Tíminn - 16.09.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.09.1954, Blaðsíða 6
5 TÍMINN, fimmtudaginn 16. september 1954. 207. blað. Tvífari konungsius] Afburða spennandl og iburða- mikil ný amerísk mynd i eðli- 'legum litum um ævintýramann og kvennagull, sem hefir örlög heillar þjóðar í hendi sinni. — Aðalhlutverkið leikur Anthony Ðexter, sem varð frægur fyrirj að leika Valentino. Aðrir leikar ar eru: Jody Lawrance, Gale Bobina, Anthony Quinn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. NÝJABÍÓ — 1M4 — Ognir skógareldanna (Bed Skies of Montana) Sérstæð og spennandi ný, am- erísk litmynd, er sýnir með frá bærri tækni, baráttu og hetju- dáðir slökkviliðsmanna við ægi lega skógarelda í Bandaríkjun- um. Aðalhlutverk: Bichard Widmark, Constance Smith, Jeffrey Hunter. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Rhai MH. Óscars verðlaunamyndin Komdu aftur, Sheba litla (Come back Uttle Sheba) Heimsfræg, ný, amerísk kvik- mynd, er farið hefir sigurför am allan heim og hlaut aðalleikkon an Oscarsverðlaun fyrir frábær- an leik. Aðalhlutverk: Shirley Booth, Burt Lancaster. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Everest sigruð (Xhe Conquest of Everest) Hin heimsfræga mynd í eðlileg- um litum, er lýsir því er Everest tindurinn var sigraður 28. maí 1953. — Mynd þessi verður bráð lega send af landi brott, eru þetta því allra síðustu forvöð til þess að sjá hana. Sýnd kl. 5. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI - Sjö dauðasyndir Meistaralega vel gerð frönsk- ítölsk mynd Michele Morgan, Gerard PhiIIipie. Sýnd kl. 9. ANNA ítalska úrvalsmyndin, sem hlot- ið hefir metaðsókn. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Þúsundir vita, aV gisfaa fylgir hrlngunum fri SlGtJBÞÓB, Hafnaratnett I. Margar gerSlr íyrirliggjandl. Bendum gegn póatkröís. AUSTURBÆJARBÍÓ Ævintýralegur flótti (The Wooden Horse) Hin enska stórmynd, byggð á metsölubókinni „The Wooden Horse“ eftir Eric Williams. Aðalhlutverk: Leo Genn, David Tomlinson, Anthony Steel, David Greene. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4. GAMLA BIO — 147» — Hver myrti Brignon? (Quai des Orféores) Spennandi og vel gerð frönsk sakamálakvikmynd, gerð undir stjórn kvikmyndasnillingsins H. G. Clouzot. Aðalhlutverk: Suzy Delair, Louis Jouret, Simone Renant. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. TRIPOLI-BÍÓ Bimi 1189. Fegurðardísir uæturiimar (Les Belles de Ia Nuit) Ný, frönsk, úrvalsmynd, er hlaut fyrstu verðlaun á alþjóðakvik- myndahátíðinni í Feneyjum, árið 1953. Þetta er myndin, sem valdið hefir sem mestum deil- um við kvikmyndaeftirlit Ítalíu, Bretlands og Bandaríkjanna. Mynd þessi var valin til opin- berrar sýningar fyrir Elísabetu Englandsdrottningu árið 1953. Leikstjóri: René Clair. Aðalhlutverk: Gérard Philipe, Gina Lollobrigida, Martine Car- ol og Magali Vendueil. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4. Bönnuð börnum. HAFNARBIO — Sími 6444 — Stálborgin (Steel Town) Ný, amerísk litmynd, ’penn- andi og skemmtileg, um ástir og karhnennsku. Ann Sheridan, John Lund, Howard Ðuff. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Cemia-Desinfector er rellyktandl lótthreinaandl rökvl nauðsynlegur á hverju heimlli til sótthreinsttnar 4 munum, rúmfötum, húsgögnum, eimaáhöldum, andrúmslofti ♦. *. frr. — Fæst í öllum Iyfjabúí- um og anyrtlvöruverxlunum. Ragaar Jónsson hKstaréttarlScmaSw Laugaveg S — Blml 77M Lógfræðistörf os eienamn- «ý«la. „Við skiilum ... ) (Framhald af 5. síðu). I upphafj sigurvænleg. Og þegár rakin er saga baráttu og sigra þeirra Fremstafells- hjóna er vert að minnast þess, að þau hafa átt óvenjulegan stuðningsmann. Það er Frið- rika ljósmóðir, systir Krist- jáns, sem verið hefir langa hríg einn helzti máttarviður Fremstafellsheimilisins og á að baki lífsstarf, sem seint mun fyrnast þar um slóðir. Hálfrar aldar búskapur Kristján§;og Rósu í Fremsta- felli má til afreka teljast. Á árunum 1910—1912 hýstu þau jörðina upp að fullu. Aðrar jarðabætur voru miklar, tún- ið stækkaði fljótt, girðingar jukust og áveitur voru bætt- ar. Hlúð var að skóginum í hlíðinni norðan túnsins og hann beittur varlega á vetr- um. Skógur var fluttur heim og gróðursettur fagur lundur við bæinn. Árið 1928 var 7 kw rafstöð reist fyrir heimilið við erfiðar aðstæður. Bjarni Runólfsson frá Hólmi stóð fyrir því verki. Þannig liðu árm og færðu nýja sigra. Árið 1928 lét Kristján dótt- ur sinni, Rannveigu, og manni hennar, Páli H. Jóns- syni, eftir fjórðung jarðar- innar til nýbýlisstofnunar. Síðar tóku þar við Friðrika dóttir hans og Jón Jónsson maður hennar. Þau hafa á skömmum tíma einyrkjabú- skapar gert stórfelldar fram- kvæmdir og búa þar nú góðu búi. Hálf öld er löng búskapar- tíð og reynir á þrek og mann dóm þeirra, sem leggja alúð við störf sín. Og sú hálfa öld, sem hér um ræðir, hefir gert miklar kröfur. Húsakynnin, sem byggð voru 1910 fyrntust og urðu ekki nýjum tíma nægileg eða framsækunm hug að skapi, og 7 kw rafstöðin hélt ekki lengúr hlut sínum. Og nú er Kristján í Fremstafelli í fé- lagi við Jón son sinn, sem heldur starfinu áfram á föður leifð sinni, að ljúka byggingu á stóru og vönduðu íbúðar- húsi. Árið 1951 tók til starfa 50 kw rafstöð, sem Fremsta- fellsbændur hafa reist í fé- lagi við nágranna sína, Einar Karl Sigvaldason á Fljóts- bakka og Vagn Sigtryggsson í Hriflu. Túnið í Fremstafelli er orðið margfalt að stærð og teygir sig senn suður að Djúp- á. Að búskapnum er unnið með góðum vélum, og í hlöð- unni þurrkar vatnið töðuna, rafmagnið knýr súgþurrkun- artækin. Mýrlendinu vestur með Djúpá skipta nú framræslu- skurðir í reiti eins og tafl- borði. Þar hefir Kristján feng ið landnámi ríkisins í hend- ur 250 ha. af Fremstafells- landi til stofnunar nýbýla- hverfis. Þar er hafin ræktun og^ bygging tveggja nýbýla, Á næstu misserum er ráð- gert að byggja fjárhús í Fremstafelli. Þegar því er lokið, hefir jörðin verið hýst og raflýst- tvisvar, ræktun og aðrir kostir margfaldaðir, ný- býli stofnað og grundvöllur lagður að nýbýlahverfi í landi jarðarinnar — allt í búskap- artíð Kirstjáns og Rósu í Fremstafelli. — Þannig hafa Fremsta- fellshjónin hlúð að fótum fjallsins, sagði einn ræðu- manna í gullbrúðkaupshóf- inu. Ég man það vel, er ég kom ungur drengur hérna fram á brúnina ofan við bæ inn, og horfði yfir dalinn, sagði annar. Bærinn blasti ~---------------------------------------------------| Graham. Greene: 74. /fí leikátckutn Hann brá vasaklút upp að spilltu kinninni, sneri sér að mér og sagði: — Nei — Það er Bendrix. — Ég hef ekki séð yður, síðan við jarðarförina. — Ég hef verið fjarverandi. •— Talið þér hér ennþá? — Nei; Hann hikaði augnablik, svo bætti hann hikandi við: — Ég er hættur að tála opinberlega. — Ræðið þér ennþá við menn einslega? hélt ég áfram. — Nei, ég er hættur því líka. — Þér hafið vonandi ekki skipt um skoðun. Þungbúinn á svip sagöi hann: — Ég veit ekki, á hvað ég trúi. — Ekkert. Það var aðalinntakið. — Já — Það var það. Hann fór að mjalTa sér út úr þyrp- ingunni, og ég tók eftir, að ég var við þá hlið hans, sem bar örið. Mig langaði til að erta hann ofurlítið. — Hafið þér tannpínu, spurði ég. • — Nei — Hvers vegna? — Það leit svoleiðis út. Svona með vasaklútinn. Hann svaraði ekki, en tók vasaklútinn frá. Þar var ekk- ert ör lengur. Húðin var slétt og barnsleg, nema svolítill bláleitur blettur, ekki stærri en hálf króna. Svo sagði hann: — Ég er orðinn þreyttur á að útskýrá þetta fyrir fólki, þegar ég mæti þeim, sem ég þekki. — Þér hafið fengið lækningu. — Já — Ég sagði yður, að ég hefði verið í burtu. — Voruð þér á heilsuhæli? — Já. ■— Uppskurður? — Ekki beinlínis. Svo bætti hann þvermóðskulega við: — Það var snertihg. ' — Trúarlækning. — Ég hef enga -trfo Ég fer aldrei til skottulækna. — Ég vissi ekki, að það væri hægt að lækna þetta. Þá sagði hann lágt til þess að binda enda á samtalið: — Nýtízku aðferðir„;Rafmagn. Ég fór heim aftur og reyndi að stöðva mig við bókina. Alitaf, þegar ég býrjaði að skrifa, finn ég, að það er ein persóna, sem aldrei getur öðlazt líf hjá mér. Það er eng- inn líkamlegur ágálll á honum. En hann stingur. Þáð þarf að pússa hann. Ég þarf að finna orð handa honum. Ég varð að neyta allrar þeirrar leikni, er ég hafði öðlazt þessi ár til þess að vekja hann til lífsins, í augum lesenda minna. Ég fyllist stundum blandinni gleði, þegar ritdómararnir skrifa, að þetta sé skírast dregna persónan í bókinni. Reyndar var hanri' ekki dreginn, honum var tosað. Hann liggur þungt á huga mínum eins og skemmdur matur í maga manns og rænir mig allri sköpunargleði, hvenær sem hann er nálægur í sögu minni. Hann gerir aldrei það óvænta, h?.nn veldur mér aldrei undrUn, hann tekur engum for- tölum. Allar aðrar persónur bókarinnar hjálpa mér, en hann einn er mér Þrándur í Götu. Og þó get ég ekki' verið án hans. Ég gæti hugsað mér, að guð hugsaði þannig um sum okkar. Maður gæti ætlað, að dýrlingarnir sköpuðu sig sjálfir. Þeir vakna til lífsins. Þeir aðhafast hina undraverðustu hluti og mæla furðuleg- ust orð Þeir standa fyrir utan atburðarásina, og hún hefir engin áhrif á þá.rEn okkur er ýtt áfram. Við þráumst við að vera ekki til. ÝiÖ erum eilíflega bundin af atburðarás- inni, og guð ýtir dklíur áfram fram og aftur eftir vilja sín- um. Óskáldlegar þersónur, viljalausar. Þeirra eina hlut- verk er að fylla út í þá mynd, þar sem hinar lifandi per- sónur hrærast og tala. Ef til vill gefa þær dýrlingunum tæki færi til að neyta vilja síns. Ég gladdist, þégar ég heyrði, að útidyrnar opnuðust og fótatak Henrys hljómaði í forstofunni. Það var afsökun fyrir því að hætta. Þessi persóna mátti bíða til morguns. við, og mér er myndin skýr í huga. Mér fannst það ævin- týri líkast. í dag 20 árúm síð- ar kom ég aftur ffám á brún ina og horfði yfir dalinn, og ný mynd blasti við., Nýtt ævin týri hafði gerzt. fcv — Fremst^fell .$# árdegis- bær, sagði hinn þriðji. Hann horfir til suðaustyrs við morg unsól. En það er ekki nóg, að landið liggi mótí ' sól, ef sá, sem jörðina situr'fá ékki þann árdegishug, sem ryður fram- förunum braut og. leiðir sókn ina til sigurs. Þánn árdegis- hug eiga hjónin í Fremsta- felli. Þess vegna hefir jörðin í verið hýst og raflýst tvisvar í búskapartíð feirra. Ag kvöldi þessa heiðurs- dags sat Kristján í Fremsta- felli í laufskála nýja hússins á tali við ungan sveitunga sinn. Þeir ræddu um fram- farir og umbætur, sem ungi maðurinn haföi með höndum. „Kannske er þetta fullgeyst farið, við reisum okkur ef til vill hurðarás um öxl. Ég er hálfhræddur um, að þetta komi ekki að þeim notum, sem annars yrði, ef hægar væri farið“, sagði ungi bónd- inn. En Kristján svaraði: „Við skulum aldrei vera hræddir við framfarirnar. Þær koma alltaf að notum. Kannske nýt ég þeirra ekki, og jafnvel ekki þú að fullu, en í framtíðinni verður uppskera þeirra ævin- lega einhverjum margföld." Þannig er lífsviðhorf Krist- jáns í Fremstafelli. Þennan árdegishug hafa Fremsta- fellshjónin jafnan átt, og sá hugur einn er þess megnugur að fagna lífshamingjunni, þegar kominn er gullbrúð- kaupsdagur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.