Tíminn - 28.12.1954, Síða 5
293. blaff.
TÍMINN, þriðjudaginn 28. desember 1954.
6
Njósnamálið í Ástralíu
og rannsókn þess
Grein þessi er þýdd úr „Ar-
bejderbladet“ í Osló og er cftir
Francis Noel-Baker. Segir hér frá
Vladimir Petrov, sem var sendi-
ráð'sritari Rússa í Canberra í
Ástralíu, og stjórnaði njósnum
fyrir ráð'stjórnina í Ástralíu. Eins
og kunnugt er, flýði Petrov á náð
ir ástralskra stjórnarvalda eftir
að' yfirboðarar hans í Moskvu
höfðu kallað hann heim. Þær upp
lýsingar, sem hann hcfir gefið
lögreglunni, sýna, að flest er líkt
með' þessu njósnamáli og öðrum,
sem upp hafa komið í öðrum
löndum, svo sem Noregi. Liðs-
menn í njósnasveitir sínar fékk
Pertov með fulltingi kommúnista
flokksins í Ástralíu.
Rúmir fjórir mánuðir eru liðnir
síðan Vladimir Petrov yfirmaður i
upplýsingadeild rússneska sendi-
ráðsins í Canberra flýði yfirboðara
sína og baðst vistar af áströlsku rík
isstjórninni sem pólitiskur flótta-
mað'ur. Allt frá því að þetta gerð'ist,
hefir mál Petrovs verið í rannsókn
og stjórnskipuð nefnd, sem í eru
úrvals lögfræð'ingar, hefir þessa
rannsókn einkum á hendi. Er búizt
við, að rannsókninni Ijúki ekki fyrr
en á næsta ári, en þó má nú segja,
að' höfuðdrættirnir í máli rússneska
njósnarans séu þegar kunnir.
Athyglisvert mál.
Það er einkum þrennt, sem virð
ist gera Petrov-málið athyglisvert
og freistandi rannsóknarefni, í
fyrsta lagi eru það sjálfar persón-
urnar, sem fram koma í þessum
leik, Petrov og kona hans og einnig
þær ástæður, sem verða til þess að
þau segja skilið við ættland sitt.
Bæði hjónin voru þrautreynd i
starfi hjá rússnesku leyniþjóhust-
unni M.V.D. í öðru lagi er athyglis
vert, hver er þáttur einstakra ástr-
alskra kommúnista og kommúnista
flokksins þar í landi í heild. Þriðja
og mikilvægasta staðreyndin er sú,
að Petrov-málið er nákvæmlega
eins í öllum að'alatrið'um og önnur
njósnamál, sem upp hafa komið
annars staðar og eiga rætur að
rekja til leyniþjónustu Ráðstjórnar
rikjanna.
Langur starfsferill.
Vladimir Petrov kom til Ástralíu
í febrúarmánuði 1951. Hann hafð'i
starfað í leyniþjónustunni alls 25
ár, hafð'i hlotið ofurstanafnbót og
verið sæmdur ýmsum heið'ursmerkj
um, m. a. rauðu stjörnunni. Hajin
hafði áður verið erlendis, t. d. í
Kína og annað sinn í Svíþjóð. Það
er ekki ósennilegt, að hann hafi
átt lengstan starfsaldur að baki
þeirra foringja, sem í M.V.D. voru,
en þeir höfðu allmjög týnt tölunni
í hreinsunum síðari ára.
Kcnan var einnig í M.V.D.
Eudokiya, kona hans, átti einnig
langan starfsferil innan leynilög-
reglunnar, — óhugnanlegan feril.
Tveir af yfirboðurum hennar höfðu
verið' teknir af lífi í hinum miklu
hreinsunum, er Stalin stóð fyrir
á árabilinu 1930—10. Árið 1937 var
fyrri maður hennar, sem einnig
starfaði í M.V.D., sendur í útlegð'
til Solovetskeyjar í Hvítahafi, og
bróðir hennar hlaut svipuð öriög
nokkrum árum síðar.
Ástralskir kommúnistar
njósna.
Opinber staða Petrovs i Canberra
var embætti þriðja sendiráðsritara.
En raunverulegt starf hans var að
leggja njósnanet um Ástralíu með
þátttöku ástralskra kommúnista,
smygla inn í landið' ráöstjórnar-
njósnurum og fylgjast með gerðum
samstarfsmannanna í sendiráðinu
og njósna um alla þeirra hagi. Kona
hans var hans nánasti samverka-
maður.
Hvers vegna þau flýðu.
En þá kemur spurningin: Hvers
vegna völdu þessir drottinhollu
þegnar þann kost að flýja á náðir
framandi ríkis? Svarið er ofurein-
falt. Um nokkurra mánaða skeið
hafði Petrov fengið ákúrur fyrir
það frá Moskvu, að hann væri slapp
ur í starfinu og gerði lítið gagn.
Hann og kona hans þekktu vel, hvað
slíkur boðskapur gat haft að þýða.
Síðan kom skipun um það, að þau
skyldu hverfa heim til Rússlands
En það var líka enn önnur ástæða,
sem gat skotið þeim skelk í bringu.
Petrov hfði verið skipaður yfirmað
ur Ástralíunjósnanna á meðan
Lavrenti Beria var hæstráðandi í
leyniþjónustunni. Eftir að Beria var
af tekinn, gat enginn með slíka
fortíð vænzt þess að eiga grið-
land. Starfsmaður einn í sendiráð-
inu hafði sagt Petrov frá þvi, að
sendiherrann sjálfur, Nicolai Gener
alov hefði sent leynilegar uppljs-
ingar til rússnesku stjórnarinnar
um að hann hefði grun um, að
meðal starfsmanna sendiráðsins
væri klíka, sem hliðholl væri Beria.
„Mig langar ekki til þess að snúa
til Ráðstjórnarríkjanna aftur“
sagði hann við áströlsku lögregluna.
„Ég veit, að' ég verð'i drepinn, ef
ég fer þangað". Hann ákvað að
flýja, þegar þrjár vikur voru þar
til að hann átti að fara heim til
Rússlands.
Vildi bjarga lífi sínu.
Ástæðan til þess að Petrov flýði
var einfaldlega sú, að hann var
að bjarga sínu eigin lifi. Sama er
að segja um konu hans. Hún hafði
í fyrstu ákveð'ið að hverfa heim
til Ráðstjórnarríkjanna eftir að
1 Þriðjud. 28. des.
Hæstiréttur stað-
festir gagnrýni
Tímans
Fyrir skömmu síðan felldi
Hæstiréttur úrskurð, sem er
einstæður í íslenzkri réttar-
eögu. Samkvæmt þessum úr-
skurði var hinn útvaldi setu
dómari í máli valdStjórnar-
innar gegn Helga Benedikts-
syni, Gurinár A. Pálsson,
dæmdur óhæfur til að ann-
ast þann málarekstur lengur
vegna stórfélldra mistaka í
því starfi á undanförnum ár
um.
Dómur þessi er vissulega
mikið áfall fyrir viðkomandi
setudómara, en þó raunar
enn meira áfall fyrir dóms-
málaráðherra þann, sem
hafði falið honum þetta
starf, varið starfsaðferðir
hans í málgögnum flokks
síns og í hvívetna látið á sér
skilja, að hann væri hinn á-
nægðasti með þennan undir-
mann sinn. Svo náið var sam
band þeirra, að með fullum
rétti mátti • telja Gunnar
nokkurs konar einkadómara
ráðherrans.
Ef slíkur úrskurður hefði
verið kve'ðinn upp yfir jafn
nánum samyerkamanni dóms
málaráðherrans brezka,
benda állar líkur til þess, að
ráðherrann hefði beðist
lausnar.
Með umræddum úrskurði
hæstaréttar er jafnframt
genginn dómur um þá gagn-
rýni, er Tíminn hefir haldið
uppi gegn dómsmálastjórn
Sjálfstæðismanna fyrir með
ferð hennar á umræddu
máli og nokkrum öðrum
skyldum málum. Sú gagn-
rýni leiddi til þess á sínum
tíma að flokksþing Fram-
sóknarmanna vítti dóms-
málastjórnina. Þær ávítur
hafa vissulega verið stað-
festar með dómi Hæsta-
réttar.
Af hálfu andstæðinganna
hefir verið reynt að halda
því fram, að umrædd gagn-
rýni Tímans væri sprottin af
því, að Helgi Benediktsson
væri Framsóknarmaður. Slíkt
er hreinn tilbúningur. Tím-
inn hefir aldrei lagt neinn
dóm á sekt eða sakleysi
Helga Benediktssonar í þessu
sambandi né mótmælt því að
dómstólarnir fjölluðu um
mál hans með eðlilegum
hættiv Hinu h'éfir Tíminn
mótníælt, að. fjallað væri um
mál hans með öörum aðferð
um en anna'rra sakborninga,
enda ;íá bersýnilega ekki önn
ur ástæða til þess en sú, að
Helgi var um skeið áhrifa-
mikilj andstæðingur þess
flokks, sem fór með dóms-
málastjórnina. Það var slík
misbeiting dómsvaldsins, er
Tíminn gagnrýndi. Þá gagn-
rýni hefir hæstiréttur full-
komlega staðfest.
Hin eindregna og ákveðna
gagnrýni Tímans varð áreiö-
anlega til þess, að dómsmála
stjórn Sjálfstæðisflokksins
fór sér gætilegar á eftir og
þorði síður að beita svip-
uðum aðferðum. Gagnrýni
Tímahs hefir því vafalaust
haft mjög siðbætandi áhrif á
réttarfarið á þessum tíma og
afstýrt afglöpum, er ella
hefðu átt sér stað. Vafasamt
er þó hvort slík gagnrýni
hefði borið þann árangur, ef
Sjálfstæðisflokkurinn hefði
einn haft völdin. vissulega
er framkoma einkadómar-
ans vísbending um
það, sem i vændum væri, ef
slík óhamingja ætti eftir að
gerast.
Allt er mál þetta glögg sönn
un þess, hve mikilvægu hlut-
verki heilbrigð og djörf gagn
rýni blaöanna hefir að gegna.
Slík gagnrýni getur í fyrstu
sæt't nokkurri óánægju, en
það breytist, þegar hið rétta
kemur endanlega í Ijós eins
og nú hefir átt sér stað í áður
nefndu máli. Þeir blaðamenn
í Bandaríkjunum, sem fyrstir
urðu til þess að gagnrýna að-
ferðir MacCarthys, urðu upp
haflega fyrir nokkru aðkasti,
en nú er það viðhorf vissulega
breytt.
Tíminn hefir sannarlega
ástæðu til að fagna því, að
úrskurður Hæstaréttar hefir
staðfest umrædda gagnrýni
hans. Hitt er þó enn mikils
verðara, að gagnrýni hans hef
ir tvímælalaust borið þann
árangur, að dómsmálastjórn-
in hefir farið gætilegar eftir
en áður og því framið minni
mistök en ella. Vafalaust hafa
og ávítur seinasta flokksþings
Framsóknarmanna stutt að
því sama. Þetta breytir þó
ekki þeirri staðreynd, að
'traust og öruggt veröur rétt-
arfarið ekki fyrr en ákæru-
valdið er komið úr höndum
þess flokks, sem hefir beitt
því eins og raun ber vitni um
í máli Helga Benediktssonar.
*
maður hennar flúði, en þar átti
hún œttin.ja, — en maöur hennar
ekki. — En þegar eftirmaður Pet-
rovs i embætti, Kouvalenkov, kvað
upp úr með það, að hún gæti búizt
við a.ð mega velja á milli aftöku
eða ævi’angs fangelsis, valdi hún
einnig þann kostinn að forða sér.
Eftir allsögulega viðureign úti á
Darwin-flugvelli tókst að bjarga
henni úr greipum vopnaðra varð-
manna, sem fylgdu henni og áttu
að gæta hennar á heimleiðinni.
Síðar sagði hún: „Ef ég hefði mátt
vita það fyrir víst, að vel hefði
verið með fólk mitt farið heima i
Rússlandi, hefði ég ekki skoðað hug
minn um að fara þangað aftur af
frjálsum vilja, hvað svo sem manni
minum ieið“.
Petrov á ekki samúð
að fagna.
Það er því harla lítii hetjusaga
á bak við flótta þeirra. Petrov hef
ir heldur ekki unnið samúð þeirra,
sem rannsakað hafa mál hans.
Einn þeirra hefir lýst honum svo,
að hann sé „venjulegur stritkarl,
sem dottið hafi ofan á þær mann-
virðingar, sem ósjálfrátt berist upp
í hendur manna í skrifstofuveldi..
..hæggerður bóndasonur frá Sí-
beríu, sem reyndi að snúa sig út úr
ógöngunum með vífillengjum".
Njósnanet í Ástralíu.
En hvað svo sem um Petrov má
segja, þá er það víst, að rikisstjórn
Ástralíu lítur alvarlegum augum á
þetta mál. Það hefir sannazt, að
í landinu er þéttriðið njósnanet,
sem stjórnað er frá rússneska sendi
ráðinu. Margir aðstoðarmanna Rúss
anna eru „Ástralíumenn", sem ný
lega hafa flutzt til landsins frá
Ráðstjórnarríkjunum eða öðrum
ríkjum austan járntjalds. Þá, sem
áttu ættingja í Rússlandi, var oft
auðvelt að fá til aðstoðar, sagði
Petrov. Aðra mátti ginna með lof-
orðum um verðlaun, þótt síðar yrði.
En flestir voru aðstoðarmenn
hans félagar í ástralska kommún
istaflokknum, sem nú telur 12 þús.
félaga. Auk þess eru svo nokkur
hundruð leynilegra áhangenda og
meðreiðarsveina, sem flokkurinn
notar til þess að pota í stöður í
verkalýðsfélögum, grafa jarðveg-
inn undan stjórnmálaflokkum og
stýra „vináttufélagsskap" og „friö
arnefndum" og öðrum grímuklædd
um baráttusamtökum. Ástralski
kommúnistaflokkurinn er tiltölu-
lega lítilvægur i landsmálum, en
eins og reyndin er um sams konar
flokka í öðrum löndum, er hann
dyggilega á verði um að láta í té
njósnara handa Ráðstjórnarríkjun
um. Að því er nánast er upplýst,
hafði Petrov mest haft saman við
kommúnista að sælda um njósnirn-
ar, og kommúnismans vegna hafa
þeir stundað njósnirnar.
Minnir á önnur njósnamál.
Petrov-málið er í flestu líkt sögu
Igors Gouzenkos, sem starfaði við
rússneska sendiráðið í Kanada, en
saga hans var hin fyrsta þeirrar
tegundar til þess að hleypa æsingu
i fólk, er Gouzenko flýði sendiráðið
í september árið 1945. Öil eru njósna
málin, sem upp komu eftir styrjöld
ina, hver öðrum lík. Hvort heldur
litið er til Ameríku eða Grikklands,
Japans eða Noregs — í stuttu máli
sagt, hvar í heimi -sem leitað er,
— þá er alltaf sömu söguna að
segja. Og það er ef til vill ekki að
-undra. í augum yfirboðaranna í
Moskvu eru njósnir í „auðvalds-
löndunum" greinilega venjuhelguð
verk. Og enda þótt mikið sé hreins
að til á hærri stöðum þar í landi,
virðist erfitt fyrir þá, sem við taka,
að hreinsun lokinni, að koma meö
(Framhald á 6. síðu).
Ísleiidingaþætílr
(Framhald af 3. síðu).
ins og ekki ofmetnast af vel-
gengni þess.
Guðbranda heldur sér enn
vel andlega og líkamlega.
Hún er enn fríð kona og
höfðingleg sýnum. Hún ber
þess ljós vitni að hennar lífs
yndi hefir ekki fallið langt
frá ættstofni hennar. Nú er
ævihaust hennar komið, kyrr
látt og milt, eftir langan, sól
ríkan og annasaman vinnu-
dag lífsins. Hún situr í skjóli
sona sinna, dóttur og tengda
dætra, sem bera hana á hönd
umum sér. Á Hjarðarfelli vill
hún una ævi sinnar daga.
Þangað kom hún ung að ár-
um. Þar hefir hún elskað,
misst og notið þeirra gæði,
sem lífið hefir að bjóða.
Þessi fagra, góða jörð er orð-
in hluti af henni sjálfri. Þar
hefir hún alið öll börn sín og
alið upp. Hér hefir hún greitt
götu samborgara sinna. Hér
hefir hún lifað með manni
sínum langt og farsælt hjóna
band. Hér hefir hún líka
kvatt hann hinstu kveðju.
Já, minningarnar eru
margar, sem hún hlýtur að
eiga um Hjarðarfell eftir nær
hálfrar aldar veru þar.
Fellið. Hlíðin. Hjallarnir.
Dalurinn og fossarnir, — allt
þelta er eins og þegar hún
kom ung kona að Hjarðar-
felli. En mannshöndin hefir
bætt jörðina. Hendur manns
hennar, sona, tengdasonar
og fóstursona hafa fegrað og
bætt þessa góðu, fögru jörð.
Nú eru þar þrjú býli með
veglegar byggingar og mikla
ræktun. Og nú er búið að
beizla fossinn upp við Hjall-
e.na, nú framleiðir hann orku
til raflýsingar á öllum býjijn „
um, hitun þeirra og til mats-
eldar. (Fyrsta rafstöð vatns-
knúin í hreppnum). Þannig
mætti lengi telja upp. Þær
minningar, þá menningu og
framfarir, sem tengdar eru
við heimili Guðbröndu á
Hjarðarfelli, hana sjálfa,
mann hennar og börn. Hún
getur litið meff ánægju yfir
farinn veg. Líf hennar og
starf hefir fært hamingju og
blessun fyrir samborgara
hennar og ástvini. Hún hefir
til mikils lifaö.
Sjötugasti afmælisdagur
hennar var ánægjulegur.
Hún var glöð og reyf eins og
ávallt. Hélt uppi samræðum
við gesti sína og hvatti til að
fólkið skemmti sér. Þar hitt-
ust frændur og vinir. Börn
hennar öll og mörg barna-
börn heimsóttu hana. Þau
færðu henni veglegar gjafir
— líka margir frændur og
vinir hennar, en heillaskeyti
bárust henni í tugatali hvað
anæva að. Víst úr flestum
fjórðungum landsins. Félags
konur hennar úr kvenfélag-
inu „Lilja“ í Miklaholtshr.
færðu henni veglega ljósa-
krónu innbrennda að gjöf og
fluttu henni kvæði það, sem
hér fylgir, ort af Ragn-
heiöi Kristjánsdóttur í
Straumf j arðartungu.
Ræður voru henni fluttar
og henni þakkað starf sitt
allt.
Veitingar voru höfðingleg
ar, eins og ávallt, allir voru
glaðir og skemmtu sér langt
fram á nótt við söng, sam-
ræður og dans.
Að endingu þakka ég Guð-
bröndu og heimili hennar fyr
ir allt og allt og óska henni
gleðilegra í hönd farandi
jóla og ófarinna æviára. J.K,