Alþýðublaðið - 08.08.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.08.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞtÐUBLÁÐíÐ ALÞÝÐUBILAÐII | : kemur út á hverjum virkum degi. [ : Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við í < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► : til k). 7 síðd. [ Skrifstofa á sama stað opin kl. ► 9Va—ÍO'/s árd. og kl. 8-9 síðd. ) ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 [ I (skriístofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► ; mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 > ► hver mm. eindálka. [ J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ► J (í sama húsi, sömu símar). | < ► Sacco og Vanzetti. Lesendumir munu minnast pess, að sambandsþing Alþýðuflofcksins samþykti s. 1. vetur yfirlýsingu gegn stéttardómi þeim, sem feíd- ur Juefír verið yfir verkamönnun- nm Bartfioiomeo Vanzetti og Ni- coía Sacco. Mótmæli gegn réttar- morðum jressuni hafa verið send hvaðanæfa frá, þvi að réttlætis- tilfinning manna víðs vegar um fieim hefir verið misboðið með þeim. Verkamenn þessir voru dæmdir fyrir að hafa framið morð, án þess að líkur, hvað þá sannanir, væru fyrir lrendi til að saka þá um það. Þeir eru prúð- menni, og almenningur var undir eins sannfærður um sakleysi þeirra, en þeir eru ákveðnir boð- endur jafnaðarstefnunnar, og því þurfti ameriska auðvaldið að losna við þá. Sökin varð ekki sönnuð á þá, en samt voru þeir dæmdir til lífláts, og hafa þeir setið mörg ár í fangelsi. Annar maður hefir jaEnvel játað á sig morðið, sem þeir eru sakaðir um, en samt er ákveðið að lífláta þá. (Sjá símfréttirnar!) Meðal annars sendu verklýðs- fé'ögin sænsku George Branting málfærslumann, son Hjálmars iieitins Brantings, forsætisráðherra jafnaðarm.stjórnarinnar sænsku, vestur til Ameríku í sumar, til þess að kynna sér málið. Eftir að iiann hafði athugað það rækilega, 'lýsti hann yfir því, að hann væri viss um sakleysi þeirra. Það er ekki að undra, þó að óspiltir menn láti í Ijós réttláta :reiði, þegar nú er áformað að myrða þessa saklausu menn und- ir yfirskini laganna, en dómend- um þeirrá mun þykja óvirðing í, að sakleysi þeirra sannist héðan af, og þvi fæst jafnvei ekki svo kölluð „náðun“ á þeim. Meistaramót í. S. í. Þessi urðu úrslitin í fyrra kvöld: í 100 stikna hlaupi: Fyrstur verð Garðar S. Gíslason („I. R.“) á 11,3 sek. Það er metið. Annar varð Stefán Bjarnason (,,Á.“), þriðji Helgi Eiríksson („í. R.“). 800 stikna hiaup: Fyrstur varð Geir Gígja („K. R.“) á 2 mín. 7 sek. Næstur varð Stefén Bjarna- son. Langstökk: Lengst stökk Svein- björn Ingimundarson („1. R.“) 6,30 stikur. Næstur Reidar Sörensen („I. R.“) 6,29 st. og þar næstur Garðar S. Gislason 5,93 st. 5000 st. hiaup: Fyrstur varð Geir Gjgja á 18 mín. 5,5 sek. Annar Magnús Guðbjörnsson („K. R. “) á 18 mín. 19 sek. og þriðji Stefán Runólfsson (,,Á.“) á 18 mín. 37,4 sek. Kúluvarp: Lenst kastaði Þor- geir Jónsson („í. R.“) 19,37 st. (báðar hendur). Næstur varð Sig- ursteinn Magnússon („I. R.“) 17,41 stikur. 200 st. hlaup: Fyrstur varð Garðar S. Gíslason á 24 sek, ann- ar Sveinbjörn Ingimundarson á 24,7 sek. Þriðji Stefán Bjarnaso-n á 25,3 sek. Kringlukast beggja handa: Lengst kastaði Þorgeir Jónsson, 66,51 stiku. Næstur varð Garðar S. Gíslason. 1 gær hélt mótið áfram og urðu þessi úrslit: 400 st. hlaup: Stefán Bjarnason fyrstur, 54,6 sek., og er það nýtt met. Gamla metið var 56,2 sek. Annar varð Sveinbjörn Ingimund- arson á 55 sek., þriðji Geir Gígja á 55,2 sek. Hástökk með atrennu: Helgi Eiríksson stökk 1,72 st., Þorgeir Jónsson 1,52 st. og Reidar Sören- sen 1,42 st. 1500 st. hlaup: Geir Gígja varð ffyrstur á 4 mín. 32,5 sek. Þá Ste- fán Bjarnason 4 mín. 40 sek. Þriðji varð Stefán Runólfsson. Þrístökk: Reidar Sörensen stökk 13,37 st„ Sveinbjörn Ingi- 'inundarson 12,73 st„ Garðar S. Gíslason 12,01 st. Gamla metið var 12,40 st. Hinir fremstu í hverri íþrótt eru þar með orðnir landsmeistarar í henni. Mótið heldur áfram á miðviku- dagskvöldið. Hin vilía veiðiför. Eftir Henri) Barbusse. Ég sat á litlum bekk fyrir fram- an húsið og horfði út að sjón- deildarhringnum, þar til hafið hvarf í rökkurmóðunni. Fram undan húsinu lá litli garðurinn, og á honum var stórt hlið, sem sífelt stóð opið öllum. Vegur lá út að skógarþykkninu frá hliðinu, og yzt, þar sem skógurinn byrj- aði, sá ég urmul blaða og greina, sem sóldn gylti og skreytti svo fagurlega. Dagurinn var að líða. Skyndilega heyri ég hornablást- ur, og fram úr skógarþykkninu kemur vagn markgreifans á fleygi- ferð. Lafmóður og hlaupandi hjörtur kemur i hendingslcasti í gegn um hliðið og inn í garðinn. Gestir markgrédfans, veiðimenn- frnlr úr höflinni, höfðu elt hann í margar kJukkustundir. Nú hafði hann af hendingu rekist á hliðið og hlaupið inn í garðinn, yfir- kominn af angist og þreytu. Víð stóðum þarna báðir og störðum hvor á annan. Augu hans voru óróleg og hrædd. Hann var þak- inn auri og leðju og skalf á fót- unum. Hann hljóp út í eitt hornið á garðinum, tók sér þar varnar- stöðu, en var uppgefinn og kyrr. Flokkur geltandi veiðihunda ætlaði að ryðjast inn í garðinn. Fjöldi þorpsbúa var kominn á staðlnn og horfði forvitnum aug- um á hjörtinn, sem stóð i horn- inu, fullviss um, að sigurinn væri unninn af konungi skógarins. Markgreifinn og fyigdarlið hans kom nú á fleygiferð. Áhorfend- urnir viku til hliðar, og hinir „fínu“ gesfir komú á staðinn. Klæði þeirra voru hin skrautleg- ustu, úr hárauðu, grænu, gulu og svörtu silki. Vopnagnýr heyrð- ist og svipusmellir, og sólin .spegiaðist á fægðum byssunum. Þessi einmana, óendanlega ein- mana vera, sem lét taka sig fangna í litla garðinum mínum, hreyfði sig ekki. Ég horfði á þennan skrautiega flokk ríkra inanna, sem var svo gráðugur eftir blóði hjartarins. Ég leit á hjörtinn, og ég sá brjóst hans ganga upp og niður og hólsinn þenjast út, — hálsinn, sem hinn skrautlegi hópur starði á með gal- opnum, gráðugum augunum. Rauðklæddur veiðimaður hoppaði af baki. Hann dró langan veiði- hníf úr slíðrum. Hundarnir geitu ákafara. Mennirnir voru hættir að tala, en störðu, að eins störðu og störðu á veiðimanninn og hjörtinn. Maðurinn var í þann veginh áð ganga inn í garðinn. Hann kom auga á mig, gerðd hreyfingu með höfðinu í áttina tii hjartarins, hóf hnífinn, svo að hlikaði á blaðið, og hrópaði til mín: „Ég vona, að þér leyfið það, herra minn ?“ En ég rétti út annan handiegg- inn til að verja honum hliðið og kaltaði: ,„Nei, ég ieyfi það ekki.“ Hann nam staðar undrandi. „Hvað ?“ „Hvað er þetta?“ „Hvað segið þér ?“ „Hvað segir hann?“ Hann snéri sér að féUjgum sínum, sem komu nær. „Hann ætiar ekki að hleypa okkur inn!“ Þessi frétt kom flatt upp á hina skrautlegu gestí. Vmsir urðu yf- ir sig komnir af skelfingu, og hver talaði í kapp við annan. Kvenfólkið var ekki þegjandi. „Slíkan maim hefi ég aldrei þekt fyrr,“ sagði gömul kona og snéri sér að einum fylgdarmahin- anna. „Bjóðið honum peninga!" hröp- aði hún hátt. „Þér getið fengið tryggingu, vinur minn!“ Ég krepti hnefana af hatri, og hann sagði ekki meira. Ég stóð þarna eins og stein- stöpull og athugaði þessi viltu mannsandlit. Öll báru þau sama svípinn af morðhug. Þeir voru búnir að elta þennan ihjört í langan tíma, og nú, þegar Ihann var að gefast upp, vildu þeir drepa hann. Einn af þeim reyndi að útskýra þetta fyrir mér, og meðan hann talaði, horfði hann stöðugt á bráðina til að gæta þess, að hún slippi ekki úr greipum þeirra. Gamall mabur rétti út hönd sína gegn dýrinu. Höndin var líkust ránfuglskló. Og konurnar voru verri en mennirnir. Blygðunin Öró úr orð- um þeirra. Þær voru sótrauðar í framan, og augu þeirra voru eins og eldhaf í stórviðri. Ein af þeim, kornung stúlka, með fléttur, er bylgjuðust niður bakið, kom brosandi til mín og Isagði: „Kæri herra! Ég bið yður —," Og hún nuddaðd hendur sínar af æsingu. í samanburði við vitfirringu þessara „mentuðu" manna var hundageltið ekkert. Mennirair höfðu að edns alið hundana upp í því að hata veiðibráðina. Bændurnir færðu sig meira af- síðis. Mér fanst, að úr augum þeirra .skini tortryggniskend gremja yfir aðferð „betri“ borgaranna, og að þeir væru farnir að skilja, að veiðiför er nokkuð meira en það., sem alment er álitið. Ein alþýðukona með barn á handleggnum tók sig skyndilega út úr bópnum, eins og hún væri hrædd um að smita bamið a£ grimd hinna skrautklæddu. En kurrinn og reiðin uxu. Ég skildi, að ég myndi ekki til lengd- ar geta varið vesalings dýrið, sem. þessir „meiri háttar" menn vom svo þyrstir í að myrða. Augu mín hvíldu eitt augnablik á hirtinum, og margar blíðar til- finningar streymdu í gegn un? mig á þessu augnabliki. Nú fanst mér, að þau fáu augnabíik, sem ég hafði varið líf hans, væru dýr- máet. Og þegar ég heyrði blóð- þyrst hrópin, sem dundu yfir mig, skildi ég, hversu dýrið og raað- urinn eru lík, þegar dauðann ber að. Ég skildi, að allar lifandi verur hverfa héðan með bróður- kærleika í hjarta. Ég krepti hnefana og stamaði: „Ég leyfi það ekki!“ En bylgjan reis hærra og hærra, tilbúin til alls. „Við verðum að ná í hann,“ snökti einhver. „Drepið hann! Drepið hjörtinn!" hrópaði annar. Lítil og nett hendi veifaði úr vagninum: „Nú veit ég það! Nú veit ég ráð!“ Hópurinn þagnaði og hlustaði. með eftirvæntingu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.