Tíminn - 24.12.1954, Qupperneq 3

Tíminn - 24.12.1954, Qupperneq 3
292. blað. TÍMINN, föstudaginn 24. desember 1954. 3 í slendingajDættir Dánarminning: Þorleifur Jónsson, Breiðholti Vorið 1886 fluttust fátæk hjón með barnahóp sinn frá ,Ytri-Hraundal á Mýrum til Ameríku. Slíkt var ekki ný- lunda á þeim árum. Harðindi, hallæri og drepsóttir geisuðu hér á landi á fyrstu árum 9. tugar síðustu aldar og fólk beinlínis flýði úr landi svo þúsundum skipti. Bóndinn í Ytri-Hraundal varð hart úti á þessum árum eins og fleiri. Hann hét Jón Þorsteinsson frá Hraundal Brandssonar á Saurum Helga sonar á Beigalda Gunnlaugs sonar. Kona Jóns var Sólveig Bjarnadóttir á Hellissandi Bjarnasonar. Jón Þorsteins- son andaðist eftir 9 ára veru í Ameríku, en börn hans kom ust þar vel til manns, völdu sér ísienzka maka og juku þar kyn sitt og er sú ættkvísl nú orðin allfjölmenn þar vestra. Sama vorið, sem Jón og Sól veig fluttu tii Ameríku, var elzti sonur þeirra hjóna, Þor leifur að nafni, smali á Tjald brekku í Hítardal. Hann var þá 12 ára gamall, fæddur í Ytri-Hraundal 20. apríl þjóð hátíðarárið 1874. Tjaldbrekka var nýbýli við botn Hítardals, sem vár 1 byggð um 50 ára skeið, frá 1840—1890. Svo af- skekkt var býli þetta, að 3—4 klst. lestaferð var til æstu bæja, hvort heldur var farið til bæj a í Hítardalinn eða inn yfir fjall til Dalasýslu. í hvora áttina sem farið var til næstu bæja var yfir vegleysur að fara, seinfarna leið og tor- sótta. Engum getum skal að því leitt, hvaða hugsanir hafa bærzt í brjósti hins 12 ára drengs á Tjaldbrekku, er for eldrar hans og systkini fluttu af landi burt. Eins og þá var öllu háttað, varð varla við því að búast að neitt af þeim sæ ist framar á íslandi, heldur væru þau horfin fyrir fullt og allt. Fyrir jafn greindan og athugulan dreng, sem Þor- leifur var, hefir slíkur viðburð ur áreiðanlega orðið íhugun- arefni. Hitt þykist ég vita, að lítt hafi hann þá, frekar en síðar, flíkað tilfinningum sínum, eða hugsunum. En hvað sem um það er, Þorleif ur varð eftir á íslandi og ævi starf hans varð að mestu bú- skapur á erfiðum fjalljörðum, ekki ósvipuðum þeim stað, sem hann sleit smalaskóm sínum í bernsku. Þorleifur Jónsson var miss eris gamali tekinn í fóstur af Jóni Hannessyni, þá bónda í Syðri-Skógum í Kolbeins- staðahreppi og seinni konu hans, Þóru Magnúsdóttur. Fyrri kona Jóns Hannesson- ar, Ragnheiður Ólafsdóttir frá Helgastöðum hafði verið frændkona Jóns Þorsteinsson ar, föður Þorleifs, og má vera að þær tengdir.hafi orðiö þess valdandi, að einhverju leyti, að Þorleifur komst þangað í fóstur. Þorleifur var hjá fóst urforeldrum sínum og með þeim fyrstu 30 ár ævi sinnar, fyrst í Syðri-Skógum, síðan í Tjaldbrekku og síðast í Hít ardal, en þar byrjaði hann sjálfur búskap og var þar í ustu árin. Þorleifur kvæntist í Hítardal eftirlifandi konu sinni Jóhönnu Sigríði Ólafs- dóttur. Foreldrar hennar voru Ólafur Eyleifsson frá Máva- hlíð í Lundarreykjadal og Jóhanna Steindórsdóttir frá Háafelli í Miðdölum. Jón Hannesson, fóstri Þorleifs andaðist í Hítárdal 1904, Þóra ekkja hans var eftir það hjá Þorleifi og andaðist hjá hon um í Akurholti 1923. Þorleifur og Jóhanna byrj uðu búskap í Hítardal. Síðan bjuggu þau í Selárdal í Dala sýslu í 12 ár, Höfða í Hnappa- dalssýslu tvisvar, samtals 11 ár, og auk þess fá ár á Hömr um í Hraunhreppi og Akur- holti í Eyjahreppi. Árið 1934 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu fyrst tvö ár í Lang- holti, en síðustu 18 árin voru þau í Breiðholti. Þar andað ist Þorleifur 19. október s. 1. á 81. aldursári og var jarð- sunginn af séra Jakobi Jóns syni 26. s. m. Þorleifi og Jóhönnu varð 9 barna auðið. Af þeim dóu tvö í æsku, en þau sem lifa eru þessi: Guðmundur bóndi í Breið- holti, Þorkell húsg.bólstrari í Rvík, kvæntur Lilju Eiðsdótt ur frá Klungurbrekku, Krist- ján húsgagnabólstrari í Rvík, Jón verkamaður í Breiðholti, Solveig gift Magnúsi Helga- syni sjóm. frá Vestmannaeyj um, Jóhanna verksm.stúlka í Rvík og Kristín gift frænda sínum, Guðjóni Kristmanns- syni frá Akranesi. Þorleifur Jónsson var mað- ur hæglátur og lítt fyrir þaö gefinn að trana sér fram. Hann var greindur vel og glöggur á menn og málefni, stálminnugur á forna atburði, fróðleiksfús og gerhugull, grandvar í orðum og athöfn- um og vakti traust og athygli við alla kynningu. Hann var dulur í skapi. TJm, hann hefði mátt segja í gamla daga að lítt hefði honum brugðið við vofveiflega hluti. Hinar fornu dyggðir, gestrisni og greiða- semi, átti hann 1 ríkum mæli og naut hann þar fullrar að- stoðar konu sinnar. Mér finnst, að með Þorleifi Jóns syni sé fallinn frá einn af hin um gömlu góðu íslendingum, sem hafa verið kjölfesta þjóð lífsins í gegnum aldirnar, mót aðir af eldi og ís íslenzkra fjalla, traustir og öruggir í orðum ög athöfnum, harðn andi við hverja þraut og bezt ir, þegar mest reynir á. Blessuð sé minning hans. Guðm. IHugason. Búningar frá 1850 ”C3gæWS3SS3SSS3S3S3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS&533S3S$SSSS$S$ýSSSSSSSSS3 Gleðileg jó annan í jólum ki 9 - SKEMMTIATRIÐI - Ný§u tlansarnir uppi Gömlu dunsarnir ni&ri Aðgöngumiðasala á Röðulsbar allan daginn (annan í jólum) Lokað verður kl. 3 í dag fram á annan í jólum. Myndin er af einu atriðinu úr leiknum Erfinginn, sem L. R. sýnir á annan í jólum. Talið frá vinstri: Hólmfríður Pálsdótt- ir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Benedikt Árnason. Leikur þessi er mjög íburðarmikill og kostuðu búningarnir um fjörutíu þúsund krónur. Þeir eru gerðir nákvæmlega eftir tízkunni, eins og hún var um 1850. Bæjarbíó sýnir mynd- ina Vanþakkiátt hjarta Jólamyndin í Bæjarbíó í Hafnarfirði nefnist Vanþakklátö hjarta. Þetta er ítölsk mynd og ekki sögð gefa eftir mynd- inni Önnu, sem sýnd var í Bæjarbíói í sumar. Aðalhlutverkiiu leika Carla del Poggio, Frank Latimore og Gabriele Ferzetti, Carla er ein af kunnustu leikkonum ítala. Hún er gift kvik- myndastjóranum Alberto Lattuada, sem stjórnaði töku myndarinnar Önnu. Carla syngur lagið „í kvöld“ í myndinnL Þetta lag hefir verið sungið inn á plötu af Hauki MorthenSa Auk þessa hefir sagan komið út á íslenzku. — GLEÐILEG JÓL — ; r tvíbýli móti fóstra sínum síð Ksssgssssswssssssswssssssssssssssssssssýssssgssssssssssssssasssgýsýsa Myndin hefst á því, að El- ena Franzosi er í söngnámi hjá söngkonu, e): eitt sinn var fræg. Hún vinnur jafn framt hjá henni til að greiða námskostnaðinn. Söngkonan deyr og Elena er sökuð um að hafa stolið skartgripum frú- arinnar. Úr þessu verður mál og koma þar við Suprina, píanóleikari og lögfræðingur inn Enrico. Skilnaður. Þeir sækjast báðir eftir hylli stúlkunnar, en hún vel ur lögfræðinginn. Þá kemur móðir hans^til skjalanna og kemur henni til að skilja við Enrico. Tíminn líður og Elena verður þekkt söngkona í næt urklúbbum. Hún á von á barni og er flutt fárveik í sjúkrahús. Lætur hún kalla á móður En- ricos, segir henni, að hann eigi barnið og hún verði að sjá um uppvöxt þess, ef hún deyi. Þessu lofar móðirin. El- enu er ekki hugað líf, straum ur örlaganna rennur hratt, og eins og í ítölskum myndum9 verða hörð átök undir lokin. Carla del Poggio „í kvöld“ \ Aögöngumiðar seldir að áramótadansleiknum 28. og 29. desember. VWAWWWV’AT.'AVAV.V.VAVA'.V/VWV.VbWNV'.W INNILEGA ÞAKKA ég öllum börnum mínum, tengda- og barnabörnum, frændum og öð'rum vinum og vandamönnum nær og fjær, sem glöddu mig á áttræðisafmæli sínu, þann 15. desember sl. með heim sóknum, gjöfum og skeytum, og gerðu mér daginn ó- gleymanlegan. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól og farsæla framtíð. JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR Túngötu 5 — Siglufirði. WAWVAVAVWrt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.