Tíminn - 26.06.1954, Side 4

Tíminn - 26.06.1954, Side 4
TÍMINN, Iangardaginn 26. júní 1954. 139. blað. Kristján Linnet: Orðið er frjálst HEBLÖG ÞRENNING Vér höfum nú undanfarið haldið tvíheilaga hvítasunnu hátíðina, til minningar þess, er heilagur andi kom yfir postulana, og vér höfum þá, og oft endranær, hlustað á presta landsins vegsama heil- agann anda sem eina af þrem persónum guðdómsins, einn hins þríeina Guðs. Það er þó vert að rifja upp fyrir sjálf- uin sér og öðrum, að ekki eru allir, er þó telja sig kristna menn, á sama máli um guðdóm heilags anda eða jafnvel Jesú Krists. Þar má fremst í flokki nefna Úní- tara. Ég sagði að Únitarar litu á sjálfa sig sem kristna menn. Þfeir byggja þó ekki mikið á þessu heiti, enda kunnugt, að þeir, sem telja sig vel kristna, deili á um ýmis meg- ínatriði og telja sig samt sem áður kristna. Únitarar, og reyndar fleiri i— kannast ekki við að heil- agur andi, sem ein persóna guðdómsins, eigi sér stoð í kenningum biblíunnar. Þeir hallast að eingyðistrú „pro- para“ — einn Guð, umbúða- laust. Þeir benda á, að þrenn íngarkenningin sé hvergi boðuð í guðspjöllunum eða bréfum postulanna. Eini stað urinn í nýja testamenntinu, sem segja megi, að taki nokk uð fram um það hafi verið í fyrsta Jó;hannesa|rbréfinu 1. kafla 7. versi, en er nú sleppt í endurskoðaðri brezku biblíunni (og íslenzku), því að það sé seinni tíma við- bót. Þetta er skiljanlegt þar eð hörð deila varð um þrenn ' íngarkenninguna ( og guð- dóm Krists) á kirkjuþinginu í Nicæa árið 325. Þeir halda fram (og aðrir), að á fyrstu þrem öldunum eftir Krists burð hafði kristnir menn ekki haldið fram þrenningarkenn- ingunni, og því ekki heldur Kristi sem einni persónu guð- dómsins. Þeir telja, að eins og sumt annað í kristinni trú, sé það runnið frá hin- um „heiðnu“ trúarbrögðum, sem kristin trú samlagaði sig að ýmsu leyti og því veitt íst auðveldara að ryðja hér til rúms meðal heiðinna þjóða. Únítarar neita því, að Krist ur sé guð. Þeir heita einnig endurlausninni. Hver maður verði með fordæmi Krists, er hafi verið Guði líkur, með ei- lífri framþróun, stig af stigi, að fullkomna sig. Þeir neita meygetnaðinum og hafi Jósep getið Jesú á eðlilegan hátt. Benda þeir, þessu til stuðn- íngs á misræmið um þetta í guðspjöllunum. Líferni í anda Krists er meginatriði í trú þeirra. Þeir leggja áherzlu á að láta sem mest og bezt af sér leiða. Mannúðarstarf- semi sé ofar öll, enda verið svo í framkvæmd þeirra. Þð eru fjölmargir söfnuð- ir Únítara bæði í Bandaríkj- unum og Bretlandi og fjöl- margir merkismenn á sviði andans manna, vísindamanna og stjórnmálamanna voru Únítarar. í þeirra tölu má nefna skáldin Longfellow, Emerson og Bert Harte. Margir forsetar Bandaríkj- anna voru Únítarar t. d. Jefferson og Taft. Daníel Webster var Únítari. Ég held að ég muni rétt, að Jón Ólafsson skáld, ritstjóri og alþingismaður hafi lýst því yfir, að einnig hann væri að fara hina leiðina, hver sem mðurstaðan verður. Únítari. Únítarar hafa ekki neina trúarjátningu, eins og t. d. íslendingar, sem prestar verða að halda sig við. — Meginreglur þeirra almennt eru þessar: Faðerni Guðs, bróðerni manna, forysta Krists, hjálpræði (salvation) með eigin verknaði og eilíf framþróun upp á við. j Ég las fyrir löngu ritgerð I eftir bifekup í bandarísku ! blaði. Hann sagðist byggja trú sína á Kristi vegna mess- íasarspádóma gamla testa- mentisins. Hver hlutlaus les- andi þessara spádóma, sem (allir eru fremur óljósir, benda .þó aðeins til vonarinnar — eða trúarinnar — um endur- {lausnina undan oki þjóða, er halda þeim í ánauð. Og þeir samtimamenn Krists, sem fylgdu honum, væntá þess flestir, að hann stofnaði ríki Gyðinga á jörðinni og leysti þjóðina undan oki Rómverja. Guðspjöllin bera þess Ijós merki, að þeir komust ekki með tærnar, þar sem hann hafði fæturnar í hugsjóna- heimi sínum, og engin von til þess, því að svo er enn um kristna menn almennt enn þann dag í dag. Hefði svo verið ætti hugsjónin „friður á jörðu“ ekki eins langt í land. Vel kristnir guðfræðingar eiga samleið með Únítörum að ýmsu leyti, og það er trú mín, að margir prestar, einnig á voru landi, leggi mismun- andi skilning i hugtakið „heilagur andi“, t. d. þegar andinn kom yfir postulana hvítasunnudaginn. Samkv. skilningi Únítara var Jesús frá Nazaret maður, að vísu mjög framarlega á þroska- brautinni og gæddur „guði líkum“ mætti. Nýja testa- mentið ber þess líka vott, að hann var að sumu leyti „barn sinnar aldar“. Eins og lög- fræðingar leggja mismunandi skilning í hin ýmsu lagaboð og orð þeirra, eins er um guðfræðingana, að þeir skilja orð ritningarinnar á mismun- andi hátt. Biskup vor,. sem í bók sinni um æfi Jesú nefn- ir það, er Jesú rak út illa anda, teygir hin skýlausu orð nýja testamentisins í þá átt, að þessir sjúku menn hafi verið geðveikir. Hvað sem þessu líður þá var þetta um illu andana, sem stjórnuðu hinum sjúku, trú Gyðinga þeirra tíma og Jesús sömu trúar. Eins var um trúna á Satan og hans ofur vald, sem séra Jón Auðuns í útvarps- erindi fyrir skömmu taldi dæmi um að þar hefði Jesús verið „barn sinnar aldar“.* Ég vík nú aftur að Úní- törum. Þeir neita afskiptum heilags anda af Maríu mey, meygetnaðinum. í bók eftir hálærðan enskan guðfræðing vel kristinn, eru færð mörg rök (réttar sagt þrjár rök- semdir). fyrir því, að þetta sé röng kenning. í fyrsta lagi sé það gagnstætt elztu heim- ildum. Hvorki Páll, Pétur né Markús nefni slíkt. Báðar ættartölur Jesú í guðspjöll- um Lúkasar og Matteusar sé ættartala Jósefs en ekki Maríu. Ennfremur segir Cad- oux...... allt þetta sýnir að bæði þessi guðspjöll, enda þótt þau í þeirri mynd, sem þau eru nú, halda bæði (Lúk- as nokkuö hikandi) fram meygetnaðinum, þá bera þau vott um eldri heimildir, þar sem Jesús er talinn sonur Jósefs.“ Þá bendir höf. á það, sem hverjum athugulum les- anda má vera ljóst, að kristn- ir menn (sjálfsagt helst kristnir Gyðingar) hafi lagt sig í framkróka um að finna spádóma um Jesú í gamla testamentinu. Eitt dæmi um þetta nafnir Cadaux;, frá- sögn Lúkasar, að Jesús hafi fæðst í Betlehem og Matteus láti vitringana frá Austur- löndum svara Heródesi, að Messías fæðist í Betlehem, því að svo standi skrifað, eða svo sé spáð í hinni helgu bók Gyðinga. M. a. bendir Cad- aux svo á, að ekki sé líklegt, að enda þótt heimtað hefði verið, sem sé harla ósennilegt og óþarft, að Jósef 'færi til borgar Davíðs konungs, Betlehem, þá verði því tæp- lega trúað, að hann tæki Maríu með sér, háólétta, alla leið þangað frá Nazaret — beina leið um 100 kílómetrar. Um það hvort Kristur væri „sannur guð“ eða guðdóm- legur maður, eins og segja má, að Únitarar haldi fram 1— var rifist mjög á kirkju- þinginu í Nicæa árið 325 og eftir aö „gengið hafi verið til atkvæða“ um það, báru iþer sigur af hólmi, sem héldu I fram kenningunni um þrí- ' einan guð. Á þessu hefir síð- an verið byggt og má því telja Únitörum til vorkunnar að hafa aðra skoðun. j Þeir, sem voru samdóma þeim fengu að vera í friði að kalla mátti fram eftir öld- um. Þó að ýmsum kunni að þykja það undarlegt skipti fyrst um, er hin svonefnda siðbót Lúters fór í aukana. Þá var farið að berjast gegn þessari „villutrú“. Maður að nafni Kroetus hafði ritað bók og látið birta hana „Um villu • þrenningarkenningar- innar“, er han taldi eiga sér enga stoð í ritningunni. Hann var brenndur fyrir það á báli í Genf árið 1553. Það var Calvin, sem þar átti mestan hlut að máli. I Þetta er orðið langt mál og verður hér að lúka því þó „margt eigum vér enn ótal- að.“ Jón Guðmundsson, Valhöll, hefir kvatt sér hljóðs og rœðir um um- gengni við náttúruna: „Ég hef oft hugsaö um, hvað það ber vott um mikið kæruleysi, hvað fólki er gjarnt á að fleygja alls konar rusli. Ég bjó í vetur við fjöl farna götu í sjálfum höfuðstaðn- i um og sá iðúlega fullorðna menn vinna við að hreinsa bréf og alls konar rusl, en þrátt fyrir það, fannst mér ruslið óðara komið aft- ' ur. Sama endurtekur sig úti á lands byggðinni, t. d. nú eftir Hvítasunnu hátíðina, er mikið af rusli og flösku 1 brotum i þjóðgarðinum. Ég flnn oft sárt til þess, þegar trjáplönt- ! ur, sem ég er nýbúinn að setja nið ur, eru bældar niður, þótt ég verði aö viðurkenna, að lítið sé gert að því að kippa þeim upp. Nokkuð ber á, að fólk skreyti bíla sína með skógarhríslum, þó er það minna en áður fyrr, nokkur vakning er þar til bóta. ^ Ég veit, að ekki er nein skemmd að þvi, að taka neðstu anga af, skógarhríslum, ef það er skorið og borið í sárið, en hætt er við, að, fæstir taki þessa anga með það fyrir augum að vinna gagn meö því, heldur beint af hugsunarleysi, | líkt og barnið, sem slífúr upp blóm in sér til gamans. Allt hefir þetta ! líf og er mikilsvert mál að um- , I gangast náttúruna sómasamlega. | Hér þarf höfuðstaðurínn að ganga á undan og blöðin að gera meira. aö því að áminna ög fræða. um ýmislegt, sem þessu viðvíkur. I'að er síður en svo nauðsyn fyrir fólk að henda alls konar rusli. Venjulega eru þetta umbúðir, bréf flöskur og dósir, ávaxtahýði og fl. Þetta er auðvelt að hafa með sér, — að brenna því úti er ekki hættu laust. . . Reynum að skilja hið þögula og_ lotningarfulla mál náttúrunnar, er talar sínu þögula máíi til okkar mannanna." Jón hefir lokið máli sínu. Hér kemur svo pistill, sem Gróa frá Leiti hefir sent mér til birtingar: „Ég er nú svo sem aldeilis hissa en verð þó að segja það eins og það er, að þeir frændur mínir, sem afgreiða þjóðvarnarblaðið, tóku við tíu þúsund króna mútum af þeim argvítugu soldátum frá Keflavík á föstudaginn var um miðaftans- leytið. Það bar svona til eins og ég segi: Það stoppaði þarna stræt- isvagn á Skólavörðustígnum, og sem strætisvagninn stendur þar, kemur einn af þessum soldátum og hann heldur á 10 króna seðli í hendinni, en þeir frændur minir voru úti í glugga og sáu soldátann koma meö tíkallinn. Það má þess vegna teljast öld- ungis víst, að soldátinn hafi farið inn í afgreiðsluna eða þeir frænd- ur minir inn í strætisvagninn með honum og þótt hann hefði bara tíu krónur í höndunum, getur hann hafa haft rniklu meira í vasa sín- um, og þykir mér hérumbil víst, aö það liafi verið tíu þúsund krón ur, því að svona kallar láta sig ekki muna um minna, og þá hafa þeir frændur mínir fengið tiu þús- und krónur, sem hljóta að vera mútur, því að þeir geta ekki átt neitt hjá þessum soldátum öðru vísi. Ég sá þetta reyndar ekki sjálf, en ólyginn Þjóðvarnarmaður sagði mér, og ég verð að telja það al- gerlega örugga heimild, en samt hefir þeim ekki dottið í hug að vikja svo mikið sem einum tóbaks- köggli að henni frænku sinni fyrir allt, sem hún hefir verið að bera sig að kenna þeim undanfarið.* Vara vil ég menn við því að leggja trúnað á þennan pistil Gróu enda mun hann sennilega fyrst og íremst í þeim tilgangi skrifaður, að ‘sýna, hvernig- ýmsar sögur þjóð- varnarblaðsins verða til, samanber söguna um Patreksfjörð og leið- sögumannsstarf utanríkisráðherra hjá Geysi. Starkaður. RÚÐUGLER . Höfum nú fyrirliggjandi eftirtaldar stserðir af rúðugleri. Sja, Sja «t* 5 nmi. Eiurig þykkt g'Ier 8-10 mm. Ctjqert HríMjahJMH & Ct>. k.ý. Evrópuher eða V- ' Þjóðverjar í A- bandalagið Brusell og París, 24. júní — Utanríkisráðherrar Benelux- landanna áttu með sér leyni legan fund í Brussell í dag. Ákváðu þeir að utanríkisráð herrar þeirra 6 landa, sem hafa undirritað sáttmálann um Evrópuher, skuli hittast innan hálfsmánaðar. Um ræðuefni ráðherranna verð ur hvernig koma megi í veg fyrir að stofnun Evrópuhers ins farist fyrir með. öllu, vegna tregðu Frakka og ítala að staðfesta hann. Vilja þau, að sáttmálinn verði óbreytt ,ur að öðrum kosti muni þau leggja til, að V.-Þýzkalandi verði veitt upptaka í Atlants hafsbandalagið. HÚSGÖGN Borðstofu- og svefnherbergishúsgögn í fjölbreyttu úrvali. — Góðir greiðsluskiimálar. t. Húsgagnaverzlun ííiiðimintlsson Lawgaveg '166. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSW CSSSÍCSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS* Framtíðaratvinna Oss vantar reglusaman og duglegan afgreiðslu- mann frá 1. sept. n.k. Umsóknir með upplýsingum og kaupkröiu ser.dist á skrifstofu vora fyrir 20. júlí n. k. Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.