Tíminn - 20.08.1954, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.08.1954, Blaðsíða 1
Ritstjórl: Þórarinn Þórarinsson Ekriístofur í Edduhúsl Fréttaslmar: 81302 og 81303 Aígreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda. 3. Érgangnr. Reykjavík, föstudaginn 20. ágúst 1954. 185. blað. Ákveðið að senda sjö menn á Evrópu- meistaramótið Frjálsíþróttasamband ís lands ásamt E.M.-nefndinni liafa nú endanlega ákveðið að senda eftirfarandi menn til keppni á E.M.-mótinu: Ásmundur Bjarnason K.R. keppir í 100 og 200 m. hlaupi. Guðmundur Vilhjálmsson Í.R. keppir í 100 m. hlaupi. Hall- grímur Jónsson Á. keppir í kringlukasti. Skúli Thoraren- sen Í.R. keppir í kúluvarpi. ÍTorfi Bryngeirsson K.R. kepp. ir í stangarstökki. Vilhjálm- ■ ,ur Einarsson U.Í.A. keppir í þrístökki. Þórður B. Sigurös- ’ ison K.R. keppir í sleggjukasti.1 Fararstjóri verður Brynjólf ur Ingólfsson og þjálfari Bene dikt Jakobsson. Flokkurinn leggur af stað & morgun kl. 1 e. h. flugleiðis til Hamborgar og þaðan verð ur svo haldið áfram á sunnu daginn til Sviss. Vilhjálmur Einarsson er gtaddur í Finnlandi og mun fara beint þaðan til Bern, en þar hefst keppnin þann 25. þessa mánaðar. Barnaverndarfélagi Akraness berst gjöf Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Nýlega afhentu hjónin Guð tún Guðmundsdóttir og Dan íel Pétursson, kaupmaður, Barnaverndarfélagi Akraness sparisjóðsbók með tíu þús. krónum, sem á að verða til þess að efla starfsemi félags ins. Frú Guðrún er meðstjórn &ndi í félaginu. GB. íslandsmeistararnir frá Akranesi. Fremri röð frá vinstri: Sveinn Teitsson, Kristinn Gunnlaugsson, Magnús Kristjáns son, Ólafur Vilhjálmsson, Guðjón Finnbogason. Aftari rcið: Ilalldór Sigurbjörnsson, Bagbj. Hannesson, Ríkh. .Tónsson, Þórður Þórðarson, Pétur Georgsson og Kristján Sigurjónsson íslandsmeistararnir hylltir við heimkomuna til Akraness Mikill matiitfjciEdi samankominti á bryggja Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. íslandsmeistararnir í knattspyrnu koinu heim til Akra- ness með Eldborginni um miðnætti eftir úrslitaleikinn á miðvikudagskvöldið. Mikill mannfjöldi tók á móti þeim á hafnarbakkanum og voru sigurvegararnir ákaft hylltir. Daníel Ágústínusson, bæj arstjóri, flutti ræðu, er, Karlakórinn Svanir, undii stjórn Geirlaugs Árnasonar, söng nokkur lög. Á eftir var knattspyrnumönnunum boð ið af bæjarstjórninni í veg lega veizlu að Hótel Akranes. Bæjarstjórinn flutti þar einn ig ræðu og Guðmundur Svein björnsson, formaður íþrótta bandalags Akraness. Ríkharð ur Jónsson, fyrirliði Akra nessliðsins, svaraði og þakk aði ágætar móttökur. Ríkti mikil og almenn gleði í bænum yfir úrslitunum í :slandsmótinu, en þetta er í briðja skipti á fjórum árum, ;em Akurnesingar sigra í því. GB. Dregst flugvallagerð Bandaríkjahers á Græn landi og íslandi saman? NTB, Washington í gærkveldi. Bandaríski flugherinn verður ef til vill að breyta eða hætta við áætlanir sínar um endurbætur og stækkun flugvallanna á íslandi og Grænlandi eða geyma til næsta árs, var tilkvnnt í Washington í kvöld. Öldungadeildin hefir skorið niður fiárveitingar til flughersins, og stjórn flughersins yfir- vegar þess vegna, hvort fé það, sem nota átti til flug- valla á Grænlandi og íslandi, geti koinið að meiri notum annars síaðar. íhaldið leggur f ram „athugun ar”-tillögur um hitaveitumál Kvergi gert ráð fyrir framkvsemcfum. Finnu ntaima verkfr*eöiitganefml kosin Á fundi bæjarstjórnar í gærkveldi lagði Sjálfstæðismeiri- hlutinn fram ályktun í sex liðum um „fyrirætlanir og fram- kvæmdir“ varðandi hitaveitu Reykjavíkur. Nokkrar umræð- uv uvðu um þessi mál, og þótt allir fögnuðu því, að íhaldið hefir nú rumskað í hitaveitumálunum, þótti heldur lítill framkvæmdabragur á dagskipan Gunnars borgarstjóra. Sunnlendingar kjósa ti! Bónaðarþings n.k. sunnudag i Tvefr listar eru í kjöri að þessu siniii Á sunnudaginn fara fram kosningar til búnaðarþings í hreppabúnaðarfélögunum á Suðurlandi á fulltrúum Bún- aðarsambands Suðurlands, en þeir eiga fimm fulltrúa á búnaðarþingi. Að þessu sinni hafa komið fram tveir listar <og eru tíu menn á hvorum. Björn Guðmundsson, skrif- stofustjóri, sem sat fyrri hluta fundarins af hálfu Framsókn arflokksins, kvaðst fagna þeim svefnrofum, sem íhaldið virtist hafa tekið, en benti á, að ekki væri nú greiður vegur fra’rn undan i hitaveitumál- um, og kenndi þar skammsýni og ringulreið, er ríkt hefði í bygginga- og skipulagsmálum bæjarins. Byggðin heföi sem kunnugt er verið þanin út um holt og móa, og væri nú svo dreifð, að bærinn ætti meira en fullt í fangi með götur, ræsi og aðrar lagnir, og dýrt mundi verða að leggja hita- veitu í öll úthverfin, og lík- lega liði ár og dagur áður en allir íbúar úthverfanna nytu þeirra þæginda, sem hitaveit- an býður. (Framhald á 2. sfðu.) Hitinn 22 stig í skugga á Héraði Frá fréttaritara Tímans á Reyðarfirði. í gær kom ég að Egilsstöð um á Völlum. Var þar þá sólskin og blíða eins og bezt getur orðið. Hitinn var 22 stig í skugganum og þó svo lítil gola. Bændur unnu hvarvetna að heyskap og má nú segja að hann sé leik ur. Slá þeir niður og láta síðan liggja unz þurrt er og er þá rakað saman og hirt. Hefir geysimikið af heyi verið hirt undanfarna þurrk daga. MS. A-listinn er skipaður þess- íum mönunm: Bjarni Bjarnason, Laugar- vatni. Sigurbjartur Guðjónsson, i Þykkvabæ. Jón Gíslason, Norðurhjá- leigu. Sigurgrímur Jónsson, Holti. Eggert Ólafsson, Þorvalds- , eyri. Sigursveinn Sveinsson, I Fossi. Þórarinn Sigurjónsson, Laugum. Sigurður Tómasson, Barkar stöðum. Trausti Eyjólfsscn. Ágúst Þorvaldsson. B-listinn er skipaður þess- um mönnum: Guðm. Erlendsson, Núpi. Sigmundur Sigurðsson, Langholti. Séra Gísli Brynjólfsson, Kirk j ubæj arklaustri. Sigurjón Sigurðsson, Raft- holti. Einar Gestsson. Kjartan Marteinsson. Páll Björgvinsson. Jón Þorsteinsson. Eyjólfur Þorsteinsson. Jón Pálsscn, dýralæknir. Sigurjón Jónsson, formaður Knattspyrnusambands ís- Iands, afhendir Ríkharði Jónssyni, fyrirliða Akranes, íslandsbikarinn. Er það í þriðja skipti, sem Ríkharður veitir honum inóttöku fyrir hönd Akurnesinga. Hafin bygging sex íhaldið rausnaðist til að samþykkja að hefja bygg- ingu sex fjölíbúðahúsa með' 5<0—80 íbúðum nú í haust. Á að bvggja fyrir þær fjórar milljónir, sem hækkun út- svaranna nam, en enginn eyrir er fenginn með sparn- aði við reksíur bæjarins. LögreglujDjónum og tollvörðum sagtuppfæði í matskálum Sameinaðra verktaka í gær Er imi Iiefmlarraðstöfnn cins maims g'egn lögregluþjóni að ræðft? Fyrir nokkru var lögreglu þjónum á Keflavíkurflug velli og tollvörðum á sama stað boðið, að þeir gætu fengið keypt fæði í matskál um Sameinaðra verktaka á Iveflavíkurflugvelli. Þáðu lögregluþjónar og tollverðir þetta boð með þökkum og i hefir það verið svo að und anförnu, að þeir hafa borð I að þarna í matskálunum. Sagt upp. Nú hafa lögregluþjónar og tollverðir fengið uppsagn arbréf, þar sem þeim er sagt að þeir hafi ekki leng ur heimild til að borða í matskálum Sameinaðra verktaka. Vita fyrrnefndir aöilar ekki hverju þessi uppsögn sætir og þykir hún ótrúleg,, þar sem engar þær breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi, sem geta gefið til kynna, að það sé einhverjum erfiðleikum bundið að halda áfram að selja þeim fæðið. Hótun. Hins vegar hefir heyrzt, (Framhald á 7. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.