Tíminn - 29.12.1954, Blaðsíða 5
TÍMINN, miðvikudaginn 29. dcseniber 1954.
SM, blað.
Miðvikud. 29. des.
Aðvörun til ríkis-
stjórnarinnar
í seinasta hefti Pjármála-
tíðinda, sem Landsbankinn
gefur út, birtist grein eftir
ritstjórann, Jóhannes Nor-
d.al, þar sem fjallað er um
efni, sem alltof lítill gaumur
er nú gefinn af valdamönn-
um þjóðarinnar. Bersýnilegt
er þó, aö illa hlýtur að fara,
ef sama sinnuleysið helzt á
því sviði og verið hefir um
skeið.
í grein sinni bendir Jó-
hannes Nordal á það, að mik
111 áhugi sé nú fyrir frjáls-
ari viöskiptum milli þjóða og
hafi líka að undanförnu tek-
ist að draga stórlega úr ýms-
um hömlum, sem þar hafa
verið til fyrirstöðu. Helzta
úrræðið hafi verið það, að
hver þjóð stuðli sem mest að
því að koma á jafnvægi í fjár
hagsmálum sínum og tryggja
þannig traustan gjaldmiðil,
blómlegt atvinnulíf og vax-
andi útflutning.
Jóhannes bendir á það í
grein sinni, að gengislækkun
ín hafi stuðlað verulega að
því á sínum tíma að skapa
slíkt jafnvægi hér á landi.
Mikið vanti^ þó á, að því
marki hafi verið náð, en
helztu leiðirnar til að ná því,
séu þær að draga úr þenslu
innanlands og lækka verðlag
til samræmis við það, sem sé
í öðrum löndum.
Síðan segir Jóhannes:
„Því miðwr hefir þróumn
verið mjög í öfuga átt að
þessu leyti upp á síðkastið.
Gífurleg þensla hefir verið
í efnahagskerfinu síðustu
tvö árin, sem á rót sína að
rekja til varnarliðsfram-
kvæmda og mjög mikillar
innlendrar fjárfestingar.
Eftirspnrn innanlands hefir
farið sívaxandi og mjög al-
varleg ur vinnnaflsskortnr
hefir gert vart við sig í mörg
um framleiðslugreinum. Er
allt útlit fyrir, að nýrri
kauphækkunaröldu verði
hruíidið áf stað, áður en
langt Iíður, ef ekki er grip-
Iðv í taumana. Almenn verð-
hækkunaralda mundi hafa
hinar hættulegustu afleið-
ingar og mundi auka á ný
vántrú manna á gjaldmið-
ilinum. Er þegar að sjá alvar
leg merki þess, að sparzfjár
söfnun sé farin að minnka,
en I nóvember lækkuðu
sþariinnlán í bönkum í
fýrsta sinn í tvö ár og þá
um fullar, tólf millj. kr.
Vegna hinna miklu duldu
döllaratekna hefir þensl-
an í efnahagskerfinu enn
ekki leitt til aukins gjald-
eyrishalla, en varla getur
liðið á löngu, áður en svo
fér, ef ekki tekst að stöðva
verðþensluskrúfuna.“
Hér er vissulega vakin at-
hýgli á ískyggilegri stað-
reynd. í tíð stjórnar Stein-
gríms Steinþórssonar náðist
ve-irulegur árangur í þá átt að
apka iafnvægi í efnahagsmál
unj. Þetta va'r' m. a. að þakka
því að taumhald var haft á
fjárfestingunni og þannig
kcjþiið í veg fyrir ofþenslu.
í jíð núv. ríkísstjórnar hefir
gétt vaxandi andvaraleysis
1 þessum efnum. Þess vegna
erý aðstæðurnar nú orðnar
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ:
Óperurnar I
Cavaleria
Pagliacci og
Pusticana
Guömundur Jónsscn og Ketill Jensson.
Hátíðasýning Þjóðleikhúss-
ins að þessu sinni er tvær
stuttar ópsrur, sem frumsýnd
ar voru á annan í jólum. Þess
ar tvær ítölsku óperur: Pagli-
acci, öðru nafhi Bajazzo og
Cavalleria Rusticana eru talin
frægustu óperuverk höfunda
sinna, þeirra Leoncavallo og
Mascagni.Þær eru tíöum flutt
ar saman á söngleikahúsum
víða um heim með því að
lengd þeirra til samans er
hæfileg. Þær eru og allmjög
kunnar þeim, sem hlusta á
óperuflutning útvarpsins með
því að þær hafa oftsinnis ver
ið leiknar með .skýringum. Er
það því mikill viðburður í
leikhúss og tónlistarviðleitni
landsmanna, að eiga þess kost
að sjá og hlýða á þær fluttar
i Þjóðleikhúsinu.
Efni þessara söngleikja er
sviplíkt því, sem títt er í
óperum: Brigð í ástum og æsi
leg afbrýðisemi, sem leiðir til
manndrápa. Fyrr talin cpera,
I Pagliacci, gerist á markaðs
hátíð í bæ á Suður-Ítalíu.
Leikflokkur kemur til bæjar
ins til þess að sýna listir sín-
ar. Canio (í leiknum Pagli-
acci) foringi leikflokksins:
Þc-steinn Hannesson, Nedda
eiginkona Canios og leikkona
(í leiknum Colombura):
Sænska óperusöngkonan
: Stina Britta Melander, Tonio
Jtrúður (í leiknum Taddeo):
; Guðmundur Jónsson, Beppo
leikari (í leiknum Harbkin)
i Árni Jcnsson, Silvo, ungur
bóndi: Gunnar Kristinsson.
Auk þess fara með hlutverk
tveggja bænda þeir Jón Kjarf
ansscn og Sigurður Björnsson.
— Loks kemur fram og syng
ur fjöldi manna, markaðsfólk
og bændur.
Eiginkona leikstjórans er
ekki við eina fjöl felld og hef
ir að minnsta kosti tvo friðla
I í takinu. Auk þess er trúður-
j inn, Guðmundur, á höttunum
I eftir ástum hennar en verður
ekki ágengt. Canio, Þorsteinn,
hefir svarið að drepa konu
sína, ef hann komist að því,
að hún sé sér ótrú og trúður
inn hefnir sín með því að
ljósta upp um lauslyndi konu
hans. Um þetta snýst söngleik
urinn og endar með þvi að
leikstjórinn ræður konu sinni
bana og auk þess elskhuga
hennar Silvo, Gunnari Krist-
inssyni, bana.
Höfuðsöngvarar leiksins
eru þau Stina Britta Meland-
er, Þorsteinn Hannesson og
Guðmundur Jónsson. Stina
Britta Melander er æfð óperu
söngkona. Hún er sérlega geð
þekk á sviðinu, röddin fögur,
þjál og vel skóluö og mun
söngkonan hafa vakið óskipta
hrifningu leikhúsgesta. Þor-
steinn Hannesson hefir mikla
og fallega rödd og hefir hann
hlotið mikla þjálfun sem
óperusöngvari, verið fastráð-
inn um alllangt skeið við
Covent Garden í London.
Verður og ekki að leik hans
fundið, enda erfitt um að
dæma, þar sem ekkert er til
samanburðar um meðferð
þessa hlutverks. — Guðmund
ur Jónsson er voldugur bary-
tone-söngvari með geysilega
mikið raddsvið, enda hefir
hann teygt sig langt upp á
tenórsviðið. Má vera að bary-
tonblær raddarinnar hafi
misst nokkurs í við þá ráða-
breytni. En persóna og rödd
Guðmundar fer vel saman og
áhlýðendur hans verða ávallt
öruggir um styrk hans og
getu, vissir um það, að hann
muni valda jafnvel hinum
örðugustu hetjuhlutverkum.
Mun óhætt að segja, að þessir
þrír söngvarar, sem nú hafa
verið taldir, hafi leyst hlut-
verk sín prýðilega af hendi.
Gunnar Kristinsson, sem
lék Silvo elskhuga Neddu,
hefir þægilegan raddblæ en
litla rödd. Og sem elskhugi
var hann í daufasta lagi og
mátti eðlilegt teljast, að
Nedda þyrfti, eftir því sem
hún er gerð í leiknum, að hafa
annan í takinu. Enn minna
kveður að hlutverki Sigurðar
Björnssonar, sem lék 2. bónda.
Leiksviðið er harla nýstár-
legt, gert að fyrirmynd um-
hverfisins í suður-ítölskum
smábæ, fornfáleg hús og múr
garðar með bogmúruðum hlið
um. Og á leiksviðinu er ann-
að leiksvið farandleikhússins.
þær, sem lýst er i ummælum
Jóhannesar Nordals hér að
framan.
Ef þanuig verður stefnt
áfram, er alveg ljóst hvert
þjóðarskútuna ber. Stjórn-
arhættir nýsköpunarstjórn-
arinnar og enifalok þeirra
eru örugg vísbending nm
það. Þá var ekkert tanm-
hald haft á fjárfestingunni
og því skapaðist hin stór-
felldasta ofþensla. Enda-
lokin urðu öngþveiti, sem
leiddu af sér meiri höft og
skömmtunarfjötra en þjóð-
in hafði áður búið við á
þossarf öld. Jafnframt
Ieiddu svo þessír stjórnar-
liættir íil ægilcgustu vcrð-
bólgu, er gcrði gengislækk-
unina 1950 óumflýjaulega.
Sama óheillaþróunin blas-
ið nú framundan, ef ekki
verður snúið við í tíma.
Jóhannes. Nordal segir í
áðurnefndri grein sinni, að
þótt fjárfesting og fram-
kvæmdir séu ein meginund-
irstaóa aukinnar hagsældar,
verði eigi að síður að fara
svo varlega, að þjóðinni verði
t-kki steypt út í verðbólgu á
ný. Menn megi ekki gleyma
þvi, að blómlegir atvinnuveg-
ir, traustur gjaldmiðill og
haftalaus viðskipti séu ekki
síður mikilvæg fyrir afkomu
þjóðarinnar. „Ef íslendingar
nota nokkurn hluta þess
auðs,“ segir Jóhannes enn-
fremur, „sem þeim hefir nú
borizt í hendur, til þess að
draga ur peningaþenslunni
cg auka gjaldeyrisforðann,
skapa þeir sér hina traust-
ustu undirstöðu frekari fram
fara, sem völ er á.“
Undir þessi ummæli vill
Tíminn fullkomlega taka og
skora á ríkisstjórnina að
haga stefnu sinni í samræmi
við það.
Svo mjög sem óperan
I Pagliacci hefir verið rómuð
fyrir fegurð tónverka, þá tek
ur Cavalleria Rusticana henni
langt fram, enda mun hún
ávallt verða talin ein fágað-
asta perlan meðal söngleika
frá fyrsta tón til hins síðasta.
Hinar fögru aríur verða lengi
minnisstæðar og þá ekki síð
ur hið fræga Intermezzo, lof-
söngur upprisuhátíðarinnar
og aðrir kórsöngvar. — Efni
síðarnefndrar óperu er áþekkt
hinu fyrra: Afbrýði í ástum
og æsilegar ástríður, unz vopn
in eru að lokum látin skipta
sköpum. Leikurinn fer fram á
páskamorgun í litlu þorpi á
Sikiley. Ung stúlka, Santuzza
(framborið Santúdsa) leikin
af Guðrúnu Á. Símonar tekst
á um unnustann Turiddu:
Ketill Jensson við gifta konu
Lolu: Þuríður Pálsdóttir. En
Lola hafði fyrrum verið unn-
usta Turiddu. — Eiginmaður
Gunnar Kristinsson og
Stina Britta Melander.
Lolu Alfio: Guðmunaur Jóns-
son fyllist bræði, er hann verð
ur ástabrigða konu sinnar
áskynja og fellir Turiddu í
einvígi. — Móðir Turiddu
Lucia kemur og mikið við
sögu og er hún leikin af Guð-
rúnu Þorsteinsdóttur. — Leik
urinn fer fram á opnu torgi
með kirkju á vinstri hönd en
fornfálegar steinbyggingar á
hægri hönd. — Sorgaratburð
irnir vefast í hátíðahaldið,
þar sem kórinn fyllir sviðið
hvað eftir annað og myndar
samfellda leikheild nema með
an beðið er eftir að páska-
messu ljúki, og er þá í hléinu
leikið hið stórfagra Inter-
mezzo.
Guðrún og Ketill leika
þarna meginhlutverkin og
hafa bæði vaxið síðan er þau
léku saman síðast í Leður-
blökunni i Þjóðleikhúsinu í
hitteðfyrra. Sérstaklega virð
ist hin einkarfagra rödd Ket-
ils hafa þjálfast og raddbeit-
ing hans vera traustari og
fágaðri en verið hefir. Sam-
leikur þeirra Guðrúnar og
Ketils er með miklum tilþrif
um svo ung sem þau eru í
þessari grein listarinnar og
Ltt þjálfuð á leiksviði óper-
unnar. — Hlutverk þeirra
Guðmundar, Guðrúnar Þor-
steinsdóttur og Þuríðar eru
minni og vel af hendi leyst.
Það er ánægjuleg nýlunda,
að Cavalleria Rusticana er
sungin á íslenzku og Frey-
síeinn Gun?iarsson snúið
textanum. Má telja efalaust
að vándvirkni og smekkvísi
Freysteins hefir þar ekki
brugðist. Hitt má telja mið-
ur farið, að Fikhúsgestir eiga
þess ekki kost að fá textann
rnilli handa í prentuðu máli.
Er það y.^irsjón af leikhús-
inu að gefa textan ekki út
og seija vægu verði. — Fram
buröur söngvara er að jafn-
aði ekki svo skýr, að hans
verði notið til hlítar, enda
verður skýr textaframburð-
ur í söng alltaf á kostnað
tónflutningsins. Virtist að
þessu sinni einkum á bresta
um skýran framburð Guð-
rúnar Á. Símonar.
Simon Edwardse?? nafn-
kunnur sænskur óperusöngv-
ari, hefir sett báðar óperurn-
ar á svið en hljómsveitar-
stjórinn Victor Urbancic æft
hljómsveit og kóra og báðir
unnið afrek. Sérstaklega
vekja kórarnir óskipta á-
nægju leikhúsgesta. Er eft-
irtektarvert hversu við ís-
lendingar eigum mikinn kost
fagurra söngradda í ungri
viðleitni okkar að skapa ó-
pcru í Þjóðleikhúsinu.
Að öllu samanlögðu hefir
þessi viðleitni að þessu sinni
orðið til sæmaar Þjóðleik-
húsinu og óllum, sem hlut
eiga að máli.
Þjóðleikhúsið var troö-
fullt við frumsýningu og var
söngvnrum og leikurum fagn
að ákaflega og margkallaðir
(Framhala á 6. síðu.)