Tíminn - 04.01.1955, Side 2
s
TÍMINN, þrið,judaginn 4. janúar 1955.
1. blað.
Á girndarleiðum
Mjög forvitnileg mynd er nú sýnd
í Austurbæjarbíói, sem hefir fengið
nafnið Á girndarleiðum í þýðingu,
en heitir á frummáli A streetcar
named desire. Má segja, að einvala-
iið leiki í myndinni, eins og þau
Marlon Brando, Kim Hunter og
Vivien Leigh. Myndin gerist í New
Orleans og meðal fólks, sem venju
lega er talið eiga tíðindalítið lífs-
hlaup. Kemur þó upp úr dúrnum,
áð þarna stendur saga mannsins í
femum greinum og öllum sönnum
og eru það út af fyrir sig tíðindi.
Persónugervingur hyllisýnanna
(illusions) sem er aldalægur kvilli,
er með ágætum í höndum Vivien
Leigh og góð mótsetning við mann
dýrið í Marlon Brando, sem á eng
in orð í ofsa sínum önnur en nafn
konu sinnar. Hún er leikin af Kim
Hunter, sem er þokkalegasta mann
eskjan í myndinni, og kannske ein
um of hraustleg fyrir umhverfi, þar
sem dagar eru sólarlitlir. En hvað
um það, hún er von mannsins, hlaup
andi þróttlega upp stiga á flótta
frá manni sínum með nýfætt barn
í fangi, en um rökkvaðann hús-
garðinn berast hróp mannsins, sem
á engin orð í nauðum önnur en:
Stella, Stella, Stella.
I. G. Þ.
Útvarpið
Útvarpið í daj:
Pastir liðir eins og venjulega.
20.30 Erindi: Pranski heimspeking-
urinn Montaigne (Símon Jóh.
Ágústsson prófessor).
20,55 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm
sveitarinnár í Þjóðleikhúsinu
14. sept. s. 1.
21.35 Lestur fornrita.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Úr heimi myndlistarinnar. —
Björn Th. Björnsson listfr.
sér um þáttinn.
22.30 Daglegt mál (Árni Böðvars-
son cand. mag.).
22.35 Léttir tónar. — Jónas Jónas-
son sér um þáttinn.
23,15 Dagskrárlok.
Árnað he 'ílla
Trulofun.
Á gamlársdag opinberuðu trúlof
un sína ungfrú Guðrún Dagbjarts-
dóttir, Drápuhlíð 6, og Geir Magnús
son, stud. jur., Vesturgötu 7.
Úr ýmsum áttum
Fréttatilkynning frá orðuritaða:
A nýársdag sæmdi forseti íslands,
að tillögu orðunefndar, þessa menn
heiðursmerki fálkaorðunnar:
1. Davíð Stefánsson, skáld, Akur-
eyri, stórriddarakrossi fyrir bók-
menntastörf.
2. Prú Guðrúnu Pétursdóttur,
Reykjavík, stórriddarakrossi, fyrir
störf að málefnum kvenna.
3. Helga Arason á Pagurhólsmýr',
riddarakrosli, fyrir störf að raf-
virkjunum í sveitum o. fl.
4. Ólaf Bjarnason, bónda í Braut
arholti, riddarakrossi, fyrir störf að
búnaðarmálum.
5. Ólaf Thorarensen, bankastjóra,
Akureyri, riddarakrossi, fyrir störf
að bankamálum.
6. Pál ísólfsson, tónskáld, Reykja
vik, stórriddarakrossi, fyrir störf að
tónlistarmálum.
7. Sigtrygg Klemensson, skrif-
stofustjóra, Reykjavík, riddara-
krossi, fyrir embættisstörf.
Nýárskveðjur til forseta íslands.
Meðal árnaðaróska, sem forseta
íslands bárust á nýársdag, voru
heillaskeyti frá Friðrik Danakon-
ungi, Hákoni Noregskonungi,
Gustav Adolf Svíakonungi, Paasi-
kivi Pinnlandsforseta og Francisco
Franco, ríkisleiðtoga Spánar.
Góð gjöf tll Skál-
holtskirklu
Á sl. vori gáfu hjónin frú
Kristín Björnsdóttir og Guð
mundur Magnússon í Efra-
Nesi Stafholtskirkju 2 Ijósa
stjaka til notkunar á préd-
ikunarstól.
Er þetta minningargjöf
um son þeirra, Björn Magnús
mikinn efnispilt, sem and-
aðist 26. júlí 1950, aðeins 9
ára gamall.
Söfnuður Stafholtskirkju
er þakklátur góðum gefend-
um og óskar þeim velfarn-
aðar í nýjum heimkynnum.
B. B.
Akranes
(Framhald af 8. síðu).
færslumál 260 þús. kr., stjórn
kaupstaðarins 291 þús. kr. og
hreinsun 275 þús. kr., afborg
anir og vextir af skuldum
697 þús. kr., ýmsir skuld-
heimtumenn 763 þús. kr.
Daníel Ágústínusson bæj-
arstjóri gerði grein fyrir á-
ætluninni og fjárhag bæjar-
ins á fundinum og urðu siðan
silmiklar umræður, er stóðu
til klukkan tvö að nóttu GB.
------- — t i—
Hamilton
(Framhald af 1- siðu).
vallargerðina og fái leyfi til
að ráða til sín erlenda sér-
fræðinga til þess verks.
Flugvallargerðin er tiltölu
lega lítill hluti framkvæmd-
anna á næsta ári. Til henn-
ar þarf um 200 til 300 manns,
og fá þeir útlendingar, sem
þörf er á, aðeins dvalarleyfi
hér næsta sumar meðan verk
ið stendur yfir. Jafnframt
verða íslendingar þjálfaðir í
fiugvallagerð með það fyrir
augum að taka við viðhaldi
flugbrauta í framtíðinni.
Framkvæmdir og viniiMafl.
Ákveðið var að fram-
kvæmdir skyldw miðast vzð
vinnuafl, sem fyrir hendi er
á hverjnm tíma í landinu,
þannig að þær trufli sem
minnst íslenzkt atvinnulíf.
Rétt þykir að vekja athygli
á því, að samningar þeir,
sem nú hafa farið fram, eru
nýtt skref í framkvæmd varn
arsamningsins. Þetta er í
fyrsta sinn, sem framkvæmd
yerka á Keflavíkurflugvelli
er ákveðin í fullu samráði við
íslenzku ríkisstjórnina. Er
ætlunin, að sami háttur verði
hafður í framtíðinni sam-
hliða mjög auknu eftirliti
með öllum varnarframkvæmd
um.
tsl. Iiálur
(Pramh. af 1. síðu).
verjar voru allir Grindvíking
ar, Helgi Aðalgeirsson, Árni
Sveinsson, Óskar Gíslason.
En Óskar verður skipstjóri á
bátnum í vetur og er eigandi
bátsins ásamt Guðjóni Gísla
syni í Grindavík.
Áramótamóttaka forseta /slands.
Forseti íslands hafði móttöku í
Alþingishúsinu á nýársdag, svo sem
venja hefir verið.
Meðal gesta voru rikisstjórnin,
fulltrúar erlendra ríkja, ýmsir emb
ættismenn og fleiri.
JJíRARittnJimssoM
LÓGGILTUR SK.JALAMÐAND1
• OG DÓMTLRK.UR I ENSK.U «
glEKJUKVOLI-sini 81655
tllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM*
I Blikksmiðjan [
I GLÓFAXI 1
= HRAUNTEIG 14. — Sími 7236 1
Vandaðtr tnitohmarhringir
I
JonDalmannsson
guJÍtimioWo
SKÓLAVÖReuSTÍS 21 - s'ÍMI 3445
og BÆKUR
Fyrir kennara, foreldra og
nemendur.
Vinnubókarblöð, þvcrstrikuð, rúðu-
strikuð, óstrikuð, vinnubókarkápur;
teiknipappír, teikniblokkir; riss-
blokkir; skólakrít (hvít oj lituð í
grossum); blýantar, yddarar, vatns
litir og Pelikanlitir; blek, pennar,
reikningshefti, forskriftabækur og
stílabækur; útlínukort og myndir í
vinnubækur, stimpilfjölritar; plöntu
pappír; litprentaðar biblíumyndir
með ísl. skýringum (45 myndir á
2.50 samtals); ýmsar kennslumynd-
ir; vegglandabréf (/sland, m. a.
jarðfræðikort, heimsálfurnar, al-
heimskort); veggmyndir, hnatt-
Iíkön, landabréfabækur; ýmsar
skóla- og kennslubækur, m. a. um
smábarnakennslu, kristin fræði,
landafræði, náttúrufræði, reikning
og sögu; ódýrar tungumálabækur
fyrir byrjendur: English through
jjicturcs (Enska kennd með mynd-
um; formáii á íslenzku), French
through pictures og German
through pictures; orðabækur; Nýtt
söngvasafn, stafrófskver, Litla reikn
ingsbókin, „100 léttir lcikir“, „Vcrið
ung“ (líkamsæfingar), Frjálsar
íþróttir (íþróttahan,-lbók), íþrótta-
árbækur, ýmsar íþróttareglur, Hand
bók í átthagafræði (útg. Samb. ísl.
barnakennara) o. m. fl.
Bókabúð Menningarsjóðs,
Hverfisgötu 21, Reykjavík.
(Á cama stað og afgreiðsla Ríkis-
útgáfu námsbóka).
11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
~ s
| Bifreiðaeigendu r)
| ATHUGIÐ |
I Tjakkar með tvöföldum f
I spindli. i
1 Fótstignar loftdælur me'ð =
| mæli. §
i Rafma^nsþurrkur 6 og 12 |
1 volt. |
i Stefnuljós með tilheyrandi {
{ 6 og 12 volt.
Í Flautur 6 og 12 volt.
{ Ljósarofar margar gerðir. I
1 Kveikjuhlutir í flestar teg. j
I bifreiða. I
| Amper mælar.
{Afturljós. i
{ Öskubakkar í bíla.
I Miðstöðvarrofar.
j Loftuetsstangir.
| Frostlögur: Atlas, Prestone i
: Zerex.
| Hjólbarðar 600x16 (jeppa- i
I dekk), 650x16 og 750x16.1
| Útvegum með stuttum i
j fyrirvara Pakkningasett í f
\ allar tegundir bifreiða. i
{ Sendum gegn póstkröfui
[ um allt land.
| COLUMBUS H.F. |
I Brautarholti 20. Símar {
6460 og 6660.
tlllllllllMIMMHHIIUMtlllHIIIIIIMII.HIIIIIMIIIIIIHIIIIIIII'
VéEaverkstæði
Sig. Sveinbjörnssonar h.f.
Skúlatíuii 6, Ilovkjavík,
anuast sölu á eftirtöldum mótorvélum:
HUNDESTED MOTOR. Stærðir 10 til 300 hestöfl.
UNION MOTOR. Diesel vélar 220 til 1000 hestöfl.
F. M. Bátavélar. 3 til 30 hestöfl.
MARNA. Bátavélar. 3 til 32 hestöfl.
ENNFREMUR:
Olíudrifzn (hyd) aulisk) línu- cg dekkspil frá A/S
Norsk Motor, Bergen. (Nokkur spil eru þegar komin til
landsins og hafa reynst með afbrigðum vel.
Öryggis-mælar frá Kockum Mekaniska Verkstad A.B.
Malmö. — Mælar þessir eru fyrir olíu- og kælivatn fyr
ir vélar frá 100 hestöflum og upp úr. Mælar þessir segja
til um ef smurningsolíuþrýstingur fellur eða kælivatn
er ekki nægt fyrir vélina.
4S5S55Sa5555S55«5555«5S55í5S5S55aS5SS«Sá«3«55*»5&S5555S5SSS5«S5555S54SS*
Tílkynníng
frá Sogsvirkjuninni
Útboð á byggingarvinnu að fyrirhugaðri aflstöð við
Efra-bcg auglýsist hér með. Útboðsskilmálar, útboðs-
lýsing og uppdrættir fást á skrifstofu Sogsvirkjunar-
innar, Tjarnargötu 12, Reykjavík, gegn 10.000,00 kr.
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila eigi síðar en 1. marz 1955 og
skulu bjóðendur skyldir að standa við tilboð sín eigi
skemur en 3 mánuði frá þeim degi.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Reykjavík, 3. janúar 1955.
STEINGRIMUR JONSSON.
(55SS£155KSS555S5SSSS555SS55S5S5S5SS555555SS555555553S5SS55%SSSS5S55SS5a
S5555555555555555555555S55555555555555555555555555555555555555555S555555S
Stúlka
óskast á Kópavogshælið nýja. — Upplýsingar gefur
yfirhjúkrunarkonan í síma 3098.
Iðgjaldahækkun
Frá og meg 1. janúar 1955 hækka sjúkrasamlagsið-
gjöld meðlima upp í kr. 27 á mánuöi.
SJÚKRASAMLAG KÓPAVOGSHREPPS.
Starfsmann,
karl eða konu, sem náð hefir flýti í vélritun, og hefir
próf frá verzlunar- eða gagnfræöaskóia, vantar í op-
inbera stofnun.
Umsóknir merktar „Opinber stcfnun“ óskast send
afgreiðslu þessa blaðs fyrir 8. þ. m.
Þökkum innilega auðsýuda hluttekningu við andlát og
jarðarför föður okkar og tengdaföður
CARLS BERNDSEN. .
Böru cg te?igdabörn.