Tíminn - 22.01.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.01.1955, Blaðsíða 4
é, TÍMINN, laugardaginn 22. janúar 1955. 17. blað, Theodór G unnlaugsson: Fáein orð um fjailvegi Bn i tn 1 I_J v-y Síðustu 35 árin höfum við íslendingar — á mörgum svið um — lifað ævintýrin, sem við lásum um í „Þúsund og einni nótt“. Heimur töfranna hefir sannarlega birzt okkur og boðið aðstoð sína. Véla- menningin er í algleymingi. Á fáu hefir þó orðið meiri breyting en á vegagerð. Það eru ekki mörg ár síðan að hópar manna stóðu með spaða og kvíslar og jöfnuðu eða köstuðu upp í vegina því, er þurfa þótti. Aflið, sem not að var, lögðu mennirnir til. Og þegar slíkir vegir voru lagðir; yfir fjöll og firnindi, voru eðlilega víða þræddir götuslóðarnir: Þ. e. auðbrotn asta leiðin, þótt hlykkjótt væri. Ástæðan var ofur skilj anleg. Takmarkið var það eitt, að komast sem lengst fyrir sem minnst fé. Og því tak- marki var oft náð fyrir ósér hlífni, dugnað og harðfylgi þeirra manna, er þar lögðu hendur að verki. Hugsunin um það að sjá bílana koma hlaðna þungavöru alla leið heim í hlað, kannske 50—100 km. leið frá verzlunarstað, í stað klyfjahestanna, var sá orkugjafi, sem um munaði. Þessir sömu menn hafa nú horft á stórar jarðýtur, þessi jötunefldu tröll, sem vaða á- fram og reka þúsund spaða- stungur á undan sér — í einni lotu, eða þá stórbjörg og skilja við það þar, sem bezt hentar. Og afköstin fá aukið gildi vegna þess að þar sem áður var reynt að jafna eða slétta t. d. stórþýfi og því grafinn niður vegur- inn, þá eru nú myndaðir mis háir garðar, sem verjast marg falt betur fyrir vatni og snjó. Á þennan hátt er í dag unnt að leggja vegi, sem und arlega lengi verjast fann- kyngi okkar kalda lands. Slík ir vegir eru því orðnir og munu verða sú líftaug, er seint verður metin að verð- leikum, bæði fyrir þá, er við sjó búa og hina, sem uppi í landi lifa. Á tiltölulega fáum árum hafa slík kraftaverk gerzt. Víða 1 lágsveitum er nú kom inn upphlaðinn vegur, sem er fær bílum í sæmilegu ár- ferði. Og þá sjáum við í hill ingum um allar landsins byggðir. Enginn þarf þó að ætla að slíkir vegir verði ekki oft ófærir í snjóþungum vetr um. „Snjóbílarnir þurfa eKKi vegi. Það er framtíðarlausn- in“, hugsar vafalaust einhver. Satt er það. Þeir eru hjálpar hella og raunabót, þegar mest á reynir. Þess er skemmst að minnast. Og óskandi væri, að þeim fjölgaði sem fyrst í snjó þyngstu héruðum landsins. Aldrei munu þeir þó geta keppt við bræður sína, sem þurfa fast land undir fótinn. Þótt draumarnir um leiðir loftsins séu glæsilegir, þá held ég samt að um langa framtíð enn þyki það betra og meiri búdrýgindi fyrir fjöldann, þegar á allt er litið, að fara með jörðunni. Sérstaklega gildir það, þegar flytja þarf hráefnin, sem við þörfnumst öll. Ég sagði að fara með jörð- unni. Og þá er ég kominn að efninu. Ég hef sjálfur verið við að ryðja vegi með reku, kvísl og járnkarli. Ég hef einnig plægt og herfað með hestum. En ég hef bara horft á jarðýtu vinna þetta verk. Og ég hef staðið undrandi og hrifinn í senn yfir afköstunum. En það er annað, sem mig hefir stundum furðað á við þessa vegagerð, þessa nýju vegi, vegi framtíðarinnar næstu hundr uð árin. Það er hvernig vegirn ir eru lagðir. Ég vil taka það skýrt fram hér að það er ekki verkið, heldur vegarstæðið, sem ég fyrst og fremst á hér við. Ég vil endurtaka það líka, að hér er ég áhorfandi. Þeim, sem vegamálum stjórna, þykir þvi sjálfsagt skörin færast upp i bekkinn, að ég skuli leggja hér orð í belg. Ástæðan er sú, að ég hef nægilega mikið kynnzt skoðunum verkfræð- inga og verkstjóra á þessu sviði, til þess að sannfærast um, að þar er andrúmsloftið svipað og á öðrum sviðum stjórnmálanna hjá okkur ís- lendingum. Þar er nefnilega helzt til oft hver höndin upp á móti annarri og ekkert slak að á ísl. tungu. Því mætti ég þá ekki líka segja mína skoð un? Hér á landi er árlega varið stórfé til brúa og vegagerðar, miðað við tekjur þjóðarbús- ins. Sé á hina hlið horft á þá lífsnauðsyn, sem slíkar fram kvæmdir eru fyrir þjóðina í heild, miðað við torfærur og vegalengdir, þá mega ýmsar aðrar framkvæmdir hafa sig allar við, eigi þaer með rökum að halda velli á því skák- bor-ði. En sleppum því. Hver, sem ákveður vegar- stæði á fjöllum uppi þarf á- reiðanlega að taka fleira til athugunar og athuga gaum- gæfilegar en sá, sem vegar- stæði ákveður, t. d. 50—100 m. yfir sjó. Fyrst og fremst kemur þar þrennt til greina. Hvar snjóþyngsli verða minnst. Hvar vatn safnast saman og hvað hátt það stíg ur, og hvernig það rennur. — Allt þetta getur stundum orð ið ókleift að sjá fyrir ókunn- uga. En reynslan er ólýgnust. Þeir, sem bezt þekkja til og lengst hafa búið á þessum stöðum eiga því tvímælalaust að vera með í ráðum, segja ur þeirra SH RHRD SHRSET sína reynslu. Samhljóða dómi þeirra ættu því verkfræðing ar og verkstjórar að leggja eyru við. Með hliðsjón af hon um, ásamt eigin reynslu eiga þeir svo í félagi að ákveða vegarstæðið. Og kemur þó enn margt til greina. Að öðru jöfnu virðist aug- ljóst, að valin sé sú leiðin, sem lengst verst stórfenni. Næst því verður svo hallaminnsta eða láréttasta leiðin sjálf- kjörin, þótt lengri virðist og hlykkjóttari og kosti meira fé í upphafi. Allir vita, hvílík orkueyðsla það er, að fara upp á bæð og niður aftur í stað þess að fara láréttari sveig, sé þess kostur. Þess skal ætíð minnzt og ekki sízt hér, að vel skal athugað og vel skal vanda það, sem lengi á að standa. Þá er hæð vegarins eftir landslagi ekki síður álitamál. Uppi á hálsum og hæðardrög um, sem oftast rífur af, þarf því víða ekki nema mjög litla upphækkun á vegi, í stað þess að hafa hana því meiri þar, sem hættast er við að snjó leggi á hann. Verkfræð ingar og verkstjórar þurfa því að hafa öruggar heimildir fyrir mestu snjóaátt á því svæði, sem vegur er lagður um hverju sinni. Þegar allt þetta er athugað, er það ekki heiglum hent að taka ákvarðanir, þar sem eitt rekst á annars horn. Margir hneykslast á því, að sjá tvo og þrjá vegi eða veg- arparta samliggjandi. Séu þar bara ásjónur gamla og nýja tímans, er slíkt ekki í orð fær andi. Það er aðeins hin sanna mynd þróunarinnar. En rísi upphlaðinn vegarpartur skammt ftó eða við hliðina á upphlaðnum vegi, þá getur verið ástæða til að hneyksl- ast. Það er bæði gagn og gaman að aka eftir góðum vegum, fyrst og fremst sléttum og með sem jöfnustum halla. Nú tíðin segir um suma vegi, er lagðir voru fyrir aðeins fjórð ungi aldar: „Þessir krákustig ir. Niðri í jörðinni og inni i brekkunum. Eins og eftir brjálaða menn.“ Slikir dómar eru snauðir af skilningi og velvild. En! Hvað ætli framtíðin segi um suma vegina, sem nú eru lagðir? Ég held, að fáum trúnaöar mönnum þjóðarinnar sé sýnt meira traust en einmitt vega verkstjórum. Mikið fé er lagt í lófa hagsýni þeirra og hygg inda. Þeir eru þess líka verð- ugir. Því verkið, sem þeir eiga að framkvæma, er ein megin stoðin undir menningu og far sæld íslendinga. Það er vara- sjóður í nútíð og framtíð. Bretar heimsmeistarar. Eins og skýrt var frá í síð- asta þætti átti heimsmeistara keppnin í bridge að hefjast í þessari viku. Keppninni er nú lokið með sigri Breta eins og margir höfðu reiknað með. Sigruðu þeir heimsmeistar- ana frá Bandaríkjunum með 5420 stigum. Terence Reese var áberandi bezti maðurinn í keppninni, og brezka sveit- in hafði fram yfir Bandaríkja menn áberandi beíri sagn- tækni. Síðar mun þátturinn birta spil frá þessari keppni. Talning spilanna. — 50—50, félagi, sagði suður og tók ranga svíningu í spaða í eftirfarandi spili. — Nei, sagði félagi hans, — þú hefðir átt að spila eftir hinni gömlu, góðu reglu, að drottningin liggur á eftir gosanum. Báðir höfðu rangt fyrir sér, því spilið var 100% öruggt, ef sagnhafinn hefði talið upp hendurnar, en spilið var þann ig: á hættu: 4 Á G 5 v Á K 8 7 Suður Vestur Norður Austur 4 986 14 2* 34 3 y 4 ?63 44 4V 44 5¥ 4 3 4 D 9 8 4 2 54 p p p V D 10 5 3 ¥ G 9 4 2 4 32 4 75 Vestur spilaði út hjartaás. 4 ÁKD1054 4 92 Suður athugaði spilin vel, og 4 K 10 7 6 drap því næst með spaðaníu, Aukinn réttur svertingja í U.S.A. New York. — Stærstu þjóð réttarsamtök Bandaríkjanna hafa farið lofsamlegum orð- um um hinn „mikilvæga ár- angur“, er náðst hefir í bar- áttunni fyrir útrýmingu kyn- þáttamisréttis i Bandaríkjun um árið 1954. Þessi viðurkenning kemur fram í ársskýrslu þjóðréttar- og menntamálasjóðs, sem rek inn er á vegum hinna um- fangsmiklu samtaka, er vinna að auknum réttindum svertingja í Bandaríkjunum (National Association for the Advancement of Colored People) og út kom fyrir nokkr um vikum. í skýrslunni er lögð áherzla á mikilvægi úrskurðar hæsta réttar frá því í maí s. 1., þar sem því var lýst yfir, að kyn þáttamisrétti, sem tíðkazt hef ir í opinberum skólum ýmissa fylkja, væri brot á stjórnar- skrá landsins. Þessi úrskurð- ur, segir í skýrslunni, mun verða viðurkenndur sem eitt mikilvægasta skref í þá átt að útrýma misrétti kynþátta og stétta í amerísku þjóðfé- lagi“. Þar er einnig rakinn sá árangur, er orðið hefir hvað snertir aukið umburðalyndi og skilning í mennta- og hús- næðismálum og skemmtana- og samgöngumálum. í lok skýslunnar er úrskurð ur hæstaréttar lofaður með þessum orðum: „Þessi upp- örvandi þróun, er stefnir að fullkomnu kynþáttajafnrétti, er svo öflug, að þeir sem hafa helgað starfsorku sína þessu málefni, sækja þangað nýjan styrk og sannfæringu um, að sigurinn sé ekki langt und- an.“ ¥ 6 4 ÁKDG10 4 4 G 8 Sögnin var fimm tíglar hjá suður, og vestur spilaði út laufaás, kóng og drottningu, :—■ austur kastaði spaða tvist. Suður trompaði þriðja laufið, og trompaði síðan út. Þá stóð hann frammi fyrir því vanda máli, sem áður er nefnt. Svín ingin misheppnaðist í spaðan um og suður tapaði sögninni. Hins vegar er þetta mjög einfalt spil. Það kemur strax í ljós, að vestur átti upphaf- lega sex lauf. Þá fær maöur að vita, að hann átti tvo tígla, og þá eru fimm spil eftir. Hjarta er spilað þrisvar, og því næst farið inn á tígulní- una 1 blindum, og fjórða hjart anu spilað — og vestur er enn með. Sem sagt hann hafði sex lauf, tvo tígla, fjögur hjörtu, og þá er aðeins einn spaði eftir. Það skiptir engu máli, hvaða spaði það er. Suð ur spilar á ásinn í blindum, og svínar svo gegnum austur með 100% öryggi. Rétt áætlun. Þegar spilin koma á borðið, gerir sagnhafinn áætlun um, hvernig spila skuli spilið, og gölluð áætlun er betri en eng in. í eftirfarandi spili notaði suður alla möguleika til að spila það örugglega. 4 10 9 5 ¥------ 4 G 10 7 4 4 ÁK8654 A 6 4 0743 ¥ ÁG743 y KD1098 4 Á D 9 6 4 852 4 10 9 7 4 3 4 ÁKD8 2 ¥ 652 4 K 3 4 D G 2 Sagnir gengu þannig, allir til þess að geta spilað út spaðafimminu. Austur lét lít- ið á, og suður svinaði áttunni. Suður hafði ekkert á móti því, þótt vestur fengi slaginn á gosann, ef hann hefði hann, því suður myndi þá alltaf eiga þrjú niðurköst .í Ia,ufið. Éina vandamál suður er að koma austur ekki inn í spilið, til þess að komast hjá hinu hættulega gegnumspili í tígli. En spaðaáttan hélt. Suður trompaði hjarta með tíunni í blindum, og spilaði síðan litlu laufi og tók á drottning una, spilaði trompunum og átti alla slagina þrettán. Ef suður dírepur hjartaás með spaðafimmi í blindum, eyði- leggur hann innkomurnar hjá suður. Þótt spaðatía fari í gegn, kemst suður ekki tví- vegis inn á sína hönd í laufi, og verður að láta sér nægja að vinna sex, ef hann hættir ekki á að tapa spilinu. Tilkynning um aimexmt trygginjíasjóðssílald o. fl. Hluti af almennu tryggingasjóðsgjaldi fyrir árið 1955 fellur í gjalddaga nú í janúar, svo sem hér segir: Karlar, kvæntir og ókvæntir, greiði nú kr. 350,00 Konur ógiftar .............. kr. 250,00 Vanræksla eða dráttur á greiðslu tryggingasjóðs- gjalds getur varðað missi bótaréttinda. Skrifstofan veitir einnig móttöku fyrirframgreiðsl um upp í önnur gjöld ársins 1955. Reykjavík, 18. janúar 1955. Tollstjóraskrifstofan ARNARHVOLI Gerist áskrifendur að TÍMANUM Xskriftasími 2323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.