Tíminn - 07.01.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.01.1955, Blaðsíða 5
I. blaS. TÍMINN, föstudaginn 7. janúar 1955. 5 Föstud. 7. ýan. Reynsla, sem hollt er að minnast - Eftir tæp fjögur ár verða 40 ár liðin síðan að ísland end- urheimti sjálfstæði sitt. Óum- deilanlega hefur þetta tímabii verið mesti framfaratími í sögu þjóðarinnar. Svo miklar hafa framfarirnar orðið, að svipur landsins er nú að veru- legu leyti annar en hann var fyrir 40 árum, en þó hafa lífs- kjör þjóðarinnar tekið miklu meiri breytingum. Vafasamt er, hvort nokkurs staðar ann- ars staðar hafi orðið jafn miklar framfarir á sama 'tíma, þegar miðað er við allar aðstæöur. Margar ástæður liggja til þessara miklu framfara. Hin almenna tækniþróun í heim inum hefur hjálpað til að gera þær örari og stórstigari en ella. Þjóðin hefir eftir lang- varandi kúgun og undirokun gengið til starfa með miklum dugnaði og umbótahug. Stjórn landsins hefir líka alla jafnan leitast við að styðja framfar- irnar af beztu getu. Aðeins eitt kjörtímabil eða í fjögur ár af þeim 36 árum, sem liðin eru síðan sjálfstæði íslands var endurheimt, hefir einn flokkur haft meirihluta- vald á Alþingi. Það var íhalds flokkurinn, er fór með völd á árunum 1924—27. í 32 ár hefir enginn einn flokkur haft meirihlutann og stjórnin Þefir því orðið að styðjast við tvo eða fleiri flokka. Víða í löndum hefir slíkt valdið glundroða og staðið framför- um fyrir þrifum. Hér hefir það hinsvegar ekki orðið á þann veg. Mesti kyrstöðutím- inn af þessum 36 árum eru einmitt þau f jögur ár, þeg ar íhaldsflokkurinn einn liafði völdin. Orsök þessarar heillavæn- legu þróunar er augljós. Hér hefir verið starfandi frjáls- lyndur umbótaflokkur, Fram- sóknarflokkurinn, sem hefir talið sér skylt að reyna að trýggja landinu sem starfhæf asta og framsæknasta stjórn á hverjum tíma. Plelzt hefir flokkurinn jafnan kosið, að stiórnin gæti byggt á sam- starfi hinna vinnandi stétta. Hafi slíkt hinsvegar ekki ver- ið mögulegt, hefir hann ekki látið það hindra annað sam- starf, ef með þeim hætti væri hægt að trvggja landinu við- únandi stjórn. Ef Framsóknarflokksins hefði ekki notið við. eru allar líkur til, að hér hefði skapast mikill glundroði og óáran í st.jórnarfarinu. Öfgaöflin til hæari og vinstri hefðu þá styrkzt verulega, en hinsveg- ar ekki verið fær um að trvggja landinu umbótasinn- að stjórnarfar. Stéttabarátt- an hefði þá orðið mun harð- vítugri og ófyrirleitnari. For- usta og milliganga Framsókn- arflokksins hefir tryggt það jafnvægi, sem jafnan er ör- uggasti grundvöllur framfar- anna . Nú um áramótin hefir nokk uð verið rætt um það, eins og reyndar stundum áður, að horfur séu nokkuð tvísýnar framundan. Spáð er harðn- andi átökum milli stéttanna o.s.frv. Nokkuð er óttast, að ERLENT YFIRLIT: Stendur Malenkoff höllum f æti? Fyrrves'andi eiukariíari hans var tekiun af lífi á aðfangadagiim A aðfangadag jóla var birt í Moskvu stjórnartilkynning þess efn is, að fyrrv. öryggismálaráðherra Sovétríkjanna, Viktor Semeyjono- vitsj Abakumoff, hefði verið dæmd ur til dauða og tekinn af lífi, ásamt þremur aðstoðarmönnum sínum, er um skeið höfðu verið háttsettir í öryggismálaráðuneytinu. Tveir aðrir fyrrv. starfsmenn ráðuneytisins voru dæmdir til fangelsisvistar, annar til 15 ára, en hinn til 25 ára. Tilkynningin um þessar aftökur hefir vakið nokkuð minni athygli en ella vegna þess, að hún var birt alveg rétt fyrir jóiin. Ýmsir blaða- menn telja, að hún hafi einmitt verið birt á þeim tíma i þeim til- gangi að minna yrði rætt um hana vestan járntjaldsins. í þessu sam- bandi er vakin athygli á því, að tilkynningin um aftöku Bería og félaga hans var birt á Þorláksmessu 1953. Herréttur kvað upp dauðadómana. í stjórnartilkynningunni um af- töku Abakumoffs og félaga hans segir m. a„ að herréttur í Leningrad hafi fjallað um mál þeirra dagana 14.—19. desember og hafi hann fedt úrskurð sinn eftir að sakborningar allir hefðu verið búnir að játa sekt sína. Það var einnig herréttur, er á sínum tíma kvað upp dauðadóm- inn yfir Bería og félögum hans. Ýmsir blaðamenn telja þetta benda til þess, að völd hersins fari nú vaxandi í Sovétríkjunum. Aðrir telja, að stjórnin láti herinn kveða upp dauðadómana til þess að gera hann samábyrgan flokknum. Ákæran gegn Abakumoff og félögum hans. í stjórnartilkynningunni segir, að Abakumoff hafi orðið öryggismála- ráðherra fyrir tiíverknað Bería og hafi hjálpað honum i glæpastarf- semi hans gQgn rússneska komm- únistaflokknum og Sovétríkjunum. M. a. er sagt, að Abakumoff hafi látið útbúa falskar ákærur gegn ýmsum trúnaðarmönnum flokksins og ríkisins og látið síðan beita þessa menn ólöglegri meðferð og þvingað þá þannig til að játa sektir sínar. Ýmsir þessara manna hafi því ranglega játað á sig að hafa framið glæpi gegn flokknum og rík inu. Sérstaklega er tilgreint, að Abakumoff og aðstoðarmenn hans hafi beitt þessum aðferðum í hinu svonefnda Leningradmáli, þegar allmargir trúnaðarmenn flokks og ríkis hafi verið ranglega ákærðir og látnir játa á sig falskar sakir. Loks segir í stjórnartilkynning- unni, að dauðadómunum yfir Aba- kumoff og félögum hans hafi þeg- ar verið fuilnægt, en hins vegar hafi verið sleppt úr haldi þeim mönnum, sem þeir höfðu með röngum ákærum og játningum látið dærna til fangelsisvistar. Þungt áfall fyrir réttarfar Sovétríkjanna. Blöðum vestan járntjaldsins kemur yfirleitt saman um, að dauða dómurinn yfir Abakumoff og fé- lögum hans sé í rauninni ekki ann að en áfellisdómur yfir réttarfar- inu í Sovétríkjunum í stjórnartíð Stalíns. Með honum sé viðurkennt, eins og með dómunum yfir Bería og félögum hans, að ákæru- og dómsvaldi Sovétríkjanna hafi verið misbeitt á hinn freklegasta hátt af æðstu mönnum ríkisins, er öðrum fremur áttu að gæta laga og rétt- ar í þjóðfélaginu. Raunar hafði þessu lengi verið haldið fram af kunnugum mönnum vestan járn- tjaldsins, en kommúnistar höfðu jafnan mótmælt því. Alveg sérstak lega höföu kommúnistar mótmælt því, að þvingaðar játningar ættu sér stað i Sovétríkjunum. Nú hefir þetta verið játað af sjálfum dóm- stólum Sovétríkjanna, eins fullkom lega og verða má. Þá er bent á, að hinir nýju vald hafar hyggist að sanna það með dauðadómunum yfir Bería og Aba- kumoff, að breyting hafi orðið á réttarfarinu í Sovétríkjunum. Slíkt sé þó ósannað með öllu. Þegar Stalín lét á sínum tíma taka af lífi yfirmenn leynilögreglu og ör- yggisgæzlu, átti það líka að vera sönnun um bætt réttarfar. Réttar- farið batnaði þó ekki, eins og dóm- arnh- yfir Bería og Abakumoff hafa leitt í Ijós. Samstarf Abakumoffs og Malenkoffs. Dómurinn yfir Abakumoff og fé- lögum hans hefir mjög ýtt undir þann orðróm, að Malenkoff standi nú höllum fæti í valdabaráttunni í Kreml. Saga Abakumoffs er mönnum lít ið kunn að öðru leyti en því, að hann var um skeið einkaritari Mal- enkoffs og honum mjög handgeng- inn. Malenkoff er talinn hafa átt mestan þátt í því, að Abakumoff var öryggismálaráðherra ríkisins á árunum 1946—52, en þá tók annar maður við embættinu. Á þessum árum var gott samkomulag milli Bería og Malenkoffs. Hvort Aba kumoff hafi svo síðar staðið með Bería, þegar sundur slitnaði milli hans og Malenkoffs, er ekki kunn- ugt, en yfirleitt er það ekki talið líklegt vegna fyrri tengsla hans við Malenkoff. Það þykir sérstaklega óheilla merki fyrir Malenkoff, að Abakum off er feinkum áíelldur fyrir fram göngu sína í Leningradmálinu svo- nefnda. Það mál beindist einkum gegn ýmsum samstarfsmönnum Sdanoffs, er hafði verið keppinaut- ur Malenkoffs, og var Malenkoff talinn standa á bak við Abakum- off í þessum málaferlum. Valdabaráttan í Kreml. I seinni tíð hafa þess sézt ýmis merki, að Krushseff, sem er nú að- Pétur Sigurðsson: Akademisku borg- ararnir og MALENKOFF alritari Kommúnistaflokksins, sé að ná meiri og meiri völdum í sin- ar hendur. Sum vestræn blöð gizka á, að hann standi á bak við rétt- arhöldin gegn Abakumoff. Eins og nú standa sakir, er Sov- étríkjunum stjórnað af hópi nokk- urra manna, þar sem mest ber á þeim Malenkoff, Krushseff og Molo toff. Þetta er svipað fyrirkomulag og var fyrst eftir fráfall L,enins, en því lauk svo, að Stalín brauzt einn til valda. Ekki er ósennilegt, að endirinn verði svipaður nú. Það þykir a. m. k. sennilegt, að allhörð valdabarátta sé nú háð í Kreml bak við tjöldin, þótt enn virðist allt slétt á yfirborðinu. Líklegustu keppinautarnir þykja þeir Molotoff og Krushseff. Það þykir ekki lík- legt til að bæta aðstöðu Malen- koffs, að Bería varð fyrstur til að stinga upp á honum sem forsætis- ráðherra eftir fráfall Stalíns. Ýmsir kunnugir blaðamenn telja, að því meiri sem deilurnar kunna að verða um þetta innan flokksins, því sterkari muni áhrif hersins verða, en hann er talinn hafa átt mikinn þátt í falli Bería, þar sem honum var illa við leynilögreglu hans. Sumir gizka á, að vel geti svo farið, að einhver hershöfðingjanna eigi eftir að grípa völdin, og er Zukoff nú einkum nefndur í því sambandi, því að hann er þeirra vinsælastur. Mikið hefir einnig bor ið á honum i seinni tíð. Kaupgjaldsmálin þessar deilur og afleiðingar þeirra geti dregið úr framfara sókn þjóðarinnar. Fengin reynsla sannar, að gegn þess- um hættum er aðeins eitt ör- uggt úrræði. Það er efling Framsóknarflokksins. Með því aö efla hann er jafnvægið í þjóðfélaginu aukið, dregið úr öfgum tiL hægri og vinstri og framhald. umbótanna tryggt. Með eflingu hans er jafnframt styrkt sú félagsmálastefna, er bezt hefir reynzt í heiminum, samvinnustéfnan. Áramótin ’eru réttur tími til að gera það upp, hvernig menn geta bezt veitt góðum málum liö og tryggt áfram þá umbótasókn, sem haldið hefir verið uppi með svo glæsileg- um árangri síðan sjálfstæðið var endurheimt. Fengin reynsla sýnir vissulega og sannar, að þetta veröur bezt gert með því að efla þann flokk, sem hefir átt mestan þátt í að tryggja framfara- sókn þjóðarinnar á undanförn um áratugum og mun gera það því betur í framtiðinni, sem honum er veitt meira bolmagn til þess. (Framhald af 4. síðu). þeirra, sem að framleiðslunni standa, launþega og atvinnu rekenda, þá mega samning- arnir ekki ganga svo nærri atvinnurekandanum að að- staða hans gerbreytist. Vilji launþegasamtökin ekki missa vald sitt í þessu atriði, þá mega samningarnir ekki ganga það nærri atvinnurek endunum, að þeir geti gert kröfu til — og fengið — op- inbera styrki. Þá er einnig sú hlið á mál- inu, að yfirvöldin, sem veita slíka styrki, eiga erfitt með aö beita sér fyrir lækkun slíkra styrkja, þótt aðstæður breytist, eða jafnvel að standa gegn auknum kröfum. At- vinnurekendurnir geta líka átt það til að hneigjast til þeirrar skoðunar, að til lausn ar erfiöleikum sínum, þá séu yfirvöldin einna árennilegust. En það er lausn annarra erf iðleika, svo sem hinna tækni legu vandamála framleiðsl- unnar, söluvandamála o. s. frv., sem við köllum framfarir í efnahagsmálum, og þeir eiga að fá arð sinn fyrir að leysa, en ekki fyrir skipu- lagða áróðursstarfsemi og samtök gegn yfirvöldunum, sem vera eiga fulltrúar allr- ar þjóðarinnar. Slíkar styrk veitingar grafa því siðgæðis- grundvöllinn undir sjálfu þj óðf élagsskipulaginu. Fimmtíu ár eru nýlega liðin síðan stofnað var i Noregi sam band bindindisfélaga í skól- um. Þá fluttu ýmsir þjóðkunn ir menn ræður og rituðu blaða greinar, þar á meðal hinn kunni yfirlæknir Johan Sch- arffenberg, sem nú fikar sig upp eftir 9. áratugnum. Læknaprófessorinn og fyrrv. rektor háskólans í Osló sagði m. a. þetta: „Ég óska N.S.U.A. (Noregs Studerende Ungdoms Avholds forbund) til hamingju á 50 ára afmælinu. Á þessum 50 árum hafa lífs- kjör þorra manna breytzt svo til batnaðar, að bylting getur það heitið. Framfarirnar á sviði heilbrigðismála og lækna vísinda, til eflingar velferð manna, eru svo stórfelldar, að naumast gera menn sér grein fyrir slíku. Áfengisneyzlan — og þar með hennar trygga fylgja of- drykkjan — á meginsökina á því, að þúsundir manna geta ekki séð þá lífshamingju verða að veruleik, þótt lagður hafi verið til þess viss grundvöllur. Botnlaust hyldýpi þjáninga og spillingar, eyðilagðra heim ila og vonleysis, vitnar um þetta mjög átakanlega. Eitt af framfarasporum læknavísindanna á þessu tímabili, er viðurkenningin um að áfengið sé eiturlyf, deyfilyf, sem skaðar og lamar taugakerfi líkamans. Frá sjónarmiði heilbrigðrar skynsemi ætti því hin óskyn- samlega og ósæmilega áfeng- isneyzla að vera augljóst mál. Mætti ætla, að upplýstasta fólkið, þar á meðal hinir aka- demisku borgarar, væri sókn- hörð sveit framvarða í bar- áttunni gegn áfengisbölinu. Fyrir hundrað árum var það þannig, en því miður gildir hið sama ekki um þessar mundir. Og hér við bætist það, að sóknin gegn áfengis- bölinu er komin í mesta vanda þar sem áfengissalan — öfugt við allt, er menn höfðu vonað — er oröin ein aðaltekjulind og áhugamál ríkisstjórnarinn- ar. Þörfin er því brýnni en nokkru sinni áður á Sambandi bindindisfélaga í skólum, sem verið getur súrdeig í sveit hinna upplýstu og kraftur, sem markvíst vinnur málefni, er talar jafnt til heila sem hjarta“. (Folket). Hér á landi stöndum við andspænis sama vandanum, ríkið selur áfengið, öruggara vígi gat það varla fengið, og hinn akademiski lýður veitir sannarlega ekki þá forustu í bindindismálum, sem vænta mætti. Þó mun nokkuð þokast í þá átt og má ekki vanþakka það, en vissulega er það hnefahögg beint í andlit þekk ingar og menningar, ef það fólk, sem bezta upplýsingu fær og mesta skólamenntun, heldur áfram aö dýrka villi- mannslega siði áfengisdrykkj unnar ,eftir að vísindi hafa dæmt hana ósæmandi upplýst um mönnum á menningaröld, eins og norski læknirinn og prófessorinn bendir á. Ef háskólaborgarar vilja ekki vinna eins og þeim vissu- lega sæmir, gegn öllum þeim hörmungum, sem áfengis- neyzlan hefur í för meö sér, eins og þeir virðast vera fúsir (Framhald á 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.