Tíminn - 17.11.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.11.1954, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, migyikudaginn 17. nóvember 1954. 260. blaff. I9ÖDLEIKHÖSID LOKAÐAR DYR Sýning fimmtudag kl. 20. Næst síðasta sinn. SÁður auglýst sýning á Silfur-J jtunglinu þennan dag, fellur nið- j jur vegna veikindaforfalla iHer- j dísar Þorvaldsdóttur leikkonu. j | Seldir miðar endurgreiddir í | ! miðasölu. j Aðgöngumiðasalan opin frá kl. | ! 13,15 til 20. Tekið á móti pönt- J lunum. Sími 82345 — tvær línur. j 1! LEÍKFÉLAG REYKJAVtKDR" Erfint/inn hÍ ! ! Sjónleikur í sjö atriðum jeftir skáldsögu Henry Jamcs. í Sýning í kvöld kl. 20. ÍAðgöngumiðasala eftir kl 2 ^ í dag. j Frœnlea Charleys ! Gamanleikurinn góðkunni með | Árna Tryggvasyni í hlutverki „frænkunnar". Sýning annað kvöld kl. 20. Aðgöngumiðasalakl. 4—7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. Sími 31ÖÍ. ( «.▼ r ! f I ( Yið ! AUSTURBÆJARBÍÓ ! Óyiftur fuðir ! Hin vinsæla sænska stórmynd! (sem vakið hefir feikna athyglij j og umtal, sýnd í dag vegna j fjölda áskorana. Sýnd kl. 7 og 9. Síðasti sjórœninginn | Bráðspennandi og viðburðarík | ? litmynd um hinn fræga sjórænj (ingja og kvennagullið Jean La- ffette. Sýnd kl. 5. Bönnuð innan 12 ára. j NYJA BIO — 1544 — Látum drottinn tlwma j Hin stórbrotna ameríska lit- [ I mynd samkvæmt hinni frægu j jmetsölubók sem omið hefur útj já íslenzku. Aðalhlutverk: Gene Tirney, Cornel Wilde, Jeanne Crain. Sýnd kl. 5, 7 og 9. iBönnuð börnum yngri en 14 ára. J SER^Us' GOLD x\ __rSIIíLyxn ^^—ir\/u 0.10 HOLLOW GROUND 0.10 , S'í’iií 'vmnum | eldhússtörfin |nú er síðasta tækifæri að sjá jþessa bráðskemmtilegu gaman- = mynd, sem gerð er eftir hinni (vinsælu skáldsögu eftir Sigrid (Boo. ( Aöalhlutverk: Birgitte Reimer, Ib Schönberg. | Sýnd aðeips í dag kl. 7 og 9. ( t Haf og himinn loga Sýnd kl. 5 Allra síðasta sinn. GAMLA BÍÓ i — 1471 — ( Námur Salilmons konungs (King Salomons’s Mines) ! Böm innan 10 ára fá ekki aðgang. í Sýnd ki. 5, 7 og 9. TJARNARBÍól Huffalo SSill hefir | um j ekki! út í( BÆJARBIÓj — HAFNARFIRÐI - ( Houdini ! Heimsfræg amerísk stórmyndj *um frægasta töframann erald-i [ arinnar. — Ævisaga Houdinis j Ihefir komið út á íslenzku. Aðalhlutverk: Janet Leigh, Tony Curtis. Sýnd kl. 7 og 9. HAFNARBIO — Btml 4444 — Sagan af j Glenn Miller j (The Glenn Miller Story) j Stórbrotin og hrífandi, ný, amer j íísk stórmynd í litum um ævij j ameriska hljómsveitarstjórans! (Glenn Miller. ( [Einnig koma fram Louis Arm-j (strong, Gene Kruba, Prances j jLangford o. fl. 1 S^pd kl. 5, 7 og 9,15. jSagan um Buffalo Bill ! hlotið miklar vinsæidir ! heim allan og kvikmyndin (síður. Sagan hefir komið jíslenzkri þýðingu. = Aðalhiutverk: Charlton Hcston, Khonda Fleming. Bönnuð börnum. Sýnd ki. 5, 7 og 9. ITRIPOLI-BÍÓ ! • Blml 115S. { Einvígi í sólinni (Duei in the Sun) ÍNý amerisk stórmynd í litum, (framleidd af David O. Selznic. (Mynd þessi er tall.a einhver sú istórfenglegasta, er Eokkru sinni jhefir verið tekin. — Framliðandi jmyndarinnar . eyddi rúmlega ! hundrað milljónum króna í töku [hennar og ei' það þrjátíu millj- j ónum meira en hann eyddi í jtöku mynd,arinnar „á hverf- janda hveli“. — Aðeins tvær jmyndir hafa frá byrjun fcdotið [meiri aðsókn en þessi mynd, en jþað eru: „Á hverfanda hveli“ jog „Beztu ár ævi okkar“. Auk aðalleikendanna koma| ! fram í myndinni 6500 „statist- j | ar“. — David O. Selznic hefir j (sjálfur samið kvikmyndahand- j ritið, sem er byggt á skáldsögu! jeftir Niven Buch. j ! Aðalhlutverkin eru frábær- (iega leikin af: [ Jennifer Jones, Gregory Peck, I Joseph Cotten, Lionel Barry- j more, Walter Huston, Herbert jMarshalI, Charles Bickford og (Lillian Gish. Sýnd kl. 5,30 og 9. ! Bönnuð börnum innan 16 ára. j Hækkað verð. ! Bonapartc og .... (Framhald af 5. siðu). ir þar átt höfuðhlut aff máli. Afrek kommúnista í þess- um málum eru svipuð sigrum Bonaparta Kiljans yfir Tyrkj um. Líklegt má telja, að Kiljan hafi haft kommúnistaflokk- inn í huga, þegar hann samdi söguna nm Bonaparta. Svo mjög svipar þeim saman. Kommúnistar köstuðu sínu gamla og góða nafni c.g tóku upp nýtt skrautlegra nafn eins og Bonaparti. Kommúnistar endurreistu landbúnaðinn, að eigin sögn, en Bonaparti kvaðst hafa endurreist kristindóminn. Kommúnistar gersigruðu stjórnarflokkana, ef trúa má skrifum Þjóðviljans, Bona- parti hafði unniff frægan sig ur á Tyrkjum eftir sögunni. Frásagnirnar eru svo svip aðar, aff undarlegt má telja. Skrumið og mikilmennskan í tali er sú sama en afreksget an og afköstin svipuð. Allir vita, að Kiljan er snill ingur en hitt mun fáa gruna, að hann hafi notað snilld sína til þess að draga upp svo lifandi mynd af sínum eigin flokki. Styrktarsjóður munaðarlausra barna Nýlega var stofnaður sjóð- ur, sem heitir Styrktarsjóður munaðarlausra barna. Tilgangur sjóðsins er að bæta kjör munaðarlausra barna og unglinga, þeirra er misst hafa báða foreldra sína eða af einhverjum ástæöum njóta ekki umhyggju þeirra né annarra, sem ganga þeim fullkomlega í foreldra stað. Fyrsta gjöfin, sem sjóðnum barst, kr. 2.000,00, var frá börn um Ólafíu Ólafsdóttur frá Hlíðartúni, sem dó 24. ágúst 1953. Hafði hún lífs óskað þess, að ef sín yrði eitthvað minnzt, þegar hún félli frá, þá yrðu munaðarlaus börn lát in njóta þess. Með þessum peningum var sjóðurinn stofn aöur. Stjórn sjóðsins skipa: biskup íslands, hr. Ásmundur Guðmundsson, frú Guðrún Jósefsdóttir og Þorkell Krist- jánsson, barnaverndarfulltr. Sjóðurinn hefir gefið út minningarspjöld, sem fást í Bókabúð Braga Brynjólfsson- ar, Hafnarstræti 22, verzl. Björns Jónssonar, Vesturg. 28, hjá Guðrúnu Jósefsdóttur, Njálsgötu 33 B og á skrifstofu Barnaverndarnefndar Reykja víkur. Ennfremur verður tek- ið á móti áheitum og öðrum gjöfum á sömu stöðum. § S Frímerkja- safnarar | Við erum vel þekktir meðal | 1 frímerkjasafnara fyrir góð I | ar vörur og sanngjarnt! | verð. Höfum fyrirliggjandi} I Frímerkjalista (kataloga) I I albúm, innstungubækur,} | umslög, tengur, vatns- j j merkjaskálar, ásamt okk- } \ ar vel þekkta úrvali af jj Í frímerkjum einstökum og }. 1 í settum, pökkum og úr-} | valsheftum. Póstsendum. j JÓN AGNARS | Frímerkjaverzlwn s.f. } \ Póstbox 356, Reykjavík = I 50. Sráiajtt^r Skáldsaga eftir llja Ehrenburg 1 - : feykti því um koll, reif snjóinn af jörðinni og þyrlaöi hon- um af fítonskrafti í augun á fólki, sem var að reyna að skríða í hlé. - Þegar storminn lægði, sagði fólk: — Þvílíkt fárviðri. Ég hef nú aldrei vitað annað eins. Einn gamall maður áleit þó, að fárviðrið 1908 hefði verið verra. Þegar ívan minntist þessarar óveðursnætur síðar, var minningin ætíð blandin hjátrúarótta. Hann gat ekki trúað öðru en eitthvað yfir- náttúrlégt væri í þessari umturnun höfuöskepnanna. Hon- um fannst, sem náttúruöflin hefðu gert samsæri við illt og öfundsjúkt fólk gegn sér, og nú hefði átt að kippa sér upp með rótum eins og eikinni í garöinum. Jafnskjótt og ívan var kominn út á götuna skildi hann, aö þetta var reiðarslagið. Þessu er stefnt gegn mér, hugsaði hann. Nú á að krefja mig reikningsskapar fyrir það, að nýju húsin eru ekki komin upp, nú á ég að vera hinn mikli synda- hafur. Hann hamaðist allan daginn. Húsnæðislausu fólki varð að útvega skýli yfir höfuðið, það voru níu fjölskyldur og tvennt einhleypt, sem búið hafði í stóra skálanum, sem fauk. ívan fór á fund formanns bæjarsovétsins og þrábað hann um að útvega herbergi í bænum handa hinu vegalausa fólki. Ushakov tók honum illa og hrópaði: „Því hefirðu ekki hugsaö um þetta fyrr“? ívan reyndi að afsaka sig og endurtók í sífellu: „Sumum hefir verið komið fyrir í birgðahúsinu, en þú verður að hjálpa mér við að koma þeim sem eftir eru fyrir, kæri félagi. Þú verður aö hjálpa okkur. Stormurinn hafði svipt þökunum af sex verkamannahús- um. Húsgögnin lágu tvist og bast, og föt, bækur og blöð fuku sem skæðadrífa en reynt var að bjarga húsmunum eftir föngum, og þeim var hlaðið á vörubíla. Kona grét hátt og Semjonow verkamaður gaut illu hornauga til ívans og hvæsti framan í hann: „Jæja, ertu nú ánægður"? ívan sneri sér undan án þess að svara. Hann haföi tekið vélamann með konu og börn í íbúð sína. Hann hraðaði sér til bæjarstjórans og bað: „Láttu mig fá þrjár lestir af þakjárni, og þá skal ég koma þökunum á undir eins. Hann reyndi að útvega þak- hellur, og hann hugreysti konur og börn eftir mætti. En meðan hann hamaöist við allt þetta, var aðeirís 'ein hugsun í huga hans: „Ég er glataöur, það er úti um mig. Því verður ekki breytt héðan af. Ég, sem er heiðarlegur sovét- borgari og hefi fórnað ríkinu ævi minni, er glataður, ég sekk og enginn minnist mín framar. Hinn þjáningafulli biðtími ívans var sex dagar. Sjöunda daginn var,hringt til hans. Þaö var varaformaður bæjar- sovétsins, sem sagði. Það eru komin boð frá miðstjórn flokks- ins í Moskvu um að þú sért beðinn aö koma þangað og gefa skýrslu. ívan var viðbúinn hinu versta, erí þessi orð í símanum voru honum þó slíkt reiðarslag, að hann missti heyrnartólið. Hann hugsaði sljór: Þetta eru endalokin. Ég vonaöi, að' tilmælin mundu koma frá ráðuneytinu. Ég á aö gefa persónulega skýrslu, en það er 'ekkert að skýra. Stormurinn æddi, og það vita allir. Nei, það er aðeins það eitt, aö stjórnin hefir ákveð- ið að losna við mig. En hvar er nú réttlætiö? Er það kannske ég sem ræð veðri og vindum? Án nýju birgðaskemmunnar hefði okkur aldrei tekizt að leysa þau verkefni, sem okkur voru falin. Þar að auki var þetta mikill sparnaður fyrir ríkið. Þar að auki var áætlunin samþykkt og mér óskaö tvisvar til hamingju með góðan árangur verksmiðjunnar. Og svo á að reka mig út í myrkrið. Hvers vegna? Aöeins vegna þess að stormurinn kom. Ef stormurinn hefði ekki komið, mundi ég hafa fengið heillaskeyti 1. maí. Það er ekki heil brú í þessari röksemdarfáerslu. Ég er enginn smástrákur lengur, en þó á að hirta mig og reka mig út. Ég er dæmdur til glötun- ar, aðeins vegna stormsins, vegna stormsins. Hann reyndi að get'a sér þess til, hver hefði sent skýrslu um þessa atburöi til Moskvu, eyöileggingú stormsins Qg töfina á byggingu verkamannabústaðanna. Vafalaust Sokol- owski, því var nú ver að honum hafði ekki tekizt að ryöja honum úr vegi í tíma. Það var mér auðvelt með annað eins tromp á hendinni og brottsendingu fjölskyldunnar til Belgíu. Vægð hefnir sín ætíð. En kannske hefir það alls ekki verið hann? Hann er enn sjúkur. Sibertsew getur það ekki veriö, því að hann er ragur. Líklega er það formaður bæjarsovéts- ins. Hann vill láta að sér kveöa. Tilkynningin kom heldur ekki frá ráðuneytinu heldur frá miðstjórn flokksins. Vafa- laust hefir þáð verið hann, kannski með bakstuðningi Sokolowskis. Það skiptir annars engu máli úr því, sem komið er. Ég sit í gapastokknum, það hefir veriö kippt í spottann, Mestan hluta leiðarinnar til Moskvu sat ívan hljóöur og starði fram fyrir sig. Áður fyrr hafði hann jafnan leikið á alls oddi í Moskvuferðum. Hann naut slikra ferða og hafði gaman af að ræða við ferðafélagana. En í þessari fgrö, yar upplitið annað. Hann var hugsjúkur. Þeirri hugsun skaut allt í einu upp hjá honum, að það væri Lena, sem hefði komið þessu öllu af stað. Þessi aumingja kona hafði öðlazt heimsku- legar hugmyndir við skáldsagnalestur og eyöilagði nú iífið fyrir einum trúasta þjóni Sovétríkjanna. Og hvernig mundi nú fara um verksmiðjuna. Ég get ekki hugsað mér verk- smiðjuna án minnar stjórnar. Undarlegt að hégómleg kona skuli geta fengiö öðru eins áorkað. Dimitri hafði sannarlega rétt fyrir sér, er hanu sagði í ræðu uinni, að það væri haátu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.