Tíminn - 21.10.1954, Síða 1

Tíminn - 21.10.1954, Síða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Ótgefandi: Pramsóknarflokkurlnn 38. árgangur. Bkrifstofur f Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasiml B1300 Prentsmiðjan Edda. Reykjavík, fimmtudaginn 21.* október 1954. 237. blaS. í stórviðrinu fi/rir IXo rðurlandi í fyrrinótt : Skjaldbreið fékk brotsjó og laskaðist, Drangur náði ekki áætlunarhöfnum sínum í fyrrinótt voru skijj í hættu stötrfd út af Norðuriandi í * “ livassviðri miklí/, er þar gekk yfir með snjókomu um nótt- ina. Strandferðaskipið Skjaldbreið, sem var á leið til Siglu- fjarðar frá Akureyri um nóttina, fékk á sig brotsjó út af Siglufirði en komst þó hjálparlaust íil hafnar. Var skipið statt út af Siglu I Kom það til Siglufjarðar um firði, er það varð fyrir áfall- kl. 8 I gærmorgun og hafði inu. í brotsjónum brotnaði! þá verig 9 klst. á leiðinni frá björgunarbátur og rúður fóru | Akureyri til Siglufjarðar, sem úr yfirbyggingu skipsins. —1 venjulega er ekki nema 4—5 stunda sigling. Olíufélögin hefja sölu á orkumeira bensíni Olfufélögín hafa tilkynnt, að nú sé að koma á markað- inn hér sterkara og orkumeira benzín en hér hefir verið selt áður. Hið nýja benzín hefir octantöluna 79, en benzín það, sem undanfarið hefir verið notað hér, hefir octantöl- una 87. Bátur frá Fáskrúos f / •/ / iiroi a sjo í ofsaveðri Frá fréttaritara Tímans á Fáskrúðsfirði. í fyrratíag skall skyndilega á fárviðri mikiö á Fáskrúðs firði og víða um Austfirði. Var veðurhæðin mest milli kl. 10 og 2 en upp úr því fór að lygna. Ekki varð teljandi tjón af veðrinu á Fáskrúðs- firði. Sjóveður var mjög slæmt meðan veðrið gekk yfir og var slæmur sjór út af firðinum lengi eftir að mesti veður- hamurinn var um garð geng inn innfjarðar. Einn bátur frá Fáskrúðs- firði var á sjó þennan dag og breppti hann versta veöur. Gátu skipverjar ekki lagt alla línuna og komust loks heim til hafar um það leyti er veðr ið var að lægja. Hafði bátur in aflað sæmilega í þessari hrakningarsömu sjóferð. Gott sjóskip. Skjaldbreið er mjög gott sjóskip, eins og öll skip Skipa útgerðar ríkisins. enda sigla þau slysalaust í verstu veðr- um í erfiðum ferðum með strönd íslands. Sleppti höfnum. , Flóabáturinn Drangur fór I frá Sauðárkróki í fyrrakvöld á leið til Hofsóss, líaganess- j víkur og Siglufjarðar. Hreppti1 báturinn illviðri skömmu eft | (Framhald á 2. síðu.) Framsóknarvist í Hafnarfirði Fyrsta amferð í spila- keppni Framsóknarfélags Hafnarfjarðar er í Alþýðu- húsinu i kvöld og hefst hún kl. 8,30. Keppnin stendui yfir í þrjú spilakvöld og eru verðlawn samtals 500 krón ' ur. Á skemmtuninni í kvöld flytur Jón Laxdxal, leikari skemmtiþátt og að lokum verðMr dansað. // íbúarnir" vissu ekki um eld- 1 inn fyrr en slökkviliðið kom I fyrrmótt kom wpp eldur í gömlum hesthúsgarmi, sem stendur við Bókhlöðustíg í Reykjavík. Fimrn menn voru þar inni og höfðw þeir ekki hugmynd um eldinn fyrr en slökkviliðið kom á vettvang, en vegfarandi, sem fór, þar um, hafði gert því aðvart. Eldurinn var í þekju skúrsins, og Arar strax slökktur. . Þeir fimm menn, sem í skúrnum voru, höfðu lítinn rétt til að vera þar. Hefir skúrinn staðið hálfopinn lengi og í algjöru reiðileysi, og mun einn þessara manna, *•--- --^ T 1 Utanríkisráðherra farinn til Parísar Dr. Kristinn Guömundsson utanríkisráðherra hélt í gær kvöldi af stað flugleiðis til Parísar til þess að sitja ráð- herrafund Norður-Atlants- hafsbandalagsins, sem hefst þar 22. október n. k. (Frá utanríkisráðuneytinu) sem átti hvergi fastan heim j ilisstað, hafa dvalist þar í i nokkrar nætur, en hinir voru ,.gestir“ hans. Ekki voru menn þessir undir áhrifum áfengis, er lögreglan kom á vettvang og skrifaði upp nöfn þeirra. Hins vegar hefir um skeið farið það orð af skúr þess- um, að innan veggja hans hafi mikið verið svallað og hann „samkomustaður“ alls konar óreiðufólks, sem ekki hefir haft þak yfir höfuðið. Hefir jafnvel það orð leikið á, að þar hafi neyzla eitur- lyfja átt sér stað, þótt það hafi hins vegar aldrei sann- azt. Sigrar Valdemar Björnsson á vinsældunum? Við kosningar til Banda- ríkjaþings í nóv. næstkom- andi verður hinn kunni Vestur-íslendingur, Valde- mar Björnsson, í framboði fyrir Republikana í fylkinu Minnesota. Þar hafa Demo- kratar haft yfirhöndina und anfarið, og enda þótt Eisen- hower hafi þar persónuhylli, hefir stefna stjórnar hans í landbúnaðarmálum verið gagnrýnd harðlega þar í fylk inu. Þeir eru því margir, sem búast við sigri Demokrata í kosningunum í nóvember. Þrátt fyrir þettá, hefir kunnur blaðamaöur, Joseph Alsop, látiö í ljós hið gagn- stæða í greinum í New York (Framhald á 7. síðu.) Náðu fénu í hús í stórhríð í gær Frá fréttaritara Tímans í Svarfaöardal. í gær var hörku stórhríð í Svarfaðe) dal lengi dags og hið versta veður. Þeir bænd- ur, sem ekki náðu öllu fé sínu í hús í fyrrakvöld, áður en óveðrið skall á, reyndu að ná því inn í hríðinni í gær og mun flestum hafa tekizt það. Lömb voru komin á gjöf, áð- ur en þetta •óveður skall á. Um miðjan dag í gær, er blaðið átti símtal við frétta- ritara sinn í SvíVrfaðardal, var þar svört hríg og talsverg ar fannir komnar, en líklega þó ekki svo að verluleg um- ferðartöf væri þá komin vegan snjóa. FZ Benzín það, sem notað hef ir verið, hefir af ýmsum ver ið talið mjög ófullnægjandi fyrir margar tegundir bif- reiða, einkum amerískar. Nú hefir fengizt til inn- flutnings og sölu sterkara benzín, og hefst sala á því í Reykjavík í dag. Utan Rvík- ur hefst sala á nýja benzín- inu eftir því, sem eldri birgð ir seljast upp á hverjum stað. Verð hins nýja benzíns er óbreytt eða kr. 1,72 lítrinn. Kvöldvaka Stúdenta félagsins annað kvöid Önnur kvöldvaka Stúdenta félags Reykjavíkur á þessu hausti verður annað kvöld, 22. okt. í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 21. Verður þar að vanda margt til fróðleiks og skemmtunar. j Nú má vænta þess, að hlé verði á kvöldvökum félagsins um skeið. Má gera ráð fyrir að aðsókn verði mikil að þess ari kvöldvöku, og er mönnum ráðlagt að vitja aðgöngumiða strax í dag, enda seldust allir aðgöngumiðar að síðustu kvoldvöku fyrri söludaginn, svo að margir urðu frá að hverfa. i Aðalfundur Stúdentafélags ins verður haldinn n. k. mánudagskvöld. Nokkur snjór á Öxnadalsheiði Frá fréttaritara Tímans á Blönduósi. Allhvasst varð hér í fyrri- nótt en snjókoma ekki mjög mikil og minni en menn bjuggust við eftir veðurskeyt um. Bændur munu víðast hafa náð fé í hús i fyrrakvöld. í gær var dálítill snjór en þó hvergi til tafa á vegum í byggð. Snjór mun þó hafa verið til trafala á Öxnadals- heiði, en áætlunarbifreiðar komust þó leiðar sinnar sæmilega greiðlega. Slátrun hrossa er hafin hér á Blönduósi og er búizt við að allmiklu af hrossum verði slátrað í haust. SA. Óveðrið rainna en búizt var við Illviöri það, sem veðurstof an bjóst við s. 1. sólarhring, einkum norðan lands og aust an varð ekki eins harðskeytt og vænta mátti, eða náði að minnsta kosti ekki langt inn til landsins. Þó var ofsaveður og fullkomin stórhríð á ann- esjum norðaustan lands og setti niður allmikinn snjó. Náði snjókoman suður undir Hérað austan lands. ísland geríst aðilí að samn- ingi um stöðu flóttamanna í gær var til fyrri límræðu á Alþingi þingsályktunartil- laga um fullgildingu á samningi um stöðu flóttamanna, flutt að tilhlutun ríkisstjórnarinnar. í athugasemd við tillögu þessa segir svo m. a.: | „Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna var boðað til fund ar um flóttamannavandamál ið í Genf í júlímánuði 1951. 26 ríki sendu fulltrúa á fund þenna. Af Norðurlöndunum tóku ísland og Finnland ekki .bátt í fundinum. — Á fundi þessum var samþykktur samn ingur um stöðu flóttamanna. i Á utanríkisráðherrafundi Norðurlandanna, sem haldinn jvar í Reykiavik í fyrrasumar, ' lýstu fulltrúar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar yfir því, að flóttamannasamningurinn mundi fullgildus* í þessum löndum innan skamms. Utan ríkisráðherra taldi líklegt, að ísland gerðist aðili að samn ingnum vegna samstöðunnar við hin Norðurlöndin, þó að málið hefði ekki beina raun hæfa þýðingu fyrir ísland.“ (Framliald á 7. slðu). Harður bifreiða- árekstur í Skerjafirði Nokkru eftir hádegi í gær varð harður árekstur á gatna mótum Þvervegar og Hörpu- götu í Skerjafirði. Rákust þar saman fólksbifireið og sendiferðabifreið með þeim afleiðingum, að fólksbifreið in valt og skemmdist mikið. Engin meiðsli urðu á fólki í árekstrinum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.