Tíminn - 25.01.1955, Page 3
19. blað.
TÍMINN, þnðjudaginn 25. janúar 1955.
Bendlar, Pilsstrengir,
Hvít og svört Teygja,
Tyllblúndur,
Bómularblúndur,
Nylonblúndur,
Nylonbroderie-blúndur.
Gluggatjaldakögur.
Stímur, Hlýrabönd,
Leggingar, Mílliverk,
Hárbönd, Nylonhárnet,
Stoppugarn, Smellur,
Krókapör, Hárkambar,
Hárgreiður o. fl. smávörur.
HEILDSÖLUBIRGÐIR.
íslenzk-erlenda verzlunarfélagið k.f.
Garðastræti 2. — Sími 5333.
ORÐSENDING
til skrifstofufólks
frá stjórn og launa-
kjaranefnd V .R.
Að gefnu tilefni lýsir stjórn og Iaunakjaranefnd V. R.
því yfir, að samkvæmt launakjarasamningi V. R. dags.
31. okt. 1954 skal skrifstofum lokað kl. 5 e. h. alla virka
daga nema laugardaga, en þá skal lokað kl. 1 e. h. frá
1. jan. til 30. apríl.
Sé skrifstofufólk látið vinna lengur en áður getur
umrædda mánuði, án þess að sérstök greiðsla komi til,
óskast það tilkynnt skrifstofu félagsins, Vonarstræti 4,
sími 5293.
Stjórn og launakjaranefnd V. R.
Almennur launþegafundur
verður haldinn í fundarsal félagsins að Vonarstræti 4,
III. hæð, fimmtudaginn 27. þ. m. kl. 8.30 e. li.
Fundarefni: SAMNINGARNIR.
STJÓRNIN.
SSSSW^WSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS
OPNUM UM HELGINA
bifreiðasölu í Ingólfsstræti 7.
Látiö okkur annast kaup og sölu á bifreið fyrir yður.
Reynið viðskiptin.
Ingólfsstræti 7 — Sími 80062.
Margar úrvalsmyndir sýndar
á næstunni á vegum Filmíu
Filmía hefir gert skrá yfir myndi'r, sem verða sýndar á
tímabilinu janúar-apríl. Um síðustu helgi \ar t. d. sýnd
myndin, Maðurinn frá Aran, sem er ensk og tekin af Robert
Flaherty. Gerist myndín á eyju undan strönd írlands og er
hún tekin með sérstökum hætti.
hún var fyrsta mynd Filmíu
Aðrar myndir, sem Filmía
sýnir á næstunni, eru safn
smámynda, rússnesk mynd,
Alexander Nevsky og er Eis-
enstein leikstjórinn. Þá kem
ur dagbókin, þýzk mynd og
er hún þögul. Maðurinn, sem
vissi of margt, verður' sýnd
seint í marz,. gerð af meist-
aranum Hitchcock. Jeanne
d’Arc verður endursýnd, en
Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna
Rúmlega 31.000.000 börn og
barnshafandi konur nutu á
ýmsan hátt aðstoðar Barna-
hjálpar S. Þ. árið sem leið.
Það eru um 10.000.000 fleiri
en nutu aðstoðar Barnahjálp
arinnar árið þar áður.
Barnahjálpin, sem er þekkt
um allan heim undir skamm
stöfuninni UNICEF, hafði á
s. 1. ári til umráða og úthlut-
unar um 17 millj. dollara
(277.440.000 kr.), sem var
skipt milli 215 velfarnaðará-
ætlana í 88 löndum og lands
svæðum. í þessari töiu eru
innifalin 13 landssvæði, sem
fengu aðstoð í fyrsta sinn, þar
af 5 í Afríku.
Á árum áður lagði Barna
hjálp S. Þ. aðaláherzlu á að
bæta úr hreinu neyðarástandi
í þeim löndum Evrópu, sem
styrjöldin hafði geisað. Síðar
var Barnahjálpinni beint að
heilsuvernd barna og barns-
hafandi kvenna. Einkum hef
ir verið lögð áherzla á að veita
slíka aðstoð og heilsuvernd í
strjálbýli víðs vegar um heim,
þar sem aðstæður til heilsu-
verndar voru mjög bágbornar
Á s. 1. ári var slík aðstoð veitt
í 30 löndum, fyrst og fremst
með það takmai’k fyrir aug-
um, að heilsuvernd yrði hald
ið þar áfram í framtiðinni,
sem hluti af almennri heilsu
vernd, sem hafi bætandi á-
hrif 4 fjárhags- og atvinnulíf
viðkomandi þjóða.
Nýjar áætlanir gerðar.
Næstum því fjórða hluta af
fjárveitingu Barnahjálparinn
ar, árið sem ieið, var varið til
nýrra heilbxágðis- og hreinlæt
isáætlana. Til dæmis veitti
UNICEF í fyrsta sinni aðstoð
til bættra mjólkurframleiðslu
skilyrða og til stofnunar
heilsuverndarstöðva í Afriku.
Þá veitti UNICEF, einnig í
fyrsta skipti, alls um sem svar
ar 4 millj. íslenzkra króna til
sjö áætlanna, er miða að
b’ættu neyzluvatni og lokræsa
kerfi í sveitahéruðum í Asíu,
Suður-Ameríku og í Grikk-
landi. Þá veitti UNICEF fé í
fyrsta sinni árið sem leið til
ráðstafana til að bæta úr
augnveiki í Egyptalandi og á
Spáni og til heilsuverndar í
skólum í Honduras.
Margar nýj ar áætlanir
gengu í þá átt að bæta úr
hitabeltis-sárasýki (yaws),
(Pramhald ó, 6. síðu).
ÍSSS$$5SSS5SS5SSSS55SSSSSSS5SS$5SSSSS5S5S5SSSS55SS5SSS5SSSS5S5SSSS<1:3SS*
V erðlaunaritger ð
um Atlantshafs-
og að síðustu verður frönsk
mynd eftir DuVivier, Pepe le
Moko, sýnd um miöjan apríl.
Sýningar Filmíu verða eft
irleiðis ekki auglýstar í blöð-
um, nema sérstakt tilefni gef
ist. Hins vegar hefir verið
gerð ítarleg skrá yfir næstu
myndir og var hún afhent
meðlimum Filmíu á sýning-
unum núna um helgina.
Samkvæmt tilkynningu
frá sendiráði fslands í Lon-
don hefir British Atlantic
Committee ákveðið aö ' efna
til í'itgerðasamkeppni um
Norður-Atlantshaf sbanda-
lagið.
Veröur keppni þessi í tveim
flokkum: Fyrir þátttakend-
ur yngri en 19 ára og fyrir
þátttakendur á aldrinum 19
—30 ái'a. Tvenn verðlaun
verða veitt í hverju landi.
Þátttaka er heimil öllum
íslendingum á ofangreind-
um aldri. Skulu ritgerðirnar
vera á ensku eða frönsku.
Þó er heimilt að skila þeim á
íslenzku ásamt þýðingu.
Ritgerðunum skal skila
innan 15. apríl 1955.
Aðrar upplýsingar veitir
utanríkisráðxxneytið.
(Frá utanrikisráðuneytinu).
iKinlánsdeilcl
tekur á móti sparifé til ávöxtunar.
Innlánsvextir em háir
FÉLAGSMENN, stuðlið að eflingu félagsins nieð því
að ávaxta fé yðar í eígin fyrirtæki.
Kaupféiag Reyk|avíkur og
nágrennis
SKRIFSTOFA SKÓLAVÖRÐUSTÍG 12.
Afgreiðslutími alla virka ctaga frá kl. 9—12 og 13—17,
nema laugardaga kl. 9 f. h. til kl. 12.
Bezta leiðin til að kaupa
heztu blöðin
Gillette
inálmhylki
10 BLÁ GILLETTE BLÖÐ 0
Kr. 13,25
Þéi* borgið aðeins fyrir hlöðln.
Málmliylkin kosta ekkert.....
, Nýtt blað tilbúið til notkunar án fyrirhafnar.
Bláu blöðin með heimsins beittustu egg eru al-
gjörlega varin gegn skemmdum og ryði. Sér-
stakt hólf fyrir notuð blöð. Þér fáið fleiri
rakstra og betri meö því aö nota ....
Bláu Gillette Blöðin