Tíminn - 25.01.1955, Side 4

Tíminn - 25.01.1955, Side 4
*, TÍMINN, þriðjudaginn 25. januar 1955. 19. bla& Verzlanir um land allí Höfum fyrirliggjandi: Karlmannanærfatnað, margar gerðir. Karlmannasokka, nælon, ull og baðmull Kvenbuxur, Unglinganærföt, Barnanærföt, Barnanáttföt, Bleyjur, Bleyjubuxur, Telpnakápur, Sjóstakka, gula. Sjópoka, Gúmísvuntur, hvítar. Vinnuvettiínga, gula, Karlmannaskó, margar gerðir, Kvenskó, margar gerðir, Unglingaskó, Barnaskó. Leitið til okkar Samein$da.0émsmidju^reidslan BRÆÐRABORGARSTÍG 7 - REYKiAVÍK Símar: 5667 — 81099 — 81105 — 81106. liitifiiifi Auk hundruða bygginga um allt land, stórraog smárra af allskonar gerðum, hefur ein stærsta og vandaðasta bygging landsins, — Mjólkurstöðin í Reykjavík — verið hituð upp með HELLU-ofnum í 10 ár. Að gefnu tilefni viljum við minna á, að þegar hafin var framleiðsla HELLU-ofna hér á landi, sýndu vísindalegar rannsóknir, erlendis og hér, að þeir hituðu jafn vel og beztu steyptir, erlendir mið- stöðvarofnar. Átján ára reynsla hefur staðfest þetta og sýnt marga aðra kosti. Þeir eru léttari, minni fyrirferðar fallegri og mun ódýrari en steyptir ofnar. Verðtilboð gefum við fúslega. "/fOFNASMIÐJAN [INHOLTI 10 - RCVKJAVÍK -' (SIAKOI Ráðstefna um notkun kjarn- orku til friðarþarfa í Genf Sameinuðu þjóðunum, New York. — Það hefir nú verið á- kveðið, að alþjóðaráðstefna vísindamanna um notkun kjarn orku til friðsamlegra nota, sem efnt verður til næsta sumar á vegum S. Þ., verðí haldin í Genf. Þetta 1 var samþykkt á fyrsta fundi ráðgjafarnefnd- ar þeirrar, sem annast und- irbúning að ráðstefnunni og skipuð er vísindamönnum frá 7 löndum. Til álita kom að halda ráðstefnuna í Hol- landi en við það var hætt, þar eð tekniskar aðstæður eru betri í Genf. Nefndin samþyKkti einnig á fyrsta fundinum ,að Ham- marskjöld framkvæmdastj. skyldi vera forseti á öllum fundum nefndarinnar, sem munu standa nokkra daga. í ávarpi sínu til nefndarinnar sagði framkvæmdastjórinn, að sú staðreynd ein, að til- laga um að halda slíka vís- indaráðstefnu, var samþykkt af öllum fulltrúum allsherj- arþingsins „glæðir vonir manna og trú á tilveruna, sem nú er mörkuð ótta og efasemdum." Síðasta allsherjarþing sam þykkti einróma að halda al- þjóðaráðstefnu þessa, en (/Yamhald 6 5. EÍBu.) MiiimiuiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiaiiiiiiini: 1 Notið Chemia Ultra- } = sólarollu Qg sportkrem. — Ultra- I | sólarolíá sundurgreini" sólarljós- i | ið þannig, að hún eykur áhrif | | ulra-f jólubláu geislaima, en bind i i ur rauðu geislana (hitageislana), | = og gerir því húðina eðlilega \ i brúna en hindrar að hún brenni. i i — Fæst í næstu búð. | VOLTI | aflagnir afvélaverkstæði i I % afvéla- og I * * aftækjaviffgerðir j í Norffurstíg 3 A. Sími 6458. unuuininiHniniiuiniiiHHniiHHiHinniinuiniiiiuiC Leikhúsgest lángar til að segja fáein orð í fuilri meiningu við fólk ið í baðstofu Tímans. „Við íslendingar höfum gaman af að stæra okkur af þvj að við séum mikil rithöfundaþjóð, og þá ekki síður miklir bókmenntaunnendur. Víst er um það, að margur íslend- ingurinn hefir verið rithagur með afbrigðum og svo er enn. Eitt síð- asta og gleggsta dæmi þess er hið ágæta leikrit Agnars Þórðarsonar „Þeir koma í haust", sem óhætt mun að telja með beztu leikritum, sem rituð hafa verið á islenzka tungu, ef ekki það alira bezta. Þótt það sé frumsmíð höfundar, fæ ég ekki betur eéð en það standist vel samanburð við „Galára-Loft“ eða „Gullna hliðið". Hins vegar hlýtur það að vekja grun um, að sú uppáhaldstrú okkar íslendinga, að við kunnum öðrum þjóðum betur að meta bókmenntir, sé ekki á rökum reist, að sjá annað eins afburða leikrit og „Þeir koma í haust“ sýnt fyrir hálftómu húsi í annað eða þriðja sinn! Hvað veld ur slíku undri? Ekki verður það skýrt með því, að höfundur hafi brugðizt sinni skyldu. Leikrit hans er með afbrigðum vel byggt upp og sýnir, að höfundur hefir glöggan skilning á þeim kröfum, sem leik- sviðið gerir til rithöfunda sinna. Persónur leiksins eru allar vel mótaðar, enda táknrænar fyrir manngerðir, sem löngum hafa veriö algengar á íslandi. Efni leiksins er í senn sígilt, tímabært og áhrifa- mikið. Nei, orsökina til þess að leik ritið er sýnt fyrir auðum sætum er ekki að finna hjá höfundi. Hann hefir unnið sitt starf með sóma og prýði. Ekki er orsökina heldur að finna hjá leikurunum. Leikur þeirra var undantekningarlaust góður og leikur Haraldar frábær. Hvað er þá að? Hvað veldur því, að Reykvíkingar slást ekki um að ná í miða að öðru eins forláta leik- riti, heldur hundsa það og híma heima? Hvað hefir þá komið fyrir bókmenntaþjóðina? Hví bregzt hún sinni skyldu — ég á við þá skyldu hennar við sjálfa sig að missa ekki af mesta leikritaviðburði ársins? Mér er ekki grunlaust um, að orsök- in sé sú, að höfundur kemur all- harkalega við sum af verstu kaun um íslendinga — kaun, sein þjáði þessa þjóð á Sturlungaöld og hefir fremur ágerzt en úr dregið. Önnur ástæða gæti verið sú, að leikrit höf undar bregður upp spegli fyrir ís- lendingum, þar sem þeim gefur að líta sinn innra mann, en það er nokkuð, sem margur maðurinn hér lendur á vont með að afbera, sér í lagi, þegar að honum er gert að líta í slíkan „innramannsspegil“ í svo skærri birtu, að skapbrestirnir koma berlega í ljós. íslendingar eru ekki lausir við að vera menn spegil hræddir, þegar um er að ræöa spegil sálarinnar. Þeim svipar, hvað það snertir til frægrar leikkonu, sem ótt aðist svo mjög spegla/ er hún tók að eldast, að sú hræðsla mótaði allt hennar líf og gerðir. Á yngri árum var hún forkunnarfögur, enda hræddist hún þá ekki spegla. Svo kom aldurinn yfir hana, yndisþokki æskunnar hvarf af ásjónu hennar og yndisþokki efri. áranna færðist yfir hana. Hún var fögur sem eldri kona, en hún gat ekki afborið þá tilhugsun að sú fegurð var ekki lengur fegurð æskunnar. Þvi braut hún alla sína spegla, sneri baki yið kvikmyndaiðnaðinum, sem þó helði feginn viljað halda áfram.að njóta starfskrafta hennar, og lifði upp frá því skuggatilveru þess fólks, er flýr veruleikann og. lifir fyrir sjálfs blekkinguna. Flóttinn frá veruleik- anum verður sumu fólki djrmæt- ari en ö1! sönn verðm^eti., Ein teg- und þess flótta er hræðslan við að þekkja sjálfan sig — standa frammi- fyrir sínum innra manni alsnökt- um. Sú tegund hræðslu mótar skap- ferli alltof margra íslendinga, og það, sem verra er, þeim virðist mörgum ómögulegt að sigrast á henni. Hún kemur fram í mörgum myndum. Ofdrykkjan, sem löngum hefir verið plága hér á landi, er ein af þeim myndum, er hún tekur á sig. Það, sem kalla mætti „Gróu á Leiti-þáttinn“ í íslenzku skapferli er og meiður á sama tré. Hann lýsir sér í þeim leiöa og sjúklega vana að halda uppi síbilandi sjálfsvirð- ingu með því að spinna upp ógeðs- legar sögur um náungann. Það gæti verið óttinn við að þekkja sjálfan sig — standa augliti til auglitis við sihn innra mann — sem fælir Reykvíkinga frá því að sjá hið ágæta leikrit Agnars Þórð- arssonar. írar voru líka með sömu ósköpunum gerðir. Þeim stóð stugg ur af sjálfum sér, enda áttu þeir lengi bágt með að þola leikrit sinna beztu höfunda, svó sem leikritið „Juno og páfuglinn“, af því að þar kynntust þeir sínum innra manni betur en hugur þeirra stóð til. Smám saman tókst þeim að vinna sigur á sinni „speglahræðslu". Hver veit nema afkoméndur þeirra á ís- landi eigi líka eftir að verða það miklir menn, að þeir hætti að flýja sjálfa sig? Hvað sem aðsóbninni að leikrit- inu „Þeir koma í haust“ líður, þá verður það aldrei af því skafið, að það er eitt af örídvegisverkum ís- lenzkra bókmennta. Það er vonandi að einhver verði til að þýða það á erlend tungumál, "þvi að 'það liefir allt það til að bera, sem þarf til þess að það gæti farið sigurför um Bandaríkin, Bretland og . önnur lönd, þar sem ástirí á lístinni er ofjarl annarlegra „komplexa" -ins og þeirra sem mest lýta íslenzka skapgerð og oft stjófna gerðiim mannna hér á landi meira en heil- brigð skynsemi". Leikhúsgestur héfir lokið máli sínu. Starkaður. Miðstöðvarkatlar Heitavatnsgeymar — Miðstöðvardælur, nýkomiff. Pántanir vitjist sem fyrst. Byggingavöruverzlun ísleifs Jónssonar Höfðatúni 2 — Reykjavík. Vtttnið ötúUega að útbreiðslu TI M A JV S

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.