Tíminn - 26.06.1954, Blaðsíða 6
TÍMINN, iaugardaginn 26. júm 1954.
139. bJaJS1,
víltl'b ^LEnCFÉLAG^I
®^pKJAyÍKUg©
HðDLEIKHÚSID
NITOUCHE
6peretta í þcem þáttum
sýning sunnudag kl. 20,00
og þriðjudag kl. 20,00.
Næst síðasta sinn.
A.ðgöngumiðasalan opin írá kl
13,15 til 20,00.
Tekið á móti pöntunum. -
Sonur dr. Jekylls
Geysilega spennandi, ný, ame-
rísk mynd gerð sem framhald af
hinni alþekktu sögu Dr. Jekyll
Gg Mr. Hyde, sem allir kannast
við.
Louis Hayward,
Jody Lawrence,
Alexander Knox.
Sýnd kl. 5, 7 og 9,
Bönnuð börnum.
■^H»<»»«. ■♦»>■<» ■»«■♦*<»<
NYJA BÍÖ
— 1M4 —
Bortj í heljctr-
greipum
(Panic in the Street)
Aðalhlutverk:
Ricbard Widmark
Barbara Bel Geddes
Paul Douglas
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum
Kvenskassið
off karlai'nir
Grinmyndin sprenghlægilega
með lj£
ABBOTT og COSTELLO
Og þess utan Kjarnorkumúsin. .
Sýnd kl. 3.
Sala hefst kl. 1 e. h.
TJARNARBÍO
Sítnl (485.
Ævintýri í
svefnvagninum
Sprenghlægileg þýzk gaman-
mynd.
Aðalhlutverk:
Olly von Flint
Georg Alexander
Gustaw Waldau
Danskur skýringartexti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
I
BÆJARBIÖ
— HAFNARFIRÐI -
ANNA
Btórkostleg ítölsk úrvalsmynd,
tem íarið hefur sigurför um all-
«n heim.
Mynúln hefur ekki verið sýnd
áður hér á iandi.
Danskur skýringartextl.
Bönnuð bömuna-
S$Ðd.U. 7 og 8.
X SERYUS GOLD X
[L/X.T__
—itxaiJ
^ 010 HOLLOW GROUKO 0.10
^ mni YEUOW BtftPE mm cp'
ÚK OG KLUKKDB
— Viðgerðir & úrum. -
JÓN SIGMUNDSSÖN,
Bkartgripaverzlun,
JLangavegi 8.
„Frœnka Charles“
Gamanliekur í 3 þáttum.
Sýning annað kvöld kl. 20.
Aðgöngumiðasala frá kl.
4—7. Sími 3191.
Næst síðasta sirm.
AUSTURBÆJARBÍÖ
Lndir dögun
(Edge of Darkness)
Sérstaklega spennandi og við-
burðarík amerisk kvikmyud, er
lýsir baráttu Norðmanna gegn
hernámi Þjóðverja, gerð eftir
skáldsögu eftir Williams Woods.
Aðalhlutverk:
Erroll Flynn,
Ann Sheridan,
W'alter Huston.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 4 e. h.
GAMLA BIO
— 1475 —
Maðurinn
á kuflinum
(Tbe Man With a Cloak)
Spennandi og dularfull, ný, ame
rísk MGM-kvikmynd, gerð eftir
frægri sögu John Dickson Carrs.
Joseph Cotten,
Barbara Stanwyck,
Leslie Caron.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
M
TRIPOLI-BIO
Stml 11S2.
Ferðin til þín
(Resan till dej)
Afar skemmtileg, efnisrik og hrif
andi, ný, sænsk söngvamynd
með ALICE BABS, JUSSI BJÖR
LING og SVEN LINDBERG. —
Jussi Björling hefir ekki komið
fram i kvikmynd síðan íyrir síð.
ustu heimsstyrjöld. Hann syngur
í þessari mynd: Celeste Aida
(Verdi) og Til Havs (Jonathan
Reuther).
Er mynd þessi var frumsýnd í
Stokkhólmi s. 1. vetur, gekk hún í
11 vikur.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala frá kl. 4.
HAFNARBIO
— Síml 6444 —
Kvenskörungar
(Outlaw Women)
Spennandi og skemmtileg, ný,
amerísk mynd í litum um nokkra
harðskeytta kvenmenn, er stjórn
uðu heilum bæ.
Aðalhlutverk:
Marie Windsor,
Jackie Coogar,
Richard Rcber.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Blikksmiðjan
GLÖFAXI
HRAUNTEIG 14- EÍm IM
Þúsundir vita, að gæfan
fylgir hringunum frá
SIGURÞÓR, Haínarstrætl 4.
Margar gerðir
fyrirliggjandi.
Sendum gegn póstkröfu.
Síórt og smátt
(Framhaid af 6. sfðu.i
hverjar framkvæmdir fyrir
varnarliðið og hafa hagnað
af því. Hvílíkur þjóðarvoði,
ef annað eins kæmi fyrir!
Þetta kemur engum á óvart.
Menn hafa lengi vitað, að
kommúnistum er illa við sam
vinnufélög. Það sýnir meðferð
þeirra á Kron undanfarið.
Viðvíkjandi óráðshjali Þjóð-
viljans í gær skal að öðru
leyti þetta sagt:
Engum nema piltunum við
Þjóðviljann detur í hug, að
rétt sé að íslenzka ríkið beri
kostnað af girðingum um
varnarsvæðin. Bandaríkja-
menn hafa víst ekki einu
sinni farið fram á slíkt. Það
afsakar ekki hrakmannlega
framkomu kommúnista gagn
vart íslenzkum lögreglumönn
um fyrr cg síðar, þó að am-
erískir lögreglumenn hafi
einhverntíma komið illa fram.
Og þó að bandaríska lögregl-
an færi illa að ráði sínu í
fyrra, má alveg eins viður-
kenna það, sem henni fer vel
úr hendi á þessu ári. Komm-
únistar ættu líka að fá við-
urkenningu, ef þeir byrjuðu
að sýna föðurlandinu holl-
ustu!
Erlent yfirllt
(Framhald af 6. slðu.)
viðurkennt, hvað sem Evrópuhern-
um líður.
Óþolinmæði Vestur-Þjóðverja
birtist nú einnig í því, að þeirri
stefnu vex þar nú fylgi, að tekið
sé upp stjórnmálalegt og viðskipta-
legt samband við Sovétríkin. Meðal
þeirra, sem nýlega hafa gerzt tals-
menn þessa, er Briining, sem var
kanzlari Þýzkalands 1930—32, en
hann nýtur allmikils álits í Þýzka
landi. Adenauer kanzlari hefir
hingað til hamlað eindregið gegn
þessu, en svo getur farið, að hann
verði aö láta undan, ef sami drátt-
ur helzt áfram hjá vesturveldun-
um og verið heíir hingað til. Ekki
sízt þetta viðhorf mun verða þeim
Eisenhower og Churchill aukin
livatning til þess, að ná á Washing-
tonfundi samkomul. um, hvað gera
skuli til að tryggja endurvígbúnað
Þýzkalands, ef Evrópuherinn strand
ar alveg. Margt bendir til, að það,
sem komi næst til athugunar, ef
Evrópuherinn strandar, sé bein
þátttak§ Vestur-Þjóðverja í At-
lantshafsbandalaginu.
Íslomíiiipabæíiiv
(Framhald af 3. siðu.)
hendi í Reykjavík nm tíma
veturinn 1947. Fyrir það
stend ég í óbættri þakkar-
skuld.
Ef það á fyrir mér að liggja
þegar þessu tilverustigi lýk-
ur, að hitta einhverja af min
um kunningjum, þá vona ég
fastlega, að Loftur Einars-
son verði einn í þeim hópi.
— Ég vil svo kveðja hann
með sðmu orðum og ég not-
aði, er ég kvaddi hann með-
an hann enn var lífs:
Vertu blessaður! Þakka þér
fyrir allt!
Guðmiíndwr Pálsson.
Ályktanir ...
(Framhaia af 3. siðu.)
Pálmi Jósefsson formaður,
Arngrímur Kristjánsson vara
form., Guðm. í. Guðjónsson
ritari, Þórður Kristjánsson
gjaldkeri, Arnfinnur Jóns-
son, Árni Þóröarson og Frí-
mann Jónasson.
$ leikMckutn
— Getið þér sagt mér eitthvað um heimilishald þeirra.
Hafa þau vinnukonu?
— Já.
— Hvað er hún gömul?
— Ég veit það ekki. Þrjátíu og átta.
— Þér vitið ekki, hvort hún er í tygi við neina?
— Nei. Og ég veit heldur ekki, hvað amma hennar hét.
— Savage brosti þolinmóðlega til mín. Andartak hélt ég,
að hann ætlaði að halla sér fram yfir borðið og klappa á
hné mér.
— Ég sé það, herra Bendrix, að þér hafið ekki mikla
reynslu af njósnum. Vinnukona getur verið afar mikilvæg.
Hún getur sagt okkur svo mikið um siði húsmóður sinnar.
Þér mynduð verða undrandi, ef þér vissuð, hvað margt get-
ur verið mikilvægt, jafnvel við einföldustu rannsóknir.
Hann sannaði þessa kenningu sina þennan morgun. Hann
fyllti margar blaðsíður með smárri, ólæsilegri skrift sinni.
Einu sinni gerði hann hlé á spurningum sínum.
— Mynduð þér leyfa manni frá okkur að koma heim
til yðar, ef það reyndist nauðsynlegt?
Ég sagði honum, að mér væri alveg sama. Um leið fannst
mér eins og ég hefði verið að bjóða heim einhverri pest.
— Ef hægt væri að komast hjá því....
— Vitanlega — vitanlega. Ég skil.
í raun og veru held ég, að hann hafi skilið mig. Ég hefði
getað sagt honum, að návist þessa manns myndi verða eins
og ryk yfir húsgögn mín og falla eins og sót yfir bækur mín-
ar, og ég held, að hann hefði ekki oröið neitt hissa eöa
fallið það verr. Ég get ekki skrifað nema á tandurhreinan
pappír. Ef klessa eða tesopi lendir á örkina, er hún ónot-
hæf. Og nú fannst mér eins og ég myndi alltaf þurfa að
læsa pappír minn niður, ef ég mætti eiga von á óvæntum
gesti.
Ég sagði: — Það væri betra, ef hann gæti gert mér að-
vart áður....
— Að sjálfsögðu, en það er ekki alltaf hægt. Heimilis-
fang yðar, herra Bendrix, og símanúmer yðar?
— Það er ekki einkasími. Húsmóðir mín hefir millisam-
band.
— Allir menn mínir eru afar háttvísir. Vilduð þér fá
skýrslu vikulega, eða kjósið þér fremur að fá bara niður-
stöður rannsóknarinnar.
— Vikulega. Þessu getur aldrei orðið lokið. Sennilega fæst
aldrei nein niðurstaða.
— Hafið þér oft verið hjá lækni yðár og ekkert að?
— Sú staðreynd, herra Bendrix, að menn sækjast eftir
þjónustu okkar, er öruggastur vitnisburður um, að venju-
lega getum við gefið einhverjar upplýsingar.
Ég geri ráð fyrir, að ég hafi verið heppinn að lenda á
Savage. Hann haföi orð fyrir að vera ekki iafn viðurstyggi-
leg persóna og menn af hans tagi eru yfirleitt. Engu aö
síður fannst mér aðstoð hans fyrirlitleg, því að þegar hú
ferð að hugsa um það, þá er það engin virðingarstaða að
njósna um sakleysingja. Og eru ekki elskendur nærri ahtaf-.
sakleysingjar. Engan glæp hafa þeir framið, og þeir eru
þess fullvissir að hafa ekki aðhafzt neitt rangt. Það kemur
engum við, nema mér sjálfum. Þannig hugsa þeir. Ástin er
afsökun alls. Þaö er trú þeirra. Því trúði ég i þá tíð, ,er ég
elskaði.
Þegar við tókum að ræða um þóknunina, var Savage furðu
lega sanngjarn: — Þrjár gýneur á dag og aukakostnaður,
sem vitanlega verður að greiða.
Hann útskýrði þennan aukakostnað. — Það er kaffi, sagði
hann. Og stundum verða menn mínir að bjóða glas.
Ég reyndi að spauga, að ég myndi ekki samþykkja viský,
en Savage virtist ekki taka eftir gamni mínu.
— Ég man eftir máli, sagði hann, þar sem mánaðar rann-
sókn kostaði ekki nema einn tvöfaldan viskýsjúss á réttu
augnabliki. Það er ódýrasta viský, sem skjólstæðingur minn
hefir nokkurn tínia borgað.
Hann sagði mér, að sumir skjólstæðinga sinna vildu fá
skýrslu daglega, en ég sagði honum, að mér nægði alveg
að fá hana vikulega.
Allt hafði þetta gengið ákaflega fljótt. Þegar ég kom
aftur út á Vigostrætið, hafði hann nærri sannfært mig,
að svona viðtal hlyti fyrr eða síðar að falla í hlut hvers
einasta manns.
ÞRIÐJI KAFII.
— Og ef þér getið sagt mér eitthvað fleira, getur það
orðið mikilvægt, man ég að Savage hafði sagt. Það hlýtur
að vera jafn mikilvægt fyrir leynilögreglumann eins og
rithöfund að viða að sér efni, áður en hann tekur að vinna
úr því. Hversu erfið sem sú vinna kann að reynast, leiðir
hún til lausnar á viðfangseíninu. Þungi hins daglega lífs
hvílir á okkur eins og mara.
Þegar ég tek nú að rita sögu mína, er vandamálið enn
hið sama, og þó erfiðara. Nú hef ég svo mikið af staðreynd-
um, að ég þarf ekki að leita þeirra.
Hvernig á ég að greina mannlega skapgerð frá hinum
djúpa grunni?
— Dagblöðin, máltíðirnar, umferðin, sem vall í áttina
til Battersea, mávarnir, sem komu upp frá Thames eftir
æti, og hásumarsólin 1939, sem ljómaði í garðinum, þar
sem börnin sigldu bátum sínum. Þaö var eitt þetta bjarta,
svívirðilega fyrirstríðssumar.