Tíminn - 28.12.1954, Síða 4

Tíminn - 28.12.1954, Síða 4
TÍMINN, þriðjudaginn 28. desember 1954. 293. blað. Eins og allir vita, sem nokk uð eru kunnugir í Vestur- Skaftafellssýslu, stendur Kirkjubæjarklaustur undir hlíðinni, sunan undir Klaust urheiðinni. Kirkjubæjarklaustur er sögufrægur staður að fornu og og nýju. í Landnámu segir að Ketill hinn fíflski, dóttur sonur Ketils Flatnefs, nam land milli Geirlandsár og Fjarðarár. Hann bjó í Kirkjubæ. Áður höfðu þar Papar setið, þar máttu heiðnir menn ekki búa. En Ketill var kristinn. Snemma hefir þar kirkja ver ið. í Njálssögu segir frá því, þegar Flosi fór til brennunn ar á Bergþórshvoli. Riðu þeir til Skógahverfis og komu í Kirkjubæ. Bað þá Flosi alla ast fyrir, og gerðu menn svo. Sýnir þetta, að þarna hefir verið kirkja þegar í byrjun kristni hér á landi, og mun svo hafa verið þar til hún var flutt að Prestbakka á síð ari hluta 19. aldar. Síðar var þar svo stofnað klaustur eins og kunnugt er. Mun ég ekki gera frekari tilraun til að rekja sögu staðarins, til þess skortir mig öll nauðsynleg gögn, en vil aðeins drepa á nokkra menn, sem þar hafa búið á síðari tímum. Á fyrri hluta 19. aldar bjó þar stórbúi Jón Magnússon, ættaður úr Skagafirði. Hann átti fjölda barna og eru mikl ar og merkar ættir frá honum komnar í Vestur-Skaftafells- sýslu. Þar á eftir bjuggu þar sýslumenn Skaftfellinga. Má þar til nefna Árna Gíslason, sem lengi bjó þar, en flutti til Krýsuvíkur, þegar hann lét af embætti og bjó þar til dauðadags. Það er í frásögur fært, hvað fjárríkur hann var, þegar hann flutti frá Klaustri. Er fullvíst, að rekstur hans var um 1400 fjár. Hann hafði að vísu tvær jarðir til ábúðar. Síðar var þar Sigurður Ólafs- s<jn, 1881—1891, síðar sýslu maður Árnesinga, og síðast Guðlaugur Guðmundsson. Hann kom þangað 1891 og sat þar til 1904, en var þá skipað ur sýslumaður í Eyjafjarðar- sýslu og bæjarfógeti á Akur- eyri. Voriff 1904 keypti Lárus Helgason jörðina og flutti þangað ásamt konu sinni El- ínu Sigurðardóttur frá Breiða bólstað á Síðu. Bjuggu þau á Kirkjubæjar klaustri meg þeirri rausn,sem löngu er landskunn orðin í 39 ár, eða til 1941, en það ár lézt Lárus. Synir þeirra hjóna eru 5. Tóku þeir þá við jörð og búi og hafa rekið það í fé lagi síðan, þótt sumir þeirra hafi dvalið árum saman ann ars staðar. Er það sjaldgæf samheldni, og tryggð við föð urleifð sína. Verður nú sagt nokkuð frá hinum miklu framkvæmdum, sem gerðar hafa verið á Kirkjubæjarklaustri hin síð- ari ár. Kirkjubæjarklaustur er mikil og fögur jörð, túnið nær upp að hlíðinni, sem er óslitin frá Systrastapa ag vestan, að norðaustur takmörkum jarðar innar, þar sem áin Stjórn fell ur niður af heiðinni. Öll er hlíðin grasi gróin, upp að lág um hamrabeltum, sem eru með allri brúninni. Neðan við túnið rennur Skaftá, þung og vatnsmikil til austurs. Uppá heiðarbrúninni er stöðuvatn, sem heitir Systra- vatn. Úr því rennur lækur nið ur hjá bænum, sem knýr raf stöðina, sem er aflgjafi þeirra Klaustursmanna. Lækurinn var vatnslítill og misbresta- Maynús Finnbogason: Ur Ausfurvegi 5 Á Kirkjubæjarklausfri samur, en hefir nú verið stór aukinn, með miklum skurða grefti uppi á heiðinni og vatns miðlun í vatninu. Er nú kom in þarna fullkomin rafstöð, sem nægir staðnum sem afls- og hitagjafi nú og um næstu framtíð að minnsta kosti. Fyrir norðan vatnið var einu sinni býli, sem hét Klausturs sel. Þar eru nú og hafa lengi verið fjárhúsin frá Klaustri. Er nú búið að rækta þarna stórt tún. Heiðarnar eru geysi víðáttumiklar og allar grasi grónar, eru þar hin ákjósan legustu beitarlönd. Fram að síðustu árum var aðalheyskapurinn tekinn á heiðurium. Þarna stóðu marg ir karlmenn að slætti allan síðari hluta sláttarins og álíka margar stúlkur að raka. Svo kom hestasláttuvélin með rakstrartækjum, og þar á eft ir dráttarvélin. Þá var heyið, er afgangs var í fjárhúsunum flutt niður snarbratta fjalls- hlíðina á reiðingshestum. Nú er heyskapurinn af túnunum orðinn svo mikill, að allur heyskapurinn á heiðinni er úr sögunni. En í stað þess var í sumar flutt á annað hundrað hestburðir af töðu á 10 hjóla trukk uppá heiði, í fjárhús- hlöðuna, því að allt hlöðurúm var þrotið heima. Sunnan við SKaftá er Eld- hraunið mikla, sem rann þarna 1784, svo að segja við bæjarvegginn á Klaustri. Það mun flestum, sem koma á þessar slóðir, verða hugsað til þeirra ógnarlegu náttúru- hamfara, sem þarna áttu sér stað fyrir 170 árum. Hin hug prúða trúarhetja séra Jón Steingrímsson hafði kvatt söfnuð sinn til þess að koma saman í húsi Drottins, biðja hann miskunnar og fela sig honum á vald. En svo nærri var hraunflóðið komið staðn um, að búast mátti við, að það tæki kirkjuna og staðinn á hverri stundu. Við sjáum prestinn í anda þar sem hann stendur fyrir altarinu. Með trúarstyrk, eldmóði og krafti mælsku sinnar hrífur hann tilheyrendur sína svo, að á þessari stundu virðast þeir gleyma þeim ógnar hamför um náttúrunnar, sem um- kringir þá og ógnar lífi þeirra og afkomu allri. En meðan á messunni stóð, stanzar hraun straumurinn. Og hvað sem þessu hefir valdið, verður þetta alltaf dásamlegur við- burður og ógleymanlegur þeim, sem vilja um það hugsa. En eitt er víst, að fólk ið, sem þarna var saman kom ið trúði, að þarna hefði gerzt kraftaverk, sem veitti því ó- metanlegan kraft til að berj ast áfram fyrir lífi sínu. Kirkjan á Kirkjubæjar- klaustri stóð af sér ógnir og hörmungar Skaftáreldanna, en var síðan flutt að Prest- bakka. En kirkjugarðurinn hefir verið girtur með vand- aðri steinsteypugirðingu, og bíður þess, að kirkjan verði aftur reist að Kirkjubæ á Síðu. Að sjálfsögðu hvíla margir merkismenn og konur i kirkju garðinum á Klaustri, en án alls mannjafnaðar mun mörg um finnast bera hæst nöfn þeirra séra Jóns Steingríms- sonar og héraðshöfðingjans Lárusar Helgasonar, sem báð ir urðu bjargvættir Skaftfell inga, sinn í hvoru eldgosi. Milli Skaftár og Stjórnar Séð heim að Kirkjubæjarklaustrz neðan frá Skaftá. Myndin er tekia fyrir allmörgum árum, og hafa þar nú bætzt við mörg hús og reisuleg, svo sem hið nýja verzlunarhús Kaup- félags Skaftfellinga, sem birt var mynd af í síðustu þátt- um, ?iýtt sláturhús, nýtt gistihús og samkomuhús og læknis og prestshús. Brekkan er þó hin sama, nema skógurinn, sem þar hefir verið gróðífrsettur, hefir dafnað vel. Rétt ofan við brú?zi7za er Systavartn, en þaða77 er vatn leitt á rafstöðina við bæinn. og Breiðbalakvíslar er sand- flæmi, sem er 1350 ha að stærð, eða var það áður en það fór að gróa. Heitir það Stjórnarsandur. Þessi mikla eyðimörk var mönnum mikill þyrnir í aug um og olii margvíslegu tjóni. Þegar austan og norðaustan stormar gengu, lagði sandbyl- inn vestur með fjallinu og olli miklum skemmdum á túninu að austan, auk þess lagði mökkinn suður yfir Skaftá, einkum þegar ís var á ánni. Það er langt síðan farið var að gera tilraunir til að hefta sandfokið og græða upp sand inn. Nokkru eftir síðustu alda- mót voru gerðar fyrstu tilraun ir, sem mér er kunnug um, til að græða sandinn með því að veita Stjórn á hann. Það voru gerðir lágir stíflugarðar úr sandi, sem svo voru þaktir með aðfluttu torfi. Þetta bar talsverðan árangur og fór að gróa út frá görðunum. En það voru margir, sem áttu þarna hlut að máli og fjárráð lítil, svo að þessar tilraunir fóru út um þúfur, og allt, sem unnizt hafði, varð að engu. Það var Búnaðarfélag Suð uramtsins sem stóð fyrir þess um framkvæmdum. Forstöðu menn voru fyrst Sæmundur Eyjólfsson og síðar Sveinbjörn Ólafsson, báðir búfræðingar. Eitthvað mun Sigurður Sig- urðsson einnlg hafa komið þar við sögu. Nokkru síðar gerði Lárus Helgason aðra tilraun, en hún var í því fólgin, að sett var upp stór sandgræðslugirðing og sáð í hana melfræi. Það bar heldur ekki tilætlaðan árang ur. Sandurinn reyndist of gróf ur og þurr til þess, að melgras ið festi þar rætur. Aðeins nokkrir lítilfjörlegir melakoll ar hjörðu af. En nú var lausnin á þessu vandamáli í nánd. Nú datt þeim bræðrum í hug að reyna að ná Skaftá upp á sandinn og láta botnfall hennar, jökul leirinn, þétta sandinn, herfa hann svo og sá í hann gras fræi. Var nú ekki um annað að gera en að dæla vatninu upp á sandinn og nota til þess rafmagn. Þetta var fram kvæmt, þó að erfiðlega gengi að ná í viðeigandi tæki. Ég held að fáir hafi verið trúaðir á, að þetta mundi bera mik inn ávöxt. En nú er sjón sögu ríkari. Nú geta þeir, sem um Skaftár brúna fara, séð allstóra girð ingu, sem var slegin í sumar og var kafgras af nýræktar töðu. En með þessu er ekki öll sagan sögð. Þegar niður á sandinn kom, fór vatnið að síast upp úr sandinum. Fór þar strax að myndast gróður, sem nú þekur allan neðri hluta sandsins. Nú hafa þeir einnig tekið Stjórn og veitt henni á norðurhluta sandsins. Nú er hann allur orðinn svo rakur, að ekki vottar lengur fyrir sandfoki. Og fullar likur eru fyrir, að sandurinn verði algróinn áður en margir ára tugir eru liðnir. Nýræktarstykkið, sem áður getur, gaf af sér í sumar 150 hesta af ágætri töðu. Hér er um svo merkilegt og sérstætt framtak að ræða, að mörgum mætti til fyrirmynd ar verða. Hvað mætti gera á Skóga- og Sólheimasandi, svo aðeins sé dæmi nefnt? Skal nú vikið lítillega að öðrum framkvæmdum þeirra Klausturbræðra. Búið er að byggja heyhlöðu austur á sandinum, sem tekur 8—9 hundruð hesta. í henni er súg þurrkun. Þegar ég kom þang að var búið að kjölfylla hana af töðu, sem var að verða skraufþurr, og dúaði undir fæti undan átökum tveggja rafmótora, samtals 15 kw., sem bæði blása í heyið og hita loftið. Svo var þetta hey blautt, þegar það var látið í filöðuna, að pollur stóð á oíl pallinum. Þá sagði maður, sem þetta sá: „Ef þetta verð ur gott hey, skal ég ekki allt marka“. En eftir nokkra daga var þetta orðið fyrirmyndát, hey. Nú er uppblásturinn. a.ust an í túninu stöðvaður, og ér nú sem óðast verið að nema sandinn að nýju. „Fögur er hlíðin“, sagði Gunnar forðum. Þet'ta a' einn ig við um aðra hlíð, hlíðina fyrir ofan Kirkjubæ á Síðu. Það var eitt af fyrstu verkum þeirra bræðra að gróðursetja birkiskóg í margar dagsláttur í brekkunum upp af bænum. Nú eru þessi birkitré orðin um og yfir 2 metrar á hæð. Eitthvað er búið að setja af barrtrjám innan um birkið, Þetta er fallegasti birkiskóg ur, sem ég hefi séð, svo bein vaxin og jöfn eru trén. Mestur hluti þessa mikla bæjarskógar mun vera úr trjá ræktarstöð Hermánns Jónás- sonar í Fossvogi. | Kirkj ubæj arklaustur er orð ið fallegt þorp. Auk heima- húsa eru þar slátur- og frysti hús, verzlunarhús og gistihús. Læknisbústaður er þar og prestsetur. Fleiri hús eru þar einnig. í Kirkjubæjarhreppi eru um 30 búendur. Þeir eiga 21 dráttarvél. Rafmagn er á 27 bæjum. Vothey er á öllum bæjum og súgþurrkun á 4. Á nokkrum bæjum eru íbúðar hús, heyhlöður og fjárhús í smíðum. Spyrji maður Síðu.menn, hverju þeir þakki helzt þessar miklu og skjótu framfarir, er alls staðar sama svarið:, „Það er mest rafmagninu að þakka“. „En af hverju eruð þið svna langt á undan ögrum sveitum í þessu efni“ ? „$enni lega eru hér almennt betri skilyrði en víða annars stað ar. En fyrst og fremst var það gæfa okkar að eiga Bjarna heitinn í Hólmi. Hann sá alls staðar möguleika, og ekki vantaði úrræðin. Og þetta varð svo ótrúlega ódýrt í hönd unum á honum“. Svo komu aðrir, sem lærðu hjá honum og tóku upp merki hans. Ég spurði búnaðarfélagsfor mennina, hvað þeir teldu ííú mest aðkallandi að gera. Þeir svöruðu báðir: Að koraa upp súgþurrkun á sem allra flest um bæjum. Við erum búnir að leggja svo mikið í kostnað við ræktun og eigum þó mikið ógert í þeim framkvæmdum, ag ekki má láta hjá líða að tryggja nýtinguna eftir því sem frekast er kostur á. Enda er reynsla þeirra, sem búnir eru að koma sér fyrir svo góð, sem raun ber vitni um. Það er heldur ekki mjög til— finnanlegur kostnaður, þar sem aðstaða í hlöðum er sæmi leg og rafmagn fýrir hendi. CSSSSSSSSSSSSSÍ Langbczta «íí fjölbreyttasta Vasaaimanakið fæst hjá Biinaðarfélagi íslands. Elafið {»ið fcnglð ykkur það? MSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSa Jólatrésskemmtun Brciðfirðmgafclagsins verður í Breiðfirðingabúð á morgun (miðvikudag) 29. þ. m. kl. 3. Dansleikur fyrir fullorðna kl. 9. Aðgöngu- miðasala kl. 5—7 í dag og við innganginn. ssssssssssssssssscsssssísa

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.