Alþýðublaðið - 09.08.1927, Side 2
2
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ
IALÞÝÐUBLAÐI® j
kemur 'út á hverjum virkum degi. ►
Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við [
Hverfisgötu 8 opin írú kl, 9 árd. í
til kl, 7 siðd.
j Skrifstofa á sama stað opin kl. ►
9VS —lO'/a árd. og kl. 8-9 síðd. !
Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 !
; (skrifstofan). í
j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á £
1 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 í
j hver mm. eindállia. ^
Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan !
; (i sama húsi, sömu símar).
Sala hafnarlóðanna.
Svo langt cr þá komið óstjórn
auÖvaldsfulltrúanna í bæjarstjóm
Reykjavíkur, að nú eru þeir tekn-
ir að Iosa bæinn við hafnarlóð-
irnar, sem auðvitað verða afar-
dýrmæt framtiðareign og geta
orðið borg.inni að ómetanlegu
gagni. Sölufluga þessi kom upp
á hafnarnefndarfundi 2. raai í vta.
Þar var fulltrúi alþýðunnar, Har-
aldur Guðmundsson, einn á móti
henni, en hinir hafnarnefndar-
mennirnir með. Sama varð uppi
á teningnum, þegar málið kom
fyrir bæjarstjórnarfund í vor.
Knútur og aðrir einstaklings-
hyggjumenn sambyktu tillöguna,
en peim þótti ráðlegast að tala
Sem minst um slíka ráðstöfun op-
inbcrlega, og sannaðist þar enn
á þeim Knúti og aðferð þeirra
það, sem sagt var um Bonifatius
* páfa VIII.: ,,Hann kom inn eins
og refur.“ Reykjavík fær síðar
að súpa seyðið af þessari fá-
sinnu. Alþýðuflokksfulltrúamir
iögðust gegn þessari endemistil-
lögu, eins og sjálfsagt var; en í
atkvæðagreiðslu má enginn við
margnum. Meiri hlutinn í bæj-
arstjóminni, auðvaldsh-lutinn, var
sameinaður um þessa þokkalegu
ráðsmensku. Sölusamþyktin náði
til hafnarlóðanna sunnan við
Tryggvagötu, en vestan Eimskipa-
fé’agshússins. Og nú hafa lóðim-
ar verið auglýstar : til sölu.
Þegar söíumálið var á döfinni
í vor, létu margir aíhugulir menn,
sem hugsa lengra fram í tímann
Víkur í þessu máli -saman við að-
gerðir jafnaðarmanna-bæjarstjórn-
arinnar á isafirði. Þar er stöð-
ugt verið að auka verðmætar
eignir bæjarfélagsins og sérstök
áherzla lögð á, að ná dýrmætustu
kaupstaðarlóðunum í eigu kaup-
staðarins, samfélagsheildarinnar,
• og það hefir tekist mjög mynd-
arlega á þessum fáu árum, sem
Alþýðuflokkurinn hefir haft völd-
in þar. Hér í Reykjavík neyta
auðvalds- og samfélagssneyðing-
ar-fu!ltrúarnir meirihlutavalds síns
í bæjarstjórninni til þess að ko-ma
dýrmætum lóðfum á einum af
beztu framtíðarsvæðum borgar-
innar úr eigu hennar, en í eigu
sárfárra einstaklinga.
Hér má líta stefnumuninn. Al-
þýðuflokkurinn hiugsar fram i tím-
ann. Hann veit, að skylt er og
sjálfsagt að búa í haginn fyrir
koinandi kynslóðir. Hann veit, að
hverju bæjarfélagi og hverri borg
er ómetanlegt gagn að ’því að
hafa eignarráð á lóðum sínum og
löndum. Samkeppnisfulltrúarnir
eru ekki að skyggnast fram í tim-
ann til þess að sjá, hvert stefnir.
Þeir láta leiðast af hvellandi
bjöllu samkeppninnar. Ef til vill
eiga sumir þeirra eftir að sjá,
hvílíkri óhæfilegri skammsýni þeir
hafa gert sig seka í og hve fram-
tíðaríbúar Reykjavikur eiga þeim
grátt að gjalda.
— Ef Alþýðuflokksmennim-
ir hefðu verið í meiri
hluta í bæjarstjórn Reykjavíkur
árið 1927, eins og þeir voru þá
pegar orðnir í sumum öðrum
kaupstöðum landsins, þá þyrftum
við ekki að lúta að því að kaupa
eignirnar, sem þá voru í eigu
samfélagsins, aftur við miklu
hærra verði handa borginni okkar,
eða láta örfáa menn halda áfram
að ráða yfir þeim, fá ágóðann,
sem borgarféiagið átti ab fá og
geta sett samfélaginu stólinn fyrir
dyrnar, þegar hagsmunir þess og
þessara fáu einstaklinga rekast á,
sem, oft kemur fyrir.
Líklega .verða ekki margir tugir
ára þangað til reynslan hefir kent
mestum hluta Reykvíkinga þessa
hugsun og lagt þvflfk orð á tungu
en til næstu vikna eða mánaða,
undrun sina í Ijós yfir þessu
háttalagi. Meðal annara lét Guð-
mundur Björnsson landlæknir svo
um mælt, að hann teldi þetta
ráðlag hina mestu fásinnu um hag
bæjarfélagsins. En Jóni Ólafssyni
var svo mikið í mun, að hafnar-
lóðasalan væri samþykt, að hann
hélzt ekki við í þingsalnum, —
enda gafst honum þann daginn
ekkert tækifæri til að svívirða sjó-
mannastéttina úr þinghelginni —,
heldur hraðaði sér á bæjarstjórn-
arfund til þess að stappa stálinu
i hina íhaldsmennina, að þeir létu
ekki hjá líða að koma þessum
dýrmætu eignum samfélagsins í
eigu einstakra manna-.
Það er vert að bera athafnir
auðvalds- og einstaklingshyggju-
fulltrúanna i bæjarstjórn Reykja-
þeirra. En þá verður líka hætt
að auglýsa nauðsynlegustu fram-
tiðareignir Reykjavíkur til sölu úr
eigu borgarfélagsins.
Enn á ný
vdll Alþýðublaðið taka fram, að
þegar það birtir aðsendar grein-
ar, sem eru ritaðar með fullu
höfundarnafni, þó gerir það ekki
alt af athugasemdir við þær, þó
að það sé ekki á sömu skoðun
og höfundurinn. Et og lesendun-
um kunnugt, að sum mál hafa
verið rædd í blaðinu frá ýmsum
h'iðum, og á það að geta orðið
til að skýra þau þaim mun bet-
ur. Álit einstakra manna, sem
þeir skrifa nöfn sín undir, á
mönnum og málefnum, er auðvit-
að ritað á þeirra ábyrgð.
Síldveiðar Norðmanna
(einkun siðustu árin)
Eftir Ólaf Friðriksson.
(Það skifþr nokkru að vita, hvern-
ig atvinnugreinar pær eru reknar er-
lendis, er við íslendingar stundum,
og á pað þó einkun við um fiskveið-
arnar. En af því að ég hefi hvergi á
einum stað séð það, er gat gefíð
glögga hugmynd um sildveiðar
Norðmanna, hefi ég samið grein þá,
er hér fer á eftir. Hefir verið meiri
fyrirhöfn að d-aga saman efni í þessa
grein en i margar aðrar greinar
jafhlegar).
Norðmenn eru mesta fiskveiða-
þjóð heimsins. Þeir eru þó ekki
mesta síldveiðaþjóðin, því Bretar
eru þar langtum meiri, því hvor-
ir um sig, Skotar og Englending-
ar, veiða eins mikið af síld og
þeir, enda nemur verðmæti síld-
arinnar, er Norðmenn veiða, ekki
ne-ma þriðjungi móts við þorska-
veiðar þeirra.
Norðmenn stunda síldveiðar í
námunda við land í lagnet, með
fyrirdrætti og „nótabrúki", en
lengra frá landi með reknetum
og herpinótum. ,,Nótabrúk" hófst
i Noregi um 1830, en rekneta-
veiðar lærðu Norðmenn af Skot-
um og Hollendingum. Herpinót-
in eða pokanótin (the purse-
seine) er uppfundin af Ameríku-
mönnum. Fyrir fimmtíu árum sáu
tveir fiskiTáðunautar, er sendir
voru frá Noregi til Ameríku, hana
notaða þar við makrílveiðar, og
komu þeir því til leiðar, að herpi-
nót var höfð til sýnis í Hauga-
sundi 1887. Veiðimönnum leizt þó
ekki á hana, og leið um það bil
mannsaldur áður en hún var orð-
in alment notuð í Noregi. Voru
Svíar fljótari að gera hana að al-
géngu veiðarfæri, og var þó
þekkingin á henni komin til Svi-
þjóðar frá Noregi.
Norðmenn skifta síldinni í fjóra
aðalflokka, sem eru þetta:
1. Smásíld, sem er alt að 19
c,m. löng (7 þuml.). Hún er með-
fram allri Noregsströndu, en því
meiri, sem norðar dregur.
2. Feitsíld, er þeir svo nefna,
er millisíld, sem er að1 leita sér
fæðu upp við land. Hún er 2V2
til 31/2 árs, og er stærðin 19 til
26 cm. (7 til 10 þuml.); kynfærin
(hrogn og svil) eru enn þá ó-
þroskuð-, en eru að byrja að vaxa
hjá þeim stærstu. Hún er feitari
en öll önnur síld, og fitulag um
innyflin. Hún fæst meðfram mest-
um hluta Noregsstrandar, en sízt
nyrst og syðst, og langmest er
hún á svæðinu frá Þrándheims-
firði norður að Þrymsey. En hún
heldur suður á bóginn um það
bil áð hún nær kynþroska.
3. Stórsíldin er aðallega af
stærðinni 27 til 32 cm. (IOV2 til
121/2 þuml.). Minstu síldar þessa
flokks eru að verða kynþroska
(þ. e. síld, sem árið. áður tald-
ist til feitsíldar). En meiri hlut-
inn af henni er síld, sem gotið
hefir áður og hrogn og svil eru’
nú að þroskast á ný, og megrast
hún eftir því, sem líður á tímann
og sá þroski eykst. Stórsíldin
veiðist úti fyrir miðjum sunnan-
verðum Noregi (úti fyrir Raum-
dælafylki og Syðri-Þrænda'ögum
eða frá Stað norður undir Þránd-
heimsfjörð).
4. Vorsíldin er síld með þrosk-
uðum kynfærum; gýtur hún
seinni hluta vetrar meðfram
strandlengjur.ni frá Lista til Sunn-
mæris. Hefir hún venjulega lok-
ið goti í aprílbyrjun pg er þá
orðin mjög mögur. Hún veiðist
við syðsta hiu'.ann af vesturströnd
Noregs, austur fyrir Líðandisnes
og norður fyrir Stað, en þunga-
miðja veiíanna er um það bil hjá
Haugasundi. Síld þessi er aðal-
lega 4 til 8 ára gömul. Dálítið
af henni er þó að eins 3ja ára,
en sumt hins vegar alt upp í
16 ára gamalt. Það er þó tiltölu-
lega lítið, sem er eldra en 9—10
ára, því að eftir að síldin nær
þeim aldri, virðist hún týna mjög
töTunni.
Hún er talin vera að meðaltali
32,4 cm. (I2V2 þuml.) þegar hún
er 10 ára, en geta orðið um 40
cm. löng (liðl. 15 þuml.). Til sam-
anburðar má geta, að íslenzka
stórsíldin eða hafsíldin, sem er
stærstallra eiginlegra sílda (Cul-
pea herengus), er talin vera að
meðaltali 34—36 cm. á lengd og
350—450 gr. á þyngd, en verða
stærst 42 cm. (en þó sjaldan yfir
40 cm.).
Þessi norska vorsíld, sem geng-
ur upp að landinu til áð hrygna,
gýtur alt frá eins faðms til sex-
tíu faðma dýpis. Hrogn flestra
nytjafiská fljóta, en svo er eklti
um síldarhrognin; þau sökkva.
Síldin gýtur því ekki þar, sem er
leðjubotn eða lejrbotn, heldur ein-
göngu þar, sem eru klappir, grjót,
grófur sandur eða sjávargróður í
botni. Hrognin erú límkend að
utan og loða við þar, sem þau
síga til botns, qg þá hvert við
annað þar, sem mikið af síld gýt-
ur. Getur þar orðið þumlungs-
- þykt lag á botni, þó að hver
síldarmóðir eigi að eins 25 til
50 þús. hrogn. (Þorskurinn á frá
2—3 millj. upp í 10—15 millj.
eftir stærð.)
Síldarhrognin klekjast út á 1
til 3 vikum, en sílin fá ekki full-
komið síldar-lag og -lit, fyrr en
þau eru 4 til 5 cm. löng (fram
undir 2 þuml.). Ársgömul eru þau
um 10 cm. og á þriðja ári eru
nokkur þeirra komin í hóp feit-
síldarinnar, en þau vaxa misjafn-
lega hratt eftir því, hvert straum-
urinn ber þau meðan þau eru ó~
sjálfbjarga og þau síðan hafa
haldið sig.
Síldarflokkar þeir, sem 'hér að
framan eru taldir upp, eru alt
sama kynið, er auk þess mun
víða vera í norsku fjörðunum
smástóð af sérstökum staðbundn-
um síldarkynjum, sem vaxa ekki
eins hratt.
En auk þeirra fjögurra síldar-
flokka, sem taldir hafa verið,