Tíminn - 29.10.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.10.1954, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 29. október 1954. 244. blað, Þrælar tóbaksnautnar losaðir úr viðjum hennar með dáleiðslu Dávaldurinn heldur hendinni á enni inínu og telur upp allt hiíi illa, sem sígarettureykingar hafa í för með scr. Með tilbreytinga- lausri röddu talar hann um hinn mikla kostnað, tjöru í lungum, andþrengsli, þverrandi starfsþrek, lækkandi blóðþrýsting — allt þetta, sem reykingarmenn fá að heyra á idegi hverjum. Ég sit í hægindastól í stofu dá- valdsins og á eftir þvl sem hann segir að vera í dvala, sem enn er þó ekki meiri en svo, að ég skynja allt í kring um mig og veit vel ai mér. Inni í mér talar röddin, og é'L veit vel, að hún hefir satt að mæla — það er engum manni hollt að reykja 30 sígarettur á dag. Kannske ætti maður að taka sig á og reyna að hætta. Alls ekki eingöngu af þvi aS dávaldurinn segir það — ég er jú frjáls maður og ræð sjálfur hvort ég reyki eða ekki — en fimmtán krónur á dag eru drjúgur skilding- ur. Hann segir mér að opna augun, og jafnvel þótt ég nenni því varla, geri ég það, eiginlega sem nokkurs konar greiða við hann. Hann gerir nokkrar handhreyfinar fyrir fram an mig, eins og hann sé að stjórna sinfóníuhljómsveit og segir mér að lokum að nú sé þessu lokið. Hann er þreytulegur á svip. Hann varar mig við því að snerta sígarettu þennan fyrsta dag. • „Það getur verið erfitt fyrsta daginn", segir hann, „en ég geri ekki ráð fyrir aS yður langi neitt í sígar- ettu upp frá því“. Ég spyr hann, hvað muni ske ef ég reyki, þrátt fyr ir bann hans, og hann segir, að ég muni verða hættulega veikur, svo að það er varla tilvinnandi, enda þótt ég hafi sterka löngun til þess. Að lokum spyr ég hann, hvort hann telji að ég muni læknast af reykinga fýsninni, og hann álítur það næst- um öruggt. Rafmagnsverkfræðingur að menntun. Dávaldur þessi, sem hefir komið 10 til 15 þús. manns til að hætta að reykja, er danskur rafmagns- verkfræðingur, Aage Pærgemann að nafni. Það er ekkert dularfullt við hann, engar arabiskar sessur eða undarleg tákn í íbúðinni hans, og sjálfur heldur hann því líka fram, að hér sé ekkert yfirnáttúrlegt fyr irbrigði á ferðinni. Að fólk býzt við einhverjum undarlegum hlutum í sambandi við dáleiðslu, á rót sina að rekja til þess hvernig hún hefir verið framkvæmd á fjölleikahúsum og sirkusum. En Pærgemann hefir aldrei komið fram á slíkum skemmt unum. „Dálgiðslan er mér alvarlegra viðfangsefni en svo að ég fari að skemmta fólki með hénni“, segir hann, „ég vil heldur nota þessa sérgáfu til að hjálpa fólki ef ég get“. Byrjaði 12 ára. Færgemann veitti .sérgáfu sinni UtvarpLð Aage Færgeuiakin — aavaiaurmn, sem Komið iienr 10 pus. iuamis til að hætta að reykja. hans koma. Drykkjumenn og eitur lyfjaneytendur eru einnig tiðir gest ir og fá oftast fulla bót meina sinna. Margir læknar senda honum sjúklinga sína og meðal annars hef ir prófessor í læknisfræði komið til hans ásamt konu sinni, og tókst Pærgemann alveg að hefta reykinga fýsn þeirra. Annars kemur alls kon ar fólk til hans, prinsar og barónar, embættismenn, húsmæður og skrif- stofufólk. Kostar 10—25 krónur. Færgemann segist taka frá 10 til 25 krónur fyrir dáleiðsluna, og fer gjaldið mikið eftir því hvernig fjár hagur sjúklingsins er. Þetta má telj ast ódýrt miðað við allan þann pen ingasparnað, sem það oftast hefir í för með sér. Sjálf dálMðslan stend ur ekki nema nokkrar mínútur — mest upp í éitt kortér, og hún er ekki alger, þannig að sjúklingurinn veit vel af sér á meðan. Sumir sjúkl ingar eru sérstaklega móttækilegir fyrir dáleiðslunni. Færgemann seg ir til dæmis frá manni nokkrum, er hafði það starf að lesa á raf- magnsmæla 1 húsum. Hann færði það í tal við konu Færgemanns, hvort maður hennar mundi ekki vera fáanlegur til þess að hjálpa honum til að hætta að reykja. Kon- an kvað Færgemann ekki vera við- látinn, en sagði manninum að hringja seinna. En Færgemann, sem heyrði samtal þeirra inn á skrif- stofu sína, kom fram á ganginn og sagði við manninn: „Hverníg í ósköpunum getið þér verið þekktur fyrir að eyða svona miklum pen- ingum til að kaupa svo innilega Fastir liðir eins og venjulega. 20,30 Upplestur: „Fyrir kóngsins mekt“, kafli úr leikriti eftir séra Sigurð Einarsson (Höf- undur les). 20,55 Tónlistarkynning: Lítt þekkt og ný lög eftir íslenzk tón- skáld, sungin og leikin. 21,25 Fræðsluþættir: a) Dr. Jó- hannes Nordal talar um hag- fræði. b) Dr. Helgi Tómasson yfirlæknir talar um læknis- fræði. c) Theódór B. Líndal prófessor talar um lögfræði. 22,00 Fréttir og veðurfregnir, 22.10 Útvarpssagan: „Gull“ eftir Einar H. Kvaran; VII. (Heigi Hjörvar). 22,35 Dans- og dægurlög (plötur). 23.10 Dagskrárlok. Freistingin cr stunlum mikil. fyrsta athygli, þegar hann var 12 ára. Þá tókst honum að festa hend urnar á einum skólafélaga sínum fyrir aftan bak svo rækiiega, að drengnum tókst alls ekki að losa sig fyrr en Færgemann hafði sagt hon um. „Síðan hefi ég komizt lengra og lengra á þessu sviði og kynnt mér margvíslega hluti í sambandi við það. Einnig hefi ég ritað talsvert og ein grein mín veitti mér réttindi í alheimssamtökum dávalda. 93% hætta að reykja. Færgemann hefir haldið skýrslur yfir alla þá, er leitað hafa til hans, og samkvæmt þeim hefir hann kom izt að því, að um 93% reykingamánn anna hætta alveg að reykja, er hann hefir dáleitt þá. En það eru ekki eingöngu reykingamenn, sem til S A P'U-V ERKSM I £> J A N „ S J 0 F N " A K U R E V R íSSSSSSSSSSSSSSSSSsSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSI Beztu skóla-skórnir IÐUNNAR Fást hjá kanpfélögum og víðar um allt land «SSSSS5SSSSSSS$S$SSSSSSSSSSS5SS5SSsSSSSSSSSSS$SSSSSSSí$SSSS5SS$SÍSSS$ía Hreinlætistæki Nýkomin sending af salernum og handlaugum. — Kynnið yður verð og vörugæði áður en þér festið kaup annars staðar. JÖTUNN H.F. BYGGINGAVÖRUR, Vöruskemmur við Grandaveg. SÍMI 7080. ÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSI bragðvondan óþverra"? Maðurinn fór og hringdi skömmu síðar og sagðist vera alveg hættur að reykja. Síðan eni mörg ár en maðurinn hef Ir ekki snert sígarettu frá þessari, stundu. ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftirWalter Scott. Myndir eftir Peter Jackson37 j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.