Tíminn - 27.06.1954, Side 1

Tíminn - 27.06.1954, Side 1
 Ritstjórt: Þórarinn Þórarinsaon trtgefandi: Framsóknarfloikurtnn í Skrifstofur 1 Edduhúrt Préttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusiml 2323 Auglýsingasiml 81300 Prentsmiðjan Edda. 38. árgangur. Reykjavík, sunnudaginn 27. júní 1954. 140. blaff. í I | • vi | . | 'll í' I 1 A siglingu suður Atlanzhaf Islenzkir aoalverktakar- nýtt telagi.__:________________ sem tekur við framkv, Hamilton Grettir fer sem til ölafsfjarðar Eftir nokkra daga er von á djpkunarskipinu Gretti hing að til að dýpka höfnina, því aö þar eru nú hin mestu vandræði fyrir stærri bátana að athafna sig. Siðan norð- ur garðurinn var fullgerður liei'ir .ek'ín bætzt jsandur í höfn?na að ráði, en hún hef ir ekki ve.lið hreinsuð al- menniíega síðan. ! Héðan eru að búazt 5—6 bátar á síld. Eru þeir ný- hættir togveiðum og cfluðu allvel síðustu dagana 15—20 lestir eftir fjögurra daga úti vist„ cp annars héfir afli þeirra verið tregur fram und- ir þetta. Zóphónías Pálsson skipaður skipulags- stjóri Bmð ov að staína nýtt félag, sem annast á þau störf, sem HamilfonféJagið aineríska hefir séð um. Það á að hverfa af landi bwrt, e ns og kunnugt er, og alít starf þess að kom- ast á ístenzkar hendHr. Zóphónías Pálsson verk- fræðingur, hefir verið skip- aður skipulagsstjóri frá 1. júlí. Zóphónías er ungur maður, sem hægt er að binda miklar vonir við í sambandi við skipulagsmálin. Hefir hann góða þekkingu á þeim málum og unnið við skipu- lagsmál að námi loknu í Danmörk og hér heima. Zóphónías, sem er sonur þeirra Guðrúnar Hannesdótt- ur og Páls Zóphóníasarson- ar alþm., fór til Danmerkur til verkfræðináms að loknu stúdentspróifi 1934 og lauk prófi árið, sem stríðið skall á, 1939. Vann hann síðan sem verkfræðingur í Dan- mörk öll stríðsárin hjá land mælingastofnun danska ríkis ins og einnig hjá bæjarverk fræðing Kaupmannahafnar. Heim kom hann með fyrstu ferð að stríði loknu, 1945, og liefir starfað á skrifstofu skipulagsstjóra síðan. Nýja félagið heitir íslenzkir aðalverktakar. Á það meðal annars að sj á. um öll efnis- kaup og ráðstafa svo verk- eínum til m..nni verktaka, eins og Hamilton hefir gert. Mikili heyskapnr í Vestmannaeyjum Erá fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. Heyskapur stendur nú sem hæst í Vestmannaeyjum. Búið mun að slá helming túna í Heimaey og hirða mikið af töðunni. Grasvöxt- ur er mikill að þessu sinni og snemma á ferðinni. Tað- an, sem búið er að hirða, var þurrkuð beint af Ijánum og er því hvanngræn og falleg. Enda þótt Vestmanneying- ar séu frægastir fyrir sjó- sókn, er þar rekinn töluverð- ur og heldur vaxandi land- búnaður. Mikiö af túnum þar er i ágætri rækt og eyjarnar mjög grasgefnar frá náttúr- unnar hendi. Samt vantar mjög mikið á það að Eyjarn- ar geti verið sjálfum sér nógar um mjólkurframleiðslu onda takmarkaöir ræktunar möguleikar sökum þess að landlítið er. Góður fiskur hjá íriilum á Reyðarf. Bmndur við Reyðarfjörð og eins menn úr kauptúnunum stunda sjó á trilluin í allt vor og afla nokkuð vel. Einkum er áberandi hvað nú er miklu meira af kola og honum feitum í afla bát- anna en á liðnu vori. Brutu upp vínskáp í þýzku skipi Að imdanförnu hefir legið á Akureyri þýzk skúta, sem þýzkir kvikmyndatökumenn komu á fyrir nokkru. Hafa kvikmyndamennirnir verið á ferðalagi um Norðwrland, byggðir og óbyggðir, en skút an beðið þeirra á Akureyri. Fyrir nokkrum dögum fóru menn úr landi út í skútuna, brutu þar ?ípp skáp og náðu þar í nokkrar flöskur af á- fengi, en lögreglan mun hafa haft hendur í hári þeirra, áður en þeir kom- ust undan með vínið. Sk'pan félagsins. Þetta nýja félag er hluta- félag og hafa Sameinaðir verktakar 50% hlutafjár þess, en Regin h.f. 25% og íslenzka ríkið 25%. Fjórir menn eru í stjórn fyrirtæk isins' og er búiö að tilnefna þá. Þeir eru Helgi Bergs verkfræðingur, Villijálmur Árnason lögfræðingur, Árni Snævarr verkfræðingur og Halldór Jónsson húsameist ari. Félögin tvö, Regin h.f. og Sameinaðir verktakar, sem eru aðilar að þessum nýju samtökum með íslenzka ríkinu, hafa bæði annazt framkvæmdir fyrir varnar-1 liðið. Sameinaðir verktakar hafa annazt störf viö bygg- ingar o. fl. á Keflavíkurflug velli en Regin tekið að sér | byggingu steinhúsa, sem byggð eru úr hraðsteypu og \ fiutt hafa verið inn í hlut-| um frá Hollandi til þessa. • Fifflin leikarar fá fá styrk til Svíþjóð ardvalar Þegar siglt er um úthöfin er sólarhæðin tekin nákvæmlega og stefnan mörkuð. Myndin er tekin á siglingu með m. s. Hvassafelli. Bergur skipstjóri c<g Guðmundur stýrimaður taka báðr sólarhæð og bera síðan saman útkomuna. Sjá grein um sunnudag á sjónum á 3. síðu. (Ljósm: G. Þ.) Vegna kulda varð að fresta rún- ingssmölun víða á Norðurlandi Kuldar eru enn miklir á Norðurlandi og shjóaði enn niður í miðjar hlíðar í fyrrinótt í Skagáfirði, Eyjafirði og Þing'- eyjarsýslum. Víða á þessum slóðum hafði smölun til rún- ings verið boðuð, en var aflýst í gær. Stjórn Norræna félagsins og Sænsk ísl. félagsins í Sví þjóð hafa ákveðið að veita fimm íslenzkum leikurum styrk til kynnidvalar í Sví- þjóð. Fjórir styrkir eru 1400 sænskar krónur hver og einn 1000 sænskar krónur. Leikur- um, sem hljóta styrki þessa, verður gefinn kostur á að koma fram opinberlega til listflutnings og greiða stjórn- ir félaganna fyrir þeim eftir fcngum, svo að! þeir megi hafa sem mest not af dvöl sinni í landinu. Þeir, sem vilja sækja um styrkinn sendi umsóknir sínar til Guðlaugs Rósinkranz þjóð- leikhússtjóra, fyrir 15. júlí og taki jafnframt fram ef hægt er, á hvaða tíma þeir óska að fara. Stjórn Norræna fé- lagsins og Þjóðleikhússins á- kveða hverjir hljóti styrkinn. Skemmtiferð Fram- I sóknarkvenna Framsóknarkonur, munið skemmtiferðina á þriðjudaginn. Farið verður frá ferðaskrifstofunni Orlof og lagt af stað kl. 10 f. h. Þátttaka tilkynnist í dag til Guðlaugar Hjörleifsdóttur, sími 3505. Það er nú kominn sá tími, sem rúningur hefst almennt og rekið er á fjall. Ekki þyk ir bó fært að rýja ær með lömbum þegar svo kalt er í veöri sem nu, og taka bændur því þann kostinn að fresta rúningu, þar til aftur hlýnar í veöri. í gær var dumbungsveðuv, kalt og hráslagalegt víða á Norðurlandí, jafnvel dálítil rigning framan af degi. — Bændur fara sér mjög hægt raeð sláttinn vegna óþurrk- anna. INorskur verkfræð- ingur athugar Olafs fjarðarhöfn Frá fréttaritara Tímans í Ólafsfirði. Hér dvelur nú norskur vegaverkfræðingur og athug- ar vegarstæði fyrir Ólafs- fjarðarmúla. Kemur hann hingað gagngert í þessum erindager£\um mest að til— hlutan Sveinbjörns Jónsson- ar byggingameistara og í samráði við bæjaryfirvöldin hér. Hefir hann athugað ruúlann tvo síðustu dagana og mun gera það betur næstu daga. Telur hann ekki mikil vandkvæði á vegalagningu i múlanum, en ber hins vegar r.okkur ótta af því, hve jarð veguri nn er lau.s og bergið er gljúpt, svo að hætta verði á skriðuföllum, grjóthruni og jaröskriði. Árangurslaus leit að sjómanm á Akureyri í dag Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Undanfarna daga hefir ver ið leitað ungs sjómanns hér á Akureyri og í nágrenninu, he't:r hann Jóhann Sigurðs son frá Húsavik, 32 ára að aldri. Hann kom til Akur- eyrar fyrir rúmlega hálfum. mánuði en meginhluta þess tíma hefir enginn orðið var við hann þar. Var hann ráðinn á síldar- skip frá Akureyri. Leitað hef ir verið af lögreglu og skát- urn í nágrenni Akureyrar og s'.ætt við höfnina en allt án árangurs. Óttast mdnn, að harm hafi fallið í sjóinn. Búið að hirða og bera á aftur 12. júní Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. í gróðrarstöðinni á Akur- eyri hófst sláttur 3. júní og 12. júní var búið að slá og hirða nokkra hektara. Var þá þegar borið á í annað sinn, og mun það fátítt, aS búið sé að slá og hirða fyrri slátt og bera á til síðari slátfr ar 12. júní. Notuð er súg- þurrkun.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.