Tíminn - 07.01.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, föstudaginn 7. janúar 1955.
4. blað.
2
Vaxandi andúð Breta á negrum, vegna
mikillar fjölgunar þeirra í Englandi
Daily Mirror hefir ymprað á nýju vandamáli, sem farið
er að herja Breta í heimalandi þeirra og spyr blaðið í því
sambandi, hvað sé orðið um réttlætiskennd þjóðarinnar.
Þctta er vandamálið, sem sambúð svartra og hvítra hefir í
för með sér. Blaðið segir, að árum saman hafi Bretar deilt
hart á aðskilnað hvítra og svartra í Bandaríkjunum og Suður
Afríku, og telur það rétta ádeilu, þar sem það hafi verið
almennt álit, að kynþáttahatur væri fjarri Bretum. Nú sé
svo komið í heimalandinu, að betra sé að hugsa sig um
tvisvar áður en frjálslyndi Breta í þessum efnum sé haldið
fram til streitu.
Hverfakeppni í handknaitleik
hefst í Hálogalandi á fimmtud.
Bæjakeppni milli Ilafnarfjarðar o«' Rvík-
ur verðnr í lok þcssa mánaðar
Hinn 13. janúar hefst í Rvík hverfakeppni í handknatt-
leik, og taka þátt í henni fjögur karlalið og þrjú kvenna-
IÍS. Mun keppnin taka yfir þrjú kvöld og er útsláttarkeppni.
Þá er fyrirhuguð bæjarkeppni milli Hafnarfjarðar 28. og 30.
þ. m. og verður keppt í öllum flokkum karla og kvenna.
Pyrir fimmtán árum voru fáir lit
aðir menn í Bretlandi, sem gátu
valdið nokkrum hleypidómum. Þeir,
sem þar bjuggu, voru annað hvort
ríkir eða titlaðir eða hvort tveggja.
Litaðir menn stunduðu nám bæði í
Oxford og Cambridge og þeir áttu
greiðan gang í fínustu hótelin á
Mayfair. í stríðinu var tekið vel á
xnóti bandarískum negrahermönn-
um, jafnvel með slíkri hlýju, að
Útvarpid
Étvarpið í dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
20.30 Tónleikar (plötur).
20,45 Óska-erindi: Eru eldri áhrif
í kenningu Jesú frá Nazaret?
(Þórir Þórðarson guðfræði-
dósent).
21.10 Tónleikar (plötur).
21.25 Fræðsluþættir.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Útvarpssagan.
22.25 Dans- og dægurlög (plötur).
23.10 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
18,00 Útvarpssaga barnanna.
18.30 Tómstundaþáttur.
18,50 Úr hljómleikasalnum (plötur).
20.30 Kórsöngur: Hollenzki karla-
kórinn „Maastrechter Staar“
syngur bandarisk lög; Martin
Koelkelkoeren stjórnar (pl.).
20,45 Einar Sveinn Frimannsson,
— austfizkt skáld: Nokkur orð
um höfundinn og smásögur,
kvæði og lausavísur eftir
hann. — Flytjendur: Bjarni
Þórðarson og Jón Lundi Bald
ursson (Hljóðritað í Neskaup-
stað s. 1. vor).
21.30 „Suður um höfin" — Hljóm-
sveit undir stjórn Þorvalds
Steingrímssonar leikur suð-
ræn lög.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög (plötur).
24,00 Dagskrárlok.
Árnað heilla
Hjónaband.
Þann 15. desember voru gefin
saman í hjónaband í Baltimore,
Maryland, af séra Ole Poulsen Frú
Ingibjörg Árnadóttir, Hraunteig 24,
Reykjavík, og dr. fil. Stefán Einars-
son, prófessor við Johns Hopkins
University og íslenzkur konsúll í
Baltimore.
Trúlofun.
Á gamlárskvöld opinberuðu trúlof
un sína ungfrú Ingunn Sigurðar-
dóttir og Eiríkur Eiríksson, Fram-
nesvegi 57.
Á aðfangadag opinberuðu trúlof-
un sína ungfrú Ingibjörg Fríða Haf
steinsdóttir o" Karl Berndsen, bæði
írá Höfðakaupstað.
Á aðfangadag opinberuðu trúlof-
un sína ungfrú Valgerður Friðriks
dóttir, Ytri-Hlíð, Vopnafirði, og
Sveinn Sveinsson, Höfða, Vopna-
firði.
Áttræður
er í dag 7. jan. hinn góðkunni
hagyrðingur Jósep S. Húnfjörð,
Bergstaðastræti 33 B, Reykjavík.
Sextugur
er 8. jan. Jón Helgason, bóndi,
Litla-Saurbæ, Ölfusi.
i kjölfarið.
sjö hundruð og fimmtíu börn fylgdu
50 þús. negrar.
Nú fyrir skömmu urðu Bretar að
horfast í augu við það, að íbúatala
negra í Bretlandi hafði vaxið upp
í fimmtíu þúsund á skömmum tíma.
Fjöldi negra hefir flutzt inn í land
ið frá Jamaica og öðrum brezkum
Vestur-Indíum. Mestu hefir ráðið
um þessa mannflutninga, að skortur
er á vinnuafli í Bretlandi og af-
sláttur hefir fengizt á fargjöldum.
Þegar Bretum varð ljós þessi öra
f jölgun, risu upp i þeim tilfinningar
og hleypidómar, sem þeir höíðu
aldrei viðurkennt.
„Haldið Bretlandi hvítn“.
Merki um vaxandi óigu meðal
fólksins hafa sýnt sig að undan-
förnu í margs konar myndum. í
einu hverfi Lundúna urðu tveggja
daga óeirðir, sem byrjuðu á deilum
milli negra og hvítrar stúlku. Verka
iýðsfélag í Birmingham gerði upp-
reisn, þegar bæjaryfirvöldin ætluðu
að ráða þrjú hundruð starfsmenn,
sem allir voru negrar. Þetta komst
í lag eingöngu vegna víðtækrar
mótmælaöldu út af framkomu fé-
lagsins. í Brixton mátti sjá eftir-
farandi slagorð máluð á veggi:
„Haldið Bretiandi hvítu“. Nokkrar
ölstofur neituðu negrum um rð-
gang.
Einangraðir.
í Edinborg neita fjögur af hverj
um fimm gistihúsum þeldökkum
stúdentum um aðgang. Kona nokk
ur, sem rekur matsölu og leigir
stúdentum herbergi, skýrði afstöðu
sína á þennan hátt: „Kunningja-
kona mín leigði einu sinni svert-
ingja, og fyrir bragðið hættu allar
kunningjakonur hennar að tala við
hana“. í öðrum borgum hefir Vest-
ur-Indíubúum verið heitið herbergí,
er þeir hafa hringt á gististaðina,
en heitið þegar rofið, er upp komst
um litarhátt þeirra. Leigjandi lúxns
íbúðar í Park Lane ætlaði að lána
íbúðina ungum Cambridge menntuð
um stúdent frá Buganda, en varð
að hætta við, er eigandi íbúðarinnar
tók þvert fyrir það.
Ameríkanar mótfallnir.
Svertingjunum, sem léku 1 Anna
Lucasta og Porgy and Bess, veittist
auðvelt að fá gistingu á beztu gist.i
húsunum, en þegar kom að því að
þeir vildu fá leigð herbergi til iengri
tíma á öðrum gististöðum, kom ann
að hljóð í strokkinn. Algeng afsök-
un húsráðenda var þessi: „Sjálfur
hefi ég ekkert á móti að leigja svert
ingjum, en hjá mér leigja Amerikan
ar, sem mundu verða mjög mótfalln
ir því“. Skuldinni er þannig o:t
skellt á Ameríkana. í þessu am-
bandi má og geta þess, að þegar
stjórnarvöld í Bermuda ákváðu að
halda aðskilnaði hvítra og svartra
gerðu þau það á þeim forsendum,
að „rétt þætti að halda þeim siðum,
sem viðurkenndir væru meðal
þeirra þjóða, er helzt heimsækja
Bermuda", en þar eru Ameriku-
menn í meirihluta.
Svertlngjaskattur.
Sumir eigendur gististaða gangi
svo langt, að leigja svertingjum fyr
ir hærra verð. Einn blökkumaður
skýrði þetta svona: „Herbergi er
til leigu fyrir 30 shillinga. Ef hvit-
ur maður leigir það, fær hann bað
fyrir 30 shillinga, en komi svertingi
og vilji fá það, er fyrst dálítið mál-
þóf, en síðan fær hann það með
harmkvælum fvrir 40 shillinga. „Við
köllum þetta svertingjaskattinn".
Hins vegar hafa sumir eigendur
gististaða gert það að sérgrein sinni
að leigja svertingjum herbergi í
sérstökum húsum. Vegna vandræða
kúldrast þeir oft saman þrír og
fjórir í hverju herbergi, og skapa
með því nokkurs konar Hanem-
andrúms'oft.
Útfluttur aðskilnaður.
Sannleikurinn er sá, að meðal
Breta hefir lengi verið um að ræða
aðskilnað milli hvítra og svaitra,
þeir hafa aðeins flutt hann út fyrir
landamæri heimalandsins. Þanmg
getur virðulegur Indverji gjarnan
fengið sér málsverð á Clavidge-
hóteli í London en alls ekki á brezk
um matsölustað í Nairobi. En e.’ida
þótt aðskilnaður hvítra og svartra
sé í skólum Kenya, og negrinn í
Ródesíu þurfi að gera innkaup sín
gegn um gat á vegg, hefir Bretmn,
sem býr i heimalandinu ekki hinar
minnstu áhyggjur af því.
En straumur Vestur-Indíumanna
til Bretlands er stöðugur, og fcr
vaxandi. Á liðna árinu streyrr.du
þangað 10 þús. manns. Þeir hafa
brezk vegabréf, og ekki er hægc að
stöðva þá með því að' bera fyrir at-
vinnuleysi, því að í Bretiundi er
stöðug eftirspurn eftir fólki í vinnu,
og fást færri en óskað er ef:ir. Endi
sagði blaðið Economist: „Kvartanir
um það, að Vestur-Indíumenn taki
vinnu frá brezkum hafa ekki við
nein rök að styðjast".
Það er mikið vandamál s'S
stemma stigu við innflutningi þel-
dökkra í samveldi,.þar sem íbúa-
fjöldinn er 540 milljónir, en af óeim
eru 460 milljónir þeldökkir. Nýlendu
málaráðherrann Hopkinson sagði
ekki alls fyrir löngu í Parlamentinu.
„Við erum hreyknir af að þegnar
Bretaveldis, hvaða litarhátt, sem
þeir bera, skuli vilja heimsækja það
land, sem hæst ber I fylkingunni, í
þessum heimi hins skerta einstaki-
ingsfrelsis. Samt hefir þessi satni
ráðherra ekki alls fyrir löngu gefið
það í skyn, að stjórnin hyggðist
gera einhverjar ráðstafanir til að
takmarka fólksflutningana.
Brimatryggmgar
(Framhald af 1. siðu).
armeirihlutinn hafa sem
óbundnastar hendur með þá
ráðstöfun, jafnvel svo að
grípa megi til hans sem eyðslu
eyris fyrir bæjarsjóð, eins og
þegar sjást ljós merki.
Björgvin Frederiksen, bæj-
arfulltrúi Sjálfstæðismanna,
kvað það gleðiefni, að svo mik
ill tekjuafgangur hefði orðið.
Þórður Björnsson benti á, að
það sýndi ekki annað en það,
að tekin hefðu verið of há ið-
gjöld sem næmi hálfri ann-
arri milljón af húseigendum
í bænum. Fyrst svona mikil
gleði ríkti yfir því, hve vel
íhaldinu hefði tekizt að græða
á borgurunum á þessari „sósí
alíseringu" væri athugandi
fyrir Björgvin, hvort ekki
væri rétt að bærinn héldi
lengra á beirri braut sósíalism
ans og reyndi bæjarrekstur á
fleiri viðskiptasviðum, sem nú
væru frjáls, t. d. létti af bæj
arfulltrúum sementssölu, kjöt
sölu og vélsmiðjurekstri, og
tæki slíkan rekstur í bænum
með öllu í sínar hendur.
Mundi slíkt vafalaust gefa góð
an hagnað og auka gleði
íhaldsfulltrúanna enn meira.
í hverfakeppninni taka
þátt lið úr Vesturbæ (að
Lækjargötu) Austurbæ (að
Rauðarárstíg) úr Hlíðunum,
Túnunum og Teigunum og í
fjórða lagi frá Kleppsholti og
öðrum úthverfum í karla-
flokki, en í kvennaflokki úr
Vesturbæ, Austurbæ (að
Lönguhlið) og úthverfunum.
Keppnin hefst n. k. fimmtu-
dag í Hálogalandi og keppa
þá í kvfl. Úthverfin og Aust
urbær, og Kfl. Kleppsholt—
Austurbær, og Vesturbær og
Hlíðar.
Liðin.
Valið hefir verið í nokkur
lið og eru þau þannig skip-
uð: Vesturbær kfl. Guðm.
Georgsson, Hörður Felixson,
Þórir Þorsteinsson, Sig. Sig-
urðsson, Heinz Steinman,
Þorbj. Friðriksson og Frí-
mann Gunnlaugsson, allir
KR, Axel Einarsson, Vík.,
Karl Jóhannsson og Hannes
Hall (Ármanni). í kvfl. Gréta
Hjálmarsdóttir, Elín Guð-
mundsdóttir, Lára Hansd.,
Ólöf Lárusdóttir og Helga
Emilsdóttir, allar Þrótti,
Eddy Sigurðardóttir, Á, Gerða
Jónsdóttir og AÖalheiður
Jónsdóttir, KR. Bóndi Vest-
urbæjar er Hannes Sigurös-
son.
í kfl. Kleppsholts og út-
hverfa eru Sigurhans Hjart-
arson, Hreinn Hjartarson,
Geir Hjartarson, allir Val,
Helgi Hallgrímsson, sem jafn
framt er bóndi, og Gunnar
Bjarnason, ÍR, Sig. Jónsson,
Vík, Karl Benediktsson,
Fram, Stefán Gunnarsson, Á,
og Guðm. Axelsson, Þrótti.
Danslagakeppni
S. K. T.
S. K. T. hefir, vegna fjölda
tilmæla, ákveðið, að frestur-
inn til að senda nótnahand-
rit til keppninnar, skuli fram
lengdur um 5 daga, eða til
laugardagsins 15. þ. m. að
kvöldi.
Utanáskrift keppninnar er
Pósthólf 501, Reykjavík.
Ekki hafa önnur lið verið
valin ennþá. Bóndi Austur-
bæjar í kfl. er Ásgeir Magn-
ússon, en í kvfl. Jón Þórar-
insson. í Kleppsholti er Pét-
ur Bjarnason bóndi kvfl. í
Hlíðunum er Þórður Þorjiels-
son bóndi kfl.
Sölntrarnar
(Framhald al 1. slðu).
góma, kvaðst Þórður enn
einu sinni vilja hreyfa sölu-
turnamálinu. Ár og dagur
væri nú síðan tlllögur til-
kvaddra manna hefðu kom-
reisa skyldi næstu biðskýli
strætisvagna með sölutúrn-
um, en ekkert væri að gert.
ið fram úm, hvar
Þetta væri þó mikið hags-
munamál úthverfanna sér-
staklega, og nögir mundu
bjóðast til að reisa biðskýl-
in bænum að kostnaðarlausu
ef þeir fengju að reka sölu-
turna jafnframt. Þetta ætti
bærinn að hagnýta sér. Bar
hann síðan fram eftirfár-
andi tillögu, sem að sjálí-
sögðu fór til bæjarráðs:
Bæjarstjórn ákveður að
Ieyfa byggingu söluturna á
eftirtöldum stöðum:
1) Við Suðurgötu og Fálka
götu.
2) Við Réttarholtsveg og
Sogaveg.
3) Við Grensásveg og Soga
veg.
4) Við Miklatorg.
5) Við Miklubraut og Löngu
hlíð.
6) Við Langholtsvcg og
Skeiðarsund.
7) Við Langholtsveg og
Brákarsund og
8) Við Sunnutorg (Skýlið,
sem þar er nú, verði
flutt).
í sambandi við hvern
söluturn skal vera biðskýli
fyrir farþega S.V.R.
Felur bæjarstjórn borgar
stjóra að efna til opínberr-
ar samkeppni um gerð og
tilhögun turnanna og aug-
lýsa síðan eftir umsóknum
um byggingu og starfrækslu
þeirra.
Ungling
vantar til blaðburðar á
dÐINSGÖTUHVERFI.
Afgreiðsla Tímans
Sími 2323.
Innilegar þakkir vottum við öllum þeim, sem sýnt hafa
okkur vináttu og samúð vegna fráfalls
JÓNS E. BERGSVEINSSONAR.
Sérstaklega þökkum við Slysavarnafélagi íslands og
deildum þess fyrir margvíslega hjálpsemi' og höfðings-
Iund.
Ástríður Eggertsdóttir,
börn og tengdabörn.