Tíminn - 20.08.1954, Qupperneq 6

Tíminn - 20.08.1954, Qupperneq 6
6 TÍMINN, föstudaginn 20. ágúst 1954. 185. blaff. Borga rst jórin n og fíflið Ákaflega skemmtileg og preng-i hlægileg, ný, sænsk gamanmyndj með hinum vinsæla Nils Poppe. Sjaldan hefir honum tekizt bet ] ur að vekja hlátur áhorfenda' en í þessari mynd, enda tvöfald ] ur í roðinu. Aðrir aðalleikarar: Inga Landgré, Hjördís Petterson, Dagmar Ebbesen, Bibi Andersson. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ — Ib44 - Árás indíánanna Hin stórbrotna og æsispennandi j litmynd með Dana Andrews, Susan HayWard, Patrica Koc, Brian Donlevy. Bönnuð fyrir böm. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍO Bhol M&4 Ofsahrædilir (Scared Stiff) Bráðskemmtileg ný ameirísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Dean Martin, Jerry Lewls, Lizabeth Scott, Carmen Miranda. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. BÆJARBÍÓ — HAFNARFiRÐi - 11. ika. ANN A ítölsk jirvalsmynd. Sýnd kl. 7 og 9. Allra síðasta sinn. Sími 9134. I • o SERVUS GOLD fL/XA___/‘xL-JL/'Vn ir\yi) 010 HOLIOW GROUND 0.10 / ■3 mrr, VELLOW BLftDE m m cp' Cemia-Desiníector er vellyktandi íótthrelnsandl j vökvi nauðsynlegur á hverju ? heimlli til sótthreinstmar á J munum, rúmfötum, húsgögnum, J símaáhöldum, andrúmsloítl o. | s. írv. — P'æst I öllum lyíjabúð- um og snyrtlvöruverzlunum. AUSTURBÆJARBIO Ólympíuhetjan (Man of Bronze) jSkemmtileg og áhrifamikil, r.ý, j amerísk kvikmynd, byggð á ævi Jeins frægasta íþróttamanns, sem tuppi hefir verið, Jim Thorpe, jen hann vann gullverðlaunin j fyrir fimmtar- og tugþraut á í Ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912, en varð síðar að skila þeim, ! þar sem hann var dæmdur at- ] vinnumaður. Aðalhlutvrek: Burt Lancaster, Philips Thaxter, Steve Cochran. Sýnd kl. 5 og 9. Sala hefst kl. 4 e. h. GAMLA BÍÓ — 1475 — Hin fræga og djarfa franska ] j verðlaunamynd Nanon Igerð af snillingnum H. G. Clou- [ zot, eftir hinni heimsfrægu skáld j Jsögu „Manon Lescaut“. Aðalhlutverk: Cecile Aubrey, Michei Auclair. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ! Bönnuð börnum innan 16 ára. Danskur texti. Síðasta sinn. TRIPOLI-BÍÓ Sími 118 J Stúlkan með blán gnninna (Maske in Blau) Bráðskemmtileg og stórglæsileg J ný, þýzk, músíkmynd i Agfa- jlitum, gerð eftir hinni víðfrægu jóperettu „Maske in Blau“ eftir jPred Raymond. — Þetta er tal- jin bezta myndin, sem hin víð- fræg revíu-stjarna Marika Rökk j hefir leikið í. Aðalhlutverk: Marika Rökk, Paul Hubaclmid, Walter Muller. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ — Síml 6444 — Maðurimi með járngrímuna i j (The Man in the Iron Mask) | Geytispennandi amerísk ævin- j týramynd eftir skáldsögu A. j Dumas, um hinn dularfuiia jfanga í Bastillunni og síðasta ! afrek skyttuliðanna. Louis Hayward, Joan Bennett, Warren William, Alan Ilale. | Bönnuð börnum innan 11 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þúsundlr vit*, il pefan íylgir hringunum frá SIGCRÞÓR, Hafnaratnetl ft. Margar geriir íyrirliggjandi. Sendum gegn póstkröfn. Spámaðm*iim Jónas (Framhald af 4. síðu). Jesús Kristur hefir sjálfur vitnað til þess i viðræðum. Guðspjöllin skýra svo frá, að farísearnir hafi heimtað tákn af Jesú, en með því áttu þeir við kraftaverk, sem á fyrirfram ákveðinn hátt sýndu það, að hann væri Messías eða Kristur. En hann svarar með því að segja, að þeim verði ekki gefið annað tákn en Jónasartáknið. Sam- kvæmt Lúkasartextanum skýr ir Jesús það þannig, að „eins og Jónas varð Ninivemönnum tákn, þannig mun mannson- urinn verða tákn þessari kyn- slóð.“ (Lúk. 11, 30. 32.) Tákn- ið um komu guðs ríkis er þá í því fplgið, að nýr spámaður máttugur í orði og verki, hefir komið fram og talað til þjóð- arinnar. — Samkvæmt texta Mattheusarguðspj alls hefir Jesús ennfremur lagt það inn í Jónasartáknið, að „eins og Jónas var í kviði stórfisksins þrjá daga og þrjár nætur, þannig mun mannssonurinn vera þrjá daga og þrjár næt- ur í skauti jarðarinnar“. (Matt. 12, 40). Verður þá Jón- as eins konar ímynd Krists, sem rís upp eftir þrjá daga, og kemur aftur til lífsins, Og þó sýnir einfaldur samanburð ur, hve óendanlega langt bil- j ið er milli hinna tveggja spá- ' manna. Annar rekur erindi sitt nauðugur, þröngsýnn, og heiftrækinn, — hinn er hlýð- inn hiiium himneska föður fram í dauðann á krossi. | IV. | Það þarf ekki ræða það hár, hvílíkt erindi þessi forna saga á til vorrar kynslóðar og vorr- ar aldar. Hún er oss viðvörun gegn þjóðafordómum, þröng- sýni í trúarefnum, hefnigírni og mannfyrirlitningu, en hvetur oss til að líta á alla menn sem bræður og börn hins sama guðs. Hún mælir einnig gegn þeirri svartsýni, sem er svo rík í nútímamann- inum, með því að sýna, hvern ig vald guðlegs kærleika nær langt út fyrir þau takmörk, sem mennina getur órað fyrir. Og loks gæti hún verið þjóð vorri prédikun um það, að guði taki einnig sárt til þess- arrar þjóðar og vilji veita henni fyrirgefningu synd- anna, sem og hverri annari þjóð, sem iðrast og bætir ráð sitt. Ekki af því að vér erum íslendingar, heldur af því vér tilheyrum mannkyninu, sem Guð elskar. Jakob Jónsson. fii leikólokum Erlcnt yfirllt (Framhald af 5. síðu). ar síðar látnir ráða því, hver staða hennar verður í framtíðinni. Su lausn virðist í alla staði eðlileg- ust og réttlátust. Annar megin- háskinn við áðurgreindan áróður kommúnista um innlimun Formósu, er sá, að hann torveldar slíka lausn. Hin hættan er sú, að áróðurinn sé alvarlega meintur og sé undan- fari hernaðarlegrar innrásar. Formósa er nú tvímælalaust það deilumál, sem friðinum stafar mest hætta af, og athygli manna mun því beinast að henni í vaxandi mæli í náinni framtíð. Hvað gengur að.. (Framhald af 5. síðu). un. Hingað til hefir það eklci verið talin nein goðgá hér á landi að taka lán erlendis. Og einkennilegt er, að ritstjóra ÍAlþýðumannsi'ns skuli standa sérstakur geigur af Hollend- »♦ ingum í því efni!“ V. BÓK. FYRSTI KAFLI. Ég var nóttina hjá Henry. Það var í fyrsta skipti, sem ég hafði sofið heima hjá honum. Þau höfðu ekki nema eitt gestaherbergi og Sara var þar (hún hafði flutt þangað fyrir viku síðan til þess að ónáða ekki Henry með hósta sínum), svo að ég svaf á sófa í borðstofunni, þar sem við höfðum elskazt. Ég ætlaði ekki að dvelja nóttina, en hann bað mig að vera. Við hljótum að hafa drukkið hálfa aðra flösku af viskýi. Ég man, að Henry sagði: — Það er undarlegt Bendrix, að maður getur ekki verið afbrýðisamur vegna þeirra, sem dánir eru. Það eru ekki nema fáar klukkustundir, síðan hún dó. og samt vildi ég, að þú værir hjá mér. — Það var ekki svo mikið, sem þú þurftir að vera af- brýðisamur af. Og það er allt löngu liðið. — Þú þarft ekki að vera að sefa mig með því nú, Bendrix. Því lauk aldrei fyrir hvorugu ykkar. Ég var sá hamingju- sami. Ég hafði hana öll þessi ár. Er þér illa við mig? — Ég veit það ekki, Henry. Ég hélt, að mér væri það. En ég veit það ekki. Við sátum í skrifstofu hans og höfðum ekkert ljós. Gas- loginn var ekki ennþá orðinn nógu mikill til þess, að við gætum séð andlit hvors annars, svo að ég heyrði aðeins á rödd Henrys, þegar hann grét. Kringlukastarinn miðaði kasti sínu á okkur báða utan úr myrkrinu. — Segðu mér, hvernig það gerðist, Henry. — Þú manst eftir kvöldinu, þegar við hittumst á torginu. Það eru þrjár eða fjórar vikur síðan, er það ekki? Hún fékk slæmt kvef það kvöld. Hún vildi ekki hugsa neitt um það. Ég vissi jafnvel aldrei, að það var komið í brjóstið á henni. Hún talaði aldrei um þess háttar við nokkurn mann. Og jafnvel ekki í dagbókinni, hugsaði ég. Það hafði aldrei verið minnzt .á veikindi þar. Ilún hafði ekki háft neinn tíma til að vera veik. Loksins fór hún í rúmið, sagði Henry. En það var ekki fyrir nokkurn mann að halda henni þar. Hún vildi ekki fá lækni til sín. Hún hafði aldrei haft trú á þeim. Fyrir viku síðan fór hún á fætur og út. Guð má vita, hvert hún fór eða hvers vegna. Hún sagðist þurfa að liðka sig. Ég kom heim á undan og sá, að hún var farin. Hún kom ekki heim fyrr en klukkan níu. Hún var miklu blautari en í fyrra skiptið. Hún hlýtur að hafa verið búin að ganga úti í rign- ingunni klukkutímum saman. Hún var með óráð alla nótt- ina og talaði við einhvern. Ég veit ekki hvern. Það var hvorkl ég eða þú, Bendrix. Þá sótti ég lækni handa henni. Hann sagði, að ef hún hefði fengið penisilín viku fyrr, þá hefði hann getað bjargað henni. Við gátum ekki gert neitt nema að hella meira viskýi í glösin okkar. Ég hugsaði um þann ókunna, sem ég hafði keypt Parkis til að elta uppi. Sá ókunni hafði unnið að lok- um. Nei, hugsaði ég. Ég hata ekki Henry. Ég hata þig, ef þú ert til. Ég minntist þess, sem hún hafði sagt við Rík- harð Smythe, að ég hefði kennt henni að trúa. Þó að ég hefði átt að bjarga lífi mínu, hefði ég ekki getað sagt hvernig En þegar ég hugsaði um það, sem ég hafði varpað frá mér, fékk ég skömm á sjálfum mér. — Hún dó klukkan fjögur í morgun, sagði Henry. Ég var þar ekki. Hjúkrunarkonan kallaði ekki nógu fljótt á mig. — Hvar er hjúkrunarkonan? — Hún var fljót að Ijúka starfi sínu. Það var kallað á hana frá öðrum stað, og hún fór fyrir hádegisverð. — Ég vildi, að ég gæti eitthvað hjálpaö þér. — Þú gerir það með því að sitja þarna. Þetta hefir verið hræðilegur dagur, Bendrix. Þú veizt, að ég hef aldrei þurft að fást við dauðann. Ég hélt alltaf, að ég myndi deyja á undan, og að Sara yrði að vita, hvað gera ætti. Ef hún hefði þá verið hjá mér það lengi. Eiginlega er það kven- mannsverk, nærri því eins og að ala barn. — Gat læknirinn ekki aðstoðað? — Hann á óskaplega annríkt í vetur. Hann hringdl í ,'grafara. Ég hefði ekki vitað, hvert ég átti að snúa mér. Við 'höfum aldrei haft atvinnuskrá. En læknirinn getur ekki sagt mér, hvað ég á að gera við fötin hennar. Skáparnir eru fullir af þeim. Andlitsfarði og ilmvötn. Maður getur ekki fieygt þessu. Ef hún hefði átt systur. . Hann þagnaðl skyndilega, því að útidyrahurðinni var lokið upp og hún - látin aftur, nákvæmlega eins og um kvöldið, þegar hann hafði sagt: — Vinnukonan, og ég hafði sagt: —• Sara. Við hlustuðum á fótatak stúlkunnar upp stigann. Það er furðuiegt, hvað hús getur verið tómt með þremur mann- eskjum. Við drukkum viskýið, og ég helti aftur í glösin. — Það er nóg til, sagði Henry. Sara fann nýja lind.... Nú þagnaði hann aftur. Hún stóð alls staðar í veginum. Það var engin leið að forðast hana, þó ekki væri nema stundarkorn. Hvers vegna varstu að gera okkur þetta, hugsaði ég. Ef hún hefði ekki trúað á þig, væri hún enn á lífi, og við vær- um ennþá elskendur. Það var dapurlegt og furðulegt að hugsa sér, að ég hafði verið óánægður. Nú hefði ég glaður gctað átt hana með Henry. — Og jarðarförin? sagði ég. ,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.