Tíminn - 19.02.1955, Side 6

Tíminn - 19.02.1955, Side 6
6 TÍMINN, laugardaginn 19. febrúar 1955. 41. blað. ■1» }J PJÓDLEIKHÖSIÐ Fœdd í gœr Sýning í kvöld kl. 20.00. UPPSELT Næsta sýning sunnudag kl. 20. AðgöngumiSasalan opin frá kl. 13,15—20.00. Tekið á móti pönt- unum, sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag annars seldar öðrum. Berfœtti bréfberinn Leikandi létt og skemmtileg ,ý amerísk gaman mynd í eðlilegum litum.' í mynd þessari, sem einn ig er geysi spennandi leika hinir alþekktu og skemmtilegu leik- arar. Kobert Cummings, Terry Moore og Jerome Courtland. Bönnuð innan 10 ára. Sýnd kl. 5, 7, og 9. MT V. FVI NYJA BIO Örlutgaþrœðir (Phone call from a Stranger) Spennandi, viðburðarík og af- burðavel leikin, ný, amerísk mynd. Aðalhlutverk. Shelley Winters, Gary Merrill, Michael Rennnie, Kcean Wynn, Bette Davis o. m. fl. Sýnd kl. '5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIROI - Anna Stórkostleg, ítölsk úrvalsmynd með Silvana Mangano. Sýnd kl. 9. Notið þetta einstæða tækifæri. Vanþííhkiáit hgarta Sýnd kl. 7. TJARNARBIO Brinmldan strí&a (The Crucl Sea) Þetta er saga um sjó og scltu, um glímu við Ægi og miskunnarlaus morðtól síðustu heimsstyrjaldar. Myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók, sem komið hefir út á íslenzku. BönnuS börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 9. Unuðsómar Heillandi fögur mynd úr lífi jg ævi Chopins. Sýnd kl. 5 og 7. LEÍKFÉLAG REYKIAyÍKH^ NÓI Sjónleikur í 5 sýningum. Næst síðasta sýning. annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala kl. 4—7 og eft ir kl. 2 á morgun. Sími: 3191. AUSTURBÆIARBIO Ógnir nteturinnar (Storm Warning) - Ovenju spennandi og viðburða rík, ný, amerísk kvikmynd, er fjallar um hinn illræmda félags- skap Ku Klux Klan. Aðalhlutverk: Ginger Kogers, Ronald Reagan, Doris Day, Steve Cochran. Bönunð bömum innan 1B ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BIO Slml 1475. Drottning rœningj anna (Rancho Notorious) Spennandi og vel gerð ný banda- j rísk kvikmynd tekin í litum. —] Aðalhlutverk: Marlenc Dietrich, Mel Ferrer ogArthur Kennedy.j .ebb► mmt' JBörn Innan 10 ára, íá ekM uðg,j ♦naii. Bftla beíst ö, 8. ,.»iJgi«B| TRIPOLI-BÍÓ Síml 1183 Perlufestin (Dernier atout) Afar spennan— g bráðskemmti- leg ný frönsk sakamálamynd. — Aðalhlutverk: Mireille Balin, Raymond Roule- au, Pierre Renoir, Georgcs Roll- in.— Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Danskur texti. HAFNARBÍÓ Bízni 6444 Úrvalsmyndin: Lækniriim heirnar (Magnificent Obsession) Hrífandi, amerísk litmynd ftir skáldsögu Lloyd C. Douglas, er kom í Familie Journal undir nafninu „Den Store Læge“. Jane Wyman, Rock Hudson. Myndin, sem allir tala um og hrósa! Sýnd kl. 7 og 9. Metjur óhygg&unna (Bend of the River) Hin stórbrotna og spennandi, amerska litmynd eftir skáldsögu Bill Gulick. James Steward, Julia Adams, Arthur Kenncdy. Bönnuð bömum innan 1G ára. Sýnd kl. 5. Blikksmiðjan GLÓFAXI |hRAUNTEIG H. — Síml 7236 j Um liiðursuðn (Framhald af 5. síðu). fluttum niðursuðuvarningi er þó ekki lögboðið. í sambandi við Rannsóknarstofu Fiski- félagsins, sem nú er í stækk un, er hins vegar gert ráð fyr ir víðtækum rannsóknum á niðursuðu ásamt tæknilegri -aðstoð við iðnaðinn. Vísir að þe&sari þjónustu er þegar fyr ir hendi hjá Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, en sú deild hennar, sem fer með þessi mál, þ. e. gerladeildin, er til húsa hjá Fiskifélaginu. íslendingar gera sér ef til vill ekki Ijóst, að langsam- lega stærsti iðnaður Banda- rikjanna er matvælaiðnaður inn og niðursuðuiðnaðurinn stærsta grein hans (e. t. v. fyrir utan ný matvæli). Nið- ursoöin matvæli eru ódýr og í flestum tilfellum ódýrari en fryst matvæli. Hér er um stórkostlega fjöldaframleiðslu að ræða („mass production") og er samkeppni mjög hörð. Svipað mun vera í Noregi. Við getum því ekki vænst þess að verða samkeppnis- færir á erlendum markaði nema aö takmörkuðu leyti, ef við förum ekki inn á fjölda- framleiðslu og tökum í notk un fliótvirkar vinnuvélar og flutningabönd. Smáfram- leiðsla, með mikilli handlöng un og seinvirkum vélum, get ur því aðeins skilað ágóða, að um sé að læða dýra og eftirsótta vöru, þar sem fram- boðið er lítið. Rétt er einnig að gera sér grein fyrir Því, að íslending- ar eru lítt þekktir á heims- markaði með niðursuðuvarn ing, en til þess að vinna nýja jnarkaði þarf að reka mikla og dýra auglýsingastarfsemi. Eins og niðursuðuiðnaðurinn er rekinn, eru engin sölusam tök og enginn nógu sterkur aðili tli að kosta dýra mark aðsleit. Gott dæmi um slík sölusamtök eru samtölc frysti húsanna, þ. e. Sölumiðstðð hraðfrystihúsanna og Sam- bar.d íslenzkra samvmnufé- laga. Sennilegt er, að mörg frystihúsin ættu erfitt upp- diráttar, ef þau ættu sjálf að sjá um sölu afurða sinna á frjálsum markaði. Að lokum viljum við drepa á nauðsyn þess að koma á fót tækniskóla í matvælaiðnaði. Matvælaiðnaðurinn er okkar stærsti og þýðingarmesti iðn aður og á honum veltur hag- ur þjóðarinnar. Það er því ekki vammlaust, að enginn íslenzkur skóli skuli veita fræðslu í þessari grein. í landinu eru margir menn með reynslu og sérþekkingu á sviði matvælaframleiðslu og fleiri eru væntanlegir heim. Ætti því vart að verða skortur á starfsliði. Halldór Helgason, Hjalti Einarsson, matvælaiðnfræðingar. ISafwkiunálin á Asisíiirlamli (Framhald af 4. síðu). að hagnýting raforku til heim ilisnota og iðnaðar verði sem mest og með sem skjót ustum hætti, og síðast en ekki sízt, að und- irbúningur næstu virkjun- arframkvæmda gangi með eðlilegum hraða, svo eigi komi til kyrrstöðu þegar þrýtur sú orka, sem nú verð ur í té látin í fyrsta áfanga. 17. febrúar 1955 V. II. Utbreiðið Tímann bréf fullnægðu Rut, því að þau sögðu henni, að enn væri sonur hennar á lífi og ósærður. Nú sat William einn í herbergi sínu og las yfir þau bréf, sem Elise hafði endurritað eftir Rex og sent honum. Honum fannst, að þar sem ungi maðurinn væri dáinn, yrði hann að endursenda Elise þau. En hann eyddi nokkrum klukkustund- um í að endurrita kafla úr þeim. Sumir þessara kafla vor und- urfagrir, fannst honum, og báru vitni um næma og fleyga sál. „Lífið, sem ég veit að getur flutt mig á vald dauðans í næsta fótmáli, virðist mér svo óendanlega dýrmætt. Það virðist mér svo margfalt meira virði en allt annað, að ég undrast það stundum, að ég skuli ekki fleygja frá mér byss- unni og hlaupa brott. Ég gæti vel gert það. Ég þekki lands- lagið vel hérna núorðiö. Ég gæti leynzt brott einhverja nótt- ina, afklæðzt einkennisbúningnum blandazt fólkinu. Ég get talað frönsku eða þýzku eins vel og ensku. Ég finn það í hjarta mínu, að gildi Íífsins er meira en allt annað, meira en föðurland og heiður og öll hin fjálglegu orð. En þó véit ég, að ég strýk ekki vegna þess að þetta er ekki svona einfalt. Ég geri ekki skyldu mína vegna þess að ég sé föðurlandsvinur, eða vegna æru minnar, heldur vegna þess aö ég finn, að með því að bregðast mundi ég eyðileggja eitthvað í sjálfum mér, eitthvað, sem er eins mikill huti af mér og líkaminn". ....Nú er sólarlag í kvöld, mamma. En það er ekkert að sjá nema rústir, en þær ljóma engu að síöur. Hringrás al- heimsins er eilíf og óbreytanleg, hvað sem við höfumst að hér á jörðu“. . ... „Ég sakna þess oft, að mér skyldi ekki auðnast að elska í fullum mæli áður en ég fór í þetta stríð. Ég á ekki við laus- leg ástarkynni af stúlku, heldur raunverulega ást, kvonfang og börn. Ég sakna einhvers fagurs ,sem lifir áfram af mér en er þó óháð mér“. Aftur og aftur sá William örla á þessari þrá unga mannsins eftir eilífðinni í bréfum hans. Skyldi hann nú vera ánægður í hinum mikla dularheimi? Hver gat svarað því? Hann sendi Elise bréfin ásamt bréfi frá sér, ópersónulegu eins og öll bréf hans til hennar höfðu verið, og þó vissi hann, að þau mundu gleðja hana. Þau þörfnuðust þess ekki lengur að skynja persónu hvors annars. Það, sem þau gáfu hvort öðru með þessum bréfaskiptum, voru aðeins ákoðanaskipti, er dýpkuðu skilning þéirra hvors um sig á lífinu. „Ég veit, að þú ert fær um að umgangast dauðann, Elise, skrifaði hann. Það er ekki nauðsynlegt að ég tali um dauða Rex. Mig snertir hið stutta líf hans miklu meira, og það varir, álít ég, ef hugur mannsins á sér gildi utan líkamans, og ég er sannfærður um það, að sumir menn — ekki aílir, — halda áfram að lifa eftir líkamsdauðann, og ég veit, að sonur þinn er einn af þeim“. Hann gekk niður þetta kvöld allur á valdi þess einmana- leika, sem stundum settist að honum, þegar hann hafði horfið langt frá Rut. — Rut, Rut, kallaði hann svo að heyrðist um allt húsið. Hún var úti í grænmetisgarðinum að sækja í matinn. — Já, hrópaði hún til svars. — Hvar hefir þú verið, William? — Uppi á lofti, svaraði hann. Hann gekk til hennar, og hún rétti úr sér og horfði á hann. — Ertu ekki frískur? Þú ert eitthvað svo undarlegur á svip- inn. Þú hefir vonandi þolað sóskinið í dag. — Ég þarfnast þín, sagði hann. Hún vissi aldrei fullkomlega, hvað hann átti viö með þeim orðum, en hún vissi, hvernig bregðast skyldi við þeim. — Hjáipaðu mér að taka til grænmetið í matinn, sagði hún. — Ég á svo annríkt í dag. Ein hænan lagðist á, og ég hefi eytt öllum deginum í að leita að henni. — Var það? sagði hann. — Já. Hún faldi sig í gömlu grísastíunni, sem við notum ekki lengur. Hann settist á trébekk og hjálpaði henni við að týna hlöð- in af salatinu. Honum hughægðist, og eilífðin vék úr huga hans fyrir töfrum líðandi stundar. — Mundi ég, spurði hann sjálfan sig þetta kvöld, hafa sofið hjá Elise þannig nótt eftir nótt og alltaf fundizt það jafn gott? Hann vissi, að svo mundi ekki hafa orðið. Rut reyndist honum sú lind, er hann sótti alltaf í endurnæringu. Hann sat þögull við hlið hennar og reyndi að uppgötva, hvað það væri í fari hennar, sem ætíð veitti anda hans nýjan lífs- þrótt. Hjá henni þurfti hann hvorki aö hugsa eða spyrja eða rökræða. Hann þurfti ekki einu sirini að taia, nema hann óskaði þess sjálfur. Þau töluðust lítið við, og því minna sem árin færðust yfir þauv Þegar hann talaði, virtist hún hlusta án þess aö heyra, og það sem hún sagði við hann sinni mjúku hreinu röddu, skýrði honum aðeins nærveru hennar. Hann hafði trúað henni fyrir öllu nema eirðarleysi sínu. Nú var Elise komin aftur. Stríðið hafði boriö hana aftur á vegvlífs hans. - En hjá Elise hefði hann aldrei fundiö það nauðleitarskjól ■ fyrir sjálfum sér, sem hann fann hjá Rut, því að hann mundi aldrei hafa getaö horfið frá Elise. Hvert sem hann hefði farið, mundi Elise hafa fylgt honum eftir, og þau hefðu alltaf verið saman, og það hefði aldrei verið hægt að leita hvíldar eða lausnar í einrúmi vegna nauösynjar samvist- anna. Það var víst bezt eins og það var, að hafið skildi þau að.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.