Tíminn - 23.09.1954, Síða 6

Tíminn - 23.09.1954, Síða 6
fl TÍMINN, fimmtudaginn 23. september 1954. 213. blað1. ílBj, [ BTÖDLEIKHÚSID NITOiCHE óperetta í þrem þáttum Sýning íöstudag kl. 20,00. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20,00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær linur. Venjulegt leikhúsverð. Aðeins örfáar sýningar Hœttulegur andstœðingur Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Uppþot Indíánanna Spennandi og bráðskemmtileg amerísk mynd í litum. George Montgomery. Sýnd kl. 5. 1 r r' __ >■ T'jr'i NYJA BIO — 1M4 — Með söng í hjarta (With a song in my heart) Heimsfræg, amerisk stórmynd í litum, er sýnir hina örlagariku sevisögu söngkonunnar Jane Froman. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦♦♦♦ TJARNARBÍÓ BImI h». Maðurlnn í hvítn fötunum Mynd hinna vandlátu (The Man in the White Suit) Stórkostlega skemmtileg ,g bráð fyndin mynd, enda leikur hinn óviðjafnlegi Alec Guinness aðalhlutverkið. — Mynd t essi hefir fengið fjölda verðlauna Jg alls staðar hlotið feikna vin- sældir. ""■sr Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI ™ Hcfndarþorsti Óvenju spennandi og viðburða- rík mynd í litum. Koy Cammeron, Ruth Hushey, Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. ♦♦♦♦♦< AUSTURBÆJARBÍÓ Innrásln (Breakthrough) Hin afar spennandi ameríska kvikmynd, byggð á innrásinni í Frakkland í síðustu heimsstyrj- öld. Aðalhlutverk: ..David Brian, John Agar, Frank Lovejoy, Suzanne Dalbert. Verður aðeins sýnd I dag kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4. GAMLA BIO — 147» — ÍJlfurinn frá Sila Stórbrotin og hrífandi, ítölsk kvikmynd með hinni frægu og vinsælu Silvana Mangano aðalhlutverkinu. Sýnd aftur vegna áskoranna. Bönunð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. itsst TRIPOLI-BIO Bíml 1183. Fegurðardísir næturiuuar (Les Belles de Ia Nult) Ný, frönsk, úrvalsmynd, er hlaut fyrstu verðlaun á alþjóðakvik- myndahátíðinni f Feneyjum, árið 1953. Þetta er myndin, sem valdið hefir sem mestum deil- um við kvikmyndSeftirlit Ítalíu, Bretlands og Bandaríkjanna. Mynd þessi var valin til opin- berrar sýningar fyrir Elísabetu Englandsdrottningu árið 1953. Leikstjóri: René Clair. Aðalhlutverk: Gérard Philipe, Gina Lollobrigida, Martine Car- ol og Magali VendueiL Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Kyrrahafsbrautin Afar spennandi, ný, amerisk mynd í litum, er f jaiiar úm það, er Bandaríkjamenn voru að leggja járnbraut frá Kansas til Kyrrahafs. Stcrling Hayden, Eve Miller, Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð börnum. ►♦♦♦♦♦004» ♦♦♦♦♦♦ I HAFNARBlÓ — Biml 8444 — Gcimfararuir Ný Abbott og Costello-mynd (Go to Marz) Nýjasta og einhver allra skemmtilegasta gamanmynd hinna frægu skopleikara. - Þeim nægir ekki lengur jörðin og leita til annarra hnatta, en hvað finna þeir þar? Uppáhalds skop leikarar yngri sem eldri. Bud Abbott, Lou Costello, Mary Blanchard. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þúaundlr Tlta, e* g*fa* fylgir hringunum frá SIGURÞÓR, Hsfuntnatl », Margar gerSir fyrirllggjandi, Bendum gegn póstkrðf*. Huglciðingar ... (Framhald af 4. síðu). ur til framtíðarinnar og þess, er verða ætti. Ég held því að í sólmyrkv- anum, sem skeði meðan Vil- hjálmur Þór hélt sína frum- ræðu á þessum fundi, en leið hjá áður en hann lauk máli sínu, hafi falizt sú opinber- un, að Vilhjálmi Þór og öðr- um samvinnufrömuðum, tak ist að leiða málefni samvinnu hugsj ónarinnar út úr rökkva og svala árása og hleypidóma inn í sólgylltan dag framtíð- arinnar þar sem víðsýnið( skín. Hólmgeir Þorsteinsson. p.~- ■ .. ~ ' ■ ... Frcttabréf (Framhald af 3. Bíðu.) ar góða og búsældarlega hér- að: „Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn þegar aldir renna.“ * S = E i 1 Sultutíminn er kominn. | | Tryggið yður góðan ár-1 | angur af fyrirhöfn yðar. i | Varðveitið vetrarforðann í i fyrir skemmdum. Það ger- i | ð þér með því að nota 1 | Betamon, óbrigðult rot" I i varnarefni. | Bensonat, bensoesúrt I | natrón. | Pectinal sultuhleypir. \ I Vanilletöflur. Vínsýra. 1 | Flöskulakk í plötum. | Allt frá Húsmæður! 1 Chemia h.f. ( | Fæst í öllum matvöru-1 | verzlunum. <ttuiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>uiiiiiiiiii»iiminnmiiiU6 i Alla beztu söngvara og 1 | hljómsveitir landsins er i | að finna á TÓNIKA \ | hljómplötunum. I í FAÐMI DALSINS í f í DRAUMI MEÐ ÞÉR i sungið af Ragnari Bjarna- | \ syni með K.K.-sextettinum \ I INDÆL ER ÆSKUTÍÐ | ÍSLENZKT ÁSTARLJÓÐ \ i sungið af Ólafi Briem og | I Ödtju Örnólfs meö tríói | | Ólafs Gauks. I í SEZTU IIÉRNA .... I | ÓSKALANDIÐ | sungið af Ólafi Briem og | | með tríói Ólafs Gauks. 1 I ANNA [ ANNA í HLÍÐ i sungið af Ragnari Bjarna- | | syni með hljómsveit Ólafs § | Gauks. | I BJARTAR VONIR VAKNA I | HADDERÍA, HADDERA | | sungið af Öskwbuskwm 1 1 með tríói Ólafs Gauks. INÓTT I \ ALL OF ME i sungið af Ingibjörgu Þor- | bergs og Ragnari Bjarna- | syni með K.K.-sextéttinum I SVERÐDANSINN 1 CIRKUS RENZ GALLOP i leikið af undrabarninu | GITTE. I Músikbúðin j Hafnarstræti 8 1 3. :■ Stáiafteifr Skáldsaga eftir llja Ehrenburg og hann komst að raun um, að hún unni honum einnig. Hún sagði: „Þú hefir skriðið í harða skel, en hjarta þitt er öðruvísi, það fann ég strax.“ Og Dimitri gekk með herdeild sinni og dreymdi dag- drauma. Stríðinu er bráðum lokið, og hamingjan bíður mín. Dauði Natösu kom eins og reiðarslag. Hún varð fyrir jarð- sprengju á götum Leipzig hinn tíunda maí, þegar allir voru hættir að hugsa um dauðann. Hann leyndi sorg sinni, jafnvel nánustu kunningjar hans vissu lítið um sálarkvalir hans. Löngu síðar, er móðir hans spurði, hvers vegna hann kvæntist ekki, maður kominn um þrítugt, opnaði hann hjarta sitt. — Mamma, sagði hann, lífshamingja mín dó í stríðinu. Ég leiði ekki hugann lengur að slíku. Þegai einmanakennd og sorgir sóttu að, þekkti hann aö- eins eitt læknisráð, starf sitt. Eftir stríðið hafði hann orðið vélaverkfræðingur. Prófsmíði hans vakti mikla athygli, og hann átti kost á að veröa kennari við verkfræðiháskólann, en á síðustu stundu hafði einhver áhrifaríkur maður skot- ið meðmælum til æðfi staða með öðrum umsækjanda. Sá fékk kennarastarfið, en Dimitri var sendur til verksmiöju- bæjarins á bökkum Volgu. Hér var það, sem starfsfélagar hans kölluðu hann lukkunnar pamfíl vegna þess, að störf- in léku í hendi hans. ívan Wasiljason, sem jafnan tók ung- um rrönnum með nokkurri tortryggni, veitti Dimitri þeg- ar athygli og fékk hann kosinn í bæjarsovétið, og hann var oft hvattur til að taka þar til máls. Verkamennirnir hlýddu með athygli á hann, því að þeir virtu auðsjáanlega heið- arleik hans og hógværð, sem ekki virtist spillast við skjótt gengi. Þetta heyrir allt saman fortíðinni til, hugsaði Dimitri og hristi sig í kuldanum. En nú — hvað hefir eiginlega komð fyrir hann? Hvernig stehdur á þvi, að hann er búinn að missa sjálfstjórnina svona? Hvers vegna reikar hann hér aftur og fram um göturnar í hríð og frosti og hugsar um Lenu’ Nei, hann hugsar ekki einu sinni, hann firinur það aðeins, að hann getur ekki án hennar verið eðá rekið hana •úr huga sér. Hún er orðin hluti af honum sjálfum. Hann er sem bergnuminn. En hvað þetta er heimskulegt allt sam an og barnalegt, hugsar hann. Og þar aö aulti er þetta hrein byiting frá fyrra lífi hans. Stormurinn jókst, hríðin varð dimmri. Dimitri namvallt í einu staðar og tók að hlæja. Það var ekki nokkur mann- eskja í nálægð, en hann stóð kyrr, horfði inn í sortann og skellihló, hann var sem sé allt í einu farinn að hugsa um ræðu sína á fundinum. Og þarna stend ég í ræðustólnum op’ lýsi hátíðlega yfir, að slíkt og þvílíkt geti alls ekki gerzt í lífinu sjálfu. Einskær ímyndun, kæru tilheyrendur. Höf- undurinn hefir aðeins fundiö upp á því að láta þennan Sub- zov verða ástfanginri' í annars manns konu, en það stríðir — eins og allir vita — gegn náttúrulögmálinu og á sér ekki stað í raunveruleika sovétlífsins. Að hugsa sér annað eins, að ég —einmitt ég — skuli rísa á fætur og tilkynna í heyr- anda hljóði, að Subzov og tilfinningar. hans geti ekki átt sér stað, að fólk af slíkri manngerð sé aö minnsta kosti ekki að finna meðal okkar. Minnztu þess nú, Dimitri Serg- ejsson, að þú ert þá ekki heldur til, þú getur ekki verið til, þú getur ekki verið til fremur en Subzov, þið eruð báðir upp spuni, ekki einkennandi, og tilfinningar okkar hæfa að- eins í brúðuleikhúsi. Væri það furða, þótt Lena spyrði nú: — Hvers konar maður er Dimitri? Er hann aðeins aumur lygari? Aðra var kannske hægt að blekkja, en ekki hana, því að hún hefir vafalaust getið sér þess til fyrir löngu, hvernig mér er innanbrjósts. Konur eru næmar á slíkt. Þannig var Nat- asa einnig. Ég hafði ætíð reynt að leyna hana því, að ég elskaði hana, en hún vissi það samt. Auðvitað getur Lena ekki haft aðrar tilfinningar i minn garð en hatur og fyrir- litningu eftir þessa heimskulegu ræðu. Jæja, það skiptir arinars engu máli. Lena er kona ívans, og vegir okkar verða áð skiljast. Maður getur ekki láti‘5 þvílíka heimsku hlaupa með sig í gönur. En hvers vegna var ég að segja þetta: — Slíkt og þvílíkt á sér ekki stað í líf- inu. Ég veit það ekki, en það var ekki meðvitúð lygi. Til- finningar manns eru einkamál, en bók er það ekki né það, sem í henni stendur. Það var auðvitað hægt að skrifa um það, hvers vegna skógrækt Subzovs mistókst, því að það hefir hagræna þýðingu fyrir lesendurna, en ást hans til annarrar konu er annars eðlis. Nei, ræða mín var hárrétt. Það er eitthvað annað, sem að er. Ég verð að hafa betra vald yfir sjálfum mér. Slíkri heimsku veröur að vera lokið í eitt skiptl fyrir öll. Undir næsta ljósastaur sá hann stúlku og ungan mann í faðmlögum. Já, alveg eins og ég og Natasa. En slíkt skeð- ur aðeins á æskudögunum. Þegar hann kom nær, rak stúlk an upp lágt óp, og ungu hjúin hröðuðu sér brott. Nú var gatan alveg mannlaus. Nýju húsin, sem þoldu vart að sýna yfirbragð sitt í dagsljósinu, litu nú út ains og leiksviðsbúnaður. í húsunum býr fólk. Það rífst, sefur, syrgir og brosir. Hver og einn á sínar sorgir og gleði. En það er allt saman auka- atriði. Aðaiatriðið er starfið. Dimitri vissi, að starfð eitt var þess megnugt að bjarga honum. Um það hugsaði hann, er hann fálmaði sig upp stigann heima hjá sér. Hann

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.