Tíminn - 12.11.1954, Side 4
TÍMINN, föstudaginn 12. nóvember 1954.
1 '
256. blað.
Oflugt starf Þingey-
ingafélagsins í Rvík
Félag Þingeyinga í Reykja-
vík hélt aðalfund sinn þriðju
daginn 9. nóv. s. 1. í Breiðfirð
ingabúð uppi. Fráfarandi for
maður félagsins, Barði Frið-
riksson héraðsdómslögm. gaf
skýrslu um störfin á liðnu ári.
Starfandi eru innan félagsins
margar nefndir, er hafa með
framkvæmdum hin ýmsu
störf. Verið er að vinna að
undirbúningi að því að reisa
minnisvarða yfir Skúla land-
fógeta að fæðingarstað hans
í Keldunesi. Þá er og í athug
un um kvikmyndun héraðsins
og er nefnd starfandi í því
máli, en nokkuð hefir verið
gert af einstökum mönnum af
smáþáttum, ósamstæðum.
Unnið hefir verið að örnefna
söfnun. Á s. 1. sumri var fyrir
forgöngu örnefnanefndar
safnað örnefnum i þrem
hreppum eða á um 70 býlum,
Fór í vélakassa
vestur fyrir. tjald
Tuttugu og sex ára gam-
all Ungverji, Imre Komo-
roczky að nafni, lá tólf sól-
arhringa í kassa, sem full-
ur var af landbúnaðarvél-
um. Á þann hátt tókst hon
um að flýja yfir járntjaldið.
Á tólfta degi sá hann gegn
um gat á kassanum, auglýs
ingaspjald með áletrwninni:
Hamborg. Þá vissi hann. að
honum var borgið.
Imre lét svo ummælt, að
þessir dagar hans í kassan-
um væru þeir alverstu dag-
ar, sem hann hefði lifað.
Hann hafði meðferðis tvö
kg. af brawði og þrjá lítra
af vatni. Þessa tólf daga
borðaði hann aðeins helm-
inginn af brauðinw, en vatn
ið gekk til þurrðar eftir
fimm sólarhringa.
Á leið sinni, sem hann
fór með vörulest frá Ung-
verjalandi um Tékkósló-
vakíw og Austur-Þýzkaland,
Iéttist hann um sex kg. —
Kulci og óttinn við það, að
hann myndi finnast, hafa
sett mót sitt á flóttamann-
jnn. — Tvisvar áður hafði
hann gert tilrawn til þess
að flýja ættland sitt, en mis
tekizt í bæði skiptin.
gerði það Skúli Skúlason. For
maður örnefnanefndar Krist
ján Friðriksson forstj. styrkti
starfið með 4 þús. kr. fram-
lagi. landnámsnefnd hefir
unnið að skógrækt í Heiðmörk
og voru gróðursettar þar s. 1.
vor 3500 plöntur af félags-
mönnum. Er vaxandi áhugi
fyrir skógræktinni og rætt
um að byggja skála í landi
félagsins þar efra. Formaður
landnámsnefndar er Kristján
Jakobsson póstmaður, en í
nefndinni eru 19 manns, einn
úr hverju hreppsfélagi. — Út
er að koma á vegum sögu-
nefndar félagsins Byggða- og
sveitalýsing Suður-Þingeyjar
sýslu eftir Jón Sigurðsson í
Yztafelli, stór bók og fróðleg
með mörgum myndum. Þá er
og verið að rita byggðalýsing
ar úr Norður-Þingeyjarsýslu
og hefir Gísli Guðmundsson
alþingismaður tekið að sér for
göngu þess verks.
Stjórn félagsins til næsta
árs skipa: formaður Tómas
Tryggvason jarðfræðingur, rit
ari Indriði Indriðason rith.,
gjaldkeri Valdimar Helgason
leikari, meðstjórnendur: Jón
ína Guðmundsdóttir kaupk.
og Andrés Kristjánsson blaða
maður. Félagsmenn eru rúm-
lega 300 að tölu.
Dvalarlieimilimi
berst vegleg gjöf
Á fundi í fulltrúaráði sjó-
mannadagsins s. 1. sunnudag
mætti Sigurjón Ólafsson,
myndhöggvari, og afhenti
svohljóðandi gjafabréf:
„Ég undirritaður gef hér
með Dvalarheimili aldraðra
sjómanna grústeinsmynd, er
nefnist Sjómaður. Myndin er
gefin til minningar um föð-
ur minn Ólaf Árnason frá
Eyrarbakka. Jafnframt er
Jóni Bergsveinssyni erind-
reka falið að sjá um uppsetn
ingu myndarinnar. Það er
ski-lyrði fyrir gjöf þessari, að
ég ráði sjálfur hvar myndin
verði staðsett og má ekki
flytja hana úr stað án sam-
ráðs við mig.“
Höggmyndin er sem stend
ur á sýningu í Noregi, þar
sem farið hefir verið miklum
hrósyrðum um hana. Var
myndhöggvsrinn hylltur fyr
ir gjöfina.
Fréttabréf úr
Dýrafirði
Síðastliðið sumar var góð
viðrasamt og gjöfult hér um
slóðir. Þurrkar voru að vísu
linir, framan af sumrinu, en
lítið rigndi og var svo kom-
ið í október að vatnsból
þraut á nokkrum bæjum, er
sjaldan kemur fyrir. Gras-
vöxtur var góður og nýting
góð, enda mikiö um votheys-
gerð og súgþurrkun á nokkr
um bæjum.
Uppskera garðávaxta var í
góðu meðallagi, en þó voru
rófur smáar í sand- og mold
arjarðvegi, vegna þurrka.
Garðrækt er þó minna
stunduð en fyrir stríð, vegna
fólkseklu. Allir garöávextir
héðan eru nú seldir.
Fé var í vænna lagi.
Slátrað var á Þingeyri 2054
dilkum er reyndust 15,5 kg.
að meðaltali, og er það 1/10
kg. meira en í fyrra.
Jarðýtur hafa unnið til
þessa, því að jörð hefir ekki
frosið til baga og snjór ekki
verið til tafar að heitiö geti.
Skurðgrafa lauk verki í sl.
viku og hafði þá graíið á 17
jörðum í Mýrahreppi frá 24.
júní í sumar og er nú lokið
greftri í sveitinni. Grafnir
voru í sumar 89,267 tenings
metrar. Sl. þrjú sumur hefir
skurðgrafa unnið í Mýra-
hreppi og grafið á öllum
byggðum jörðum í sveitinni
nema einni og þrem eyðibýl
um, sem nýtt eru frá næstu
jörðum. Grafn'ir hafa verið
154.915,9 m3 og kostar gröft-
urinn kr. 573.885,72.
Mest allt mýrlendi í sveit
inni hefir nú verið ræst, og
munu tún hér stækka mjög
næstu árin, en útfærsla túna
hefir verið lítil undanfafið,
vegna þess að búið var að
rækta þaö land, sem tiltæki
legt var.
Hyggja bændur nú að
fjölga sauðfé, en um mjólk-
ursölu er ekki að ræða. Helzti
agnúi á því er landþrengsli
til sumarbeitar.
Tvö íbúðarhús hafa veriö
byggð í sumar og peningshús
á nokkrum bæjum. Eitt ný-
býli er í uppsiglingu.
Lítið hefir verið hér um
sjósókn í sumar og haust, og
lítið veiðst, þó að á sjó hafi
verið farið og kenna menn
um ofvaiði á miðunum úti
fyrir.
Hins vegar hefir verið
mikið um vega- og brúar-
vinnu og margir Dýrfirðing-
ar unnið við það.
Byggðar voru tvær brýr í
Dýrafirði og ein í Arnarfirði
á Hrafnseyrará. Vegasam-
band komst á í sumar inn
fyrir Dýrafjörð og er að því
mikil samgöngubót. Vantar
þar nú aðeins brú á Botnsá,
sem væntanlega verður byggð
næsta sumar.
Lítið hefir verið um fisk til
vinnslu í hraðfrystihúsinu á
Þingeyri í haust, þó lagði tog
ari nýlega upp 60 tor.n af
f?ski og Pétur Halldórsson er
að landa 150 tonnum af fiski
í nótt og eru menn úr sveit-
unum einnig í vinnu við það.
JD.
| Blómamark-
aðurinn
[ við Skátaheimillð
1 alls konar afskorln blóm
og margt fleira.
Síml 6295
Bóndasonur ræðir hér um geitfé
á íslandi og danska fyrirmynd: *
Geitféð að deyja út á íslandi,
segir Tíminn. Nei, eftir ellefu hundr
uð ára sögu má þetta ekki verða
svo. Ekki er húsdýralif okkar svo
fjölbreytt. En hitt er sennilega æski
legt, að breyting verði á geitfjár-
ræktinni. Ég minnist þess frá Dan-
'merkurárum mínum, hve það var
! notasælt smábændum þeim, sem
þar í landi nefnast husmænd, og
ekki gátu haft kú, að hafa geit
(eða máske tvær), sem tjóðruð var
á litlum grasbletti við húsið. Þessir
menn bjuggu ekki svo stórt, að þeir
hefðu kú, en geitin var ótrúlega
dropasæl skepna og börnin höfðu
líka skemmtun af henni. Ég hefi
löngum saknað þess að sjá ekki
þennan sama sið hér, og ég hygg,
að hann ætti að takast upp. Víða
i þorpum og kaupstöðum mundi
það verða ódýrt að afla heytugg-
unnar til vetrarins. Hérna í Reykja
vik vita menn ekki hvað þeir eiga
að gera við heyið af blettum sín-
um og því er ekið á sorphaugana.
Það finnst okkur, sem uppalin er-
um í sveit, sorgleg sjón. Ég vildi
að fólk íhugaði þessa dönsku fyrir
mynd.
Bóndasonur.
Þá er grein frá Sn. um Kross-
veitingu, sem gleðja mun'marga: ‘
*
Sir Stanley Uniein, EL. • j).,: hinn
nafntogaði forustumaður brezkra
forleggjara, hefir forseti íslands
nýlega sæmt riddarakrossi Pálka-
orðunnar. Mun þetta gleðja hina
mörgu vini hans hér, og mundi
hafa gert þó að fyrr hefði verið,
því að manna maklegastur er sir
Stanley þessarar viðurkenningar,
Hann kom hingað til lauds'sumai'ið
1934 og dvaldi hér sex vikur, nokk
uð þess tima sem gestur rjkisstjórn
arinnar. Síðan hefir naumast ann-
ar maðuk verið íhlutunarsamari
um okkar mál í London og fáir
verið okkur þarfari. Á stríðsárun-
um mátti segja að hann væri nokk
urs konar óviðurkenndur .konsúll
okkar, og þá kom víst enginn ís-
lendingur svo til London að hann
heimsækti ekki sir Stanley Unwin.
Og ekki er hann líklegur til að
gleyma okkur fremur nú, er honum
hefir verið sýnd þessi viðurkenning.
Siíka menn er gott að eiga að, og
margra manna maki hefir hann
löngum verið talinn.
Ekki verður fleira rætt í bað-
B A N N
við rjúpnadrápl
í landi Hafnarfjarðarkaupstaðar
Hér með tilkynnist að allt rjúpnadráp er bannað
í landi Hafnarfjarðarkaupstaðar og verðar sektum,
ef út af er brugðið.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 10. nóv. 1954.
Stefán Gunnlauusson.
WAWWAVA'.W.’.W.WAVVA’/.VAV.VVWAVliW.^
'$ Bezt að auglýsa í TÍMANUM
iwwvwvuvwwwftwviwwwvwvvwvyvwwwwrtwi
stofunni í dag.
Starkaður.
issssssssssssssgsar./issssssssssssssssssssssgssýsssssscssssscsscwswssg
Þrifið fólk
lætur þvo sængur- og koddaver vikulega. Þetta þykir
sjálfsagt, en hafið þér athugag hvort í sængurfatnaði
yðar sé hreint fiður og dúnn? Sennilega ekki. Innan í
hinum hreinu sængurverum getur falizt aragrúi sýkla,
ásamt ýmis konar öðrum óþrifnaði. — Látið okkur þvi
hreinsa fiðrið og dúninn í sængurfötum yðar — nú er
rétti tíminn til þess.
Seljum einnig tilbúnar dúnsængur:
Æðardúnn og gæsadúnn.
Fljót og góð afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfu um allt land.
Fiðurlireinsun
Hverfisg. 52
Alúðarfyllstu þakkir til allra þeirra mörgu, sem auð-
sýndu cklcur samúð og vinarhug við andlát og jarðar-
för föður okkar og tengdaföður,
GUÐBJARTS GUÐBJARTSSONAR,
vélstjóra.
Börn og tengdabörn.
Utför
JÓNATANS JÓSAFATSSONAR
frá Skeggjastöðum í Miðfirði
fer fram mánudaginn 15. nóv. og hefst með húskveðju
kl. 10 árd. Jarðað verður á Melstað.
Sæunn Guðmundsdóttir,
börn og tengdabörn.