Tíminn - 25.01.1955, Síða 6

Tíminn - 25.01.1955, Síða 6
6. TÍMINN, þriðjudaginn 25. janúar 1955. 19. blað. —------ WÓDLEIKHÖSID ÓPERURNAR Pagliacci OG, Cavalería Rusticana Sýningar í kvöld kl. 20 og miðvikudag kl. 20. Aðeins tvær sýningar eftir. Gullna hliðið Sýning fimmtudag kl. 20. Uppselt. Pantanir sækist fyrir kl. 19, dag- inn fyrir sýningardag, annars seldar öðrum. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15—20.00. Teklð á móti pönt- unum. Sími 8-2345, tvær línur. Ahrifamikil og spennandi, ný, amerísk mynd. Um eina fræg- ustu orrustu síðustu heimsstyrj- aldar, sem markaði tímamót í baráttunni um Kyrrahafið og l þar sem Japanir beittu óspart l hinum frægu sjálfsmorðsflugvél! um sínum. Pat O'Br’ien, Cameron Mitchell. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BIO — 1544 — Brotna örin (Broken Arrow) Mjög spennandi og sérstæð, ný, amerísk mynd í litum, byggð á sannsögUlegum heimildum frá þeim tímum, er harðvítug víga- ferli hvítra manna og Indíána stððu sem hæst og á hvern hátt varanlegur friður varð saminn. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO - HAFNARFIRÐ! - Vunþakklátt hjarta Carla del Poggio hin fræga, nýja, ítalska kvik-j myndastjarna. Frank Latimore. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 184. >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ HAFNARBÍÓ Bíml 6444 Ný Abotto og Costello-mynd Að f jallabaki . (Comin’ round the Mountain) Sprenghlægiieg og fjörug, amer- ísk gamanmynd um ný ævintýrij hinna dáðu skopleikara Sýnd kl. 5, 7 og 9. PILTAR ef þið eigið stúlk- una, þá á ég HRINGANA. Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, - Aðalstræti 8. Sími 1290. Reykjavík. JLEIKFEIAGÍ ^REYKJAVfKUR^ Frœnku Charleys 64. sýning í kvöld kl. 8. [ Aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 2, NÓI Sjónleikur í 5 sýningum. Brynjólfur Jóhannesson í aðalhlutverkinu. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala kl. 4—7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. Sími 3191. ♦♦♦♦♦♦♦ AUSTU RBÆ J ARBÍÓ Bjaryið burninu mínu j (Emergency CaU) | Afar spennandi og hugnæm, ný, ensk kvikmynd, er fjallar um baráttuna fyrir lífi lítillar telpu. Sagan kom sem framhaldssaga í danska vikublaðinu „Familic Journalen" undir nafninu ,Det gælder mit barn“. — Danskur skýringartexti. Aðalhlutverk: Jennifer Tafler, Anthony Steel, Joy Slielton. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Frœnka Charleys Afburða fyndin og fjörug, ný,} ensk-amerísk gamanmynd í lit- um, byggð á hinum sérstaklegaj vinsæla kopleik. Sýnd kl. 5. Sala hefst kl. 2 e. h. GAMLA BÍÓ Bími 1475. Bjartagosinn (The Knave of Hearts) Bráðfyndin og vel leikin ensk- frönsk úrvalsmynd, sem hlaut metaðsókn í París á s. 1. ári. — Á kvikmyndahá/tíðinni í Cann„s 1954 var RENE CLE]\pNT jör inn bezti kvikmyndastjórnand- inn fyrir myndina. Aðalhlutverk: Gerar,d Philipe Valerie Hobson Joan Greenwood Natasha Parry. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPÖlÍbíó Blml 1182 Vald örlaganna (La Forza Del Destino) Frábær, ný óperumynd. Þessi ópera er talin ein af allra beztu óperum VERDIS. Hún nýtur síu sérstaklega vel sem kvikmynd, enda mjög erfið uppfærsla á eik sviði. Leikstjóri: C. Gallone. Aðalhlutverk: Nelly Corrady, Tito Gobbi, Gino Siniberghi. Hljómsveit og kór óperuimar í Róm undir stjórn Gabriele Santinni. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd enn vegna fjölda áskor- ana. Bönnuð börnum yngri en 14. ara j TJARNARBIO Óskars vcrðlaunamynd.'n GlelSIdagnr I Róm PBINSESSAN SKEMMTIR SÉR (Roman Holiday) Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. Golfmeisiararnir (The Caddy) Sýnd kl. 5 og 7. Síðasta sinn. 57,6 millj. flugfar- þega síðastl. ár Farþegaflugvélar í heimin- um fluttu samtals 57,8 millj. farþega s. 1. ár. Eru það 5,8 millj. fleiri farþegar en flutt ir voru árið 1953. Að meðal- tali flaug hver farþegi 891 km leið (flugfarþegar í Sovétríkj unum og meginlandi Kína eru ekki meðtaldir í þessum töl- um). Þessar upplýsingar eru frá Alþ j óðaf lugmálastof nuninni, sem hefir aðsetur í Montreai í Kanada, en þau samtök eru sérstofnun innan S. Þ. Vöruflutningar með flug- vélum hafa að sama skapi aukizt hin síðari ár. Frá því 1947 hefir flugfarþegatalan aukizt um 175%, segir í skýrslu Flugmálastofnunar- innar. (Frá upplýsingaskrif- stofu S. Þ.) IHýtt . . . (Framhald af 5. síðu). Iangt síðan, að þeir hylltu Beria. Nú stimpla þeir hann glæpamann. í dag hæla þei'r bæði Malenkoff og Krushseff. En hve lengi stendur það? Vitanlega er forsprökkum íslenzkra kommúnista leyfi- legt að dýrka rússnesku vaid- hafana og snúast eins og vindhanar í þeim málum. En hver trúir því, að slíki'r menn séu lánlegir til iorustu í ís- lcnzkum stjórnmálum og að til þeirra sé helzt ráð að sækja um utanríkismála- stefnn íslands? Rarnalijálp S. Þ. (Framhald ai 3. Blðu.) sem er hryllilegur sjúkdómur í mörgum hintabeltislöndum, en sem nú er hægt að lækna með einni penisillínsprautu. Meirihluti hjálpar UNICEF á árinu, sem leið, var áfram hald á mjólkurgjöfum, með- alagjöfum, veitingu skordýra eiturs og tækja í heilsuvernd arstöðvar, eða til áframhald andi baráttu gegn berklum og hitasótt (malaríu). Baráttu gegn trakóma (augnveiki) var einnig haldið áfram á vegum UNICEF í Marokkó og á Tai- wan (Formósu). Stórfelldum heilsuverndar- ráðstöfunum haldið áfram. Á árinu, sem leið, tók Barna hjálp S. Þ. þátt í stórfelldum heilsuverndarráðstöfunum víðs vegar um heim. T. d. voru 40.000.000 manna berklaskoð aðir og rúmlega 14.000.000 bólusettir gegn berklaveiki á vegum UNICEF. Nærri 8.000. 000 manna voru skoöaðir og rúmlega 2.000.000 nutu lækn ishjálpar vegna hitabeltis- sárasýki og sýfilis, en 9.000.000 nutu varna gegn hitasótt og taugaveiki. (Þessar tölur eru ekki með í þeim 31.000.000, er fyrst var nefnd, þar sem þess ar síðustu tölur eiga eingöngu við um bá, er aðeins voru skoð aðir eða bólusettir). Þúsundir manna nutu góðs af tækjum, er UNICEF veitti til 5.500 fæðingar- og heilsu verndarstöðva barna. Rúm- lega 1.700.000 börn fengu mat gjafir í skólum á vegum UNI CEF í 36 löndum. Þá gekkst UNICEF fyrir því að komið var upp gerilsneyðingu mjólk ur og settar á stofn verksmiðj ur til 'að framleiða þurrmjólk, en á þann hátt var hægt að veita þúsundum barna mjólk við vægu verði. Loks má geta þess, að UNI CEF veitti neyðarástandsað- HJONABAND sinni séð það fyrr, og í fyrsta sinni á ævinni fannst honum það Ijótt. — Ég vil og ætla. að gera það, sem ég álít bezt, eins og ég hefi ætíð gert, sagði hún fastmælt. Og svo lyfti hún svipunni áður en hann gat nokkuð að gert, sté fram á fótinn og lét svipuna ríða þrisvar yfir bakið á syni sínum. Hann titraði við og laut enn meira höfði fram yfir borðið. — Rut, kallaði William. Hann stökk fram og greip svipuna af h.ermi. — Láttu hana sjálfráða um þetta, sagði Hall allt í einu ró’ega. Hann grét ekki, en tár hrundu af augum hans undan sársaukanum. — Hún sagðist ætla að hirta mig. Ég vissi á hverjn ég átti von. — Ég þoli ekki að horfa á þetta, sagði William. Hann fleygði svipunni á gólfiö. Ég skil þig ekki, Hall, að geta tekið þessu þannig. — Ég hefði ekki gert það, ef einhver annar en hún hefði slegið mig, sagði pilturinn. Rauð rönd birtist nú undir skyrtu hans um þvert bakið. — Farðu úr skyrtunni, sonur minn, sagði Rut rólega. Ég skal líta á bakið á þér. — Þess þarf ekki, sagði Hall, þetta er ekkert. Hann fór þó úr skyrtunni, og Rut sótti fat með köldu vatni. Hún vætti mjúkt handklæði og strauk yfir rauðbláa röndina, sem var hlaupin upp og vætlaði úr blóð hér og hvar. — Ég varð að vera harðleikin, sonur minn, sagði hún. Ann- ars hefði það ekki komið að neinu haldi. — Ég veit það, sagði Hall. Það var sem mæðginin hefðu gleynk nærveru Williams. Það var heldur engu líkara en hirtingin hefði aukið ást drengsins á móöur sinni. Hann lét hana strjúka sárið, unz blæðingin var hætt, og síðan smeygði hann sér aftur í skyrtuna. Ég verð líklega að liggja á maganum í nótt, mamma sagði hann brosandi. — Þú ert svei mér ekki þróttlaus í hægri handleggnum. Hann kyssti hana á kinnina, og allt í einu dró hún hann að brjósti sínu. — Ég er að reyna að gera úr þér mann, sonur minn, sagði hún. „ ... ;. j •— Ég veit það, sagði Hall. Góða nótt, pabbi. Hann kinkaði kolli til Williams og gekk út úr. eldhúsinu. Þau heyrðu hann ganga hægum skrefum upp stigann til herbergis síns. Wilham tók svipuna upp af gólfinu og fékk Rut hana. — Ég vona, að ég þurfi aldrei að horfa á slíkt aftur, sagði hann. Hún tók við svipunni án þess að svara og lagði hana upp á eidhússkápinn. Síðan hélt hún áfram aö ljúka kvöldverk- um sinum í eldhúsinu, og síðan gengu þau saman upp stig- ann án þess að mælast fleira við. Hann horfði á hana meðan hún afklæddist, þvoði sér og fðr í náttkjólinn. Hann varð á undan henni í rúmið og horfðí síðan á hana meðan hún leysti hár sitt, sítt og brúnt, burstaði það og bjó um það undir nóttina. Hver hreyfing henrar töfraði hann, jafnvel eftir þessa löngu sambúð og það, sem skeð hafði þetta kvöld. Það var ekki aðeins að hún ynni honum, hún gat líka reiðzt honum. Hann hafði aldrei gert sér það ljóst fyrr, en eftir að hafa séð hana slá son sinn, viss; hann, að hún gat einnig snúið reiði sinni að honum. Skaplaus kona hefði ekki getað látið svipuna dynja á syni sinum þrisvar sinnum af slíkum þunga. Hann mundi aldrei framer geta litið hana sömu augum og áður. En hann unni henni engu minna en áður, því að einnig í þessu sá hann, að hún gerði aðeins það, sem hún taldi rétt og nauðsynlegt. Hann bar hana ósjálfrátt saman við grönnu, svarteygðu konuna, sem hann hafði séð þetta kvöld heima hjá foreldrum sínum og vissi, að við hlið Rutar var sú kona hismi eitt. En þar sem Rut var birtist veruleiki lífsins. Allt þetta kvöld hafði hann lifað í fánýti, en hér í gamla her- berginu með stóra rúminu og gömlu húsgögnunum var kjarni líf.'reyndarinnar. Hún laut yfir olíulampann til þess að slökkva ljósið, og hann sá svipmót hennar sem snöggvast í undraverðum skýrleik og formfegurö. Nú var svipur hennar rclegar, og hann bar þessa svipró saman við hörkudrættina, sem mótað höfðu andlit hennar, er hún sló Hall. Hann vissi nú, að hún gat orðið ósveigjanleg og hörð, jafnvel grimmdar- full. Var það kannske innsta eðli hennar? Svo dó ljósið, og hún kom upp í rúmið til hans. Hann fann mjúkán og þéttan líkama hennar þrýstást að sér. Hún smeygði handleggnum undir höfuð hans. — Var heimsóknin til foreldra þinna ánægjuleg? sagði hún, og rödd hennar var róleg og alveg eins og hún átti að sér. — Það voru gestir hjá þeim, sagði hann hirðuleysislega. Hann sagði henni. anriars aldrei neitt frá þessum heimsókn- stoð rúmlega 4.000.000 börn- um og mæðrum, sem illa voru stödd vegna styrjaldar, eöa vegna náttúruhainfara, í 10 iöndum og landshlutum, þar á meðal til flóttamánna frá ísrael. Barnahjálp S. Þ. vinnur í ná inni samvinnu við ýmsar sér stofnanir S. Þ. svo sem Alþj. heilbrigöisstofnunina og Mat væla- og landbúnaðarstofnun ina. UNICEF er ekki sérstofn un innan S. Þ. heldur hluti þeirra. (Frá upplýsingaskrif- stofu S. Þ.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.