Tíminn - 06.02.1955, Síða 2

Tíminn - 06.02.1955, Síða 2
E TÍMINN, snnnudaginn 6. febrúar 1955. 30. blað. Langt umsátur um Cherry Hill, er fjórum föngum mistekst að strjúka Kikisfangelsið í Massachusetts er steinbygging í Charles- | tonhverfi Bostonar. Þctta er elzta og illræmdasta fangelsið ji Bandaríkjunum. Það var byggt árið 1805 og hefir haft það orð ú sér síðastliðin áttatíu ár að vera óhæft til íveru. Síðast' 'iðin tvö ár hafa sextán uppþot orðið í fangelsinu, þar með 'taldar flóttatilraunir. Nú nýlega var seytjánda flóttatilraun- :in.gerð, en hún fór út um þúfur eftir að hafa vakið mikla athygli. Fjórir vopnaðir fangar héldu ::imm fangavörðum og sex með- ::öngum sem gislum, en umsátrið ;;tóð yfir í áttatíu og tvær klukku- stundir. Er það nasst lengsti tími, sem fangelsið hefir verið umsetið, <=n hundrað klukkustundir mun vera metið. Uppþotið varð í svonefndri Cherry Hill, en þar eru þeir fangar geymdir sem einna órólegastir eru taldir.’ íSöguðu járnrimlana. Síðla dags þann 18. fyrra mánaðar hófu hinir fjórir fangar að saga i sundur þumlungsþykkar járnsteng- «r sem voru fyrir klefum þeirra. Notaðar voru sérstakar sagir sem smyglað hafði verið til þeirra. Svo að ekki heyrðist eins mikið sagar- aljóð báru þeir feiti á sagirnar en .henni höfðu þeir áður stolið í eld- húsi fangelsins. Þegar rimlarnir héngu aðeins saman á litlum parti, hættu mennirnir að saga og földu blöðin og biðu átekta. Um miðnætti örutust þeir út og tóku tvo verði til fanga. Klukkan eitt neyddu þeir verðina til að gefa hið vanalega merki um að allt væri í lagi. Jafn- TEDDY GREEN mér þykir það leitt «- 1 ........ — -----------——; Útvarpíð 'Ötvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. .11,00 Messa í Dómkirkjunni. .'.3,15 Erindi: Heilsugæzla í skólum (Jóhannes Björnsson læknir). .7,30 Barnatími. 120,20 Leikrit: „Lögmaðurinn" eftir Elmer Rice, í þýðingu Einars Braga Sigurðssonar. — Leik- stjóri: Rúrik Haraldsson. .'22,00 Fréttir og veðurfregnir. :22,05 Danslög (plötur). :23,30 Dagskrárlok. 'Ötvarpið á morgun: framt gcröu fangarnir .sér stiga úr viðarbútum, beltum, spottum og hálsbindisslitrum. Stiginn var of stuttur og auk þess svo laus í sér, að hann þoldi ekki þunga mann- anna. Klukkan fjögur um nóttina höfðu fangarnir tekið fasta þrjá aðra íanga. Um klukkutíma síðar kváðu aðvörunarhringingar við um allt fangelsið og mönnum var þá ljóst, lrvernig komið var. Fangarnir höfðu alla þessa deild fangelsisins á valdi sínu. Kröfðust bifreiðar. Morguninn eftir leyfðu óeirðar- seggirnir tólf félögum sínum að fara yfir í aðalfangelsið, en sex föng- um héldu þeir eftir sem gislum. Þessa gisla neyddu þeir til að fara að grafa göng í gegnum steingólfið í Cherry HiU. En göngin, sem þeir ætluðu að nota til flóttans, fylltust íljótt af vatni og varð því ekki að frekari greftri. Fjórmenningarnir kröfðust þess af fylkisstjóranum, að liann sæi þeim fyrir bifreið. Einn hinna fjögurra heitir Teddy Green, bankaræningi og kunnur maður af ýmsum lögbrotum, hafði orð fyrir þeim félögum. Mikið lið hafði safn- azt í krinsum fangelsið og Green kallaði yfir múrinn: „Eitt skot, ein gassprengja, og fangaverðirnir munu allir deyja“. Saksóknari fylk- isins svaraði um hæl og sagði, að ef svo mikið sem einn fangavarð- anna væri drepinn, mundu þeir allir fjórir verða teknir af lífi í raf- magnsstólnum. Blaðamenn í koptum. Þegar fréttir af þessu uppþoti fóru aS berast út, dreif að fjölda fólks, sem kom eingöngu tii að for- vitnast. Ennfremur létu blaðamenn ekki á sér standa, en þar sem þeir komust ekki nógu nærri með venju- legum hætti, leigðu þeir sér kopta og voru því koptar á stöðugu sveimi yfir Cherry Hill. Sumir blaðaljós- myndarar leigðu sér stóran krana og hengu í krananum fyrir innan fangelsisvegginn meðan þeir tóku myndir af því, sem fram fór hjá fjórmenningunum. Herdeild var kvödd á vettvang og einn skriðdreki var hafður til taks. Presti var veitt ur aðgangur að Cherry Hill og einn- ig lækni fange'sisins, en einn varð- anna hafði veikzt. Dóttir Greens talar við föður sinn. Á öði’um degi umsátursins talaði dóttir Greens við föður sinn í síma. Hún heitir Toby og er sextán ára. Eftir venjulegar kveðjur spurði Toby, hvað hann væri að gera. — Green svaraði, að hann vildi að- eins komast út. Hún: Það er heimskulegt, pabbi. Hverr.ig held- urðu, að þú komist út svona? Hann: Toby, þú þekkir hann pabba þinn. TOBY GREEN kallaði yfir múrinn Hún: Ég þþkki þig. Hann Ég skal út... .hunangið mitt, mér þykir þetta mjög leitt. Bíddu aðeins kæra, Þeir hinir eru að undrast hvern ég kalla „kæru“ og „hunang". Einn spyr, hvort ég sé að tala við fanga- vörð. Hún: Hvað eruð þið að gera við verðina? Hann: Spila svolítið bridds við þá eða eitthvað svoleiðis, Hún: Hvað með manninn, sem er veikur. Hann: Hvern? Ó, hann ligg ur fyrir — og selur upp....Hún: Hvað ætlið þið að gera við þá? Hann: Ég vil helzt ekki tala um það. Hún: Ef eitthvað kemur fyrir, þá sver ég að þú ert ekki faðir minn lengur. Hann: Mér þykir það leitt, Toby, en ef þessir verðir hleypa mér ekki út í bifreið, þá verð ég. Þannig íinnst mér þetta. Þau töluðu stutt saman eftir þetta og að iok- um hengdi Toby heyrnartækiö upp og grét. Seinna þennan sama dag fór Toby til Cherry Hill og kallaöi yfir múrinn til föður síns: „Gerðu það fyrir mig, pabbi, að gera það rétta í þessu. Mamma vill það“ Miili vonar og ótta. Á þriðja degi voru fjórmenning- arnir reiðubúnir til viðræðna. Þeir sáu þá, að það hvorki rak né gekk fyrir þeim og flótti var með öliu óhugsandi. Sneru þeir sér því að öðru máli, sem var engu síður nauð synlegt fyrir þá, en það var að fá einhverja bót á aðbúðinni 1 Cherry Hiil. Samningafundur var settur klukkan þriú eftir hádegi. Fjórmenn ingarnir höfðu sjálfir kjörið menn- ina, sem þeir vildu semja við. Einn þeirra var ritstjóri stórblaðsins „The Christian Science Monitor". Fjór- menningarnir gáfu nefndinni kaffi og síðan var talazt við. Einkum kom til umræðu að lagfæra aðbúnaðinn í Cherry Hill. Seinni daginn var enn meiri spenningur við samningaborð ið og þeir sem úti voru, biðu milli vonar og ótta þess, hvernig tækist. Að lokum samþykkti nefndin að beita áhrifum sínum í þá átt að Cherry Hill yrði hæfari fanga- geymsla. Og að lokum ákváðu upp- reisnarmenn að gefast upp og ját- ast undir náð yíirvaldanna. Kanill, bl. krydd, múscat, engifer, karrý, pipar. Ávallt fyrirliggjandi. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. S$$5$S$$$53533$$533S$$S553S5SSS$$$$$SS$$$S$5$$$$$$5$$$$$$$$$$$5$$$$$J» Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkja Fundur og kvikmyndasýnlng í Stjörnubíói í dag, sunnud. 6. febrúar kl. 2 e. h. Sverrir Kristjánsson: Litið um öxl. TSU ÁRA KALT STRlÐ ★ Kvikmynd: MAÍ-NÓTT, úkrainsk' mynd eftir sögu Gógóls. FRÉTTAMYND. Aðgöngumiðar við innganginn. Öllum heimill aðgangur. Stjórn MÍR HJARTANS ÞAKKIR fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför MARÍNAR GÍSLADÓTTUR Vandamenn. ÞÖKKUM INNILEGA auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför GÍSLA KRISTJÁNSSONAR frá Lokinhömrum. Vandamenn. _____________ Rrezkir sjómenn (Framhald af 1. slðu). Það moldviðri, sem brezk blöð reyna hér að þyrla upp getur aðeins leitt til þess eins að gera deiluna enn óleysan legri og auka enn andúð ís- lendinga í garð Breta, sem svöruðu sjálfsbjargarvið- leitni íslendinga með því að reyna að svelta þá til undan- halds í málinu. Þá kemur það úr hörðustu átt frá Bretum að væna ís- lendinga um að eiga aö nokkru sök á dauða hinna brezku sjómanna, því að öll- um er kunnugt, að íslending ar hafa þrásinnis lagt sig í lífshættu til að bjarga brezk um sjómönnum, og er strand ið við Látrabjarg þar fersk- ast í minni, og þeir hafa á síðustu áratugum bjargað tugum brezkra sjómanna. Því verður vart trúað, að brezk blöð haldi þessum leik áfram, og ættu þau sóma síns vegna að leiðrétta málið, og láta rétt rök koma í Ijós. Hinn óþrcvtti hcstur Brjáns riddara gcystist fram sem ör af bogu. En Ivar £at aðeins komið hinum örjíreyíta hcsti sín* um til að brokka af stað. ÍVAR HLÚJÁRN.Saga eftir Walter Scott. Myndir eftir Peter Jackson 129 Árnað heilia Fastir liðir eins og venjulega. .‘20,30 Útvarpshljómsveitin. :20,50 Um daginn og veginn (Thor- olf Smith blaðamaður). ,'21,10 Kórsöngur: Karlakórinn Geys ir syngur. :21,30 Útvarpssagan. .12,00 Fréttlr og veðurfregnir. .22,10 íslenzkt mál (Bjarni Vil- hjálmsson cand. mag.). 22,25 Létt lög (plötur). :»,I0 Dagskrárlok. 30 ára er í dag Kristján Einarsson, fyrr- .Tim bóndi k Hermundarfelli í Þistil firði, nú til heimilis að Matthíasar- götu 1, Akureyri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.