Tíminn - 02.07.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.07.1954, Blaðsíða 4
Hákon B jarnason: Gjöf til Landgræðslusjóðs Frú- Ólöf D. Árnadóttir í Birkihlíð við Bústaðaveg, sem fékk verðlaun Morgunblaðs- ins fyrir bezta svarið við spurningunni um það, á hvern hátt almenningur gæti gefið lýðveldinu bezta afmælisgjöf, hefir nú sent| mér verðlaunin, kr. 500,00 og beðið mig að afhenda Land- græðslusjóði fjárhæðina í af mælisgjöf. Ég vil hér með þakka frúnni fyrir gjöfina og hina ágætu hugmynd hennar í verðlaunaritgerð- ínni. Ég þarf varla að taka fram,! að ég er alveg á sama má!i og frú Ólöf um, hvernig ís- lcndingar geti bezt minnzt lýðveldisstofnunar sinnar bæði nú og síðar, og ég mun nú héðan af reyna að halda hugmynd hennar á loft. Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, átti tal við mig í gær um Landgræðslu- sjóð, verkefni hans og fjár- þörf. í því sambandi gat hann um ágæta hugmynd tli eflingar sjóðnum, og leyfi ég mér að setja hana hér fram. Honum finnst sem fleirum, að óviðkunnanlegt sé, að haía 17. júní sem merkja- söludag eða fjársöfnunar. Hins vegar ættu allir að hafa litið í sinn eigin barm í síð- asta lagi 16. júní og spurt siálfa sig: „Hvað hefi ég unn íð fósturjörðinni til framtíð- arnytja fyrir þjóðhátíðardag inn?“ Þeir, sem gróðursett hefðu hæfilega mörg tré væru auðvitað úr allri skuld, cn hinir, sem enn hefðu ekk ert gert eða lagt af mörkum það árið, ættu auðvitað að greiða skuld sína í Lánd- græðslusjóð fyrir miðnætti rnilli 16. og 17. júní. Hugmyndin er prýðileg, því að ein af okkar fyrstu skyld- 1 um gagnvart ættjörðinni og lýðveldi þjóðarinnar er auð- vitað að gera landið byggi- legra, og til þess skortir okk- ur mest af öllu skóga, skjói- belti og hvers konar trjágróð ur. — — o — Nú er það ekki á færi fárra að leysa það verk af hendi að koma nýjum skógum til að vaxa, heldur verða lands menn allir að leggjast þar á eina sveif. Með verki nógu margra handa og stuðningi almennings mun slíkt verk reynast létt, og þar sern þetta er að auki siðferðiieg skylda hvers manns, þá ætti mönnum að vera þetta ljúft. Nú stendur ríkissjóður und ir nokkurri skógrækt, en íramlög hans hrökkva ekki langt, þótt ýmsum finnist þau há, og skylt er að geta þess, að skógræktarmálin hafa notið vaxandi og auk- ins* skilnings fjárveitingar- valdsins á undanförnum ár- um, og framlög til þeirra far ið hækkandi. Þá leggja og skðgræktarfélögin mikið af mörkum til þessara mála, og fer blutur þeirra mjög í vöxt. En frarnlög til skógræktar og sjálfboðaliðsvinna hrökkva nú til uppeldis og gróðursetn ingar á hér um bil einni miilj. plantna eins og verðlagi er háttað. — o — Stofnun Landgræðslusjóðs varð á sínum tíma til þess sð létta mjög undir plöntu- uppeldinu, og með eflingu sjóðsins mætti auka ýms skógræktarstörf til muna. Á 10 ára afmæli lýðveldisins og 10 ára afmæli sjóðsins hefir hann leitað til manna um st.yrk, og hafa margir brugo- izt vel við. Nú leitar hann eftir afmælisgjöfum fram til „0. júní, en lætur gefendum happdrættismiða í staðinn. Stjórnendur sjóðsins heita á aila þá, sem skógræktarmál- um unna, að leggja lið sitt fram við happdrætti sjóðs- ins, þannig, að allir miðar verði seldir hinn 30., daginn, sem sólmyrkvinn fer um landið. Drætti verður ekki frestað undir neinum kring- umstæðum. Ef vel gengur að efla sjóð- inn mun margt vinnast í sonn í skógræktarmálum lahdsins, í fyrsta lagi eykst starfsgeta sjóðsins. í öðtu lagi mun fóVnfýsi manna við stækkun sjóðsins sýna fjár- veitingavaldinu aö hér megi betur að standa. í þriðja lagi eru undirtektir almenn- ings mjög mikil hvöt öllum þeim, sem að skógræktarmál um vinna, svo að þeir munu ganga glaðari til staría. Og loks getur það flýtt ótrúlega (franiíiald á 6. siðu.) Landslcikurinit (Framhald af 8. síðu). meðal annars móti íslandi, og var talinn bezti norski framherjinn yfir leitt. í vor hefir hann ekki náö sér eins á strik, en lék þó með A- liðinu gegn Skotlandi á Hampden Park sem vinstri útherji. Þá má geta þess, aö hann hefir fengið' til- boð frá atvinnuliðum frönskum. Aðrir í liðinu eru þessir: Markmaö ur: Willy Aronsen, Drammen, en hann hefir veriö í fremstu röð s. 1. ár, og hefir leikiö i B-liðinu. Anton Lökkeberg, Sarpsborg, er hægri bak vörður. Hefir leikið' í B-liðinu, og stendur nærri því að komast í A- liðið. Margir knattspyrnusérfræðing ar í Noregi telja hann þó bezta norska bakvörðinn. Knut Brogárd, Örn, er vinstri bakvörður. Ungur, óreyndur leikmaður. Hægri fram- vörður er Odd Pettersen, Sarpsborg. Miðframvörð'ur er Edgar Falch, Vik ing, en það lið er nú norskur mcist ari. Falch átti mestan þátt í þeim sigri, ásamt Hakon Kindervág, sem hér leikur vinstri innherja. Báðir hafa leikið' í B-liðinu, og eru vax- andi leikmenn. Vinstri framvörður er Even Hansen, Odd, og er hann af mörgum talinn bezti framvörður í Noregi. John Olsen, Moss, er hægri kantmað'ur. Hefir leikið í úrvals- lið'um, m. a. nýlega gegn Osló, og | var þá talinn einn lélegasti maöuv- j inn á vellinum. Hægri innherji er Ragnar Larsen, Odd, en hann leik , ur venjulega framvörð í lið'i sínu. j Á vinsti'a kanti er Willy Buer, Lyn, ; reyndur leikmaður, talinn sérlega hættulegur við markið. Buer var talinn einn bezti mað'urinn í Osló- liðinu í áðurnefndum úrvalsleik. Reyndir leikmenn. Eins og af þessari upptalningu sést, að þótt flestir leikmennirnir séu ungir, hafa þó flestir þeirra mikla reynslu til að bera. Ekki þarf að efa, að baráttuvilji þeirra verður mikill, því að meðal áhorfenda verða menn, sem velja norska lands liðið, cg er þvi mikilvægt fyrir þessá menn að standa sig vel, því að flest ir þeirra fá nú sitt stærsta'tæki- færi. Sjö þessara leikmanna ieika í liðum í Hovedseríen, sem er bezta deild Norðmanna. Hinir fjórir eru frá liðum i Landsdelsseríen,. sem telja mætti 2. deild. Varamenn verða Arve Egner, Strömmen, Arne Winther, Skeid, Bjárhe Hánsen, Válerengen, Leif Petersen, Fredrik stad, Knud Sandengen, Vestforsen, og Erik Engsmyhr, Greaker. Eru sumir hverjir þessara leikmanna öllu þekktari en þeir, sem Jeika í iandsliðinu. Þrír leikir. Liðið mun leika hér þrjá leiki. Sá fyrsti verður hinn opinberi lands- leikur á sunnudagskvöldið. Annar leikurinn verður við íslandsmeistar ana frá Akranesi n. k. miðvikudag og síðasti leikurinn verður við úr- valslið úr Reykjavíkurfélögunum á föstudaginn. íslenzká landsliðið hef ir verið skipað og hefir það verið birt er í blaðinu. Fyrirliði þess verður Karl Guðmundsson, Frám, en hann leikur nú sinn tiúnda landsleik, þ. e. hefir leikið alla lands leiki íslands. S4 leikmaður, sem leikið hefir næstflesta Ieiki, er Ríkarður Jónsson með 9 leiki. Aðr ir hafa leikið mun færri, og tveir leikmenn Halldór Sigurbjörnsson, Akranesi, og Magnús jónsson, Fram, leika nú sinn fyrsta landsleik. ! Dómari í lándsleiknum verður Guðjón Einarsson, sém dæmir nú sinn annan landsleik. Margar óánægjuraddir hafa heyrzt vegna þess að Guðjón á að dæma, ekki vegna þess, að nokkur efist um hæfileika hans sem dómara, he!d- ur vegna þess, að ef erlendur dómari dæmdi, skapast viss og skmmtilegri stemmning. Einnig gæti svo farið, að íslenzka liöið sigraði með nokkr um yfirburðum, sem ekki 'er ósenni legt, ef framherjarnir ná sér á strik, og gæti þá svo farið, að Norð- menn kenni dómaranum að ein- hverju leyti um úrslitin. hsím. Kaupmenn og kaupfélög m m aiit Þar sem sumarleyfi í verksmiðju okkar nálgast, og mjög takmarkað magn af okkar vinsælu og margeftirspurðu sportblússum mun verða fyrir hendi, fyrir þann tíma, viljum við ráðleggja kaupmönnum og kaupfélögum um land allt, að gera pantanir sínar strax í dag, því á morgun getur það verið of seint. ÞETTA ER SPORTBLÚSSAN, sem ALLIR taka með sér í sumarfríið, því hún er framleidd úr fyrsta flokks efni, sem er algerlega vatnshelt, krumpast ekki og hrindir vel frá sér öllum óhreinindum. Kragi, stroff og strengur, sem allt er prjónað úr nýjustu efnum, höfum við fengið beint frá Ameríku. Nýtt og fallegt og hentugt snið VERKSMIÐJAN FRAM H.F. Laugaveg 116 Sími 5477 Dreifingu annast: HARALDUR ÁRNASON, HEILDVERZLUN H.F., REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.