Tíminn - 12.10.1954, Síða 4
TÍMINN, þriðjudaginn 12. október 1954.
229. blað.
Pált Zophaníasson:
Á SNÆFELLSNESI
Myndirnar hér að ofan eru frá hrútasýníngunni að Vegamotum á Snæfellsnesí, sem um
getur í grein Páls búnaðarmálastjóra. Á einni sést veitingahúsið að Vegamótum, þar sem
gestkvæmt var sýningardaginn. Á annarri sjást verðlaunaskepnurnar. Erlendur í Dal held-
ur í fyrstu verðlaunahrútinn (til hægri) en Gunnar á Hjarðarfelli í afa verðlaunahrúts-
ins, faðir hans er Iíka á myndinni.
Um land allt virðist áhugi
fyrir aukinni sauðfjárrækt
hafa aukizt að loknum fjár-
skiptunum. Þetta er þó nokk
uð misjafnt eftir héruðum,
og sérstaklega er ólíkt hvern
ig áhuginn kemur í ljós, og
til hverra framkvæmda hann
leiðir.
Á aðalfundi Búnaðarsam-
bands Snæfells- og Hnappa
dalssýslu lagði stjórn fram
tillögu, um að Búnaðarsam-
bandið skildi beita sér fyrir
því, að hrútasýningar yrðu
haldnar á vegum sambands-
ins fjórða hvert ár, þannig,
að þær féllu mitt á milli sýn-
inga þeirra, er Búnaðarfélag
íslands heldur að lögum
fjórða hvert ár.
Með þessu verða hrútasýn-
ingar í hreppum sýslunnar
annað hvort ár. Þessi tillaga
stjórnarinnar var samþykkt
og er nú nýlokið við að halda
hrútasýningar þar á vegum
sambandsins í fyrsta sinn.
Búnaðarfélag íslands lánaði
þeim í þetta sinn einn um-
ferðaráðunaut sinn, Sigfús
Þorsteinsson, til að mæta á
sýningunum.
Sýndir voru 655 hrútar. Af
þeim fengu 239 fyrstu verð-
laun eða yfir 36%. Er það há
tala, sérstaklega þegar þess
er gætt, hve stutt er liðið frá
fjárskiptum. Af fyrstu verð-
launahrútunum voru 104 vet
urgamlir, og lofar það góðu
um framtíð sauðfjárræktar-
innar. Af þessum fyrstu verð
launahrútum voru 45 ættaðir
frá Sturlaugi Einarssyni frá
Múla í Nauteyrarhreppi, og
ber það fé Sturlaugs góðan
vitnisburð.
Ekki ojrkífr það tvímælis,
að með þessu glæða þeir á-
huga manna fyrir íjárrækt-
inni, og styðja að því, að mönn
um verði újósara, hvernig vel
byggð kind á að vera.
Hins vegar er mörgum
ljóst, að dómar byggðir á ytra
útlitinu einu saman eru
valtir, og svíkja oft. Það er
ekki vízt, að bezt byggða kind
in sé arðsömust. Það er ekki
einu sinni vist, að hún gefi
vænstu lömbin, féð, sem beit
ir sér bezt, mjólkar mest o. fl.
Þetta hefir Snæfellingum ver
ið ljóst, þess vegna hafa þeir
stofnað fjárræktarfélög svo
til í öllum hreppum sýslunn-
ar. Með því vilja þeir fá reynsl
una, og gegnum hana finna
þá einstaklinga, stem beztir
eru til kynbóta. i
í fjárræktarfélögunum, en
í þeim eru flestir bændur sýsl
unnar, eru haldnar ættbæk-
ur um féð. Þar sér maður,
hvernig hver kind, sem bænd
urnir eru með í félaginu, er
ættuð. í félögunum sér mað-
ur líka, hvaða ársarð hver
sér gefur, og á tiltölulega fá-
um árum, fæst þannig vit-
neskja um arðsömustu ærn-
ar, en undan þeim á að velja
líflömbin. í fjárræktarfélög-
unum er líka gerður saman-
burður á hrútum þeim, er fé
lagsmenn nota handa ám sín
um. Þar er athugað, hvernig
samfec5ra' lömb reynast, og
hvernig þau reynast sem full
orðin. Af þeirri reynslu sem
þar fæst, samhliða dómunum
á sýningunum, finnast sann-
anlega beztu kynbótagripirn
ir. En hér skeður fleira. Ég
varð var við nokkra bændur
í félögunum, sem ekki láta
sér nægja að rperkja lömbin
undan ánum,. sem þeir eru
með i fjárræktarfélaginu,
heldur merkja hvert einasta
lamb að vorinu með sínu alú-
míníum merki. Þar með fær
lambið sitt númer. Að haust-
inu vega þeir lambið lifandi.
Þegar lambinu er slátrað fylg
ir eyrnamerkið skrokknum,
svo þeir fá sérvigt á hverju
einstöku lambi, og sjá því
hlutfallið á milli lifandi
þungans og kjötþungans. Af
því fá þeir bæði að sjá, hvern
ig dilka hvei einstök ær gerir
og líka geta þeii gert réttan
samanburð á hrútunum, hvað
skurðarlömbin snertir. Og á
lömbunum, sem þeir setja á,
geta þeir sm.ám saman, eftir
því sem árin líða, séð hvernig
lömbin undan hverjum hrút
reynast og eru þá fyrst vissir
um, hver er beztur. Þetta kost
ar fyrirhöfn, en sú fyrirhöfn
borgar sig. Sá sem leitar með
áhuga og heilindum finnur,
og vel sé snæfellsku bændun-
um fyrir að leita. Þeir munu
aldrei iðrast þess.
Enn ákvað aðalfundur Bún
aðarsambandsins að beita sér
fyrir því, að halda héraðssýn-
ingar á hrútum. Ekki mun á-
kveðið, hvort þær verða ann
að hvort ár, á eftir sýning-
um í hreppunum, eða. fjórða
hvert ár, en hin fyrsta var
haldin sunnudaginn 3. okt. að
Vegamótum í Miklholtshr.
Þangað komu um 60 hrútar af
þeim, er fengið höfðu 1. verð
laun á hreppasýningunum.
Dómnefndarmenn voru Sigfús
Þorsteinsson, Guðmundur Pét
ursson, bústjóri á Hesti, og
Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á
Vörðufelli á Skógarströnd.
Þar sem Sauðfjársjúkdóma
nefnd hefir varnargirðingu
um þvera sýsluna, og þrír
hreppar, Skógarstrandar-
Miklholts- og Gýja, eru ann
ars vegar við hana, voru
nýir hrútar mættir úr þeim.
i Búnaðarsambandið gaf
verðlaunagrip er eigandi
bezta hrútsins skyldi varð-
veita milli sýninga. Er það
útskorinn birkiskjöldur með
Ijósri hrútsmynd og lands-
lagi af Snæfellsnesi, gerður af
Ríkarði Jónssyni. Á honum
eru 26 fletir, og er ætlast til
að á þá verði festir skyldir,
einn eftir hverja sýningu, er
segi til um nafn hrútsins er
beztur reyndist, nafn og heim
ili eiganda hans, og ártalið,
þegar sýningin var haldin.
Verður fróðlegt að sjá síðar,
hvort upp kemur maður, sem
eignast það betra fé en aðrir
' að hann getur haldið skild-
inum ár eftir ár, eða hvort
: hann stöðugt gengur milli
' manna.
j í þetta sinn dæmdi dóm-
nefnd veturgömlum hrút er
Kútur heitir skjöldinn. Eig-
andi hans var Erlendur Hall
dórsson í Dul. Ungur maður,
j'sem á árin fyrir sér, og gæti
, þess vegna átt í vændum að
j sjá nafn sitt oft á skildinum.
Kútur var • undan bezta koll
ótta hrútinum er sýndur var,
. Frey Gunnars Guðbjartsson-
í ar í Hjarðaríelli, og þótti
taka föður sínum- fram. Móð
ir hans kom í fjárskiptunum
i og var frá Jóni Sæmunds-
! syni í Múla í Þingeyrarhr.
, Freyr faðir Kúts er undan
j Múla Gunnars, en hann var
| keyptur beint frá Sturlaugi
og heitinn eftir jörðinni, er
hann var frá
Margir af þeim 60 hrútum
er þarna voru sýndir, eru
góðir. Eg hefi ekki séð betri
bringu á hrút, en á Svan
Zimsens apotekara í Stykkis
hólmi. Hún var frábærlega
góö.
Á héraðssýningunni var
fjölmenni. Bændur voru þar
margir af Snæfellsnesi, en
auk þess voru þar menn bæði
úr Mýrasýslu, Borgarfjarðar
sýslu og úr Reykjavík. Þeir
fylgdust af áhuga með dóm
unum, og höfðu sýnilega mik
(Framhalrt á 6. Eíðu.)
M. hefir sent eftirfarandi hug-
vekju um sauðfé í Hafnarfirði:
„Hafnfirðingar hafa efaluast átt
eitthvað af sauðfé, og svo er það
að vísu enn, þótt það sé ekki í stór-
um stíl samanborið við fólksfjöld-
ann. Þó eiga þar nokkrir menn eitt ■
hvað af kindum og hafa alltaf átt,
þótt aðstaðan sé að ýmsu leyti erfið.
Túnin eru þar lítil og aðstaða til
túnræktar erfið. Bæjaryfirvöldin
virðast ekki heldur hafa hlíft þeim
túnblettum, sem til voru. Þykir pað
víða við brenna í bæjunum.
Kannske af illri nauðsyn.
Bæjaryfirvöldin virðast heldur
ekki hafa verið gædd þeim hæfi-
leika að vera fjármenn, því að svo
virðist að þau megi ekki sauðkiud
sjá. Hefir fjáreigendum í Hafnar-
firði ekki verið veitt sú fyrirgreiðsla,
sem þeim er nauðsynleg og þeir eiga
skilið, sem kindur vilja eiga sér og
sínum til yndis og einhvers ávinn-
■ ings, ef vel gengur.
Ég hefi kynnzt nokkrum þessara
manna og kindaeign þeirra, og má
þar margt til fyrirmyndar sjá i
umhirðu og fóðrun og umhyggju
allri, enda eiga þeir vænar og fall-
egar kindur.
Ólafur Runólfsson keypti lamb-
hrút 1952. Þegar fjárskiptin fóru
fram í fyrrahaust, lrlaut hann
fyrstu verðlaun, þá veturgamall, ea
lambhrútarnir hans eru nú svo
eftirsóttir, að færri fá en vilja, enda
kváðu þeir vera fallegir.
| Jóhannes Einarsson fargaði sín-
um hrút í haust, tveggja vetra, og
' vóg kjötið af honum 50 kíló og mör
inn 9 kíló,
I Gunnlaugur Stefánsson kaupm. á
'nokkrar kindur.,Hann fargaði einn
ig sínum hrút, jáfngömlum, og var
kjötið af honum 48 kíló og mörinn
12,5 kíló.
I Nýlega kom ég í búðina hjá Gunn
laugi. Það fyrsta, sem hann sagði
við mig var: Nú er ég búinn að
bólusetja kindurnar og búa allt
undir veturinn. Svo segir hann:
Ertu ekki á leið heim til þín. Ég
kvað svo vera. Þá segir hannr
Komdu í bílinn, ég ek þér heim,
svo skreppum við í fjárhúsið am
(leið. Þegar þangað kom, gazt mér
á að líta: Gólfið er rimlagólf nýbik-
að, en veggir allir hvítkalkaðir, en
sótthreinsunarlyktina lagði út úr
dyrum. En nú köm áð því,' sein
mér kom mest á óvart, hlaöan og
loftið i húsinu var troðfuílt af
grænni töðu, og auk þess lön úti.
Mér varð að orði: Hvernig fórstu
að afla allra þessara heýja í sum-
ar. Þú slóst ekki þitt! eigið tún.
En hann lá á sjúkrahúsi; allan. hey-
skapartímann. Nú hló Gunnlaugur
og sagði: Það skal ,é£ segja þér á
heimleiðinni.
Og sagan er svona:
Maður, sem Gunnlaugúr þékkir,
kom stundum á sjúkrahúsið til
hans. Einu sinni Ságði maðurinn við
hann: Nú getur þú ekki séð um
að heyja handa kindunum þinum.
En þú skalt ekki hafa neinar. áhyggj
ur af því. Ég skal sjá um þeyið-
Svo var'ekki méira um.það talað.
En fyrir nokkru síðán komu veir
bílar hlaðnir grænni 'töðu. Hafði
hann heyjað þetta í sumarleyfinu
sínu. Ekki var þettá neinn burgeis,
heldur aðeins venjulegúr verkámað
ur hjá Birni í Grænmetinu. Lík-
lega hefir Gunnlaugur einhvern
tíma verið búinn að rétta þessum
manni hjálparhönd, þótt hann léti
þess ekki getið.
Með línum þessum er tilgangur-
inn að bregða upp lítilli svipmýnd
úr lífi þessara glöðu og ánægðu
fjáreigenda í Hafnarfirði. Þeir geta
áreiðanlega verið mörgum til fyrir-
myndar, sem hafa þó allt sitt fram
færi af blessuðum skepnunum.
Áhuginn fyrir því að eignast kind
ur og hlynna að þeim í frístundum
sínum fer nú vaxándi. Ýmsir éru
nú að fá sér þaér, sem ekki hafa
átt þær áður. Batnar nú aðstaðan
ár frá ári, þar 'sem komá sjálf-
ræktuð stór svæðh.undir. fiskhjöll-
unum með kafgrasi, sem. er hin
kjósanlegasta haust- og vetrarbeit
fyrir fjölda sauðfjár, og sem von-
andi finnast ráð til að nytja ári
þess að skreiðarframleiðslan bíði
við það tjön.
Vonandi reynist hinni ungi og
geðþekki bæjarstjóri fjáreigendun-
um innan handar og mun skilja
hvert menningaratriði það er- að
umgangast fallegar skepnur og
hlynna að þeim“.
M. hefir lokið máli sinu.
Starkaður.
SAPUVERKSM l-ÐJ AN „SJOFN" AKUREYRI
VWWVWAWVVWAW.VWVV^WAWUVWWVVWVWVi
Bezt að aUglýsa í TÍMANUM