Tíminn - 22.01.1955, Blaðsíða 5
TÍMINN, laugardaginn 22. janúar 1955.
5.
17. blað.
U.!«■>■'-V' ' ■
! iMtigard. 22. ian.
Verkfallið í Vest-
mannaeyjuin
Eins og kunnugt, er hefir
vetrarvertíðin enn ekki naf
ist í Vestmannaeyjum. Á-
stæðan er deila, sem stendur
miili útviegsmanna og sjdr
manna um fiskverðið. Sjó-
menn vilja fá kr. 1,38 fyrir
kg., en útvegsmenn bjóða
kr. 1,22. Sennilegt er að sjó-
menn haldi ekki fast við
kröfu sína, þótt þeir vilji ein
hverja hækkun. Það mun
hafa ýtt undir kröfur sjó-
manna, að nýlega er fallinn
hæstaréttardómur, sem úr-
skurðar þeim nokkrar upp-
hætur fyrir árið 1951 vegna
þess, að þeir fengu þá ekki
sama verð fyrir afla sinn og
útvegsmenn. Stafaði þessi
mismunur af því, að þeim
var ekki greitt allt báta-
gj aldey risálagið.
Framsóknarblaðið í Vest-
mannaeyjum birtir ritstjórn
argrein um þetta mál 13. þ. m.
og farast því orð á þessa leið:
„Ennþá getur vertíð ekki
liafizt hér í Eyjum sökum
þ>ess, að í samningaþófi stend
ur milli sjómanna og útgerð-
armanna urn skiptingu afl-
ans.
Það er að verða að venju,
að hver einasta vertíð hefj-
ist hér síðar en ella þyrfti
að vera af þessum sökum.
Það eru engin undur, þó
sð sjómenn séu óánægðir.
l>eir leggja í alla staði meira
i hættu í atvinnulífinu en
þeir, sem verka aflann í landi
en bera þó oft minna úr být-
um. Áttu sjómenn ekki að
njóta gjaldeyrishlunnind-
anna eins og útgerðarmenn?
Hvers vegna njóta þeir þá
þeirra ekki?
Eru nokkur undur, þótt
sjómönnum gremjist það, að
fiskiðjuhöldar moka saman
fé fyrir atbeina þeirra, með-
an þeir margir hverjir bera
mjög skarðan hlut frá borði
sjálfir?
Þessi togstreita verður aldr
ei leidd til lykta nema sjó-
menn hafi samvinnu um verk
un afla síns. Hvers vegna
geta sjómenn ekki átt sínar
fiskvinnslustöðvar í sam-
vinnufélagi eins og útgerðar
menn? — Meg því einu móti
tryggja sjómenn sér sann-
Virði íyrir hlutinn sinn. Þar
með ætti að vera loku fyrir
það skotið, að aðlrir moki
saman fé á þeirra kostnað
og íyrir 'peirra atbeina.
Samvinnan ein leysir þenn
an hnút og leiðir atvinnu-
lífið út úr ógöngunum. Geta
ekki aliir sjómenn hér í Eyj
um sameinast í Vinnslustöð
inni og hlotið sannvirði afla
síns íyrir tilveru þessa fyrir
tækis?
Þá murdi það hagkvæm-
ara þjóðarheildinni, að bank
arnir lánuðu samvirinuiéiög
um sjómanna fé til að koma
á fót fiskiðjuverum til að
fullvirina í hlut sinn, ef með
því mætt? koma í veg fyrir
látlausar framleiðslustöðvan-
ir eins og nú á sér orðið stað
tvisvar til þrisvar á hverju
ári.
Milijónir króna hefir út-
gerð'iri Jiagnazt um á um-
líönum árum í krafti sam-
vinnusamtakanna um kaup á
r’7_r
SJÖTUGUR I DAC:
IÓNAS ÞOR
fyrrv. útvarpssfjérí
Jónas Þorbergsson fyrrum
útvarpsstjóri, alþingismaður
og ritstjóri. er sjötugur í dag.
Að þessu sinni tel ég ekki
þörf á að endurtaka nema
fátt það, er ég hefi áður um
hann ritað á öðrum tímamót
um i ævi hans. En vel þykir
mér hlýða, að einhver af
fyrri samstarfsmönnum hans
minnist hans í dag í blaði
því, er hann sjálfur stýrði
fyrir aldarfjórðungi. Er mér
og ljúft að verða til þss, því
að mín persönulegu kynni
af honum eru öll á þá leið,
að mér þykir gott til þeirra
að hyggja og um þau að
ræða.
Jónas Þorbergsson er fædd
ur á Helgastöðum í Reykja-
dal í Suður-Þingeyjarsýslu
22. janúar 1885, sonur Þor-
bergs bónda þar Hallgríms-
sonar bónda í Hraunkoti
Þorgrímssonar og konu hans
Þóru HáJfdanardóttur síðast
bónda á Öndólfsstööum
Björnssonar. Ólst hann upp
þar í héraði, en hóf nám í
Gagnfræðaskólanum á Akur-
eyri þegar hann var kominn
yfir tvítugt og lauk prófi
þaðan voriö 1909. Stundaði
eftir það kennslu um hríð, |
en fór síðan til Vesturheims
og dvaJdist þar nokkur ár. I
Eftir heimkomuna gerðist
hann ritstjóri vikublaðsins
Dags á Akureyri áriö 1920.
Var han nritstjóri Dags til
1927, en síðan ritstjóri Tím-
aiis til ársloka 1929. Þegar
ríkisútvarpið var stofnað ár-
ið 1930 var hann skipaður út
varpsstjóri, og kom það þá
í hans hlut og samverka-
manna hans að leggja grund
völlinn að útvarpsstarfsemi
hér á landi, er útvarpsstöð
ríkisins tók til starfa. En út-
varpsstjóri var hann í 23 ár
eða þangað til í ársbyrjun
1953, er hann baðst lausnar
frá því starfi. Hann átti sæti
á Alþingi sem þingmaður
Dalamanna 1931—33. Skipað
ur í-kirkjumálanefnd 1929. í
utanríkismálanefnd jafn-
framt þingsetu 1931—33.
Um uppvaxtarár Jónasar
er mér fátt kunnugt. Hygg
þó, að hann hafi í æsku átt
við krcpp kjör að búa, og
var heilsutæpur framan af
ævi. Þegar hann hóf gagn-
fræðanám á Akureyri, var
hann fulltíða maður, eftir
því sem nú er talið, og var
slíkt þá ekki ótítt um hans
jafnaldra, sem ekki gátu
hugsað til námsfarar að
heiman fyrr en þeir voru þess
umkomnir að brjótast áfram
upp á eigin spýtur. Þegar ég
var í bernsku heyrði ég
bekkjarbróður Jónasar segja
olíurn l’l útgerðarinnar. Eh.'S
gæti sjómannastéttin bætt
hag sinn svo næmi milljónum
króna með samvinnusamtök
um um fullverkun aflans.
Hví þá ekki að gera það?“
Undir þessi ummæli Fram
sóknarblaösins ber fullkom-
lega að taka. Ef sjómenn
geta ekki fengið sama verð
fyrir fiskinn og útvegsmenn,
eins og þeim réttilega ber,
þá kcmur það úrræði vissu-
lega til greina, að þeim sé
hjálpað til að koma upp eig-
frá því, að hann hefði þá
verið kominn til meiri þroska
en rrlmennt gerðist í skólan
um, og m. a. þótt ritfær í
bezta lagi. Kunni þessi bekkj
arbréðir J. Þ. utan að kafla
úr ritgerð, er hann kvað
Jcnas hafa gert í skólanum.
Var þetta í fyrsta sinn er ég
heyrði Jónasar getið Mennt-
un sína hlaut hann að öðru
Ieyti við dvöl og starf í fram
andi landi. En að heiman
haíði hann það veganesti, er
íslenzkar sveitir hafa veitt
börnum sínum fyrr og síðar,
og ýmsir meta að nokkru en
aörir miður, svo og hið bjarta
lífsviðhorf þingeyska sam-
vinnumanns í lok aldarinnar
sem leið.
Heimkominn úr vesturför-
inni varð hann þegar þátt-
takandi í hinu gróandi lifi
í íslenzkum þjóðmálum, í
sambandi við stofnun Fram-
sóknarflokksins og hin nýju
átök í samvinnumálum.
Jónas Þorbergsson varð
þjóðkunnur sem ritstjóri á
þriðja tug aldarinnar. Vafa-
laust verður hann einnig, er
stundir líða, talinn meðal
snjöllustu manna, er ritað
hafa í íslenzk blöð frá önd-
verðu. Um stjórnmálagrein-
ar hans voru að sjálfsögðu
misjafnir dómar. En um það
voru víst flestir á einu máli,
in fiskiðjuverum eða þá
tryggð hlutdeild í stjórn
þeirra fiskiðjuvera, sem fyrir
eru, svo að þeim sé auðið að
fylgiast með því á hverjum
tíma, að þeir fái það verð,
sem þeim ber.
Það ástand er vitanlega
með öllu ófært að deila þurfi
árlega um tiskverðið tii sjó-
marna og að því íj Igi lengri
eöa skemmri vinnustöðvan-
ir. Slíkt væri útilokað, ef
það skipulag kæmist á, er
tryggði sjómönnum rétt fisk
verð á hverjum tíma.
að tækifærisgreinar hans ýms
ar eða ræður, sumt af því,
er hann ritaði um bókmennt
ir o. s. frv. bæri af flestu því,
er ritað var af því tagi um
þessar mundir.
Hér er sýnishorn af stil
Jónasar Þorbergssonar á
fyrstu árum hans við Dag á
Akureyri:
„-----Þar sem gera verður
ráð fyrir, að í sál þjóðarinn-
ar og í starfsemi hennar vaki
meira og minna ljós viðleitni
til framþróunar, er mest á-
stæða til að festa sjón á
frem.stu mörkum. Misstigin
spor, undanhald í bili og ó-
sigrar eru ekki anað en fórn
ir á altari mannkynsfram-
faranna. Fremstu mörkin eru
nýir sigrar, sem veita nýja
fótfestu og stærri vonir. Stigi
þjóðin djarft spor og fái stað
ist nýja aðstöðu framar á
leið en áður, hefir henni þok
að í áttina til stærri sigra.
Eignis.t þjóðin mikinn mann,
er hann fyrirheit um annan
meiri. — Eins og ber að meta
þjóðina eftir fremstu mönn-
um, ber að rneta hvern mann
efiír bví, sem hann heíir
i komif.t lengst.--“ (1922).
í skilnaðarhófi gagnfræð-
inga á Akureyri sama ár
mælti hann á þessa leið um
leið cg hann minntist þá ný-
lega látins leiðtoga skólans,
Steíáns heitins Stefánssonar
skólameistara:
„-----Eg man hnittin svör
og snjallar ræður leika á
tungu hans. — — Eg man
bjartan svip hans og Jeiftr-
andi augu. Eg man, hversu
rödd gleðinnar hækkaði í
salnum undir handleiðslu
hans og straumur tilfinning-
anna dýpkaði, og hvernig
stundin glaðnaði eins og vor
morgun í sálum okkar, hvern
ig hún óx og varð ógleyman-
leg. — Eg hygg, að ekkert sé
eins mikilsvert í lífi mann-
anna eins og stórar stundir,
hvernig sem þær eru vaxnar
og hvernig sem þær marka
endurminningar okkar og sál
arlíf, ef þær aðeins marka
djúpt.“
Nokkrum árum eftir að
Jónas Þorbergsson hætti rit
stjórn gaf hann út litla bók,
bar sem prentað var ofur-
litið úrval af blaðagreinum
hans. þeim, er ekki fjölluðu
um stjórnmál, ásamt ýmsu
áður cprentuðu. Þar eru lika
nokkur kvæði. Þess var að
vænta, því að þótt Jónas Þor
bergsson hafi e. t. v. ekki
átt sérlega létt með að yrkja
í rímuðu máli, er honum hin
„vammi firrða“ íþrótt í blóð
borin. Með honum býr
skáldaskap og það er því
fylgir, samhliða skarpri rök
vísi, sem einnig gerði sínar
kröfur til að setja svip á líf
hans og starf.
Síðan Jónas Þorbergsson
lét af embætti hefir hann
horfið að fræðimennsku og
ritstörfum. Mun hann hafa
tekizt á hendur að rita ævi-
sögu hins ágæta búnaöar-
frömuðar Sigurðar heitins
Sigurðssonar búnaðarmála-
stjóra og vinnur nú að því
verki.
Jónas Þorbergsson er tví-
kvæntur. Fyrri kona hans
var Þorbjörg Jónsdóttir á
Arnarvatni Þorsteinssonar.
Dóttir þeirra, Kolbrún er gift
Birni Ólafssyni fiöluleikara í
Reykjavík. Síðari kona hans
er Sigurlaug Jónasdóttir
Sveinssonar, ættuð úr Skaga
firði. Börn þeirra eru Björg
gift Jóni Sen fiðluleikara í
Reykjavík og Jónas starfs-
maður hjá ríkisútvarpinu
kvæntur Auði Steingrímsdótt
ur.
Þeim hjónum, Sigur-
laugu og Jónasi hefir nú á
efri árum tekist að koma sér
upp heimili á fögrum stað
við „sundin blá“ í einu af hin
um nýju úthverfum Reykja-
víkur. Eg vona að þeim lán-
ist að eiga þar í dag, með
vandamönnum og vinum,
cina af hinum „stóru stund-
um“ lífsins svo að notuð séu
orð Jónasar sjálfs fyrir 32
árum. G. G.
Sigursæll og reglu-
safflur hershöfðingi
Bernard Montgomery brezki
hershöfðinginn sigursæli, hef
ir lengi verið bindindismaður,
bæði um áfengi og tóbak. Þeg-
ar hann tók við áttunda hern-
um í Afríku, var allt útlit fyr-
ir, að sá her biði algeran ó-
sigur fyrir þýzka hershöfðingj
anum Rommel, en Monty
sneri þegar vörn í sókn.
Fór svo að lokum að her hans
sigraði hinar vel búnu sveitir.
Rommels, og hrakti þær burt
úr Norður-Afríku og bætti
með því aðstöðu bandamanna
í styrjöldinni. Fyrsta fyrir-
skipun hans, eftir það að
hann tók við her-
stjórninni,- var að stöðva
með öllu flutninga áfengra
drykkja til hersins, og brá þá
skjótt við.
Montgomery hershöfðingi
sagði einhverju sinni í Af-
ríku-styrjöldinni, þegar hann
var spurður, hvernig hann
færi að því að hrekja óvin-
ina: „Ég reyki hvorki né
drekk, fer að sofa klukkan
tíu á kvöldin, nema þegar
skyldan bannar.“
Monty er nú 67 ára að aldri,
heill og hraustur. — Hann
hugsar ekki einungis rétt.
Hann lifir líka rétt. G.