Alþýðublaðið - 08.08.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.08.1927, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLASíB 4 ' ijm Jjótír JEWLÍÉ^. ^tLS^ dUSkJhbi.AA -j— -^u— S Golftreyjur (silki) Svuntur á fullorðna 1 og börn. Kaffidúkar og margt fleira. , wm I I I Matthilðnr Bjomsðóttir, g Laugavegi 23. iSBE aaai isai sai Sjómerki. Hafnarmerki'ð á Raufarhöfn hef- ir verið rifið. Innsiglingarmerkið á innri höfnina verður framvegis j)aö, að vesturendi nýrrar kirkju, sem nú er í smíðum, sé í miðun laus við hólmann. „Frjáls samkepni“ „Útgerðarmenn óska einskis frekar en nú komi illviðri svo veiði teppist í von um verðhækk- un.“ Þessi klausa. stendur í „Mgbl.“ á laugardaginn í skeyti, er Valtýr sendir að norðan. Þarna koma skýrlega í ljós einkenni auð- valdsskipulagsins, þar sem öll framleiðsla byggist á gróðaaukn- ingu, en ekki þörfum. Þegar nátt- úran er gjafmildust stendur ein- staklingsframtakið úrræðalaust. Innlend tfðindi. Seyðisfirði, FB., 6. ágúst. Að austan. Grasspretta kemur seint vegna Vorkulda. Tún eru tæplega í íneð- allagi, en útengi lakari. Heyskap- ur erfiðúr, þurkar óstöðugir. Garðuppskera óvituð enn. Baðjið eint Smára- smjitrSsklð, pví að pað ©r efsaislietra en ait assnað ísmjorMki. Drengjaf otln göðu og ódýru eru komin aftur, verðið frá kr. 13,00 til kr. 22,00 settið eftir stærðum. Ait af ódýr- ast i KLÖPP Laugavegi 28. Lítil budda tapaðist í Miðbæn- urn á laugard. Skilist gegn fund- arlaunum í Alþýðuprentsmiðjuna. Kaupgjald Kaupgjald hér við síldarsöltun 1 kr. á tunnu af hafsíld, 1,25 af smásíld. Sildveiði á Austfjörðum er óhemju mikil. Alls hafa verið saltaðar 15 000 tunnur, þar af á Seyðisfirði 4 500, Eskifirði 5 000, hitt á Norðfirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Síldveiðin hefir hingað til verið mest utanfjarða, en nú útlit fyrir, að firðirnir séu að fyllast. Landnótaveiði byrjuð. konfekt og átsúkkulaði er annálað um all- an heim fyrir gæði. í heildsölu hjá Tóhaksverzlun fslands h.f. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræt! 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Akureyri, FB., 6. ágúst. Að norðan Spretta í meðallagi í Eyjafirði, í góðu meðallagi í Skagafirði. Síðustú viku daufur þurkur. Mik- il hey úti. Tún alhirt óvíða. Útlit íneð kartöfluuppskeru gott. Kaupg'jald karlmanna víðast 40 —45 kr. um vikuna, en kvenna -25 kr. Ferðatosknr Nýkomnar, mjög ódýrar. VerzL „llía“, Bankastræti 14. SkðÍES, kinnar, grásleppu og saltfisk, selur Hafliði, Bergþóru- götu 43, sími 1456. Afgreitt frá kl. 7—9 siðd. Sokkas1 — Sok&ar — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Veggmyndir, íallegar og”ódýr- ar, Freyjugðtu 11. Innrömmun á sama stað. Vonlld vfð Vikar! Þad verdur notndrýgsl Afjætas- iisýjar rófur fást i verzlun Þórðar frá Hjalla. Mjólk fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinni. Oddur Sigurgeirsson. Austurrík- ismenn hafa sent hingað frægan málara, Henning að nafni, til þess að mála mynd af Oddi og skeggi hans. Er almæit, að þeir ætli að hengja hana upp í þinghúsinu þar fyrir austan. Oddur er með svaka- legasta móti á myndinni og skeggið blóðrautt eins og slík- um blóðrauðum bolsivikka sóm- ir. Er alt af fult af áhorfendum til að dást að myndinni. Oddur gerir landinu sóma alls staðar og er vert að geta þess. xP. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. Siegerkranz: Æfintýri herskipaforingjans. sá mig, bauð hann mér starf aftur. Þetta er eitt af mínum beztu hlutverkum, svo að ég tók því strax, — guði sé lof! — annars hefði ég ekki hitt þig!“ Hún kysti á augna- lok hans. „Hvar er hann nú? — Delarmes meina ég?“ Hann leit rannsakandi í augu henni og stóð á öndinni. „Hér í Piarís; — líklegast hjá frú Ranvet. — Æi! það veist þú heldur ekki! Já; það er gömul kerling, sem hefir illræmda íbúð í Auteuil. Ég held, að hann bafi ætlað að útvega henni einhverja nýja, unga stúlku til þess að — —.“ Nú var hringt lengi og mikið. Raddir heyrðust kalla á Adéle. Adéle hrökk við..„Ó, guð minn góður! Nú á ég að fara inn, vinur minn!“ Það var barið harkarlega á dyrnar. „Já; ég kem strax! — Farðu nú, yndið mitt! — Því miður verð ég að fara strax inn á leiksviðið; síðasti þáttur er byrj«aður.“ „Ég bíð þín á eftir," sagði Paterson og kysti hana að skilnaði. „Nei, nei; ekki hér; — komdu heldur klukk- an hálf-eitt heim til mín, — Malesherbes- breiðstræti nr. 5.“ — Hún reit heimilisfangið í skyndi á pappírssnepil. — „Þar erum við í næði. Þar bíð ég þín.“ Hún leit töfrandi á hann og brosti. Hurðin opnaðist og stúlkan kom inn með skykkju Adéle. Paterson varð að fara, er hann hafði lofað því hrifinn að koma um kvöldið heim til hennar. Hann gekk í gegn um hóp ungra kvenna, sem alls staóar viku úr vegi fyrir hinum tígulega ameríkumanni. Hann var a'ð hugsa um, hvernig hann ætti að gera grein fyrir frá- veru sinni við Thornby og Gladys. Er hann var kominn að tröppunum, sem lágu inn i áhorfendasalinn, rakst hann alt í einu á gráklæddan mann. Hann vék úr vegi og bað kurteislega afsökunar, en er Paterson leit á hann, stóð hann augliti til auglitis við Ðelarmes! Hann þekti Paterson óðara og miðaði þegar skammbyssu á hann. Paterson sló vopnið óðara úr hönd hans og greip í jaíkkakraga hans. „Jæja; loksins, þorparinn þinn!“ hrópaði Ameríkumaðurinn. „Þetta var óvænt gleði!“ „Fjandinn hafi yður!“ hvæsti Delarmes og reyndi að losna. Það var alveg mannlaus gangurina. Rödd Adéle heyrðást í fjarska uppi á leiksviðinu. Þeir lágu nú báðir á gólfinu. Delarmes varðist eins og tígrisdýr og reyndi að ná í rýting, sem hann hafði í vasanum. Loks tókst honum að losa sig og þaut eins og ör út um dyr, er lágu út í garðSnn- Paterson nafði neyðsí til að sfeppa tak- inu, vegna þess að Delarmes náði um kverk- ar honum og ætlaði að kyrkja hann. Hann þaut á eftir honum, en er hann kom út á götuna, sá hann Delarmes hverfa inn í veit- ingahús beint á móti. Frakkalaus og hatt- laus þaut hann á eftir honum þangað inn. Þar var heldur mannfátt, að eins nokkrir menn, er spiluðu teningaspil. Þeir urðu dauð- skelkaðir, þegar Paterson miðaði á þá byssu sinnni og spurði, hvaða leið flóttamaðurinn hefði farið. Þeir bentu á hurð, er lá fram í eldhúsið. Er Paterson opnaði hana, var Delarmes að brjóta rúðuna, en eldasveinninn og stúlkan ráku upp hræðsluóp. Paterson fór eins og hvirfilvindur á eftir og skar sig á mörgum stöðum, en tók ekki eftir því. Delarmes var nú kominn út á götuna aftur og ætlaði að hlaupa upp í lystivagn, er fór fram hjó, en hann var fullur af fólJki, svo að hann þaut inn í bifreið, sem var verið að setja af stáð fyrir utan leikhúsið. \ ••

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.