Alþýðublaðið - 03.04.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.04.1920, Blaðsíða 2
2 ALí’ÝÐUBLAÐIÐ Sj;ómannayerk- lítlliÖ í Astralíu. Síðastliðið vor hófst stórkost- legt verkfall meðal sjómanna í Ástralíu, sem stóð yfir frá 19, maí til 26. ágúst. Ástæður þess voru aðallega þær, sem hér segir. í desember 1918 hafði sjó- mannasambandið eftir mikinn málarekstur fengið því til leiðar komið, að mánaðarkaup háseta hækkaði úr 11 pundum (ca. 198 kr.) upp í 12 pund og 5 sh. (ca. 220 kr). Þessi kauphækkun var samt miklum mun lægri en þeir höfðu krafist. Auk þess héldu vörur áíram að hækka i verði og ágóði útgerðarmanna og annara skipaeigenda jókst stórum. Síðastl. vor ákváðu hásetar því að reyna aftur. Þeir komu fram með nýjar kröfur án tillits til þess, hve stuttur tími var liðinn frá því, að gerðardómurinn, sem um málið íjallaði í desember, hafði gefið úr- skurð sinn, og héldu því fram að vöruverð væri orðið svo hátt, að ekki væri lifandi á kaupinu. Maður sá, sem mest bar á þegar verkfallið var hafið, var ritari sjó- mannabandalagsins, Th. Walsh, sem kvæntur er Adele Pankhurst, dóttur frú Pankhurst. Hann vildi reyna að komast hjá gerðardómi og fékk sjómennina á sitt mál. í kröfum sínum fóru þeir m. a. fram á 14 pund (252 kr.), 6 tíma vinnu í höfn, þægindi á skipum endur- bætt samkvæmt siglingalögum rík- isins, sem ekki voru gengin í gildi, sömuleiðis fæði, aukaborgun fyrir að lesta kol og matvæli, líftrygg- inga hljóðandi upp á 500 pund (9000 krónur.) Stjórn Ástralíu fór fyrst hægt í sakirnar, en þareð talsverðar stífni gætti frá báðum hiiðum, varð ekki komist hjá algerðu verkfalli. Eftir að Mr. Walsh og félagar hans með atkvæðagreiðslu höfðu hafn- að tilboðum þeim sem gerð voru, var vinna lögð niður. Verkfallsins gætti mjög um alt ríkið, einkum að því er iðnaði viðvíkur, enda var það skiljanlegt, þar sem allur kolaflutningur stöðvaðist. Stjórnin sá sér ekki fært að leggja neitt ákveðið til málanna eftir að út í verkfallið var komið, enda þótt andi laganna fordæmi verkföll, en Mr. Walsh, sem var lífið og sálin í hreyfingunni, þótti tala of mikið og var dæmdur í 100 punda (1800 kr.) sekt, en lét það ekkert á sig fá, heldur end- urtók þær og var þá dæmdur í 200 punda sekt, og jafnframt fang- elsaður. Það gerði ekki lítið til að stappa í sjómennina stálínu og krafan um það, að hann yrði Iát- inn laus, var sett á oddinn, enda þótt sættir kæmust samt á, áður. Þess er getið í „The New Stat- esman" frá 20. des. síðastl. að samúð almennings hafi verið óskift með verkfallsmönnunum, sem ekki er að undra, þegar aðgætt er hve lágt kaup þeirra var. Mönnum reiknast svo til, að f Ástralíu hafi 400,000 manna (þar með konur og börn) orðið fyrir beinum áhrifum verkfallsins og að f Victoría einni hafi 25,000 manns mist atvinnu við það. í síðari hluta september komust menn loks að sættum. Var þar farin millileið sú, sem hér segir: a) kaup hækki um 35 sh (kr. 31,50) á mánuði. b) 8 tíma vinna. c) heimfarerleyfi í höfnum og 2 sh 10 d (kr. 4,30) fyrir yfirvinnu. d) sérhver háseti fái árlega 14 daga sumarfrí með fullu kaupi. e) matartími ákveðinn, og þægindi samkvæmt siglingalögunum, þar sem framkvæmanlegt er. Þó verkfalls þessa hafi verið að litlu getið, er það þó merkilegt mjög. Hásetar í Ástralíu eru svo samtaka um kröfur sínar, að þeir geta komið ríkisstjórninni til að standa magnþrota gegn þeim og neytt hana til að láta lög ríkisins liggja á milli hluta. -f- Jil athngnnar. Konung vilja fslendingar því ab eins hafa, að hann sitji í öðru landi. Vilji hitt landið ekki hafa hann lengur yfir sér, viljum við þab ekki heldur, því hingað viljum við ekki fá hann. Verði Danmörk lýðveldi, múnum við eiga kost á að losna úr sam- bandinu, ef við óskum að verða gleyptir af stórþjóð, sem við þekkj- úm vel. ísland vill verða sjálfstjórnandi ríki í Bandaríkjum Norðurlandaj jafnrétthátt hinum. Smávegis úr stríðinu um verklegar framkvæmdir. Eftir fyrirlestri sir Charles A. Par- sons í Brezka vísindafélaginu; tekið eftir „Nature" (stytt). Emkennileg aðferð. Þegar Titanic fórst á fjalljaka í Atlantshafi árið 1912 fóru ýmsir hugvitsmenn að spreyta sig á því að finna aðferðir til þess að hindra árekstur. Ein aðferðin var að senda hljóðbylgjur frá skipinu neðansjáv- ar, og svo að ráða af bergmálinu a hvað hljóðöldurnar rækjust. Berg- málið var auðvitað svo veikt að það gerði ekki vart við sig nema í sérstökum mjög næmum mót- tökuverkfærum. Þessi aðferð hefir verið endurbætt svo mjög á stríðs- árunum, að með henni getur skip sem er að elta kafbát vitað ná- kvæmlega hvar hann er, þó hann sé neðansjávar í ait að því 20 rasta (km.) fjarlægð. Aðferðina má á sama hátt nota til þess að vita um skip, ísjaka og sker, þó þau sjáist ekki, og það er'hægt að nota aðferðina til þess að mæla dýpi með. Einkennilegnr haínsognmaðnr. Einkennilegur leiðarvísir var það sem Þjóðverjar fundu fyrst upp, en síðan Bandamenn, til þess að vísa skipum rétta leið. Það var vírstrengur sem lagður var neðan- sjávar, og skiftistraumur var látinn leika um. Með sérstökum verk- færum í skipunum gátu þau alveg fylgt þræðinum sem lá á mararbotni, og notuðu Þjóðverjar svona lagaða leiðarvísira fyrir kafbáta sína gegn- um tundurduflasvæði Bandamanna. Voru sumstaðar lagðir 100 rasta (km.) langir vírstrengir til þessarar notkunar, neðansjávar1). Búist er við að að uppfundingu þessari verði ómetanlegt gagn á friðar- tímum til þess að vísa skipum um skerjótta leið, og til þess að vísa skipum til hafnar og frá höfn, I þoku, 1) ioö rastir, jainlangt og frá Akureyri til Grímseyjar eða yfir þveran Faxaflóa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.