Tíminn - 24.02.1955, Page 4
-WIWi
TÍMINN, fimmtudfflginn 24. febrúar 1955.
45. blaff.
Rinso pvær áva/t
og kostar^Sur minna
Með því að nota Rinso fáið þér glæstast-
an árangur. Það er ekki aðeins ódýrara
en önnur þvottaefni, heldur þarf minna
af því og einnig er það skaðlaust hönd-
um yðar og fer vel með þvottinn, því að
hið freyðandi sápulöður hreinsar án þess
að rí u d d a þurfi þvottinn til skemmda.
Skaðlaust höndum yðar og þvotti
X-H 255/3-12Í5-E3
TIL ÞEIRRA
er hafa jafnstraumsrafstöðvar 220 volt:
Ég hefi fyrirliggjandi sérlega vandaðar danskar
þvottavélar með suðuelementi 2700 wött. Þvær 2 kg.
af þurrum þvotti á 3 mínútum.
RAFVIRKJAW!
Fyrirframgreiðsla
útsvara til bæjarsjóðs Ilafnarf jarðar
árið 1955
Samkvæmt útsvarslögum og ákvörðun bæjarstjórn-
ar ber gjaldendum að greiða Bæjarsjóði Hafnarfjarð-
ar fyrirfram upp í útsvör 1955, sem svarar heilmingi út
svars þeirra 1954 á gjalddögunum 1. marz, 1. apríl, 1.
maí og 1. júní í ár, að einum áttunda úr útsvari ársins
1954 hverju sinni. Skal hér með vakin athygli gjald-
enda á greiðsluskyldu þeirra og þeir á minntir um að
greiða útsvarshluta sinn á réttum gjalddaga.
Hafnarfirði 24. febrúar 1955.
Bœjarstjjórinn.
T I K I
j Kraftmikil ódýr og
þægileg
1 ryksuga.
Þyngd
aðeins
[ 2,7 kg.
| Heildsölubirgðir:
! ÍSLENZK- ERLENDA 1
| VERZLUNARFÉLAGIÐ h.f. I
i Garðastræti 2. Sími 5333. |
ílllllMIIIIIIIIUIilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍ
VOLTI
R
aflagnir
afvélaverkstæði
afvéla- og
aftækjaviðgerðir
| Norðurstíg 3 A. Sími 6458. |
Friðrik Þorvaldsson Iiefir sent
eftirfarandi hugvekju um kaup-
deilur:
„Fyrir nokkru var ég á fundi,
þar sem iaunamál voru rædd. Ég
haf5i ekki tækifæri til að taka þátt
í umræðunum, vegna þess, hve þær
urðu fjörugar og tímaírekar,. en ef
mér hefði fallið til nokkrar mínút-
ur, myndi ég hafa talað eitthvað
á þessa leið:
Á sínum tíma tók ég þátt í kaup-
deilum, talaði máli verkamanna og
hefi staðið fyrir verkföllum. Síö-
an hefir ýms breyting á orðió. Ekki
þó sú, að ég hafi gieymt málstað
þeirra manna, sem lifa við þurft-
arlaun, eða þar fyrir neðan. Áður
þurfti nær eingöngu að verja menn
fyrir þrældómi og fátækt, þ. e.
skorti á mat og búnaði, en sam-
hliða þessu hefir skotið upp bar-
áttusjónarmiðum nú, sem kalla
mætti: Hve mikið getum við bor-
ið úr býtum í samanburöi við aörar
stéttir. Þannig hefir fallið til launa
málabarátta, þar sem hátekjumenn
hafa fengið hækkuð laun, og myndi
það einhvern tíma hafa þótt kyn-
leg bóia. Nú hefi ég ekki hugsað mér
að ræða þetta sem verkfallssinni
eins og áður var, né atvinnuveit-
andi, sem ég nú mun teijast til,
heldur sem borgari í landinu.
Mín fyrsta krafa er þá sú, að
ekki sé látið koma til verkfalla leng
ur. Gangur þeirra hefir hingað til
verið sá, að atvinnuveitendur hafa
þybbazt fyrir f nokkra daga eða
vikur og að síðustu samþykkt upp-
runalegar kröfur lítið eöa ekki
breytfar. Oft hefir deilan verið til
sárrar skammar eins og það, hvort
sjómenn á togara eigi að standa að
verki 16 klst. á sólarhring í hrak-
viðrum, ef svo skipast, og sem raun-
ar svipar til þrælahalds í nútíma-
skilningi, meðan stéttarbræöur
þeirra á kaupskipaflotanum þurfa
ekki að vinna nema 8, og hafa ýms
fríðindi. Sá bagi, sem af verkföll-
um leiðir bitnar á almenningi, ekki
aðeins sem margs konar truflanir,
heldur sem vísvitandi spilling verð-
mæta. Þannig hefi ég séð verk-
fallsverði eyðileggja farangur ferða
manna sem áttu sér einskis ills von,
enda ekki til neins slíks unnið. —
Við skulum hugsa okkur slíka menn
reyna að leita réttar síns. Ja, þeir
ættu erindið! í umsvifum verk-
falla nú njóta menn ekki lengur
íullrar verndar — jafnvel ekki
stjórnarskrárinnar, þar sem deilu-
aðilar geta verzlað með ákvæði lienn
ar í lokin. Verkföll nú eru spill-
andi, og tel ég sómasamlegast eins
og á stendur að ganga strax að kröf-
um launþega og láta svo reka á
reiðanum um stund, því það er
gert hvort sem er. Ég er heldur
ekki í neinum vafa um það, að laun
þegar myndu setja kröfur sínar
fram með fullri ábyrgð og gáningi,
ef þeir vissu fyrirfram að þeir þyrftu
ekki að lenda með þær í prútti,
svo sem þeir væru staddir á ein-
hverju austurlenzku pjötlutorgi.
Um vcrkamemi og fólk í svipuð-
um launahópum er svo ástatt, að
atvinnurekendur ættu að æfa sig
í þeirri „gymnastik" að lifa á laun-
um þeirra svo sem í mánaðartíma
og skemmta sér svo fyrir afgang-
inn. Samúð alira sanngjarnra
manna hljtur aö vera með þeim,
sem lægst hafa launin. Þess vegna
þarf að helga þá skoðun í almenn-
ingsálitinu, að barátta slíks fólks
fyrir bættum kjörum sé tilhlýðileg
svo lengi sem það hefir rétt til
hnífs og skeiðar sem kallað er. Jaín
framt á græðgin engan rétt á sér,
hvort sem hún er fram sett sem
verðlag á vörum eöa verkum.
Það væri vafalaust affarasæ'ast,
að í gildi væri sérstakur launastigi,
þar sem rííleg þurftarlaun væru
hugsuð sem neðsta þrep, og hann
síðan gerður óhreyfanlegur um á-
kveðið tímabil, nema samkvæmt
vísitölu. Spurningin er þá sú. hvem-
ig slíkt yrði framkvæmanlegt, og
mun vandinn ekki hvað sízt eiga að
rekja rætur til þess, að í blöðum
og á mannamctum er framtíð þjóð
arinanr varla rædd öðruvísi en með
þykkju og jafnvel skömmum. En
öll sú orrahríð fær þó ekki girt
fyrir þá hugsun, að einhvern tíma
skapist dögun þess tímabils, þar
sem leiðin út í framtíðina er ekki
gerð fyrir eina stétt eða fáar, ekki
fyrir ættir eða einstaklinga, heldur
fyrir allan iýð iandsins hlið við hlið,
hvorki í 8 eða 16 tíma lotum, held-
ur skuli sólarhringurinn allur búa
yfir öryggi íyrir alla menn með
hæfilegu starfi.
En meðan svo er ástatt sem nú
verður maður að. klöngrast niður
úr skýjunum cg taka hlutina eins
og þeir eru. Sá tími hlýtur að koma,
að hinn almenin borgari unir ekki
órétti og tjóni, ef öfgar deila ill-
indum sitt til hvorrar handar. Þess
eru dæmi, að svo lítill hópur manna
hefir átt í verkfaili, að fyrir hvern
éinstakling þar hafa þúsundir
manna hlotið óþægindi af stíma-
brakinu. Því miður er skilningsleys-
ið í deilum stundum svo mikið, að
líkja mætti því við þa^, að bóndi,
fjósamaður, heyskaparmaður og
þar tilheyrandi aðilar heimtuöu sér
til handa 15 Jítra mjólkur, þótt
mjaltakonunni tækist aðeins að
kreista 10 úr kúnni. Þegar málin
standa svo, ríður á skilningi, gagn-
kvæmri þekkingu og umfram allt
óefanlegum heiðarleika, ekki sízt i
hærri þrepunum.
Þótt ég hafi með línum þessum
ætlað mér aðeins að frábiðja verk-
föll, vil ég þó ekki með öllu ganga
framhjá sjálfu vandamálinu Menn
eru fúsir tii að játa það, að vissir
launahópar hér muni hafa lítil
iaun. Auðvitað er ég því sammála,
en ég get ómögulega látið mér
nægja vangaveltur um það, að
þetta eigi samt að dankast svo á-
fram og það sé nú eiginlega komp-
ánaskapur af þeim hluta lands-
manna að taka á sig, þótt ekki sé
nema vægan sultarkúr fyrir þjóð-
(Framhald á 6. síðu).
VS®S®Il5S®S5«íSS5®5SS®í5®55S5®5S®55«S®5S®5S®5®5S®5®5S®55SSS®555S®55®55«Sa
I Til söiu |
Ú Hítavatnsréttindi á góöum stað í Árnessýslw. |;
| Upplýsingar hjá undirrituðum ||
| RAGNAR ÓLAFSSON, |;
| hrl., Vonarstræti 12, Reykjavik. |:
5SS55«5S5S5S®SS5«SS5SS555SSS55555555SS55555SSSSS555S55555S5S55S5555SS®á