Tíminn - 11.08.1954, Page 3
TÍMINN, migvikudaginn 11. ágúst 1954.
3
177. blað.
Bonnstjórnin hefur
áhyggjur af fram-
ferði þýzkra
skemmtiferða-
manna
Gamlir stríðsmenn gjarnir á
að taka upp forna hætti frá
hernámsárunum.
Vestur-þýzk stjórnarvöld
eru sögð hafa vaxandi á-
hyggjur af frámferði þýzkra
ferðalanga erlendis. Utanrík
ismálanefnd sambandsþings
ins ræddi þessi mál sérstak-
lega nú fyrir skemmstu, og
bseði mnánríkisráðuneyti og
utanríkismáiaráðuneyti Bonn
stjórnarinnar hafa haft sér-
stakar nefndir starfandi til
þess að finna leiðir til þess
að bæta úr ástandinu og
koma í veg fyrir hina ‘stöð-
ngu. árekstra milli þýzkra
ferðamanna og íbúa landa
þeirra, sem þeir gista. Eink-
nm munu hafa orðið brögð
að slíkum árekstrum í Hol-
landi nú að' undanförnu.
Danska stórblaðið Beilin-
ske Tidende skýrir frá þessu
14. júlí sl., eftir heimildum
fréttaritara bla.ðsins í Bonn.
Segir þar m. a., að mikill
fjöldi Þjóðverja hafi streymt
til Hollands um páskana og
hvítasunnuna, þar á meðal
margir fyrrverandi hermenn,
er dvalizt hafi á þessum slóð
um á hernámsárunum. Leit-
nðu þeir þá gjarnan uppi
sína fyrri dvalarstaði, reyndu
að fá aðgang að húsum þeim,
sem tekin höfðu verið her-
skildi handa þeim þá, sungu
hina gömin hersöngva sína
o. s. frv. — Pregnirnar af
liinni miklu gremju, sem
þetta hátterni þeirra olli í
Hollandi, bárust auðvitað til
Bonn. og taldi stjórnin þar
þetta mjög alvarlegt mál,
ekki sízt þegar kvartanir um
svipúð- atvik tóku einnig að
berast frá ýmsurn öðrum
löndum, þar sem Þjóðverjar
höfðu haft hersetu á ófrið-
arárunum.
Frumkvaeði til úrbóta.
Stærsti stjórnmálaflokkur-
inn, Samband kristilegra lýð
ræðissinna, hefir einkum átt
frumkvæði að því, að stjórn-
arvöjdin munu skerast í leik
inn og reyna að „kenna Þjóð
verjum að vera góðir
skemmtiferðamenn," eins og
blaðið orðar þetta í fregn
sinni. Skoraði þingflokkur-
inn á stjórnina að leita sem
bráðast allra hugsanlegra
bragða til þess að bæta úr
þessu ástandi. Formælandi
flokksins kvað svo að orði í
þinginu, er mál þetta var til
urnræðu nú á dögunum, að
bæði flokkurinn og stjórnin
hörmuðu það mjög, að gá-
lausleg eða jafnvel dólgsleg
frámköma slíkra ferðalanga
kynni á skömmum tíma að
eyðileggja samúð þá og vel-
vilja í garð þýzku þjóðar-
innar, sem tekizt hefði með
mikilli alúð og á löngum
tíniá að skapa eftir stríðið.
Betra er heilt en vel gróið,
og daglega brjóta þessir
menn hið dýra og fíngerða
postulín vináttunnar og
skiinihgsins, og oft er erfitt,
eað j'áfnvel ómögulegt, að
bæta þann skaða aftur.
Jafnvel á Spáni.
Ræðumaður kvað vand-
ræði þessi svo alvarlegs eðl-
is og víðtæk, að jafnvel í
þeim löndum, þar sem Þjóð-
verj ar hafa þó annars' átt
vinum að fagna, svo sem á
Spáni, hefðu ýmis gistihús
færzt undan að hýsa þýzka
gesti. Einkum kvað hann
þátttakendur í hópferðum
stundum haga sér dólgslega
að þessu leyti, og væru þess
mörg dæmi, að þeir tækju
að kyrja ósæmilega hernað-
arsöngva, þegar sízt skyldi.
Margra bragða leitað.
Ýmsar tillögur hafa komið
fram til leiðréttingar í þessu
vandamáli. T. d. hefir verið
talað um það, að stjórnin
hlutaðist til um að samin
verði og gefin út kennslubók
í góðum umgengnisháttum
og mannasiðum, er ætluð
verði þeim Þjóðverjum, sem
hugsa til utanferðar. Verði
þar ekki sízt rætt um þá
hætti þýzkrar skaphafnar,
sem íbúar viðkomandi lands
eigi erfiðast með að sætta sig
við. Aðrar tillögur beinast að
því að fela skólum og menn-
ingarfélögum uppeldisstarf
það, sem hér þarf aö vinna.
Enn aðrir tillögumenn ganga
svo langt að leggja til, að
svipta beri ferðamenn þá,
er sannanlega hafa brotið af
sér að þessu leyti, utanfarar-
leyfi, svo mánuðum eða jafn’
vel árum skiptir, eftir mála-!
vöxtum í hverj u einstöku til- !
felli.
„Menningar“-áhrif nazist- j
anna verða ekki afmáð á !
svipstundu.
Allur heimurinn veit, að
þýzka þjóðin er hinum ágæt
ustu hæfileikum búin á
marga lund. Listamenn henn
ar, rithöfundar og vísinda-
menn hennar, hafa löngum
verið í fremstu röð, og eng-
inn efast um dugnað þjóð-
arinnar, kjark hennar og
snilli, ekki sízt á sviði tækn-
innar. Þá er það og vitað, að
Þjóðverjar geta verið hinir
mestu mannúðarmenn og á-
gætir viðskiptis, enda höfum
vér íslendingar oft kynnzt
þeirri hlið á þeim á liðnum
tímum. En þrátt fyrir allt
þetta getur það naumast kom
ið mönnum óvænt, þótt á-
hrif þau, sem nazistastjórn í
fullan áratug og uppeldi Hitl
ersæskunnar m. a. hafa haft
á þessa mikilhæfu og ágætu
þjóð, verði ekki afmáð og að
engu gerð á stuttu árabili,
heldur er hitt stórum lík-
'legra, að lengi enn muni
imega finna miður viðfelldinn
ikeim úr því keri.
„Fólkið draup
höfði“
Nýlega las ég í einu af
Reykjavíkurblöðunum þessa
setningu: „Fólkið draup
höfði í sorg.“ Þessa grein
skrifaði landkunnur háskóla
borgari.
Hér ruglast greinarhöfund
ur auðsjáanlega á tveim sögn
um í málinu.
Önnur sögnin er drjúpa=
leka. Kennimyndir hennar
eru þannig: drjúpa, draup,
drupum, dropið.
Hin sögnin er drúpa. Merk
ingin er sú að hneigja höfuð
af sorg eða söknuði. Kenni-
myndir sagnarinnar að drúpa
eru þannig: drúpa, drúpti,
drúpt.
„Fólkið draup höfði,“ þýð-
ir því nánast, að fólkið hafi
látið höfuðið LEKA af sér af
einskærri sorg!
jNei, fólkið drúpti höfði,
héfir drúpt höfði.
Dropinn drýpur, hann
draup, þeir drupu, þeir hafa
dropið.
Hann drúpir höfði í sorg.
Hann drúpti, þau drúptu,
þaujhafa drúpt höfði.
(Fr amsóknarblaðið).
Nýr iðnlálasjóður
í Finnlandi
Settur hefir verið á stofn
sjóður í Finnlandi, sem hefir
það hlutverk að lána til lít-
(illa iðnaðarfyrirtækja, sem
jvilja gjörnýta framleiðslu-
I möguleika sína eða þurfa á
auknu rekstrarfé að halda af
/öðrum ástæðum. Stjórn sjóðs
ins skipa menn, sem standa
framarlega í atvinnulífi
landsins.
Fé það, sem sjóðnum hefir
verið lagt til, nemur 400 mllj.
marka, en aukins rekstrar-
fjár má sjóðurinn afla sér
með innlendum og erlendum
lántökum. Lítil iðnaðarfyrir-
tæki, sem virðast hafa mögu
leika til þess að færa út kvi-
arnar, fá lán til langs tíma.
Einnig á að aðstoða ný fyr-
irtæki, sem virðast hafa góða
framtíðarmöguleika, til þess
að komast af stað.
Annað höfuðhlutverk sjóðs
ins á að vera að aðstoða smá
fyrirtæki í viðleitni þeirra til
aukins útflutnings m. a. með
því að koma á fót sölumið-
stöð á þeim vettvangi.
(ísl. iðnaður).
BAHCO
lykla-sarastæður
J3AHCO 31
BAHCO Minor
Nr 1731 (nitn)
Nr 1733 (tum)
bifrelða-lyklar
eins og öll BAHCO-verkfæri, eru gerðir úr bezta stáli
sem þekkist og af óskeikulli nákvæmni. Þeir endast
betur en aörir lyklar. Það er reynslan á íslandi, sem
annars staðar.
df.fýief-
.
heimsfrægu verkfæri eru búin til af
A/B B. A. HJORTH & Co., STOCKHOLM
Umboðsmenn á íslandi:
Þórður Sveinsson & Co. h.f.
Reykjavík.
BAHCO Sextett
Nr 1771 (mtn)
Nr 1773 (tutn)
BAHCO UV
BAHCO
Nr 1721 (intn)
Nr 1723 (tum)
BAHC.O
Nr 1711 (mm;
Nr 1713 (tum)
BAIICO PK
BAHCO PS