Tíminn - 29.12.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.12.1954, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudagihn 29. desember 1954. Magnús Finnbogason frá Reynisdal 294. blað Magnús Finnbogason frá Reynisdal er orðinn áttræS- nr. Hann ber ellina vel, án þess að eiga það skilið, því að ekki hefir hann hlíft sér svo mjög sjálfur, né heldur hefir œvin tekið á honum móður- höndum að staðaldri. Magn- ús hefir langan aldur unnið baki brotnu við sams konar skilyrði og margir einyrkjar til forna, með orfi og hrífu, torfljá, skóflu og kvísl. Á túni og engjum, við slátt og rakstur, drýlt, sætt, breitt og bundið, látið upp á lestir og hlaðið úr að afloknum degi, langt fram á nótt. Hann hef- ír skorið torf á hey og hús, stungig snyddu og kekki í inýrum og mógröfum og mok að mold og mykju, allt eftir því hvað kallaði að í þann og þann svipinn. Hann hefir aflað grjóts í Reynisfjalli til viðbótar við Það, sem til var í gömlum kofum og dregið það saman, byggt svo upp stærri hús fyrir gripi sína. _ í J'-vrjun búskapar reif hann gamla bæinn eða lagði hann til síðis eins og útslitið og handónýtt verkfæri, steypti steina, mörg hundruð, og hlóð úr þeim íbúðarhús, sem hangir enn og kannske vel það, eftir hálfa öld. Þeg- ar hann stóð í því framfara- brölti, þá hefir komið gadd- nr eins og um daginn, sem Sést á vísu Eiríks eða Helga: „Fjörutíu fóru í mel í frostinu mikla í vetur, svona er að kunna verk 1 sín vel og vita flestum betur.“ Þá, eins og oft fyrr og síð- ar, var sjálfsagt að gera gys að nýjungum og þarna var táfesta, átylla fyrir glens og glósur. Áður hafði hann gengið að vegagerð, undir stjórn góðra manna, vestur í Flóa,frá Þjótanda að Tryggva skála, með haka, kvísl og skóflu og að því loknu með sömu tæki í Reynishverfi og á Steigarhálsi og átti þá verk sin, þvi að þar var hann verk stjóri og kannske víður. Ég vissi um þessa staði, sá hann við stjóm í Reynishverfi og hefi orð Hallgríms okkar á Felli fyrir því að hann hafi „kommanderað" í Steigar- dal. Hann kvað að mörgu á sinn hátt. En þó aff Magnús hafi ekki „gert út af við sig“ vikurnar, sem hann var verk stjóri, þá vita margir að hann tók á verki síðar í hálfa öld og lætur ekki mjög á sjá. Hér er heldur ekki allt sagt, því að Magnús hefir verið við veiði í fjalli og á sjó, eins og hver annar fullorðinn, en sennilega hvorki sigamaður né formaður, svo að ég ljúgi ekki á hann lofi. En það eru enn ekki komin öll kurl til grafar hér. Auk síeggjunnar við öll þessi störf, óð Magnús svo að segja í öllum opinberum málum milli himins og jarðar í Hvammshreppi og jafnvel um allt Suðurland. Hann komst í ailar nefndir hér á jcrð nema sýslunefnd. Hann var í sumum eins og skólanefnd og sóknarnefnd um skemmri eða lengri tíma, sat í öðrum eins og hreppsnefnd og skattanefnd og vita þeir, sem reynt hafa að kasta mæð- inni þar, hve skammvinn og skitin er hvíldin þar. Svo var hann formaður í ýmsum þessarra nefnda, sem er oft að skríða úr öskunni í glóð- ina. Stundum og lengi var hann fulltrúi, t. d. í Sláturfél. Suðurl. og mun það hafa reynzt sýnu skárra, og sat ler.gi í stjórn Bún.samb. Suð- urlands og var ég honum þá oft samferða sem fulltr. Dyr- hólahr. og rekur mig núnni tu þess að við fórum á einum hesti og einum degi héðan út að Ölfusá, og margoft út að Þjórsá. Eftir þær ferðir vor- um við eins og lurkum lamd- ir, — og læt ég hér staðar numið um upptalningar, þó að svo sem engin takmörk væru fyrir þessum trúnaðar- stöðum Magnúsar. Það fer fyrir mér líkt og Sig. Eggerz þá er hann taldi sér ófært yfir allar mógrafir Jóns Þor- lákssonar, eða eins og Matt- híasi, sem átti eifitt að sjá hvcr skyldi byrja og hver enda á lýsing umhverfis í Skagafirði. Þó að sagan sé hér ekki nema rúmlega hálf sögð, þé mætti af henni sjást að engan þyrfti að undra, þó að Magnús rölti nú um með hrjúfar hendur, boginn, brenglaður og haltur, en það ber ekki á þessu, sem betur fer. Ellin hefir, enn sem kom •ð er, ekki crðið rík af gull- inu, sem i.ún ætlaði sér að srekja i g'tipar honum. Mr.gn ús er prautseigur, hraustrr og harðgerður. Ég veit þetra. Ég var oft með honum á fevð eins og ég sagði áðan, og enn oftar á fundum hér og út í frá. Hefi oft krossbölvað honum, en það hefir ekki bit ið á hann. Þar þarf nú meira til. En hann var stundum „bölvaður pamfíll", eins og Oddur Hjaltalín kvað að um formanninn, sem fór með Pál lækni í sjóinn. Á fundum var hann oft óvæginn og sérgóð- ur, en hvað um það, hann naut álits og hylli margra, mér að þakkarlausu, án þess ég sé að rægja sjálfan mig. Oft gátum við líka verið samtaka og sammála á fund um út í frá, sjálfsagt ýmist um rétt eða rangt, eins og gengur. Magnúsi Finnbogasyni hef ir ekki verið vits varnað og hann er vel máli farinn, kappgjarn og ráðríkur, hvar sem hann kom, og flýtti ekki fyrir framgangi mála, ef aðr ir réðu fyrir,. nema þeir væru meðal „hinna stóru.“ Þá gat hann stundum verið auð- sveipur, enda oft viljað hafa eitthvað fyrir snúð sinn, sem mannlegt er og margan hendir. Hjá þeim er ráða miklu er helzt til metorða að vinna. — Ég segi þetta blátt áfram, en get bætt því við að þeir eru margir, sem vilja vera innundir hjá drottni í von um náðargjafir, en læð- ast um þröngina og beita oln bogunum þar, svo lítið ber á. Magnús var vaxinn upp úr því, hann gerði sér ekki far um að leynast. Vildi heldur sjást en að dyljast. Þegar hann gefur olnbogaskot, þá gerir hann það á bersvæði. Við höfum lengi verið í sama stjórnmálaflokki. Hann er þar meiri trúmaður og betri áróðursmaður en ég. Það sé ég meðal annars á pistlum hans nýverið um Skaptártungu og Mýrdalinn. Þar er ég síður „útfaxinn.“ Ég efast ekki um að hann hafi verið og sé dyggur flokks n aður og lengi hefir hann unnið í þarfir samvinnumál- anna og mætti njóta þess. Það má sagt vera af heilum hug. Og margt hefir hann víst Hvammshreppi vel gert cg býst ég við að hann hafi þar cít fengið minni þakkir er, hann átti skilið. Og það get ég sagt hik- Ir.ust, að engum þar, öðriv.n en Magnúsi í Reynisci.i'., hefði \erig fært að taka Reyr. iskirkju í rústum og koma nenni upp með þeim myno- arbrag, sem húr. segir be/t frá sjálf. Það sýnii líka vei hcer íiök Magnús átti ' sókn aTömum kirkjunrar nð forr.u og nýju, hve ’.ci jielm fcrst f framlögum og aun- arri gcðvild til, og raklar- s°mi við þessa andLeru móð- ur sa. Það starf Musnúsvr e- lil fyrirmyndar og seinr ft:II bakkað þar í svoit Mi.fnús Fmnbogason: És, k-'m til þess að taka i b.end- inn a bér og óska bér ti’ h.-ui ingju á áttræðisafmæiinu. Þá finnur að ég rétti þér hcnd af heilum huga, vil þér sífellt gott eitt. Ég ætlaði ekki að skrifa um þig lof- ræðu. Við vitum báðir að „það geta ekki allir verið eins og hann Sankti Páll.“ Það eitt vildi ég þó segja, sem hvorugum okkar yrði til skammar skilið, né beldur sveitinni, sem geldur og nýt- ur galla okkar og kosta. Við erum báðir börn 19. aldarinnar. Hún bjó í vosið í bernsku, greiddi úr ráðgát- um eða glapti fyrir í æsku og mótaði hugsanir til góðvild- ar eða illkvittni eða hvort tveggja. Af því hefir líf okk- ar á 20. öldinni nærzt eða sopið seyðið til vaxtar eða minnkunnar sjálfum okkur, sveit, lýð og landi. Stefán Hannesson. Yf irlýsíng í formála fyrir bókinni „Ljóð ungra skálda“, segir ritstjórinn, hr. Magnús Ás- geirsson, m. a.: „Ég hef einn ráðið vali höfundanna í bók- inni og rúmi þeirra, en hafði hins vegar skáldin sjálf í ráð um með mér um val ljóðanna. Sír samvinna var mér hin á- nægjulegasta, og tel ég hana því til tryggingar, að þeim sérkennum og sjónarmiðum skáldanna, er þeim sjálfum eru mætust, hafi ekki verið stungið undir stól.“ Því miður verð ég að lýsa því yfir, að þessi ummæli rit stjórans, hr. M. Á., eru röng hvað mig snertir. Honpm hef ir þóknazt af litillæti að birta eitt smákvæði eftir mig og offrað til þess rúmlega hálfri blaðsíðu í nefndu riti, „til að minna á“ mig, eins og hann orðar það í formálanum. Ég get ekki talið, að eitt smá- kvæði, eins og það, sem eftir mig er birt í bókinni, leiði fram sérkenni mín eða sjón- armið í ljóðagerð og hefði því kosið að ritstjórinn hefði úthlutað þessari rúml. hálfu blaðsíðu til annarra höfunda, t. d. þannig, að hægt hefði verið að birta 15. ljóðið eftir Jón úr Vör, eða þá alla „Dimb ilvöku“ Hannesar Sigfússon- ar. Með þökk fyrir birtinguna. Akureyri, 20. des. 1954. Rósberg G. Snædal. Þórarinn á Skúfi hefir kvatt sér hljóðs: „Sæll og blessaður, Starkaður. Ég sendi nokrar vísur í baðstofuna þína. En hún er kannske hrunin, og þá getur hríðin eða þá blessuð vorgolan raulað vísurnar yfir rúst- unum. Hér eru vísur, sem ég kalla dag- stundavísur. Flestar eru þær einstak ar tækifærisvísur, en svo datt mér einu sinni í hug að hlekkja þær saman, ef svo mætti segja, og úr því varð þessi langi óskapnaður. Eins og raunar flestir dagar eru, ef maður telur tímana: Nóttin flýr með birða borgun, birtan skýrist klukkan sex. Svefn frá snýr um miðjan morgun máttur nýjast, kjarkur vex. Draums að flúri fast mig hjúfra, fagnar dúrum hugurinn, sjö er úrið, ég vil lúra og í kúra svæfilinn. Nætur þátta þræðir rakna, þakka máttu náðar stund. Klukkan átta vil ég vakna, víkja brátt á dagsins fund. Dags að nýju dynur slagur, dimman flýr í kaldan sjá. Klukkan níu. Dagmál! dagur drunga pkýin rekur frá. Töfra vendi timans merki tíu bendir oft sem fyrr. Allar hendur eru að verki, ekki stendur tíminn kyrr. Andinn kreptur klafa sterka, komst ei hefting sinni frá, flest svo eftir víngarðs verka varð elleftu stundu á. Sólin hátt á himins gólf heldur, máttinn lífi gefur. Nú er kátt og klukkan tólf, kvakað dátt en enginn sefur. Klukkan eitt þig kallar starf, komdu greitt og endurnærður, sviðið breitt á sækja þarf, svo er eitthvað hagur færður. Tímans sproti tvö högg slær, tíminn potast; íram á sæinn stunda brota róður rær, rekkum flotar yfir daginn, Eygt á fjallsins efstu brú ekki hallar réttu miði. Nónið kallar klukkan þrjú. Hver viil spjalla góða siði. Klukkan „fjegur“ þekkti þjóð þreytu vegar, hita. dagsiiis, margur þegar strangt við stóð starfið trega ferðalagsins. h - ■< ; : í : 'r Dómar falla dags við lög dagar alla ryðja vegi. ' Fimm þá kallar klukkan síög kvölds til halla .tekúr degi. Vinnuliði lúi vex, lætur niður falla tólin. Aftann miður er við sex og til viðar halla'st sólin.' Tiðin hefir verið stirð í haust og raunar líka oft í sumar. Einn þoku dag í sumar er leið varð þessi til: Vefst í fangi veðra sjá, — vill flest ganga miður. Þoku hangir höttur & hlíðar vanga niður. Eitt sinn í haust varð þessi tíl: Hretin eygjar Harðviðurj' ; ö . wi himin geygar Víndbelgur, '' ' fjúki heggur Fahnburðar.' — : 1 Fjölhn leggja kollhúfur. i'cri : Þessi vísa er um slæmar .fréttir: Eiturhorn var að : mér ;rétt, .. ölsins ramma kneifi dreg^jar. Gleðin er í svipinn sett svo sem milli þils og veggjar. Þetta verður ekki meira á.ð sinni. Bið velvirðingar á ruglinu. Sittu heill, Starkaður, þó að baðstofan sé hrunin". Þórarinn á Skúfi hefir lokið máli sínu. Starkaður Allt í rafkerfið Bílaraftækjaverzlnn Halldórs Ólafssonar Rauðarárstíg 20 — Sími 4775 •ssssssðssssscsssssssssassssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss TAPAST HEFIR Ijósgulur hundur: af Snhafer-kyni, langur, grannur, í meðallagi stór með lafandi eyru, ljós á bringu. — Hefir sennilega sést í Reykjavík og síðar í Sandvíkurhreppi. Þeir sem verða hundsins varir gjöri-svo vel að hringja í síma að Laugardalshólum, símstöð Laugar- vatn. ssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssassssasssssasasass wsssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssSssssssssssí Einangrunarkorkur í 1”, lYz”, 2”, 3” og 4” fyrirliggjandi. Jónsson & Júlíusson Garffastræti 2. — Simi 5430. jsssssssssssssssssssssssssssssssssassssssssssssssssssssssssssssssssssððai

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.