Tíminn - 29.10.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.10.1954, Blaðsíða 6
TÍMINN, föstudaginn 29. október 1954. 244. blað. BTÖDIEIKHÖSID LOKAÐAR DYR eftir: W. Borchert. Þýðandi: Sverrir Tboroddsen. Leikstjóri: Indriði Waage. Frumsýning laugardag kl. 20,00. Frumsýningarvcrð. Silfurtiungllti eftir Halldór K. Laxness. Sýning sunnudag kl. 20,00. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annar's seldar öðrum. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20,00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær linur. Fædd í gær (Born Yesterday) Afburðasnjöll og bráðskemmti- leg ný amerísk gamanmynd eft- lr samnefndu leikriti. — Mynd þessi, sem hvarvetna hefir venð talin snjallasta gamanmynd «rs lns hefir alls staðar verið sýnd viS fádæma aðsókn, enda fékk Judy Hollday Óskarsverðlaunin Iíyrir leik sinn í þessari mynd. Auk hennar leika aðeins úrvals lelkarar í myiídinni, svo sem: William Ilolden g Broderick Crawford. Sýnd kl. 7 og 9. Sólarmegin götunnar Þessi vinsæla dægurlagasöngva- mynd með Erankie Laine og Biily Daniels og fleirum sýnd aðeins í dag kl. 5. NÝJA 810 — 1*44 Andrína og Kjell Sýnd kl. 7 og 9. Verð kr. 6,00, 10,00 og 12,00. Barnasýning kl. 5. — Verð kr. 5,00, niðri, og kr. 10,00 uppi. — Djúp Oslófjarð- arins eftir Per Höst; Marianna á sjúkrahúsinu eftir próf. Odd Brochmann og hið bráðskemmti lega barnaævintýri: Friðrik fiði- ungur. Guðrún Brunborg. TJARNARBÍÓ Houdini Heimsfræg amerísk stórmynd um frægasta töframann erald- arinnar. — Ævisaga Houdinis hefir komið út á íslenzku. Aðalhlutverk: Janct Leigh, Tony Curtis. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI - Þín fortíð er gleymd (Din fortid er glemt) Djörf og vel gerð mynd úr lifi gleðikonunnar, sem vakið hefir mikið umtal. Bodil Kerr, Ebbe Rot, Obe Shönberg. Myndin hefir ekki verið sýnd hér á landi áður. íslenzkur skýringatexti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. ÍLEKFEIAG! tamvfiajg FrœnUu Charleýs Gamanleikurinn góðkunni með Árna Tryggvasyni í hlutverki „frænkunnar". Sýning á morgun laugardag kl. 5. Sýningin er úti kl. 7,45. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 eða á morgun eftir kl. 2. — Sími 3j.91. AUSTU RBÆJ ARBIO Úsýnilegi flotinn (Operation Pacific) Mjög spennandi og viðburðarík, ný, amerísk kvikmynd, er fjallar um hinn skæða kafþátahernað á Kyrrahafi í síðustu heimsstyrj öld. Aðalhlutverk: John Wayne, Patricia Neal, Ward Bond. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 2 e. h. Miðnæturskemmtun kl. 11,15 GAMLA Bíð — 1476 — Heimsmeistara- heppnin í hnatt- spyrnu 1954 Snilldarlega vel tekin þýzk kvik- mynd, sem sýnir alla markverð ustu atburðina úr þessari tvísýnu keppni, er fór fram í Sviss s. 1. sumar — svo og hinn sögulega úrslitaleik milli landsliða Ung- verjalands og Þýzkalands. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 2 e. h. TRIPOLI-BIO Blml 1181. Sonur hafsins (Havets Sön) Stórkostleg, ný, sænsk ynd, er lýsir í senn á skemmtilegan og átakanlegan hátt lífi sjó- mannsins við Lofoten f Noregi og lífi ættingjanna, er bíða í landi. Myndin er að mestu leyti tekin á fiskimiðunum við Lofot- en og í sjávarþorpum á orður- strönd Noregs. Myndin er frá- bær, hvað leik og kvikmynda- tækni snertir. Myndin er sannsöguleg, gerð eftir frásögn Thed Berthels. Aðalhlutverkið er leikið af Per Oscarsson, sem nýlega hefir getið > r mikla frægð á leilcsviði í Svíþjóð fyrir leik í Hamlet. Dagny Lind, Barbro Nordin, John Eifström. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBIÓ — Blml 8444 — Undir vihingafána Óvenju spennandi og viðburða- rík, ný, amerísk litmynd um dirfskufulla baráttu við ófyrir- leitna sjóræningja. Jeff Chandler, Scott Brady, — Suzan Ball. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu). þessa von sina að miklu leyti á sigri Humhreys í Minnesota. En repúblíkanar gera sér einnig vonir um, að vinsældir Valdimars muni leiöa repúblíkanaflokkinn til sigurs í fylkinu. Önnur baráttusæti, sem munu hafa mikil áhrií á heildarúrslitin, eru öldungadeildarsæti New York- fylkis, Kentucky, Massachusetts og Kaliforníu, sem demókratar gera sér miklar vonir um að vinna af repúblíkönum, og öldungadeildar- sæti Ohio, Illinois, Colorado og Montana, sem demókratar halda nú, en mæta harðvítugri mótspyrnu af hálfu repúblíkana. í kosningunum 2. nóvember verða einnig kosnir fylkisstjórar i mörgum fylkjum landsins ásamt öðrum fylkis- og sveitarstjórnar- mönnum, og kjósendur munu sam þykkja eða hafna mörgum einstök um, nýjum lagafrumvörpum. Þess- ar kosningar eru mjög þýöingar- miklar fyrir hlutaðeigandi fyiki eða sveitahéruð, en hafa hverfandi litla þýðingu á alþjóðlegum vettvangi. Þó kemur það oft fyrir, aö fylkis- stjórar mikilvægra fylkja verða í framboði til forseta. Þannig getur kosningabaráttan í New York-fylki milli demókratans Averell Harri- mans og repúblíkans Irving M. Iv- es orðið þýðingarmikil í þessu sam bandi. Forsetarnir Theodór Roose- velt (repúblikani) og Franklin D. Roosevelt (demókrati) voru fylkis- stjórar New York-fylkis, áður en þeir urðu forsetar, og fylkisstjór- arnir Alfred E. Smith (demókrati) og Thomas E. Dewey (repúblíkani) hafa verið í framboði sem forseta- efni. Síórt «!í smátt (Framhald af 5. síðu). arhrepp til þess að gera þar sömu framkvæmdir og hann hafði sjálfur lofað. Flatey ingum varð dýrt að láta kosn ingaloforð Gísla Jónssonar tefja framgang þeirra mála, er mest aðkallandi voru fyrir þá. Saga þessara mála rif jast upp nú, þegar þessi sami Gísli sækir um aðstoð ríkis- ins til atvinnuaukingar á þeim stað, sem nú héfði get- að staðið með blóma, ef fólkið sjálft hefði fengið tækifæri til að byggja sjálft upp at- vinnutæki sín á þeim tíma, þegar það var hagstæðara en nú, en ekki veriö borið ofur- liði af skrumi og blekkingum Gísla Jónssonar. jntKiiiitiiiiiiiniiiiiiiuiiiiiiaiiiiiiinukiimiuiMUitiiiiii I Amerísk I verkfæri RÖRSNITTI m. teg. RÖRSKERAR | RÖRHALDARAR SKIPTILYKLAR SKRÚFSTYKKI o. m. m. fl. I Á. EINARSON & FUNK | Tryggvagötu 23. Sími 3982. 34. Stáíajíeift Skáldsaga eftir llja Ehrenbiirg forstjóra einhverrar verksmiðju, eins og þessi koná hefir gert. Pabbi er í sjöunda himni yfir því, að hún skuli hafa hlaupið frá manninum. — Hvaðan berast þér þessar fregnir? — Það er altalað í bænum, nýjasta æsifregnin. En þau eru hklega hvort öðru lík, heldurðu það ekki. — Ég er búin að segja, að ég þekki hana ekkert og ekki heldur mann henpay. Fólk dæmir misjafnlega. Ég reiði mig' nú mest á dómgreind pabba. — Jæja, þetta gleður þig þá kannske líka? — Hvað er það, sem þú vilt? Getur þér ekki skilizt, að ég þekki hana ekki? En pabbi segir að hún sé góð kona, og ég trúi því. En mér finnst það alltaf andstyggilegt, þeg- ar fólk er að skilja. Þetta verður blaðamatur og almenn- ignur smjattar á því. ÁÖur fyrr þótti þetta engin nýlunda, en nú er litiö á það sem hneyksli. Fólk á líka að vita, hvað það gerir, þegar það tekur ákvörðun um hjónaband. Valdimar hló. — Já, og kannske láta rannsaka sig, eða leita ráða sérfræðinga. — Ég sé ekkert skrítið við þetta. Hvernig finnst þér þabba líða? # — Ég held, að honum sé að létta. Þegar ég sagði hon- um frá því, að kona ívans væri hlaupin frá manni sínum, iá nærri að hann stykki fram úr rúminu. — Já, þarna er hann lifandi kominn. Þetta getur ekki endað vel. Hann leggur sjálfan sig í gröfina innan skamms Þrjá daga í röð hefir hann gengið til Lehingötu og heim aftur. Þar búa einhverjir stúdentar, sem hann þóttist verða að finna. Þetta er hræðilegt. Ég hefi einmitt haldið því fram sjálf, að ákafi hans og lífsfjör væri hezta heilsu lyf hans. En nú er mér nærri skapi að fallast á skoöun mömmu. Brosið hvarf af andliti Valdimars, og hann sagði alvar- lega: — Ég er þér ekki sammála um það. Pabbi er fáum líkur, og hann tilheyrir annarri kynslóð. Nútímafólkið er þann- ig, að ekkert má á bjáta. En gamla fólkið er úr öðru efni. Ég undrast það, hvaðan því kemur þessi styrkur: Jú, nú er ástæða til að óttast um pabba, og þótt ég gangi hér um og reyni að tala glaðlega, skaltu ekki ímýnda þér, að biér sé rótt. En hér verður ekkert að gert. Hann hefir verið sjálfum sér trúr alla ævi, og hann mun verða það til síðustu stundar. Hann vill deyja eins og hann hefir lifað og starfaö. Þegar Valdimar var farinn, leit Sonja inn til föður síns. Móðir hennar svaf úrvinda af þreytu eftir nóttina. Faðir hennar var einn og las í blaöi. Sonja ákvað að tala hrein- skilnislega við hann. Hún hafði lengi búið sig undir þetta samtal. Hún vissi, að móðir h'ennar gat engu um þokað, vegna þess, að ekki var róg að skírskota til sjálfsvarnarhvatar föður hennar. ívan Andrésson hlustaði vingjarnlegur á konu sína og svaraði brosandi, en jafnskjótt var hann þotinn eitthvað út til að sinna „fósturbörnum" sínum. Það var barnaskap ur að fara þannig að, hugsaði Sonja. En samt varð að koma vitinu fyrir föður hennar. Hann eyddi öllum kröft- um sínum á nokkrum vikum með þessu háttlagí. Tvisvar hafði hann verið beðinn að skrifa grein í kennaratímarit. Það gat hann gert, jafnvel þótt hann lægi í rúminu, og gæti hann ekki skrifað var ekkert hægara en hann læsi henni fyrir. Þetta var miklu þýðingarmeira en þramma endanna á milli í borginni til þess að líta eftr einhverjum strákhvolpum. Allt þetta sagð hún nú föður síunm, og rödd hennar titraði af geðshræringu. Andrés ívansson virtist hlusta með athygli á hana. Sonju flaug jafnvel snöggvast í hug, að hann féllist á viðhorf hennar. En sannleikurinn var sá, að honum var þetta allt saman svo andstætt, að hann varð að beita sig hörðu til að hlusta rólegur á það. Hún er mér ókunnug, hugsaði hann. Kostja og dreng- ir eins og hann skilja mig. Það er ekki aldursmunurinn, sem máli skiptir, og þess vegna gæti dóttir mín skilið mig. Nadja reynir einnig að halda aftur af mér, en hún reynir þó ekki að telja mér trú um, að umhyggja mín fyrir drengj unum sé vitleysa. En Sonju finnst ég aðeins gera mig hlægilegan. Hún talar við mig eins og hún væri eldri og reyndari. Ég skil þetta ekki. Að lokum tók hann fram í fyrir dóttur sinni: —! Það er eitt, sem ég skil ekki. Þú segir, að eitt sé nauðsynlegra en annað. Getur þú vegið málefnin þannig á vog? Ég hefi ætlað mér að skrifa þessa grein, en mér finnst engin ástæða til að yfirgefa drengina mína þess vegha.‘- Mundu, að þeir hafa misst feður sína. Kostja á raunar ekki held- ur móður. Þú ert nú upp vaxin og stendur traustum fót- um, en minnist þú þess aldrei, að þér hafi |iótt gptt að leita ráða til mín? Drengirnir mínir þarfnast líka ráða og leiðbeiningar. Og þú segir, aö ég eigi að láta þá sigla sínn sjó. - ... - •’ . - — Ég neita því ekki, að hér er um vandamál að ræða. En hverju getur þú áorkað einn þíns liðs? Slík vandamál á ríkið að leysa með stórfelldum atfgerðum. í dag reynir þú að hjálpa þessum Kostja, en á morgun ertu kannske ekki fær um það, og þá lendir drengurinn ef til vill á villi-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.