Tíminn - 17.11.1954, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.11.1954, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ►órarinn Þórarlnason Ótgefandi: rranusóknarfloklEurinn SS. árgangur. Reykjavík, miðvikudaginn 17. nóvember 1954. Bkrifstofur I Edduhúsi Préttasímar: 81302 og B1303 Afgreiðsluslmi 2323 Auglýsingaslmi B1300 PrentsmiSJan Edda. 260. blaff. Benedlkt Sveinssen7 fyrrver- andi alþingismaðyr látlmi í gærmorgun lézt í Reykja vík Benedikt Sveinsson, fyrr- verandi alþm. á 77. aldursári. Vegna fráfall^ Benedikts var auglýstum fundum í báðum dei'Idum Alþingis frcstað, en á fundi í sam- einuðu þingi var lians minnzt með því, að varafor- seti deildarinnar, Jón Sig- urðsson á Reynistað, las æviágrip hins látna ágæti’s- manns, en þingmenn vott- uðu virðingu sína með því að rísa úr sætum. Einn af sonum Benedikts Sveinssonar og konu hans, frú GuÖrúnar Pétursdóttur, á sæti á Alþingi, Bjarni Benediktsson, dómsmála- ráðherra. Mátti sjá þing- menn, hvern á fætur öðrum, ganga að sæti ráðherrans og samhryggjast lionum. Á 4^síöu blaðsins í dag er birt ávarp það, er varafor- seti sameinaðs þings flutti þingheimi, vegna fi’áfalls hins látna þiiigskörungs. Mikill vertíðarundir- búningur í Sandgerði Tveir háí;ir byrjaðir róðra, afla vel Frá fréttaritara Tímans í Sandgerði. Tveir bátar eru byrjaðir róðra frá Sandgerði. Róa þeir stutt, hálfan eða heilan tíma frá bryggju, og afla ágætlega. Erw þetta fremiir litlir bátar og róa með stiítta Iínu á þess- um tíma árs. í vetur verða að líkindum gerðir út um 20 bátar frá Sandgerði. Verður það svip- að og i fyrra. Flestir þessara báta eru aðkomubátar því heimabátarnir eru ekki nema sex. Nokkrir aðkomubátanna eru úr Garðinum, úr næsta nágrenni Sandgerðis en margir koma líka langt að í verið þangað frá Austfjörö- um og útgerðarstöðvum á Norðurlandi. Óvenjjulega vashleg bjjörgun vestur í Grunnavíh: átnura hvolfdi, björguðu sér og ósyndum félaga til lands Sundið á annað hundr. metra E ósjé og gegnum landhrim Bútfihi rak ujigi í í'jöru og brotnaði í spón Frá fréttaritara Tímans á ísafirði í gær. í gær kom?;st þrír menn frá Griinnavík í mikinn lífsháska, þegar bát hvolídi undir þeim í aftaka brimi er þeir voru að koma heim úr fiskiróðri. Tveir mennirnir, er syndir voru björguðu þeim þriðja, er ósyndwr var, til lands og syntu með hann á annað hundrað metra. Um klukkan 10 fyrir há- degi lögðu þeir upp í þessa sögulegu sjóferð á þriggja lesta trillubát, þilj uðum. Mennirnir á bátnum voru Kristján Lyngmó, bóndi að Höfðaströnd, Raguel Haga- línsson og Karl Pálsson upp- eldisbræður, báðir heimilis- menn að Sætúni í Grunna- vik. Rafraagn lagt um * Arskógsströnd Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Fyrir nokkrum dögum var rafmagn lagt á fyrsta bæinn á Árskógsströnd. Var það Litlu-Hámundarstaðir. Ver- ið er að ganga frá rafmagns línu um ströndina, og verður lagt heim á bæina hvern af öðrum á næstunni. í dag eða morgun verða smáþorpin Hauganes og Lítli-Árskógs- sandur tengd við línuna. Varð fyrir bíl í Lækjargötu í gærkvöldi varð lítil stúlka fyrir bíl í Lækjargötu og meiddist lítils háttar en ekki svo að hættulegt gæti talizt, og var hún flutt heim að lok inni skoðun. Voru að vitja um lóðir. Reru þeir til að vitja um lóðir, er þeir áttu í sjó í Jök- ulfjörðum, og gekk þeim vel á miðin. En áður en þeir voru búnir að draga línuna gerði snögglega hvassviðri með brimi, svo að ekki var um annað að ræða, en bjarga sér sem skjótast til lands. Bátnum hvolfir — komust á kjöl. Á leiðinni hrepptu þeir hið versta sjóveður, og þegar komið var wndir Staðarhlíð henti slysið. Þar undan svo nefndum Skakhamri er mjög misvindasamt og skipti það engum togum, að bátnum hvolfdi í einni rok- unni. Þeir þremenningarn- ir komust allir á kjöl. Rag- úel er ósyndur en hinir báff ir vel syndir. Enga hjálp var að fá þarna, og því ekki um annað að ræða fyrir skipbrotsmennina en aff reyna að bjarga sér til lands með einhverju móti. Syntu gegnum brímgarðinn. Tóku þeir félagar því þaff (Eramhald á 7. síSu). Frarasóknarvist að ffótel Borg * 1 Framsóknarvistin hefst aff Hótel Borg kl. 8,30 í kvöld. Húsið verður opnað ltl. 8, gengið inn um suðurdyr. Að spilunum loknum flytur Vit hjálmur Hjálmarsson, al- þingismaður, stutta ræðu, en síðan verður dansað til kl. 1. Hljómsveit Þorvalds Steingrímssonar leikwr. — Áríðandi er, að allir þeir, sem vilja vera öruggir með að fá miða á þessa skemmt un, sæki þá í skrífstofu Framsóknarfélaganna í dag — símar 5564 og 6066. Keflavíkurbátar afla vel á granna línu uppi í landsteinum Frá fréttaritara Tímans í Keflavík. Það má til nýlunclu teljast aS stórir vélbátar í Keflavík búast nú á línuveiðar með granna línu og litla öngla og leggja línuna á grunnmið, 15—20 mínútna sjóferð frá bryggju. Hafa litlir bátar úr Keflayík stundað þessar veið- ar I siímar og aflað ágætlega. Einn stór bátur er þegar byrjaður þessa stuttu róðra og þúinn að stunda sjóinn á aðra viku meðan aðrir hafa lítið getað sinnt sjó vegna ótíðar á djúpmiðum. Báturinn hefir granna línu, litla öngla og smátt Fiskhús byggð. Um þessar mundir stendur yfir allmikill undirbúningur (Framhfa.7d á 2. s£ðu.) Verður sagan Útnesjamenn eftir séra Jón Thorarensen kvikmynduð bráðl.? í athugun mim nú vera að gera kvikmynd eftir skáldsögunni Útnesjamenn eftir séra Jón Thorarensen, sem út kom fyrir nokkrum árum hér í Reykjavík og vakti þá ahmikla athygli. Það er kvikmyndafélagið Edda-film, sem liefir þetta mál í athugun, en það fé- lag, sem myndað er af á- hugamönnum íslenzkum í þessum efnum, stóð að kvik myndun Sölku Völku ásamt sænska kvikmyndafélaginu. Mun Ed((a-film nú vera að svipast um eftir næstu verkefnum, og hefir skáld- sagan Útnesjamenn þá mjög komið til greina. Út- ncsjamenn fjallar wm líf og baráttu sjómanna á Swður- nesjwm, er stórbrotin og mjög vel ritwð, og cr varla að efa, að af henni mætti gera hina ágætustu kvik- mynd, er í senn væri skemmtileg, áhrifarík og fræðandi um líf á þessum slóðum fyrr á árum, en tölu vert erfið mundi sú kvik- myndataka verða ef vel væri og kosta-mikið fé. skorna beitu. Rær hann tvisv ar yfir daginn með 16 bjóð í senn og dregur því samtals 32 bjóð. Hefir hann'aflað á- gætlega og fær oft um 8 lest- ir yfir daginn. Fimm bátar eru byrjaðir róðra með línu frá Keflavík og hafa allir sótt á venjuleg mið með venjulega línu þar til að þessi bátur breytir til. Munu fleiri eftir koma og verða Keflavíkurbátar þá að veiðum rétt upp við land- steina. Aflinn sem fæst á þessum heimamiðum er nær ein- göngu ágæt ýsa, eða svo hef- ir það að minnsta kosti verið hjá litlu bátunum. En sá vél bátur, sem byrjaður er á þess ari sjósókn, fær að jafnaði þorsk að einum þriðja. Þykir þessi sjósókn nokkur nýlunda á Suðurnesjum, þar sem óvenjulegt er að stórir bátar hagi róðrum þannig. KJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.