. Jónsson: STUÐLAGALDUR Sveinbjörn Benteinsson er tvisvar búinn að koma þjóð sinni á óvart. Hann gerði það með rímnasafni sínu, Gömlu lögunum, 1945, og hafði þá einn um tvítugt, en stendur nú á þrítugu. Þar var saman safnað nokkrum rímnaflokk um, ortum af alveg frábærri hagmælsku og allt af smekk vísi sagt. Margt er þar mik- illa rímþrauta, og má nefna sem dæmi niðurlagserindið í Flugurímu, sem hann kvað nokkru eftir fermingu: Dug og glím við hreðu-her, hugarskímu gleðin ver. Bugast gríma freðin fer Fluguríma kveðin er. Margt var þar einnig spak- lega sagt, þó að maðurinn væri ungur, og má vel taka þetta erindi sem dæmi, enda þótt það njóti sín ekki úr samhengi slitið: Bann og gengi mikla má, mannast lengi snjallir; þannig fengu sæmd að sjá sannir drengir allir. Ég tek erindi þessi eftir minni, og má vera að einhvers staðar kunni að skeika orði. Einhver ritdómur sagði um bókina, að þrátt fyrir kveð- skaparsnilldina, væri ekki skáldskap í henni að finna. Ósatt mál var það, en hitt er rétt, að orðsnilli yfirgnæfði þar skáldlegt hugarflug, enda hafa fáir verið orðnir mikil skáld innan tvítugsaldurs; fáir líka bragsnillingar með- an þeir voru svo ungir. Bókin vakti að vonum nokkra undrun, en ekki mun höfundur hennar hafa vakið öllu minni undrun á um- liðnu hausti með Bragfræði sinni og háttalykli. Þar var um frumlega kennslubók (handbók) að ræða, grund- vallaða á ekki litlum fræði- mannlegum rannsóknum. Hafði þá ekki hliðstæður at- burður gerzt í bókmenntum okkar síðan 1878, er út komu Ritreglur Valdimars Ásmunds sonar. í báðum tilfellunum eru það algerlega jóskóla- gengnir sveitapiltar innan við þrítugt er rita ágætar kennslubækur. Að vonum var það ekki svo um þessa bók, ekkert vafasamt eða miður nákvæmt. Það hefði verið fjar stæða að krefjast slíks. En lítt munu missmíðin koma þeim að sök, er bókina nota, og út af fyrir sig er hátta- lykillinn afrek. Hann er kveð inn undir 450 háttum, eða afbrigðum hátta, og mun þar hvergi braglýti að finna. Það er furðulegt, en segir þó sína sögu, að einungis einn mað- ur, Konráð Vilhjálmsson, skuli hafa skrifað um bók- ina að nokkru marki. Nú í vor kom nýtt kvæða- kver eftir Sveinbjörn Ben- teinsson, og nefnir hann það Stuðlagaldur. Vera má að það veki minni undrun en hin fyrri, en þó kemur hann líklega sumum á óvart með því. Hér yrkir hann meira undir kvæðalögum en rímna lögum, og hér sýnir hann sig stórum meira skáld en í hin- um fyrri bókum; en alltaf er hann sami bragsnillingurinn, og sjaldan er hugsun hans grunnúðug. í þessu kveri eru verulega góð kvæði. Sá sem les fyrsta kvæðið, „Svip- myndir“, býst við að finna fleira gott með því að halda lengra, og hann finnur það líka, allt til síðasta kvæðis- ins, sem er tvítug drápa hryn hend, nefnd „Árgeisli“, en þetta er stefið: • Óðum hvetur upp til dáða iðandi líf á verkasviði, allt er fært, ef ekki skortir, andans þrek í hverjum vanda. Þarna er margt á milli fátt lélegt, kannske aðeins eitt kvæði, en sum eru kvæðin perlur. Ýms eru stöku erind- in fögur, hugðnæm og spak- , leg. Þannig er skáldskapur i þessu erindi, þó að ekki láti það mikið yfir sér: I ! Verða mörg á vegi villuljós, er ginna, gleymt get ég þó eigi glömpum augna þinna. Þínir Ijósu lokkar léku sér um herðar, meðan óskir okkur uxu, fagurgerðar. Hér er annað stakt: Margt hefir ár til enda streymt, aftur við sjaldan horfðum; nýtt úr huganum hefir teymt hitt, sem var kunnugt I forðum; flest er nú týnt, en fátt er I geymt, fyrri hugmynd úr skorðum. Þó hef ég aldrei, Þórdís, I gleymt þínum svipmestu orðum. ) Stundum sendir Svein- björn ör af boga sínum, og sjaldan munu þau skeyti missa marks. Til dæmis um slíkt má nefna „Gæðaland" og „Bæn“, sem ekki snýr sér til himnaföðuirins, heldur skemmstu leið til íslenzkra stjórnarvalda. Hvað sem sum ir kunna að ætla um gagn- : semi annarra bæna, mega all ir treysta því, að þessi bæn verður heyrð. ! Það væri til lítils að gera hér skrá yfir góðu kvæðin í þessu kveri, og ekki rúm til þess að taka mikið upp úr þeim. En ýmsa vini munu þau eignast, og frábær er orð- kynngin í sumum þeirra, eins og t. d. „Skáldlýsingu“; þar er hvert erindi að vísu alveg sjálfstætt, en þó nýtur ekk- ert þeirra sín til fulls nema öll fylgist að. Á einum stað bregður fyrir ósmekkvísi; það er í „Nætur- ljóði“. „Oft hef ég dottað og dregið ýsur og daufum glyrn unum rennt til þín“. Orðið, sem hér er prentað með breyttu letri, fer fjarska illa enda er það ljótt orð; mátti vel segja „skjánum“, skygn- unum“ eða annað slíkt. En það er fátitt að Sveinbirni fatist þannig. Lélegasta kvæð ið í kverinu mun vera „Bjólu hrollur“ og það verður lé- legra fyrir það, að við lest- ur þess hlýtur hver og einn að hugsa til vísna Sigurðar Breiðfjörðs, „Kveðið á glugga“, með „ekki vaknar Þóra“, og „loksins vaknar Þóra“, enda þótt hér sé ekk- ert frá Sigurði tekið. Mér er nær að halda að Sveinbjörn skorti þá léttu kimni, sem til þess þarf aö yrkja slík kvæði, og hann hefir eflaust gert rétt, er hann birti aðeins þetta eina, sem vel hefði mátt missast. Eitt erfikvæði er í kver- inu, kveðið eftir grannkonu höíundarins. Við lestur þess vaknaði hjá mér sú spurn- ing, hvort ég hefði áður les- ið hrynhend erfiljóð kveðin eftir konu. Ég minntist þess ekki, og einhvern veginn finnst mér, að undir þeim hljómmikla og svipstóra hætti eigi einkum að yrkja eftir karlmenn, sem mikið hafa látið til sín taka. En vera má að þetta hafi við ekkert að styðjast, og víst er um það, að ekki fá margar konur þau eftirmæli, er jafn ist á við þessi. Stundum er talað um erfi- ljóð eins og þau teljist í raun inni ekki til skáldskapar. Því lík fásinna. Allt frá upp- hafi íslenzkra bókmennta og fram á þennan dag eru sum hinna dýrlegustu kvæða erfi ljóð. Svo mun þetta væntan- lega lengi verða. En þó að Sveinbirni haíi ■ tekizt vel með kvæðin, er þess að vænta, að hann leggi þó ekki niður rímnakveðskapinn. Enginn kveðskapur er þjóð- legri og engin þjóð hefir slik skilyrði til að yi'kja söguljóð sem íslendingar. Því veldur hin mikla fjölbreytni fagurra hátta, sem rímnaskáldin hafa öld fram af öld skapað. Sveinn Sveinsson frá Fossi hefir þennan búskap, því annars væri kvatt sér hljóðs og ræðir um bygg- allt unnið fyrir gýg, ef fólkið feng ingu eyðijarða o. fl.: „Á Búnaðarþingi, sem haldið var s. 1. vetur í Reykjavík, var eitt af aðalmálum þess að ræða þaö vandamál þjóðarinnar, að heilir hreppar sums staðar á iandinu væru að fara í eyði, sökum þess, að bændur yfirgæfu jarðir sínar, og færu að stunda aðra atvinnu, sérstaklega i Reykjavík. í þvi sam- bandi var rætt um þá mö'uleika, að fá fólk til þess að flytja í þessa hreppa og hefja þar búskap. Fóru þá ýmsir líka að skrifa í blöðin um þetta mál. Veigamesta tillagan, sem kom fram í þessum skrifum, var sú, að ríkið keypti eyðijarðirn- ar og gæfi þær svo nýjum ábúend- um til þess að búa þar. Þetta hefðu nú einhvern tíma þótt góð kjör. En nú á tímum horíir þetta allt öðru visi við, þeg- ar peninga-atvinnan býðst svo að segja alls staðar. Það er líka mjög hæpið, að njir búendur tolli þar. Ókunnir öllum staðháttum, til sjós og lands, og veðurfari, þegar bú- 1 endur, sem þar eru uppaldir, yfir- gefa þar eignir sínar og flýja til annarrar atvinnu. ! i Ef ríkið fer að leggja milljónir fjár til aukins landbúskapar, þá er mjög athugavert, hvai- bera skai niður, í þvi efni. Hvort ætti að græða upp Skógarsand, Sólheima- sand, eða aðra slíka staði á land- inu, eða þá eyðihreppana? Líka eru til í sumum hreppum landsins góð skilyrði til ræktunar, góð heið arlönd, og stórir afréttir, fáir bú- endur, og mætti fjölga þeim allt til helminga með nógum pening- um. I | En það er um að gera að leggja peningana þar í ræktun í þeim I plássum, sem maður héldi að fólk- ið tylldi bezt í viö búskapinn. Að- alvandinn mun þó vera sá, í þessu stóra máli, að geta fyrirfram vitað, hvort nógu margt fólk fengizt i izt ekki, þegar til kæmi. Svo er það annað vandamál við iandbúskapinn, sem ég vildi líka minnast á, þa'ð er verðlagsskipu- iagið innan lands á afurðasölu bænda. Það værl mjög nauðsyn- legt, ef hægt væri, að skipuleggja það þannig,, eftir staðhá’ttum, að þar sem er. ,gott sauðland, væri aðallega kjötframleiðsla til sölu, en ekki mjóikurframleiðsla, nema til heimilisnota; Og þar, sem bezt er með kúabú, væri aðallega mjólk urafurðasaia, en kjötsala í minni stíl, og til heimilisneýzlu, og þar sem vel hagar. til méð holdanauta- kjötsframleiðslu til sölu. KáJmatarframleiðsia er mjög nauðsynleg hverju helmili á land- inu, en að reka garðrækt í stórum stíl til sölu, fyrir bændur, er hið mesta iotterí, eins og oft hefir sýnt sig, cg átakanlega að þessu sinni eins og kunnugt er. Bændur munu læra af reynslunni, og sjá það í hendi sér, að það er ailt annað að rækta dálítið til sölu til styrktar cðrum afurðum, en að eiga á hættu markaðsleysi, frost- hættu, og sýkishættu, sem kart- öflur eru svo veikar fyrir. Það er þó minni hætta með rófur, þær þola gadd, eru mikið ódýrari í rækt un, má gefa kúnum þaö lakasta af þeim, en selja svo þaö bezta, og með því fyllist markaðurinn siður unl of, og þá ætti verðið á þeim að geta orðið hærra en skipu lagt var í vetur. Allt, sem hér hefir verið sagt að framan í þessari grein, er til rækilegrar athugunar fyrir ráða- menn þjóöarinnar í þessum mál- um. Líka viidi ég segja hér: Ef smjörið væri ekki greitt niður, þá gengi það ekki út sem skildi, vegna þess, að verðiö væri of hátt.“ )’ Sveinn hefir iokið máli sínu. Starkaður. ISLANDSMÓTIDi Valur—Víkingur 1-0 Fimmti leikur íslandsmóts- ins var milli Vals og Víkings og sigraði Valur með einu marki gegn engu, eftir frek- ar jafnan, en tilþrifalítinn leik. Valur gerði nokkrar breytingar frá leiknum við Þrótt og virtust þær vera til hins betra, að minnsta kosti hvað vörnina sherti, en ann ars er liðið nú í öldudal, því leikur þess í heild er lélegur. Hjá Víking vantaði Bjarna Guðnason og þegar hann er ekki með, er framlínan mjög atkvæðalítil. Þessi leikur Vals og Vík- ings einkenndist fyrst og fremst af sæmilegum varn- arleik hjá báðum liðum og sköpuðust því mjög fá opin tækifæri til að skora. Þessi öríáu tækifæri voru þó flest Valsmegin og má því segja að sigur Vals hafi verið réttlæt anlegur hvað það snerti. En hins vegar var leiðinlegt fyr ir Val að vinna á þessu eina marki, sem kom í leiknum nokkuð snemma í síðari hálf |leik, því að það var algjör- | lega ólöglegt. Dómaranum yfirsást mjög gróft brot gegn markmanni Víkings, sem leiddi til marksins, en hann var hindraður að komast að knettinum til að slá hann frá. Valsmaðurinn réðist að- eins gegn markmanninum og hindraði hann án þess að hugsa um knöttinn. Annars kemur nokkuð á óvart, að dómaranum Halldóri Sigurðs- (Framhaid á 7. síðu). j 55S$$$$$$$S$S55S$$S$5$SS$$$$$S$$$S$$5SSSS$$$$5SSSSS$$SSS$$$$SS$S$SSSSSS» Hressingarheimili og gisíihús verður starfrækt að Hlíðardalsskóla í Ölfusi frá 1. júlí. Nýtízku finnsk baðstofa, medisinsk böð og nudd, heilnæmt fæði. Læknir heimilisins verður GRÍMUR MAGNÚSSON. Pöntunum veitt móttaka í síma 8 28 20. eS5S555«5S5Í5ÍÍÍÍÍÍ5ÍÍ555ÍSÍ5SÍSÍÍ5iÍ5Í5Í5«s5SSS5Í5SSi5iiS5S55i5iSiÍ5Í55W ÚTBOD Tilboð óskast í raflögn í Hjúkrunarkvennaskóla ís lands. Uppdrættir á teiknistofu húsameistara ríkisins, Borgartúni 7. Reykjavik, 22. júní 1954. Húsaineistari Hkisins SsS555$55S55SS55S3S55SS55SSS555SS5SSS5SSJ55SSSSSSSSS5SSSSSSS5SSSS555$S5a Rafsuðumaður öskast Blikksmiðjan Gléfaxi HRAUNTEIG 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.