Tíminn - 06.01.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.01.1955, Blaðsíða 5
3. blaff. TÍMINN, fimmtudaginn 6. janúar 1955. 5 Fímmiud. 6. jan. Ástand og horfur um áramótin Álit fréttaritara „New York Times" í níu höfuðborgum Árangur heilbrigðr- ar gagnrýni Sá úrskurffur hæstaréttar, að Gunnar Pálsson hafi með meðferg sinni á máli Helga Benedilctssonar gert sig ó- hæfan til að fella dóm í því, hefir fullkomlega stað- fést gagnrýni Tímans á fram kornu dómsmálastj órnarinn- ar í sambandi við þennan málarekstur. Þótt þessi dóm ur sé þungur fyrir viðkom- andi setudómara, er hann raunverulega þyngri fyrir yfirmann hans, dómsmála- ráðherrann. Bersýnilegt er aö hann fól Gunnari dómara- starfið í þessu máli í alveg sérstökum tilgangi, þar sem í hlut átti politískur and- stæðingur, sem nauðsynlegt þótti að gera óvígan vegna valdabaráttu í viðkomandi bæjarfélagi. Málsmeðferðin öll bar þess merki, að þess- um manni skyldi komið á hné, hvað sem það kostaði. Þegar farið var að gagnrýna málsmeðferðina hér í blað- inu, snerist málgagn dóms- málaráðherra illa við og varði setudómarann af miklu kappi. Hæstiréttur hefir nú staðfest gagnrýni Tímans á þessari málsmeðferð svo full komlega, að óþarft er að fara um það fleiri orðum. í sambandi við þessi mála lok, er vissulega ekki úr vegi að vekja athygli á þeirri mik ilvægu þýffingu, sem umrædd gagnrýni Tímans hefir haft. Allar líkur benda til, að máls meðferðin gegn Helga Bene- diktssyni hafi aðeins verið prófmál af hálfu dómsmála- stjórnar Sjálfstæðisflokksins. Hefði hún verið látin hald- ast uppi mótmælalaust, myndi slíkum aðferðum hafa verið beitt gegn öðrum and- etæðingtim Sjálfstæðisflokks- ins. Hin eindregna gagnrýni Tímans varð þess hins vegar valdandi, að dómsmálastjórn Sjálfstæðisflokksins taldi ráðlegt að fara sér gætilegar og. gefa ekki slíkan höggstað á sér að sinni. Tvímælalaust hefir gagnrýni Tímahs þannig orðið til þess að réttarfarið hefir verið heilbrigðara að undanförnu en það hefði ver ið ella. Full ástæða er til að vona, að slíkt geti haldist méðan Sjálfstæðismenn eða kommúnistar hafa hér ckki einir völdin, enda verði þess áfram gætt af blöðunum að halda uppi nauðsynlegri gagnrýni ef börf krefur. Fleiri dæmi mætti nefna um þau áhri'f, sem heilbrigð gagnrýni blaðanna getur haft. Á síðastl. sumri hóf kennslumálastjórn Sjálfstæð isflokksins að misbeita mjög valdi sínu í sambandi við stöðuveitingar. Lengst var gengið í þessu sambandi við veitingu skólastj órastöðunn- ar við barnaskólann á Akra- nesi eins og alræmt er. Tím inn reig þá á vaðið fyrstur blaðanna og gagnrýndi harð lega þessi rangindi veitinga- valdsins. Sú gagnrýni bar án efa þann árangur, að kennsiu málastjórnin hætti við ýms rangindi í stöðuveitingum, er hún hafði haft á prjón- unum. A. m. k. var þeim miklu. minna beitt eftir að Fyrir áramótin voru fréttaritar- ar stórblaðsins New York Times í níu höfuðborgum beðnir að senda blaðinu yfirlit um framtíðarhorfur og ástand í viðkomandi löndum. Frá öllum borgunum, nema Saigon, bárust fregnir- um minnkandi þenslu í stjórnmálum og hagstæð- ari fjárhag. Hér á eftir fer úrdrátt ur úr yfirliti frétta'ritaranna. Wasfeington. Horfur eru betri en voru fyrir ári síðan og flestir embættismenn búast við róiegu tímabili í alþjóða- málum, a. m. k. framan af árinu 1955. Heimurinn virðist standa á fastari fótum en hann hefir gert í mörg ár. Rússar tala um friðsama samvinnu og flestar vinveittar þjóð ir virðast búa við ítöðugt stjórn- málalíf og öruggan fjárhag. Hið eina, sem virðist þurfa að óttast, er ástandið í Indókína og á For- mósu. Heima fyrir er allt komið í fast form aftur eftir kosningarnar og fjárhagur er hágstæður. Dixon- Yates þrætan mún ekki hafa neina upplausn í för með sér og McCarthy er ekki nærri eins ógnandi og áð- ur. Yfirleitt er hægt að líta björt- um augum til hins komandi árs. Loiidoii. Þar sem Bretland er nú vel á vegi statt og friður ríkjandi í heim inum, horfa menn hér til fram- tíðarinnar með bjartsýni. Tvennt er það, sem skapar þessa bjartsýni. Hið fyrra að heimafyrir hefir verið hagstæð verzlun og mikill iðnaður, og hið síðara að á alþjóðavettvangi lögðu Bretar sinn skerf til vopna- hlésins í Indó-Kína og til öiyggis Vestur-Evrópu. En það, sem mesta ánægju vekur, er sú staðreynd, að hin mikla sjálfsafneitun áranna eftir stríðið er nú farin að bera sýnilegan árangur. Samt er framtíðin ekki alveg skýlaus, þvi að Bretar gera sér vel Ijóst, að útflutningurinn, sem þeir lifa á, mun mæta harðri sam- keppni, og þeir vita einnig, að ef til styrjaldar kemur, munu borgir þeirra verða jafnaðar við jörð. En velgengni og friður undanfarins árs hefir á ný fært heim sanninn um það, að þeir eiginleikar, sem hafa gert brezku þjóðina sterka og færa um að verja frelsi sitt, gefa henni enn kraft til mikilla afreka. Þess vegna er þjóðin viss um á- framhaldandi styrk sinn í breyttri veröld. Moskva. Eftir því, sem útlendingur kemst næst, er kommúnistaflokknum, Sov étstjórninni og þjóðinni í heild.það sameiginlegt að líta með ánægju þessi gagnrýni hófst. Fyrir Tímann var það vissulega ánægjulegt, að stj órnarandstæðingar vökn- uðu seint og um síðir til að gerða í þessu máli, og báru þá lítið annað fram en að vitna í ummæli Tímans! Að réttu lagi hefðu stjórnarand- stæðingar átt að verða fyrst- ir á vettvang til að hefja þessa nauðsynlegu gagnrýni. En þeir sváfu á verðinum meðan Tíminn hélt barátt- unni uppi og knúði fram stefnubreytingu hjá kennslu málastjórninni. Tíminn lét það ekki aftra sér frá því að hefja þessa gagnrýni, þótt hann væri stuðningsblað við komandi ríkisstjórnar. Þann ig ber líka frjálsum blöðum að haga sér; ef þau vilja vera trú því mikilvæga hlutverki sínu að halda uppi heil- til ársins 1954, enda þótt ánægjan sé blandin kvíða. Ánægjan skapast af því, að mestu leýti hefir tekizt að framkvæma allar áætlanir, sem ráð var fyrir gert, og ávinningur hefir orðið mik ill á sviði iönaðar, bygginga og landbúnaðar, sem hefir aftur leitt af sér bætta afkomu. Sú trú, að baráttan fyrir sósíalismanum standi nú á fastari grundvelli en nokkru sinni fyrr, hefir einnig haft í för með sér öryggi meðal þjóðarinn- ar. Kvíðinn, sem vottar fyrir, or- sakast af hinni óhagganlegu ákvörð un Vesturveldanna um endurvopn- un Þýzkalands, og hinni greinilegu stjórnmálaþenslu, sem af því hefir leitt. Ennþá er þó of snemmt að segja fyrir um afleiðingar þessa í stjórnmálum hér í landi. París. Frakkar kvíða því framar öðru, hverjar afleiðingar endurvopnun Þýzkalands muni hafa á sambúð MENDES-FRANCE, sem aff margra dómi er „maffur ársins 1954“. Vesturveldanna og Rússlands. De Gaulle hélt því fram, að enn eina tilraun bæri að gera til að semja við Rússa, áður en fariö væri út í að vopna Þýzkaland á ný, og Mend es-France var á sömu skoðun. Franska þjóðin er óróleg vegna þess að henni er ómögulegt að líta á Þjóðverja sem vopnaða banda- menn, enda þótt leiðtogar hennar viðurkenndu opinberlega að svo sé. Framleiðsla og útílutningur hefir aukizt á árinu 1954, og ef Mendes- France verður áfram við völd, hefir hann hug á að endurskipuleggja fjármálastefnuna. Það verður sein- legt verk, en við það eru bundnar miklar vonir. Þær vonir eru þó skyggðar af því, hverjar afleiðing- ar endurvopnunin muni hafa á sam túð austurs og vesturs, og einnig biigöri og nauðsynlegri gagn rýni á því, sem miður fer. Á svipaðan hátt og Mac- Carthyisminn hefir spillt á- liti Bandaríkjanna út á við, hefir það líka treyst álit þeirra, að hin frjálsu blöð þar í landi hafa ráðist ein- dregið gegn honum og eru nú búin að draga mjög úr áhrifum hans. Þetta hlut- verk þurfa blöðin vissulega ekki síður að rækja annars staðar. Þau þurfa að vera á verði gegn einræði og yfir- gangi, hvort heldur það birt ist í gerfi kommúnismans eða MacCarthyismans. Rétt- mæt gagnrýni þeirra getur áorkað miklu til að trýggja heilbrigt réttarfar og hindra rangindi í stöðuveitingum, svo að aðeins þau tvö dæmi séu nefnd, sem vitnað er til hér að framan. af þeirri vissu, að ef til styrjaldar kæmi, yrði það atómstyrjöld. Róm. Þótt uppskera væri léleg á árinu 1554, hækkuöu þjóðartekjur ítala um 4 af hundraði, og kaupmáttur almennings fyrir jólin bar vitni um aukna velmegun. ítalir líta því fram tíðina björtum augum. En ítalskir kömmúnistar eru ekki alls kostar ánægðir vegna hinnar greinilegu slöðnunar í útþenslu kommúnista- flokksins og jafnvel fylgistaps. Lausn Trieste-deilunnar leiðir ltka af sér fríðsamlegri horfur. Frá ítölskum sjónarhóli er-ástand i alþjóðamálum gott, enda eru flest ir ítalir staðráðnir í að standa með öðrum þjóðum gegn yfirgangi Rússa í heiminum. Mímn. Árið 1954 var hið bezta fyrir V,- Þjóðverja síðan stríðinu lauk og útíit er fyrir að árið 1955 verði jafnvel enn hagstæðara Stöðug- leiki i fjármálum hefir skapazt af nægri vinnu, stórauknum iðnaði og bygg ingaf ramkvæmdum Þrátt fyrir meirihluta Adenauers hefir endurvopnunin skapao sundr ung, sem verður mikið vandamál fyrir stjórnina að bæla niöur. V- Þjóðverjar eru ekki lengur fúsir til að fylgja stjórnmálastefnu, sem sett er i "Washington Árið 1955 mun því verða ár vaxandi velmegunar, en jafnframt mehi óvissu í stjórn- málum Saigon. Þeir eru ekki margir hér, sem hafa þá skoðun að hægt verði að bjarga Suður-Vietnam undan yfir- ráðum Vietminh í kosningunum 1956, en það er þó stoð fyrir Vest- urveldin að slíkir menn skuli finn- ast Það mun ekki veitast þeim auðvelt verk að skapa nýtt, frjálst ríki í Suður-Vietnam, og það mun krefjast þess fyrst og fremst að end urskipuleggja herinn, og gera gagn gera breytingu á stjórnmála- og fjármálastefnum. Það er augljóst, að til þessa verks þarf sterkan vilja og þolgæði, og hvort það mun takast, er enn ekki hægt að segja fyrir um. New líellii. Indverjar eru vissir um að þeir hafi gert vel á árinu 1954, enda hef ir verið tekið mikið tillit til þeirra í alþjóðamálum, og það álíta þeir ekki vera svo lítils virði fyrir ungt ríki. Indverjar búast ekki við nein- um ófriði á árinu 1955, og yfirlýs- ingar Eisenhowers hafa sannfært þá um, að ekki verði ófriður í heim inum svo lengi sem hann situr í Hvíta húsinu. Þessi skoðun er jafn vel útbreiddari meöal Indverja en Bandaríkjamanna. Annars hafa alþjóðamálefni að- eins áhrif á fámennan hóp manna — hinir hugsa aðeins um það, hvort þeir muni hafa nóg að bíta og brenna á komandi tímum. Tokíó. Fæstir Japanir munu sakna árs- ins 1954, sem að mörgu leyti brást vonum þeirra. Eina bótin er að flestir landsmenn eru sannfæröir um að árið 1955 verði betra. Þrátt fyrir það hafði árið, sem var að líöa, sínar ljósu hliðar. Þjóð in var neydd til að minnka inn- kaup sín erlendis, og hafa gjald- eyristekjur hennar verið meiri en undanfarið. En þrátt fyrir það er kaupmáttur þjóðarinnar minni en fyrir ári síöan. Vonir standa samt til að hin nýja stjórn muni koma þessu í betra horf. Svo eru Japanir einnig vissir um að stríðshætta verði minni á þessu ári en var á þvi, sem var aö kveðja. Bvernig á ■ ■ B (Framhald af 4. síðu). fram margar ástæður gegn sjóðmyndun á þessum grund velli. Framlögum ríkis og bæjar er ekki hægt að ná nema með nýjum sköttum, og flestum þykja þeir nógir. Því er aðeins svarað á þann hátt, að það er nokkuð ann- að fyrir skattþegninn að ynna af hendi skyldusparn- að, til aukinnar þjóðareign- ar, heldur en til aukinnar eyðslu. Menn telja ekki eftir sér, að fcorga háar upphæð- ir til áfengis- og tóbaks- kaupa og annarrar slíkrar eyðslu, því skyldi þá mönn- um vaxa í augum að iaka á sig nokkurn skyldusparnað til þess að byggja yfir sig og börn sín. Nú eru hömlur á meðferð Mótvirðissjóðs, en ósennilegt verður að teliast að eigi væri uom að fá slika notkun, á etnf-verjiim hluta hans. Hliffarráðsíafanir. Til þess að hægt sé að sinna útlánum til íbúðar- bygginga nú þegar, svo veru legu nemi, þá þarf að afla fjár á annan hátt en með sjóðmyndun þeirri, sem vik- ið er að hér að framan. Verð ur það að gerast með verð- brefasölu. Eins og nú standa sakir er enginn verðbréfamarkaður til í landinu nema svartur markaður, þar sem okurkarl ar nota sér neyð manna. Eins og fjármálaástandið er, þá þurfum við ekki að ímynda okkur, að hægt sé að koma upp heilbrigðum verðbréfa- rnarkaði án sórstakra ráðstaf ana. En ég hygg að hægt myndi vera að kon.a upp nokkurri \ erðbréfasölu fyrir fasteigna lánastofnun meö þre-mur að ferðum. 1. Að skylda banka og spari sjóði til aff kaupa verðbréf væntanlegrar fasteignalána- stofnunar fvrtr ákveðinn hluta sparifjárinnstæðnanna. Hvað mikil sú upphæð mætti vera árlega, verða banka- fróðir menn að meta, því í mörg horn er að líta fyrir bankar.a, sem haltia verða uppi rekstri atvinnuveganna. 2. Með sölu verðbréfa, sem væru tryggð fyrir gengisfalli e t. v. gæti komið til mála að verð þeirra breyttist eftir verðlagsvisitölu. Vitanlega hefði sá háttur það í för með sér, að sá, er lán fengi, yrði að vera háður gengishækkun og verðlagsvísitölu, en slíkt er engin goðgá. Það er engin ásta*ða til að viðhalda bví óheilbrigða íyrirkomulagi, er viðgengist hefir hin síðasta hálfan annan tug ára, að sá skuldugi græði alltaf á allri verðbólgu, en sá, sem leggur til veltuféð tatfi alltaf. 3. Með sölu verðbréfa, þar sem sá, er kaupir verðbréf af fasteignalánastofnuninni, mætti draga andvirði bréfs- ins frá skattskýldum tekjum það ár, sem hann kaupir bréfið. Þrð er engum vafa undirorpið, að ýmsir myndu freistast til eð kaupa verð- bréf, jafnvel þó það væri 20 —30 ára bréf, ef hann gæti þar með sloppið við að greiða skatt. og útsvar af þeirri upp hæð, árið sem hann keypti bréfið. — Vestur-Þjóðverjar hafa notað þessa aðferð með góðum árangri, og hafa þeir hana þá mur. róttækan en hér er lagt cl. (Fiamhald á 6. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.