Tíminn - 20.08.1954, Page 2

Tíminn - 20.08.1954, Page 2
TÍMINN, föstudaginn 20. ágúst 1954. Shelley Winters sem er þriðja eldfjallið í baráttunni milli Heklu og Vesúvíusar 185. blaff. Vegna þess að nú hafa svo v'eður skipazt í lofti, að miklar likur eru til að við fáum frægt kvikmyndafólk í heimsókn á Jjessu hausti, er ekki úr vegi að skýra eitthvað frá þeirri kvikmyndaleikkonu, sem nefnd hefir verið með nafni í þessu sambandi. í gær skýrði blaðið frá beirri kvikmyndun, sem stendur til að fari fram á eldhraunum Heklu og einnig að kvikmyndaleikkonan Shelley Winters væri ein í hópi þeirra, er myndi heiðra landið með nærveru sinni af þessu tilefni. Shelley Winters er meö yngstu leikkonum vestan hafs, er hlotið hafa frægð síðustu árin. Það er ekki fyrr en um 1950, sem eitthvað fer að kveða að henni að ráði, en eftú því sem henni voru gefin meiri | tækifæri, eftir því jók hún við sig sem leikkona. Náði hún skjótlega mikilli frægð, einkum vegna þess, j að hún hafði meirj persónu til að bera en margar hinna yn:ri leik- kvenna. Er Winters ómyrk í máli um það, sem henni finnst miður fara. Þriðja eldfjallið. Skaphiti hennar hefir stundum orðið til þess, að hún hefir tekið ákvarðanir, sem hún á kannske bágt með að standa við. Ekki alls fyrir löngu skildi hún við mann sinn, og þótti henni það mjög miður. Kenndi hún staríi sínu um að' svo illa fór og kvað upp úr með það, að hún skyldi ekki framar leika í kvik myndum. Þetta hefir hún ekki stað ið við, enda fyrnast harmar. Þótt hingað til hafi aðeins verið nefnd tvö eldfjöll, þegar kvikmynd unina hér á landi hefir borið á góma, má segja, að þriðja eldfjallið hafi gleymzt, sem sagt Shelley Winters. Ber hún sjálfsagt sigurorð af Heklu og hamförum hennar í myndinni. Tvöfalt líf. Blaðið hefir það eftir góðum heim ildum, að Winters hafi fyrst vakið á sér verulega athygli fyrir leik sinn í myndinnf Tvöfalt líf (Double Life), en í þeirri mynd lék Ronald Coleman aðalhlutverkið. Mynd þessi var mjög góð og hefir hún verið sýnd hér. Fjallar hún um leikara (Ronald), sem lifir sig svo sterkt inn í hlutverk þau, sem hann á að leika, að hann er ekki nema endr um og eins með sjálfum sér. Þetta leiðir svo til þess, að hann myrðir vændiskonu (Winters). Er hann að æfa sig í nýju hlutverki, þar sem einmitt slíkur atburður er Játinn Útvarpíð Útvarpið í dag. Fastir liðir eins og venjulega. 20,20 Útvarpssagan: Þættir úr „Of- urefli" eftir Einar H. Kvaran; I. (Helgi Hjörvar). 20.50 Tónleikar (plötur). 21.10 Úr ýmsum áttum. — Ævar Kvaran leikari velur efnið og flytur. 21.30 Tónleikar (plötur). 21,45 Frá útlöndum (Jón Magnús- son fréttastjóri). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Á ferð og flugi“, frönsk skemmtisaga — sögulok. 22.25 Dans- og dægurlög (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga. 20.30 Minnzt níræðisafmælis Þor- leifs Jónssonar í Hólum, fyrr- um alþingismanns. a) Gísli Sveinsson fyrrum sendiherra ! flytur erindi. b) Einar Ól. Sveinsson prófessor les úr end | urminningum Þorleifs. 21.10 Einsöngur: Walter Anton I Detzer syngur Vínarlög (pl.). 21.25 Leikrit: „Lífið er fagurt" eft ir Leck Fischer í þýðingu Þor j steins Ö. Stephensen. Leik- stjóri: Haraldur Björnsson. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. SHELLEY WINTERS þriðja eldfjallið gerast. Losnar hann ekki undan áhrifum leiksins, þótt æfingum sleppi og í þeim viðjum fremur hann ódæðisverkið. Winters lék vændiskonuna með þeirri prýði, að augu manna opnuðust fyrir því, hversu miklir möguleikar ' bjuggu með henni. 1 Þar sem sólin skín. Þá var það að fyrir dyrum stóð að kvikmynda Bandaríska harm- sögu eftir Theodore Dreiser. Var allt til þess gert, að vanda sem bezt leikara og alla kvikmyndatöku. Hlaut Winters eitt af þremur stærstu hlutverkunum og lék nú eins og í Tvöföldu lífi þá konu, sem verður að bera nokkuð af synd heimsins. Myndin var sýnd í Tjarn arbíói fyrir skömmu og vakti þá mikla athygli, mun ekki vera gleymd þeim sem sáu. Eftir leik sinn í þessari mynd var Shelley Winters komin óumdeilanlega í fremstu raðir þeirra kvikmyndaleik kvenna vestan hafs, sem fara með dramatísk ■ hlutverk. Myndin hét A place in the sun og gekk hér und ir nafninu Þar sem sólin skín. Það verður ekki sagt um Winters, að sólin skíni sérlega mikið á hana, en hún hefir brugðizt vel og hetju lega við erfiðleikunum bæði i einka lífi og starfi. líjinn in ^ar&piöí SJ.B.S. Iflíaveitan (Framh. af 1. síðu). Heitur lækur í Öskjuhlíð. Björn kvaðst fagna því, ef. nú væru fyrir dyrum betri nýt ing heita vatnsins og lögn í þéttbyggð hverfi, svo sem að nýta ætti heita lækinn, sem stundum rynni niður öskju- hlíðina. Benti hann og á það, að í þessari ályktun íhaldsins um „rannsókn og athugun“ fælist skýlaus játning íhalds- ins um sleifarlagið í þessum málum undanfarin ár. Þórður Björnsson, sem tók síðan sæti á fundinum, ræddi einnig nokkuð hitaveitumálin og kvaðst fagna ályktun ihaldsins, sem þó gerði ekki ráð fyrir neinum framkvæmd um þegar í stað. Hann benti á, að íhaldið hefði viðhaft gaml- an sið, að fella allar tillögur andstöðuflokka og taka þær síðan upp sem sínar tillögur í einhverri mynd. Minnti hann á tillögur, er hann hefði borið fram í hita- veitumálunum í fyrrahaust. Öll atriðin nema eitt í tillögu borgarstjóra væru úr þessum tillögum, en þó gengið miklu skemmra og allt gert að at- hugunum í stað framkvæmda. Bar Þórður síðan fram eftir farandi tillögu, sem að sjálf- sögðu fann enga náð hjá íhaldinu: „Bæjarstjórn samþykkir að hafizt verði nú þegar handa um að hagnýta þaö heita vatn hitaveitunnar, sem nú er ónotað hálft árið. Leggur bæjarstjórn fyrir hitaveitustjóra að hraða því að fullgera áætlanir og teikn I ingar og ljúka undirbúningi | að lagningu hitaveitu í ný 1 bæjarhverfi, svo að fram- kvæmdir geti þegar hafizt. Heimilar bæjarstjórn bæj arráði að taka allt að 15 milljón króna lán innan- lands eða utan til fram- kvæmda þessara“. Athugana-áætlunin. í ályktun íhaldsins á að „hraða vísindalegri rannsókn 1 og leit að heitu vatni“, gera „eins fljótt og verða má heild aráætlun“, gera „tilraunir með götu- og heimæöaein- angrun“, fela bæjarráði að „hefja undirbúning að fjáröfl un til hitaveituframkvæmda", og síðast en ekki sízt að „skora á ríkisstjórn og al- þingi“. Sem sagt sex liðir en allir um athugun en enginn um framkvæmdir. í verkfræðinganefndina voru kosnir Valgeir Björns- son, Árni Snævarr, Gunnar Böðvarsson, Sigurður Thor- oddsen og Ólafur Pálsson. 180 litir — 4800 litasamstæður. SPRED SATIN 100% gúmmimálning Þetta fullkomna litakort gefur yð- ur tækifæri til að fá þá liti er þér óskið. SPRED SATIN, þessi undra- málning er svo auðveld í notkun að hver og einn getur málað :úr henni. Sparið tíma, sparið peninga, málið með Spred Satin. JjfJjPIDlRÍHK H F Símar 1496 og 1498. Iðnskólinn í Reykjavík Innritun i skólann hefst í Vonarstræti 1, mánu- daginn 23. ágúst, kl. 5—7 síðdegis og lýkur föstudaginn 27. ágúst. Skólagjald er kr. 750,00 og kr. 800,00 og greiö ist við innritun. Námskeið til undirbúnings haust-prófum hefjast miðvikudaginn 1. september. Námsskeiðsgjald er kr. 50,00 fyrir hverja námsgrein. Haustpróf byrja miðvikudaginn 29. september sam kvæmt próftöfiu í skólanum í Vonarstræti 1. SKÓLASTJÓRINN. Frá Harry Walton & SonsLtd., Manchester, höfum vér sýnishorn fyrirliggjandi af margs konar bómullar- og rayonefnum. v Islensk-erlenda verzlunarfélagið h.í. Garðastræti 2—4. Sími 5333 Vinnið ötullega aíi lítbrei&slu T I W t Á S ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftir Walter Scott. Myndir eftir Peter Jackson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.