Tíminn - 03.02.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.02.1955, Blaðsíða 5
87. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 3. febrúar 1955. 8, i Fimmtud. 3. febr. Aukin afköst og hærri laun Mikið er' nú rætt um kaup hækkanir og rök færð með J>eim og móti. Hér skal ekki frekar rætt um þær deilur, heldur aðeins bent á, að um eitt ættu allir að geta orð- ið sammála. Það ef, að undir staða þess að hægt sé að veita raunhæfa kauphækk- un er aukin framleiðsla og hetri afköst. Víða um heim er nú unnið að því að koma á því kaup- gjaldsfyrirkomulagi að vinnu launin hækki í hlutfalli við aukin afköst. Einkum eru Rússar og Bandaríkjamenn langt komnir í þeim efnum, og þeir fyrrnefndu þá senni- lega lengra. Þetta er gert með því að tryggja öllum viss lágmarkslaun, en láta launin síðan hækka í sam- ræmi við aukin afköst. Á- kvæðisvinnufyrirkomulagið er óg mjög algengt í þessum löntíum. í samræmi við þessa reynslu sem hefir gefist vel annars staðar, fluttu Framsóknar- menn á þingi í vetur svo- rljcöándi tillögu til þings- ályktunar: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórni?mi að stofna til samvinnu við atvinnurck- endwr og kaupþegasamtök nm skipulagningu vinnn- brojgða og yin?inkj|ara til þess að auka og bæta fram ieiðslu og afköst og veita almenningi — einnig á þann hátt — síkilyrði til batnandi lífskjara.“ í greinargerð fyrir tillög- unni segir m. a. á þessa leið: Fullyrða má, að ekki er nú lögð svo almenn áherzla sem skyldi á það að vanda verk og afkasta miklu. „Lífskjörin fara eftir fram leiðslunni: batna, ef fram- leiðslan eykst eða vex að verð mæti, hraka aftur á móti, ef hún gengur saman eða rýrnar að verðgildi. Samtök þeirra, er vinna iyrir kaupi, leita samninga fyrir félaga sína um sem hæst kaup fyrir sem fæstar vinnustundir dag hvern. Um afköst er yfirleitt ekki talað sem grundvöll. Dagsláttur og annað þvílíkt er að hverfa sem mælikvarði launa. Tala vinnustunda ein lögð til grundvallar fyrir kröfum. Sjaldgæft mun einnig, að atvinnurekendur bjóði meiri greiðslur fyrir úrvalsafköst en kauptaxtar gera skylt. Þessir viðmiðunarhættir ýta ekki undir til bættra vinnu bragða og betri afrakturs seldrar vinnu, heldur hið gagnstæija öilum til tjóns. Vinnugleði skapa þeir ekki heldur í brjóstum þeirra, er vinna, né ánægju hjá at- vinnurekendum, eins og ef mælikvaröinn væri: því betri vinnubrögð, því meiri laun. Fyrir tillögamönnum vak ir ekki að lækka eigi vinnu laun hjá neinum frá því, sem nú er, heldur gefa þeim, sem vinnu sína selja, tækzfæri til þess að bæta kjör sín með því aS vanda Svipmyndir frá Sviss Vínimscini oíí' vöruvöndim hafa gert Svisslending'a að ríkri þjóð, þótt land þeirra sé fátækt frá hcndi náttáriinnar. Eftirfarandi grcin er eftir norsfca fræðimanninn Anton Mohr og birt ist nýlega í „Aftenposten“ í Osló. í greininni segir hann frá Svjss- lendingum og lýsir m. a. atvinnu- ; Fjalldalur í svissnesku Ölpunum. háttum þeirra, efnahag og stjórn arfari. Margt cr í grein þessari lærdómsríkt fyrir /slcndinga. Janúar 1955. Ascona við Maggiore-vatn. Svo sem kunnugt er, liggur Svjss nálega í Evrópu miðri, milli 46° og 48° norðlægrar breiddar. Landiö er 41295 ferkm. að flatarmáli eða nokkru stærra en Norðlandfylki í Noregi, en talsvert minna en Finn- mörk. Fjórði hluti landsins er ó- byggileg fjöll, jöklar og stöðuvötn. Landið nær ekki að sjó, ár eru lítt skjpgengar, kolanámur engar og málmar finnast ekki svo að not séu að. Þrátt fyrir þetta eru íbúar lands ins 4,7 milljónir, en það svarar til þess, að 114 manns búi á hverjum ferkm. að meðaltali. Það er heldur ekkert frumstætt í lífsháttum né kjörum þessa fólks. Lífskjör almennings 1 Sviss eru betri en í nokkru öðru Evrópulandi, sennilega í öllum heiminum, þótt landið sé fátækt a.ð náttúrugæðum. Stéttaniunur er tiltölulega lítill og auðskipting jöfn, hvort tveggja mætti vel vera öfundarefni mörg- um öðrum þjóðum. Hverjar eru orsakir þessarar vel- gengni? Þá helztu er vafalaust að rekja til legu landsins, ásamt með því, að landið hefir búið við frið og sæmilegt öryggi síðan 1815. Af því hefir leitt að fejknmikið fjár- magn frá hinum stríðandi ná- grannaríkjum hefir stöðugt streymt inn í landið, þar eð eigendur þess töldu það einna bezt geýmt þar. Hitt er og rétt, að mikið af þessu fjármagni var síðar flutt frá Sviss, þegar kyrrð komst á í heiminum að nýju, annað hvort til heima- lands síns, lagt í kauphallarvjð- skipti í New York eða fyrirtæki i Kongó, S.-Ameríku eða annars staðar í heiminum. Engu að síður er veruiegt erlent fjármagn stöðugt í svissneskum bönkum. Að sjálfsögðu fá hinir er- lendu eigendur ekki nema mjög lágar rentur af fjármunum sínum, en þeir virðast fremur kjósa ör- yggið en stórgróða með áhættu. Af þessum sökum hefir myndazt pen- ingagnægð í hinu litla landj, sem raunverulega er langt um of. Hin síðari ár hefir verið mjög auðvelt að fá lán. En þetta hefir jafnframt leitt til þess, að iðnaður landsins hefir vaxið langt fram yfir þarfir landsmanna sjálfra, enda eru ið'n- aðarvörur nú framleiddar í stórum stíl fyrjr erlendan markað. Iðn- þróun landsins er nú slík, þrátt fyrir óhagstæða legu í þessu tilliti og fá- tækt náttúrugæða, að verðmæti ut- anríkisverzlunarinnar á hvern íbúa er hærra en í nokkru öðru landi heims, að Hollandi og Englandi undanskildu. Þar eð landið skortir kol, byggjst svissneski iðnaðurinn á hagnýtingu vatnsorkunnar. Virkjanir hafa hrað vaxið eftir stríð — 1951 voru fram- leiddar 19191 milljón kílóvattstunda (í Noregi sama ár 17647 milljónir) — og búizt er við, að þessj tala verði nálega helmingi hærri 1959. verk sín og awka afköst sín.“ Að sjálfsögðu getur bað átt sinn aðdraganda, að slíku skipulagi verði komið á hér á landi. Því verður ekki kom ið á í einni svipan, heldur verður bað að btóast stig af stigi. Heppilegast er, að það Enda þótt svissneskar iðnaðar- vörur séu mjög fjölbreyttar, má þó segja, að höfuðeinkenni iðnaðar- ins sé áherzlan, sem lögð er á verð- miklar gæðavörur. Má segja, að þetta sé dyggð runnin af nauð- syn. Þar eð landið skortir bæði hrá- efni og hafnjr, er aðeins unnt fyrir landsmenn að keppa á heimsmark- aðinum, ef vörur þeirra eru betri en annarra að gæðum. Eða eins og einn Svisslendingur orðaði það við mig á dögunum: 1 kg. af stáli kostar um 10 franka, en séu búnar til úrfjaðrir úr þessu stáli, er verð- mæti þess orðið um 10 þúsund frank ar cða mejra. Úrsmíði er annars elzta iðngrein Svisslendinga. Hún hófst þegar á 16. öld í Genf og voru það landflótta Húgenottar frá Frakklandi, er fyrst ir lögðu hana fyrir sig. Frá Genf barst iðnin til íjalladala Júrafjalla, en á þeim slóðum stunduðu bænd- ur úrsmíði sem eins konar heim- ilisjðnað að vetrinum, þegar lítið annað var að gera. En um 1870 fór að gæta samkeppni erlendis frá, einkum af þýzkurn úrum. Reyndist þá nauðsynlegt að skipu- leggja þessa iðngrein með nýtízku legri hætti. Lagðist þá úrsmíði bænd anna niður. Nú á dögum eru sviss- nesku úrin fræg á heimsmarkað- inum og á boðstólum í öllum lönd- um hejms. Um 95% af úrum og klukkum landsins er flutt út. Úrsmíðin hafði í för með sér, að í landinu myndaðist stór stétt tækni lærðra kunnáttumanna, en af því leiddi aftur, að Svisslendingar hófu fyrr en aðrir að framleiða ýmis liárnákvæm vísindaleg mælitæki, svo sem jarðskjálftamæla, rafeinda smásjár o. s. frv. Enn í dag eru þeir ejnir um hituna, hvað snertir framleiðslu sumra þessara. tækja. Samhliða þessu eru smíðaðar í Sviss ýmsar vélar og vörur af slíku tagi. Má þar nefna mótora, raf- knúnar eimreiðar, túrbínur o. fl. Efnaiðnaður er einnig talsverður, einkum lyfjavörur. Þá gera þeir einnig geríisilki. Ferðamenn eru einnjg mikilvæg tekjulind fyrir landsmenn. Að jafn aði heimsækja tvær og hálf milljón erlendra ferðamanna hótel lands- ins árlega og auk þess um það bil jafnmargir Svisslendingar. Þótt þessi atvinnugrein sé mjög ótrygg og háð mjög miklum sveiflum frá ári tjl árs, sem m. a. stafar af stríðs hættu, gjaldeyrisvandræðum og komist á með góðu samstarfi launþega og atvinnurekenda og þvi leggja Framsóknar- menn til, að hafnar verði við ræður milli samtaka þeirra um þessi mál. Hver áfangi, sem næst í þessa átt, mun á- reiðanlega stuðla að meiri framförum og batnandi af- komu landsmanna. veðráttu, færir hún engu að síður landinu drjúgar tekjur. Árið 1953 er talið, að þær hafi numið sam- tals um 460 milljónum franka, eftir að írá hafði verið dreginn gjald- eyrir svissneskra ferðalanga í öðr- um löndum. Af þeim ástæðum, sem raktar hafa verið hér að' framan, er nú svo komjð, að það flæðir bókstaf- lega allt í peningum í Sviss. í nóv- emberlok í fyrra nam gullforð'i Sviss 6321 milljónum franka, en það svar aði til þess, að seðlaforði ríkisbank- ans, sem þá var í umferð, væri gulltryggður — ekki aðeins 100% heldur 124%. Það er því engin furða, þótt Sviss, fyrst allra ríkja, hyggist innan skamms taka upp frjálsa innlausn peningaseðla gegn gullj. í því tilefni á aö slá nýja 25 og 50 franka gullpeninga, sem jafngilda pappirsseðlum að' sömu upphæð. (Gömlu 20 franka gull- peningarnir frá því fyrir gengis- fallið' 1936 eru innleystir í dag með 29 frönkum.) En þetta næsturn óeðlilega pen- ingaflóð' hefir líka sínar skugga- hliðar. Áður var minnzt á hina lágu vexti sem bankarnir greið'a af jnn- lánsfé. Þetta kemur hart niður á eftirlaunafólki og yfirleitt öllum þeim, sem lifa af eignum sínum. Ennfremur er iðnþróuninni í litlu landi takmörk sett. Og á mörgum sviðum virðjst þessum mörkum nú náð í Sviss. Afleiðing þess er sú, að Svisslendingar ávaxta fé sitt æ meira erlendis. Til að bæta að' nokkru úr þessu eru nú uppi ráða- gerðir, ekki aðeins af hálfu verka- manna, heldur atvinnurekenda og bankaeigenda um að stytta vinnu- vjkuna nið'ur i 44 klst. eða taka upp 5 daga vinnuviku. Blaðið Der Tat í Zurich skrifaði lciðara 1. jan. und ir fyrirsögninni: „Ef til vill spör- um við of mikiö“. í greininni segir að sívaxandi sparifjáreign og hið gegndarlausa peningaflóð í landinu sé nú orð'ið „eitt þyngsta áhyggju- efni manna.“ En ef Svisslendingar vinna sér inn mjkið fé, þá eru líka útgjöld ríkisins mikil. Einkum á þetta við um landvarnir. Að mörgu leyti eru Svisslendingar sennilega bezt vopn- um búna þjóð veraldar og viðbún- aöur þeirra að öðru leyti, ef styrj- öld skyldi brjótast út, mjög ræki- legur. Satt er það, að herskyldu- tíminn er aóejns 4—6 mánuðir eftir því, hvaða tegund vopna nýliöinn skal fá þjálfun i að nota. En þar kemur á móti, að þeir eru skyldir að mæta til æfinga allt til 50 ára aldurs, 3 vikur á hverju ári, og eru herskyldir til 62 ára aldurs. Hver maður á sína byssu, einkennisbún- ing og skotfæri geymd heima hjá sér. Komj til almennrar herkvaðn ingar, á hver herskyldur maður að vera kominn alvopnaður til her- (Framhald á 7. siðu.) Framsóknar- vístín Það var fámennur hópur- inn í Framsóknarfél. Reykja- víkur, sem spilaði Framsókn arvistina fyrir um 20 árum síðan. En af því, að hann hélt áfram, þótt lítill væri, þrátt fyrir háðglósur í blöðum, kaffi | boðum og víðar, þá varð hann vel æfður. Og eftir það, að hann var orðinn vel æfður, en fyrr ekki, fóru aðrir að smá taka þetta eftir. Og nú orðið er spilið eitt allra vinsælasta skemmtiat- riði um land allt, jafnvel engu síður þeirra, sem mest níddu það í fyrstu. En nú virðast þeir nota það sem smyrsl á vonda samvizku sína, að búa til og halda á lofti gervinöfnum á vistinni: Framhaldsvist, Paravist, Fé- lagsvist, Varðarvist o. s. frv. Allt hnupluð nöfn og röng. Hefði þessi fámenni hópur fyrir 20 árum gugnað við vist ina, er líklegast, að enginn spilaði hana nú, því þaö tók fyrst 8—10 ár að aðrir færu að spila hana og þá venjulega með aðstoð einhverra, sem voru búnir að fá æfingu í Framsóknarfélagi Reykjavík- ur. Og 14—16 ár tók það að út- breiða vistina nokkuð veru- lega almennt. Á 20 ára afmæli vistarinn- ar í fyrra, var Hótel Borg full setin tvö kvöld í röð — mest af þátttakendum frá fyrri ár um. Var vistin þá kvikmynd- uð af Guðna Þórðarsyni, svo að fólk í framtíðinni ætti kc*st á að sjá, hvernig braut- ryöjenduj' vistarinnar o. fl. með þeim, litu út á skemmti samkomu í veglegasta sam- komuhúsi landsins við að spila Framsóknarvist á því herrans ári 1954 — þar sem spilað var í einu á hundrað borðum. Verður þessi mynd sýnd á næstu eða einhverri næstu Framsóknarvist. Ætlun mín var að draga mig til baka frá stjórn vist- arinnar eftir 20 ára afmælið. Taldi eðlilegast að þeir ungu tækju við af beim eldri. En þar sem ég dvel nú tíma um miðjan veturinn í Reykja vík og fjölmargir gamlir og góðir þátttakendur vistarinn- ar eru stöðugt að kvabba við mig að stjórna, a. m. k. einni vist ennþá, þá hefi ég lofað þeim að gera það að Hótel Borg n. k. miðvikudagskvöld. Það er gleðiefni okkur, sem ruddum þessu létta og glaða spili braut inn í skemmtana- lífið hér á landi, hve margir gleðja sig nú orðið við það. Og hve margar menningarlegar samkomur eru haldnar, þar sem það er aðaluppistaðan — samkomur, lausar við drykkju slark o>. þ. h. En það, sem gefur vistinni gildi og vinsældir, er það, hve hún er auðveld fyrir alla og gefur tækifæri til dálítillar kynningar milli fólks. Þó er það bezta við hana, að hún veitir öllum tækifæri að vera sjálfir að starfa og þó í sam- vinnu við aðra — sjálfir að skemmta sér o*g öðrum um leið. Það er ekki lítils virði og vantar mjög á flestum sam- komum. — Enda munu þær oft réttnefndar „leiðindi“ heldur en „skemmtun“. Og svo: „Það er ekki einsk- isvert að eyða tíð án lasta“. Vona ég að við sjáumst sem flestir gömlu þátttakendurnir að Hótel Borg 9. þ. m. V. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.