Tíminn - 20.08.1954, Side 3

Tíminn - 20.08.1954, Side 3
20. ágúst 1954. TÍMINN, föstudaginn 20. ágúst 1954. 3 Verðhækkunin á kaffinu Grcinargerð frá ríkissíjóriiimii. KSSSS : WSSSSÍSSSSSSSSSSSSJSSSSSSSSSSSíSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSa I samtaandi við samninga- umleitanir þær, er leiddu til kjarasamnings verkamanna! og vinnuveitenda 19. desem- ber 1952, ákvað ríkisstjórnin. m. a. að beita sér fyrir víð- | tækum verðlækkunum á! neyzluvörum almennings. í því skyni voru gerðar ýmsar; ráðstafanir og mismunandi, að því er varðaði einstakar vörutegundir og afurða, þ. á. i m. var verð greitt niður með, fé úr ríkissjóði, aðflutnings-| gjöld felld niður og álagning lækkuð. Samkvæmt þeim yf- j lýsingum, sem ríkisstjórnin. gaf í sambandi við lausn þá- j verandi kjaradeilu, telur hún sér skylt eftir því sem við verður komið að láta haldast meðan kjarasamningurinn er í gildi, allar umræddar ráð- stafanir til verðlækkunar. Yerðhækkunum af öðrum á- stæðum en niðurfellingu þeirra ráðstafana hefir ríkis- stjórnin aftur á móti aldrei ábyrgzt að afstýra. Hins veg- ar hefir ríkisstjórnin að sjálf- sögðu unnið og mun vinna eftir föngum gegn verðhækk- unum á nauðsynjavörum í lahdin'U ög að lækkun á verði þéirra með þeim aðferðum, sem á hverjum t:ma eru henni heimilar, tiltækar og þjóð-| hagsle^á hagkvæmar. VerðJag á kaffi ög sykri. 1. Verðlækkun sú á kaffi og sykri, sem ákveðin var fyrir atbeina ríkisstj órnarinnar í desembermánuði 1952, var eingöngu miðuð við niðurfell- ingu aðflujningsgjalda af þessum vörutegundum. 2. Innan ríkisstjórnarinnar og í samtölum hennar og sáttanefndarinnar, sem starf- aði að lausn þáverandi kjara- deilu, kom lækkun á þessum vörutegundum með öðrum hætti aldrei til tals. 3. Ríkisstjórnin telur því útilokað, að sáttanefndin hafi gangvart samninganefndum deiluaðilja skýrt viðeigandi á- kvæði í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar á þann veg, að í þeim ákvæðum fælist á- kvörðun um hámarksverð á kaffi og sykri, meðan þá vænt anlegur kj arasamningur væri í gildi, enda hefði sáttanefnd- ina algjörlega brostið heimild til slíkrar túlkunar. 4. Með lögum nr. 12/1953, sem sett voru fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar, var henni veitt nauðsynleg heimild til þeirrar verðlækkunar á um- ræddum vörutegundum, sem hún hafði heitið. í greinar- gerð, sem fylgdi frumvarpi til þeirra laga, var þess getið, að niðurfelling aðflutnings- gjalda, sem þar var um að tefla, væri forsenda fyrir á- kvörðun ríkisstjórnarinnar um verðlækkun á kaffi og sykri. Engin athugasemd kom fram á Alþingi af þessu efni, svo séð verði. 5. Ríkisstjórnin telur ekki rétt, meðan umræddur kjara- samningur er í -gildi, að taka upp innheimtu aðflutnings- gjalda af kaffi og sykri að nýju, enda þótt útsöluverð færi fyrir þær aðgerðir vegna lækkunar á innkaupsverði eigi fram úr því verði, sem ákveð- ið var í desember 1952. Þetta gæti þó ekki talizt brigð á yf- irlýsingum ríkisstj órnarinnar um verðlag á þessum vörum, ef skylt væri að verja fé úr ríkissjóði til þess að halda söluverði niðri, hvað sem verðlagi á erlendum markaði og flutningskostnaöi liði. Er fráleitt að halda því fram, að nokkur ríkisstjórn hafi skuld- bundið sig til að halda ó- breyttu verðlagi á innfluttum vörum eins og kaffi og sykri, sem eru háðar stöðugum verð lagsbreytingum erlendis. 6. Síðan desembersættin var gerð, hefir verð á sykri lækk- að úr kr. 3,70 pr. kg. í kr. 3,02 pr. kg. Ef sú kenning væri rétt, að ríkisstjórnin væri skuldbundin til að halda ó- breyttu kaffi- og sykurverði væri ríkisstjórninni heimilt að hækka sykurverðið upp í kr. 3,70 og nota mismuninn til að lækka kaffiverðið. Aug- ljóst er, að slík ráðstöfun er hrein fjarstæða. 7. Þá má benda á hve vafa- söm sú ráðstöfun væri að verja fé ríkissjóðs til niður- greiðslu á verði kaffis, sem ekki verður talin almenn neyzluvara í sama skilningi og vörur þær, sem nú eru greiddar niöur af almanna fé. 18./8. 1954. Viðskiptamálaráðuneytið. Dagsbrún og kaffiverðið Stjórn Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum, 17. þ. m.: „Vegna verðhækkunar þeirr ar, sem nú hefir átt sér stað á kaffi, vill stjórn Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar ítreka mótmæli sín frá 6. marz s. 1 Nú eins og þá mót- mælir stjórniiv eindregið öll- um verðhækkunum á kaffi og telur þær vera brot á þeim grundvelli, sem samningar verkalýðSfélaganna byggð- ust á í deseniber 1952. ■Stjórnin vill benda á, að hér-er um tilfinnanlega verö hækkun bg kjaraskerðingu ræða. Ef miðað er við þriggja pakka neyzlu á viku að með- altali á heimili, sem verður að teljast mjög varlega áætl- að, nemur hækkunin kr. 11,55 í auknum útgjöldum á viku. Til þess að mæta þessari út- gjaldaaulcningu þarf tíma- kaup Dagsbrúnarmanna að hækka um 24 aura. ALLT Á SASVIA STAÐ Einkauviboð fyrir hinuvn pekktu GMC vörubifreiðum op sendi- ferðabifreiðum — Margar gerðir: Frá Vz tormi til 40 tonna. Skrifstofa vor veitir fúslega allar nánari upplýsingar. Stærri gerðirnar af GMC vörubílunum fást bæði með Diesel og benzín vél. — Fæst með tvískiptu drifi og sjálfgírskiptingu. H.F. EGILL VILHJÁLMSSON Laugaveg 118 Sími 81812 Akranes hlaut titilinn „bezta knattspyrnufélag IsSands 1954' Þá viljum vér benda á, að hækkun þessi fer fram að- eins nokkrum dögum eftir að j vísitala ágústmánaðar var reiknuð út, en sú vísitala er ákvarðandi um kaupgjald í næstu þrjá mánuði. i Verðhækkunin á kaffinu mundi hækka ágústvísitöluna J um eitt stig eða tímakaup ' Dagsbrúnarmanna um 9 aura. j Verði mótmæli félagsins ekki tekin til greina og hið hækkaða verð á kaffinu lát- . ,ið gilda, gerir stjórn Dags-1 [brúnar þá lágmarkskröfu til ríkisstjórnarinnar, að hún geri ráðstafanir til að vísi- tala ágústmánaðar verði um- reiknuð með þessu nýja kaffi ,verði og leiörétt kaupgjalds- 'vísitala sem því nemur verði látin koma til framkvæmda um nætsu mánaðamót." Verkamannafél. Dagsbrún, Eðv. Sig. Úrslitaleikurinn I íslandsmótinu milli Akranes og IvR er cinn skemmtiiegasti knattspyrnuleikur, sem fram hefir far- ið hér á íþróttavellinum. Bæði liðin léku mjög hratt og fast, notuðu mest langspyrnur, svo leikurinn í heild var ekki sem bezt leikinn. En þannig vill það oft verða í úrslitaleik, að leikmenn þola ekki taugaspenninginn og samleikurinn verð- ur undir vegna hraða og hörku. AiiP'lvsið í Tímaimm Akurnesingar eru mjög vel að íslandsmeistaratitlinum komnir, og það leikur ekki nokkur vafi á því, að þeir eiga bezta knattspyrnuliðí íslands á að skipa. Það má segja, að þeir hafi verið óheppnir að sigra KR ekki, því þeir áttu m. a. þrjú stangarskot og tví- vegis vörðu varnarleikmenn KR á marklínu. En ég vil frekar kenna leik- aðferð þeirra í leiknum um, að þeir báru ekki sigur úr být- um. í fyrri leikjum í sumar hefir Akranesliðið komið. fram sem mjög heilsteypt lið, þar sem hver leikmaður hefir fengið tækifæri til þess, að láta hæfileika sína njóta sín sem bezt. Einstaklingshyggja j hefir vart sézt, en það var mesti galli þeirra Ríkharðar j og Þórðar hér áður fyrri. En í þessum leik féllu þeir fyrir þessum gamla galla, og voru mjög einráðir í leik sínum. Þetta kom KR vel, þar sem þeir byggðu leikaðferð sína þannig upp, að hafa sem bezt eftirlit með þessum tveimur leikmönnum .Hægri bakvörð- urinn lá innarlega, og lét kantmanninn eiga sig að mestu, og var reiðubúinn að mæta vinstri innherja Akra- ness. Framverðir KR gátu því einbeitt sér við R'kharð og Þórð, og þetta kom sér vel, því þessir leikmenn reyndu hvað eftir annað, að brjótast einir í gegn, en tóku ekki tillit til samherja sinna. Einkum kom það illa við Halldór, sem er einn hættulegasti ieikmaður liðsins, en i þessum leik fékk hann fáar sendingar. Að vísu meiddist hann síðast í fyrri hálfleik, og var að mestu ó- virkur, það sem eftir var. Var það mikið áfall fyrir liðið. Pét ur Georgsson reyndi eftir mætti að dreifa spilinu og ná upp fyrri leikaðferð liðsins í sumar, en naut lítils skilnings, einkum af Ríkharðs hálfu. Er slæmt til þess að vita, að Rik- harður, sem er bezti og hættu legasti framherji íslendinga, skuli bregðast samherjum sín um þannig í þýöingarmesta leik Akurnesinga. Ekki má skilja þetta svo, að Ríkharður hafi verið lélegur, en það eru alltaf gerðar meiri kröfur til beztu mannanna. Beztu leikmenn Akurnes- inga í úrslitaleiknum voru Sveinn Teitsson og Guðjón Finnbogason. Sveinn vann á við marga menn, og tækni hans er frábær. Guðjón hafði erfiðari mann, þar sem Hörð- ur Felixson var, og þetta er i fyrsta skipti, sem ég hefi séð Guðjón bíða lægri hlut hvað eftir annað í skallaeinvígi. Vörnin var ekki sem öruggust. Þeir möguleikar, sem Magnús hafði til þess að verða mark- maður í landsliðinu, urðu að engu í þessum leik. Taugarn- ar héldu ekki. Kristinn stóð sig allsæmilega, en Ólafur Vil hjálmsson átti í erfiðleikum (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.