Tíminn - 16.09.1954, Síða 4

Tíminn - 16.09.1954, Síða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 16. september 1954. 207. blaff, Laxveiðin hefur verið innan við meðaliag í sumar í dag lýkur lax- og göngu- silungsveiði á þessu ári og veiði í stöðuvötnum lýkur 27. þ. m. Laxveiðin í sumar á stöng hefir verið töluvert innan við meðallag síðustu sex ára, en hún er svipuð og hún var í fyrra, samkvæmt þeim skýrslum, sem fyrir liggja nú. Veiðin í nokkrum ám hefir verið með alminnsta móti eins og t. d. í Þverá í Borgarfirði, en í öðrum ám yfir meðallagi eins og í Elliðaám, Haukadalsá í Döl- um og víðar. Laxveiði í net í Árnessýslu hefir verið með lakara móti og í Borgarfirði hefir hún verið undir meðal- lagi. Útsöluverð á nýjum og reyktum laxi hefir verið nokkru hærra í sumar held- ur en í fyrra og það lang hæsta, sem það hefir verið til þessa. Búðarverð á sil- ungi hefir einnig verið hærra en árið áður. Um göngusilungsveiði hafa en ekki borizt skýrslur og sama er að segja um veiði vatnasilungs. Þó er vitað, að silungsveiðin í Mývatni hefir verið góð á þessu ári og einnig í Þingvallavatni. Að undanförnu hafa nælon net verið tekin í notkun við veiði lax- og silungs í ám og vötnum og hafa þau reynzt örugglega veiðnari á silung heldur en eldri gerð af net- um. Á yfirstandandi sumri hef- ir verið lokið við að gera tvo laxastiga í fossa neðan til í Laxá' Ytri hjá Höskuldsstöð- um í Húnavatnssýslu. Sam- anlegt eru fossarnir 13 m. á hæð og er lengd laxastig- anna beggja um 70 m. breidd þeirra við botn er 1,8 m. og eru laxastigar þessir mestu mannvirki af sínu tagi, sem gerð hafa verið í eina á hér á landi. Var sprengt fyrir stigunum 1952 og 1953, og þeir steyptir upp í sumar. Með tilkomu laxastiganna opnast ný ársvæði fyrir laxa göngum nál. 25 km að lengd. Þá er hafin endurbygging á laxastiga í Laxfossi í Norð- urá í Borgarfirði og er ætl- unin að ljúka því verki í þess um mánuði. í Laxá í Dölum var sprengd 100 m löng og 1,5 m. breið rás í klappir ofan við ós árinn- ar til að auðvelda laxi göngu iupp í ána, en þessi hluti ár- innar var áður torgengur fyr ir lax, þegar áin var vatns- lítil. j í sumar hefir verið komið jupp nýrri klak- og eldisstöð í Hafnarfirði, sem Reykdals- fcræður og fleiri standa að. Mun klakhúsið verða tekið í notkun í haust og ætlunin er að hefja eldi í stöðinni næsta vor, en byggðar hafa verið jsjö eldistjarnir nál. 2000 fer m. að flatarmáli. í eldisstöð inni við Elliðaár og klak- og eldisstöðlnni að Laxalóni í Mosfellssveit hefir veriö unn ið í sumar við byggingu nýrra eldistjarna. Nokkur hundruð þúsund laxaseiða hafa verið í eldi í sumar í tveimur nefnd um stöðvum og hefir mest- um hluta seiðanna verið sleppt í ár víðsvegar um land ið nú að undanförnu. Allt d sama stað Höfum fengið hina heimsviðurkenndu MICHELIN hjólbarða í eftirtöldum stærðum: 500x14 600x15 zz 650x15 zz 700x15 zz 525/550x18 700x20 (32x6)y 750x20 (34x7)y 825x20 y 600x16 zz 650x16 zz 900x16 zz Samtök síldarsalt- enda á Suðvestur- landi I fyrradag komu saman til fundar í Reykjavík nær allh/ síldarsaltendur á suðvestur- j landi, þ. e. á svæðinu frá Breiðafirði til Vestmanna-1 eyja. Fundarmenn samþykktu • að stofna með sér félag til að fjalla um málefni sín í sambandi við síldarsöltun og síldveiðar á fyrrgreindu svæði. Voru sett lög fyrir fé- lagið og kosin stjórn þess, en hana skipa: Jón Árnason, útgerðarmaöur á Akranesi, formaður, Ingimar Einarsson forstjóri í Sandgerði, vara- j formaður, Björn Pétursson, ’ útgerðarmaður í Keflavík, j Beinteinn Bjarnason, útgerð armaður í Hafnarfirði og j Guðsteinn Einarsson, fram-! kvæmdastjóri í Grindavík. íj varastjórn eru: Sigurður Ágústsson, alþingismaður í Stykkishólmi, Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri í Sand- gerði, Huxley Ólafsson, for- stjóri í Keflavík, Jón Jónsson útgerðarmaður í Hafnar- firði og Ellert Ásmundsson, útgerðarmaður á Akranesi. Vandamál síldarsaltenca. ! Á fundinum voru rædd vandamál þau, sem síldar- saltendur eiga við að etja um þessar mundir. Ber í því sam bandi fyrst og fremst að geta þess, að útflutningsverð á saltsíld er of lágt tii þess að um starfsgrundvöll geti ver- ið að ræða. Þá hefir síldin oftast reynzt rýr og smá. Fundarmenn töldu, að þær fréttir, sem birzt hafa af síldveiðunum og söltuninni hafi gefið villandi hugmynd- ir um heildarástandið, þar sem oftast sé getið góðra daga, sem því miður hafa verið fremur fáir, en hinna, sem slæmir eru því þeir hafa verið margfallt fleiri. í þessu sambandi má benda á, að þótt aðeins séu um 80 bátar við reknetaveiðar á öllu veiðisvæðinu, sem er miklu færra en undanfarin ár, geta þeir í mörgum til- fellum ekki losnað við nema hluta af afla sínum þá daga sem þeir fá góða veiði. Staf- ar það af því, hve fáar og af- kastalitlar söltunarstöðvarn- ar eru, en það orsakast aft- ur fyrst og fremst af fyrr- r.efndum örðugleikum á sild arsöltun. í slíkum tilfellum verða bátarnir að leggja hluta af afla sínum í bræðslu fyrir lágt verð, en þeir mega illa við slíku, þar sem fersksíld- arverð er lágt miðað við fram leiðslukostnað og veiðarfæra tjón allmikið vegna skemmda af völdum háhyrninga. Fundurinn fói hinni ný- kjörnu stjórn að taka upp viðræður við rikisstjórnina og bankana um skjótar ráð- stafanir til að forða stöðvun síldarsöltunar, sem annars vofir yfir nú á næstunni. ÍJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJCJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJ) Og Nútímakonan gerir meiri kröfur til.hreinlætis og jafnframt tómstunda en áður tíðkaðist. Þvottaefnin (hreinlæt isefnin) mega ekki vetra svo sterk, að þau valdi skemmdum á þvotti, húsgögnum og híbýl- um. Og þau verða að vera al- gerlega óskaðleg fyrir hörund- ið. Engin kona vill fá rauðar, þurrar, harðar og sprungnar hendur við heimilisstörfin. Og sama þvottaefnið verður að vera fjölvirkt. Dagar sápu, sóda og klórs eru senn taldir, og nýju gerviefnin, t. d. Nylon og Perlon krefjast nýs þvottaefnis. Og síð ast en ekki sízt, nýtízku þvotta efni verður að stytta vinnudag- inn. REI eitt fullnægir öllutn þess- um kröfum nútímakonunnar svo vel, að furðu gegnir. Á aðeins 5 árum hefir REI náð útbreiðslu um heim allan — allt frá íslandi til Argentínu — allt frá Java til Mið-Ameríku. Mill- jónir húsmæðra, jafnt í hæstu sem lægstu byggðarlögum, jafnt í heitum sem köldum löndum, þurrum sem rakasömum, hafa tekið REI fegins hendi. í þessu efni hefir hörundslitur hú%móð urinnar engu skipt. REI og Rei-notkunarreglur á íslenzku fást í næstu búð. — — Stór pakki aðeins kr. 6,90 — Reynið REI! Notið REI! V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖRNSSON H.F. jjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjja t iJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJSJJJJJJJJJJJJJJJJSJl Jafnan fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af metravörum og kven-undirfatnaði EEILDSOLUBIRGÐIR: 0 Islenzk-erlenda verzlunarfélagið hi. MICHELIN TYRE Co. Ltd. H.f. Egill Viihjálmsson SÍMI: 81812. Samtök lúðrasvcita stofnuð (Framhaia af 3. sí&u.j , tollar og blátagjaldeyrir af hljóðfærum fyrir lúðrasveit- ir, þar sem tekjumöguleikar þeirra eru mjög litlir og all- ir meðlimir áhugamenn, sem jstarfa kauplaust og eiga því ’erfitt með að afla sér dýrra Garðastræti 2 og 4 Sími 8333 ijjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjíjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj) hljóðfæra tsjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjja Fimmta fulltrúaþing Landssambund framhaldsshólahennara : hefst f Gagnfræðaskóla Austurbæjar fimmtudaginn : 23. september kl. 5 síðdegis. SAMBANDSSTJÓRNIN.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.