Tíminn - 21.10.1954, Page 2
TIMINN, fimmtudaginn 21. október 1954.
237. blað.
n
Fiskurinn hefur fögur hljóð,/
KABABETT HAFSINS -
Fiskar, er syngja, dansa og gera töfrabrögð
í námunda við kóralrif Suðurhafseyja lifir kamelljón-
fiskurlnn, sem er sérstæður fyrir það, að hann leikur sér
að þvi að skipta um lit í einu vetfangi. Þess eru dæmi að
hann bregði sér í 6—7 mismunandi litskrúöa á 5—G mín-
útum. Sama er að segja um hinn sérkennilega Lóssarafisk,
sem festir sig við kvið hálcarla og sjóskjaldbaka, og sagður
er vísa þeim á æti. Sá fiskur getur líka brugöið sér í alls
konar litagerfi, eftir því hvað honum hentar í það og það
skiptið.
Hvernig fara fiskar að því, að
skipta þannig um liti? Prófessor
Bertir skýrir svo frá því í nýútkom
inni bók um undrafiska:
— Það má líkja litskiptifiskum
við Tregoli, leikarann heimsfræga,
sem gerði það að sérgrein sinni
„Sú rödd var svo fögur“.
að bregða sér í 60 mismunandi
gerfi, og notaði til þess 30.000 kg.
af farangri. Litskiptifiskar hafa að
vísu ekki yfir að ráða 800 ólíkum
búningum eins og Tregoli. Litskrúði
þeirra er myndaður úr óteljandi,
ósýnilegum litsellum, sem eru í öll
um regnbogans litum, og þannig
gerðar, að litur þeirra sést eða
ÚtvarpLð
Útvarpiö í dag:
Pastir liffir eins og venjulega.
20.30 Erindi: Áhætta barnanna í nú
tíma þjóðfélagi (Séra Jakob
Jónsson).
20.50 íslenzk tónlist: Strengjakvart
ett eftir Helga Pálsson (Sibel- ’
ius-kvartettinn leikur).
21.15 Upplestur: Páll H. Jónsson
kennari á Laugum les frum-
ort 'kvæði.
21.30 Einsöngur: Amelita Galli-
Cursi syngur (plötur).
21.45 Náttúrlegir hlutir: Spurning-
ar og svör um náttúrufræði
(Guðmundur Þorláksson cand.
mag.).
22.10 „Brúðkaupslagið", sága eftir
Björnstjerne Björnsson; IX.
(Sigurður Þorsteinsson les).
22.25 Sinfónískir tónleikar (plötur).
23.00 Dagskrárlok.
Útvarþið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
19.30 Tónleikar: Hamoníkulög (pl.).
20.20 Útvarpssagan: „Gull“ eftir E.
H. Kvaran; IV. (H. Hj.)
20.50 Tónleikar (plötur).
21.10 Úr ýmsum áttum. — Ævar
Kvaran leikari velur efnið og
flytur.
21.30 Tónleikar (plötur): Fjórar
sjávarmyndir úr óperunni . Pet
er Grimes" eftir Benjamin
Britten.
21.45 Útvarpsþáttur: Nokkur orð
um vetrardagskrána (Dr. M.
Jónsson form. útvarpsráðs).
22.10 „Brúðkaupslagið", saga eftir
Björnstjerne Björnsson, í þýð
ingu Bjarna Jónssonar frá
Vogi; X. — sögulok (Sigurður
Þorsteinsson les).
22.25 Undir IjúfuriT lögum: Carl
Billich o. fl. leika létt lög.
23.00 Dagskrárlok.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup.
50 ára hjúskaparafmæli eiga í
dag, 21. október, hjónin Jóhanna
Jónsdóttir og Jón Einarsson á
. Tannastaðabakka í Hrútafirði.
hverfur, eftir því hvort þær þenja
sig út eða kipra sig saman. Ef gul-
sellur og rauðsellur fiskjarins þenja
sig út sem framast er hægt, verður
hann eins og appelsína á litinn.'
En ef gulu og svörtu sellurnar
þenja sig út, en þær rauðu kipra
sig saman, verður fiskurinn brúnn
á lit o. s. frv.
Litir í hernaöartilgangi.
Kamelljón og önnur skriðdýr, sem
gædd eru þeim eiginleikum að geta
skipt um liti, eru litskiptifiskum
ólík hvað það snertir, að hjá þeirn
fyrrnefndu er það sjóntaugin, sem
stjórnar litskiptunum. Það er að
segja, þessi dýr þurfa að sjá lit
til dð geta myndað hann sjálf. Ef
þau missa sjónina, missa þau um
leið hæfileikann til að skipja um
liti. Ljónfiskurinn, sem er einkar
leikinn í alls konar litaskiptum,
notar liti í hernaðarlegum tilgangi,
rétt eins og Indíánar gerðu til
forna, þegar þeir þéldu til móts
við fjandmenn sína. Ljónfiskurinn,
sem er alsettur broddum og spjót-
um, rennir sér á stærri fiska, sem
áreita hann, og leitast við að
„stanga" þá með spjótunum, sem
eru á ugguni hans. Áður en hann
leggur til orrustu, gerir hann spjót
sín og brodda blóörauða, til að
vera sem ófrýnilegastur ásýndum.
Dansleikur fiskanna.
Margar fisktegundir kunna að
stíga dans — eins konar ránar-
ballett. Þegar Bettafiskar eru i
tilhugalífinu, stíga þeir, eða öllu
fremur synda, eins konar hveiti-
brauðsvals, sem þykir forkunnar-
fögur sjón, og að sinu leyti engu
ómerkilegri tilburðir en hjá sund-
drottningunni Ester Williams. Jafn
framt því sem kvenfiskurinn dans-
ar upp og niður, aftur og fram um
sjóinn, þeytir hann frá sér eggj-
um sínum, sem karlfiskurinn tinir
saman og vætir síðan með vökva
frjóseminnar. Að því búnu býr
hann til hreiður fyrir eggin. Þeir,
er gera sér glaðan dag með því að
fara og skoða Sjómannadagskab-
arettinn, eiga þess kost að sjá
ægilegan draugagang, sem gerður
er með því að láta fosfórlitaðar
beinagrindur svífa uppi yfir höfð-
um áhorfenda. Löngu áður en
menn fundu upp á þessu, voru fisk
ar farnir að nota sjálflýsandi fos-
fór, að visu ekki til að gera drauga
gang, heldur til að lýsa upp um-
hverfi sitt og skiptast á Ijósmerkj-
um við aðra fiska. Þeir nota einn
ig fosfórljós sem agn, til að laða
að sér smáfiska, sem þá fýsir að
éta.
Breytir um lit fyrir bardaga.
Þeir syngja og spila.
Nýjasta nýtt úr heimi fiskifræð-
innar er það, að fiskar geti sungið
og spilað. Tónlistarunnendum mun
pykja fróðlegt að heyra það, að
til séu fiskar, sem hafi gaman af
unaðsómum, engu síður en þeir, og
geti meira að segia framkallað
tónlist með því að nota tennur,
tálkn og sundblöðkurnar á sérstak
an hátt. Tónlist fiskanna minnir
mjög á gítarspil að sögn kunnugra.
Fiskar geta myndað marga og ó-
líka tóna, enda geta þeir fram-
kallað allt írá 517 til 1160 hljóð-
sveiflur á sekúndu. Trumbufiskur
hlaut nafn sitt af því, hversu
mjög tónlist hans rninnir á trumbu
slátt afríkanskra viilimanna. Ef
öilum þeim fiskum, sem framleitt
geta hljóð, væi'i safnað saman á
einn stað, mundu þeir mynda merki
lega sinfóníuhljómsveit. Þar væri
orgelfiskurinn með sína sérkenni-
legu hljóma, fiðlufiskurinn legði til
s.'na tória. Já, jafnvel bassafiðla
væri fyrir hendi. Tilraunir, sem
gerðar hafa verið með þetta, sýna,
að „fiskasinfónían1 hljómar mjög
lfkt og hljómsveitir innfæddra
Javabúa og Balí-eyjamanna.
Tónlist fiska á hlerunar-
tækjum.
Á styrjaldartímunum, mig minnir
að það hafi verið árið 1942 eða
1943, voru tekin í notkun sjóhler-
unartæki í Chesapeak-flóa í Banda
ríkjunum, til að hlusta eftir komu
fjandsamlegra kafbáta. Hermenn
þeir, er gættu þeirra, urðu varir
við sérkennileg hljóð, sem minntu
á tónlist og ómögulegt var í fyrstu
að átta sig á, hvaöan komu. Haf-
rannsóknarmenn, sem voru kvadd-
ir á vettvang, gerðu þá uppgötv-
un að fiskitorfa væri samankomin
við að halda eins konar kónsert.
Þetta er lýgflegt, en engu að síður
satt, og sannar, að til eru íurðuleg
ustu hlutir í ríki náttúrunnar. Síð-
an þetta skeði, hefir tónlistar-
hneigð fiska verið gefinn sérstakur
gaumui' úti fyrir ströndum Banda
ríkjanna, Það hefir komið í Ijós, að
hún nær hámarki sínu um hrygn-
ingartímann, og er því ályktað, að
hún sé nátengd þeim hvötum, sem
hjá fiskum svara til kynhvata ann-
arra dýra.
Hafa góðan smekk.
Dr. Hans Hess, Þjóöverji, sem
hefir sökkt sér niður í rannsóknir
á þessari sérkennilegu tónlist hafs
búa, og meðal annars tekið fiski-
tónlist í Rauðahafi á hljómplötur,
STUDENTAFELAG REYKJAVÍKUR:
Aðalf undur
verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu mánudagskvöld
23. október og hefst kl. 20,30.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Sýna ber félagsskírteini 1953—54 við innganginn.
STJÓRNIN.
STÚDENTAFÉLAG REYKJAVÍKUR
KVðLDVAKA
verður haldin í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld, föstu-
dag 22. október og hefst kl. 21.00.
DAGSKRÁ:
1. STÚDENTALÖG: G.B.-kvartettinn.
2. UPPLESTUR: Benedikt Árnason leikari.
3. VÍSNASAMKEPPNI. Stjórnandi Bolli Thoroddsen
verkfr. í dómnefnd með honum verða: Sigurður
Grímsson, lögfr. og fulltrúi, sem viðstaddir kjósa.
Verðlaun veitt.
4. FRÁ UPPHAFI STÚDENTAFÉLAGS REYKJAVÍK-
UR: Lárus Sigurbjörnsson rithöfundur segir frá.
5. EINSÖNGUR: María Markan Östlund.
Undirleikari: F. Weisshappel.
6. ÚRSLIT VÍSNAKEPPNI BIRT.
7. DANS.
Aðgön'gumiðasala í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 5—7
og á morgun kl. 5—6, ef eitthvað verður þá óselt.
Borð tekin frá á sama tíma, en á kvöldvökunni
verður þeim aðeins haldið til kl. 9,15 e. h.
Affgöngumiðar eru jafnframt happdrættismiðar.
STJÓRNIN.
555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555553
"AWA'AVVW.’A'AWVA'/MW.W.WW.VWWW.V'
!; HJARTANS ÞAKKIR færi ég vandamönnum og Jj
I* vinum, sem minntust mín á 60 ára afmæli mínu, 18.
I; október, með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeyt-
um, ásamt ógleymanlegri ánægjustund.
> P
í GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR £
;• Hringbraut 115.
hefir nýskeð gert þá uppgötvun,
að fiskar hafa mjög næman smekk
fyrir tónlist. Þegar bílagargi eða
öðrum óþægilegum hávaða er varp
að niður til þeirra, styggjast fiski-
torfurnar og flýja sem bráðast í
allar áttir. Ef vínarvals er hins veg
ar spilaður fyrir þá, safnast þeir
saman og taka áð stíga eins konar
dans i takt viö tónana. Þetta segir
dr. Hess að sýni góðan smekk fiska
fyrir hljóðum og hljóðbylgjum.
Það skyldi þó aldrei verá tónlist
Ríkisútvarpsins, sem fælt hefir
síldina frá ströndum íslands?
FárvEðri
(Framhald af I. slðu).
ir að farið var frá Sauðár-
króki og varð að sleppa við-
komu á Hofsósi og Haganes-
vík. Fór báturinn beint til
Siglufjarðar og komst þang
að heill á húfi í fyrrinót í
mjög slæmu sjóveðri.
Auflfotö í T'mmum
ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftirWalter Scott. Myndir eftir Peter Jackson80