Tíminn - 24.02.1955, Síða 6

Tíminn - 24.02.1955, Síða 6
 TÍMINN, fimmtudaginn 24. febrúar 1955. 45. blaffs PJÓDLEIKHÖSID Faedd í gaer ( Sýning í kvöld kl. 20.00. Gullna hliöiif sýning föstudag kl. 20,00. UPPSELT. Næsta sýning þriðjudag kl. 20.00. Þeir Uoma í haust Sýning laugardag kl. 20. Næst síðasta sinn. Seldir aðgöngumiðar að mjð- vikudagssýningunni gilda laug- ardag. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20,00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, vær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. Fæ«ld í gser (Born Yesterday) Þessi afburða snjalla og bráð- skemmtilega gamanmynd rð eftir leikriti eo sama nafni, sem nú er sýnt i Þjóðleikhúsinu verð ur sýnd í dag vegna fjölda áskor ana. Judy Holliday, Broderick Crawford og Viliiam Holden. Sýnd kl. 9, Berfætti bréf- berini Leikandi létt og skemmtileg, ný, amerisk gamanmynd í eðlilegum litum. í mynd þessari, sem einn ig er geysispennandi, leika hinir alþekktu og skemmtilegu leikar- ar: Robert Cummings, Terry Moore, Jerome Courtiand. Bönnuð bömum innan 10 ára. Sýnd kl. 5 og 7. NÝJA BÍÓ Örlagaþrœðir (Phone call from a Stranger) Sýnd kl. 5, 7 og 9. ITppreisnin á Haiti Hin spennandi og sögulega .it- mynd um uppreisn innfæddra á Haiti, gegn Frökkum á dögum Napóleons nikla. Aðalhlutverk: Dale Robertson, Anne Francis, William Marshall. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 7. BÆJARBÍG — HAFNARFIRÐt - Brimaldan síríða ________Sýnd kl. 7.____ VanþahUlátt h$arta Sýnd kl. 9. TJARNARBÍÓ Ævintýri í Feneyjum (Venetian Bird) Afar spennandi brezk sakamála mynd, er gerist á Ítalíu kömmu eftir síðasta stríð. Aðalhlutverk: Richard Todd, Eva Bartok. Bönnuð bömum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÍLEIKFEIA6! ^gEYKJAYÍKUR^ Frænka Charlevs Gamanleikurinn góðkunni. 71. sýning. í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala eftir kl. 2. Sími 3191. •♦♦♦•♦♦•••♦•♦♦< AUSTURBÆJARBÍÓ Æska á villigötum (Farlig Ungdom) Mjög spennandi og viðburðarík, ný, dönsk kvikmynd, er fjallar um æskufólk, sem lendir á villi- götum. Myndin var kosin bezta danska kvikmynd ársins. Bönnuð bömum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦♦♦♦•♦••♦••••♦ GAMLA BÍÓ Biml 1476. Hermennirnir þrir (Soldiers Three) Spennandi og bráðskcmmtileg ný kvikmynd af hinum frægu sögum Rudyards Kiplings. Aðalhlut- verkin eika: Stewart Granger Walter Pidgeon David Niven Robert Newton Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára, Nýjar Disney teilcnimyndir með Donald Duck, Goofy og Pluto. Sýndar kl. 3. Sala hefst kl. 2. TRIPOLI-BIO Blral Uli Myndin af Jennie (Portrait of Jennie) Dulræn, ný, amerísk stór- ynd, gerð af David O. Selznick. — Myndin er byggð á einhverri ein kennilegustu ástarsögu, sem nokkru sinni hefir verið rituð. Leikstjóri: Alfred Hitchock. Aðalhlutverk: Jennifer Jones, Joseph Cott- en, Ethyl Barymore, Cecil Kella- way, Lillian Gish. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta inn. Sala hefst kl. 4. !♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»•♦♦ HAFNARBÍÓ Bíxni 6444 Úrvalsmyndin: Læknirinn hennar (Magnificent Obsession) Jane Wyman, Rock Hudson. Myndin, sem allir tala um og hrósa! Sýnd kl. 7 og 9. PILTAR ef þið eigið stúlk-j una, þá á ég HRINGANA. Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, - Aðalstræti 8. Sími 1290. Reykjavik. Var gift bróður sín- um í tvö og hálft ár London, 18. febr. — Kona nokkur í Englandi, Marjorie Hughes, komst að því af tilvilj un, að hún var gift bróður sín- um. Þau hjón hafa verið gift í 2i/2 ár og eiga tvö börn. Einn af nágrönnunum komst að því fyrir skömmu að hjónin voru systkini og skýrði frá því. Maðurinn fór þá strax að heiman. Hjónabandið verður nú lýst ógilt og rannsókn fyr- irskipuð í málinu. Þannig er í pottinn búið, aö þau systkinin misstu foreldra sína ung að aldri og voru sett á barnaheim ili. 5 ára gömul var svo Mar- jorie tekin í fóstur og ættleidd af fósturforeldrum sínum. Tók hún nafn þeirra og undir því nafni kynntist hún manni sínum löngu síðar. Baðstofuhjal (Framhald af 4. síðu). félagið. Það er vafalaust, að ýms- ar leiðir eru færar til að fyrirbyggja slíkt. Má á það minna, að meðan skrifstofu- og verzlunarfólk, em- bættismenn o. fl. framlengja sína nótt til kl. 9 eða 10, þurfa verka- menn að vera komnir að starfi kl. 8. Mér finnst eðlilegt að álíta það, að sé þessi hvíldarauki nauðsyn- legur, þá hljóti hann fyrst og fremst að vera það fyrir erfiðis- manninn. Mætti því hugsa sér það sem einn hlekk í væntanlegum kjara bótum, að tíminn milli 8 cg 9 reikn aðist með nætui-vinnukaupi, og þar með gæfi vinna til hádegis aldiei minna en 5 klst. Á sama hátt mættl reikna timann milli 5 og 6 e. h. Þar með gæfist verkamönnum tækifæri til að njóta eftir- og næturvinnu- hlunninda, án þess að aukið álag legðist á vinnuþrek þeirra. Að síðustu vil ég svo minna á, að það er geigvænleg sóun á mögu- leikum fyrir góðri framtíð í land- inu, að hægt sé að skella starfs- dauða á þjóðina, þótt ekki sé lengi í hvert sinn, ekki sízt þegar það er athugað, að í tækni og uppbygg- ingu erum við svo langt aftur i buskanum, að um hreina sjálts- blekkingu er að ræða, þegar við er- um að telja okkur trú um, að hér sé stigið fram risaskrefum.“ Friðrik hefir lokið máli sínu. Þ. Þ. Baráttan gcga löiminarvcilíiami (Framhald af 5. síðu.) skoðun. Fregnir höfðu borizt frá öðrum löndum um út- breiðslu Þessa sjúkdóms. Framkvæmdaráði Heil- brigðisstofnunarinnar var jafnframt skýrt frá því, að lömunarveikisrannsóknirnar ættu enn langt í land. Það væri um að gera að fá sem mesta vitneskju um hvað sjúkdómnum ylli og hvernig liann bærist. Væri ekki hægt að búast við neinum stór- kostlegum né skj ótum árangri af þessu vísindastarfi WHO. Heilbrigðisstofnunin mun gefa út skýrslu um lömunar- veikisrannsóknir í marzmán- uði næstkomandi og vísinda- rit um sama efni er í undir- búningi og mun koma út inn an skamms. (Frá upplýsingastofnun S.Þ.) jÞöKARinnJönssoH LOGGILTUR SK.ÍALAWOANDI • OG DÖMTOLK.UR IENSKU • nnmvíLi-sm mss og Ingði hann til hliðar. Hann sá með skelfingu að hár hennar, sem áður hafði verið tinnusvart, var nú orðið grátt. En har hans sjálfs var líka orðið alhvítt. Árin, sem liðið höfðu síðan þau sáust síðast, höfðu skilið eftir sínar menjar. Samt virtist honum það ótrúlega eðlilegt að sjá Elise nú aftur. En þó var heil mannsævi liðin. Þá hafði hún verið brúður, en riú voru tveir uppkomnir synir hennar látnir. En hún var alltaf Elise og hann var William, og þau höfðu verið vinir sem börn. Hann lagði handlegginn yfir axlir hennar. — Það mun hafa góð áhrif á þig að gráta, sagði hann blíðlega. — Ég veit, að þú hefir reynt að dylja sorg þína, en ég man að það var alltaf erfitt fyrir þig að dyljast. — Manstu eftir mér svona á mig kominni? Hún lyfti tár- stokknu andlitinu. Nú sá hann, að hún hafði elzt. Tárin komu upp um hana. En hún myndi ávallt verða falleg. — jafnvel beinagrind hennar yrði falleg, þegar holdið væri orðið að dufti. Munnur hennar var þunglyndislegur, það voru drættir kring um augun og djúp hrukka milli augna- brúnanna, sem gaf tiL.kynna, að hún ætti vanda til að láta brýrnar síga. Þetta var ekki andlit hamingjusamrar konu. Það var lífið, en ekki dauðinn, sem hafði gert það að því sem þð var. — Ég man ávallt eftir þér, sagði hann blátt áfram. Dyrnar voru opnaðar og Rut kom í ljós með bakka, sem á voru gömul glös barmafull af ávaxtavíni og silfurdiskur hlaðinn þeirri tegund af smákökum, er hún bar alltaf fram með ávaxtavíni. Blá augu hennar stækkuðu, er hún leit inn. — Ert þú tilbúinn, William? — Vitanlega, sagði hann hraðmæltur. Hann fann til handleggs síns yfir axlir Elise og dró hann að sér helzt til sk.vndilega. Hann fann í sér löngun til að æpa á Rut sér til sjálísvarnar — hún hefir misst báða syni sína, en hann hélt aftur af sér. Elise var Rut framandi kona. — Bragðaðu á hinu ágæta víni, sem Rut hefir búið til, sagði hann. — Það mun gera þér gott. Án þess að líta á Rut tók hann við bakkanum af henni, lét hann niður og rétti Elise eitt vínglasanna. En þegar hann ætlaði að færa Rut glas, komst hann að því sér til undrunar, að hún var farin. Hún hafði sýnilega snúizt á hæli, er hann tók við bakkanum, og flýtt sér út. Hann var reiöur við hana, og jafníramt undrandi á reiði sinni, því að hann átti ekki vanda til héhnar. Hann hafði aldrei verið reiður við Rut fyrr. Hann settist niöur aftur, bragðaði á víninu en lét glasið frá sér. Og Elise gat ekki drukkið heldur vegna ekkans. Hana langaði til að tala, til að segja honum frá Don, hve hraustur hann hafði verið sem barn, hve duglegur í skóla, og hve ágætan vitnisburð hann hafði fengið í Cambridge. Hann hafði haft í hyggju að. snúa sér að stjórnmálum — þaö var hefð í fjölskyldu Ronriíes. En nú var bundinn endir á allt slikt, jafnvel áður eri' það var byrjaö. — Hvers vegna, William? Hvers vegna? kjökraði hún. — Mér er það hulíð, sagði hann. — Ef ég aðeins gæti svarað því. Að mínu áliti eru þetta allt tilviljanir. Það er tilviljun, að við verðum til, allt okkar lífsstarf er háð tilvilj- unum, og að lokum kéinur dauðinn einnig af tilviljun, geri ég ráð fyrir. — En — en í bréfi þínu um Rex, sagði hún með aumkunar- verðum málhreim, í bréfinu talaðir þú um líf eftir dauöann, til handa sumum að minnsta kosti. En hvað hefir þú fyrir þér í þessum efnum, hvers konar fólk er það, sem lifir eftir dauoann, og hvers vegna fremur Rex en Don? Eini munur- iiin á þeim var sá, að Rex var fíngerðari en Don. En Dön elskaði lífið í ríkara mæli, minnsta kosti allt hið líkamlega í sambandi við það, mat, drykk og íþróttir. Hann olli mér jafnvel hugarangri vegna þess, hve oft hann varð ástfang- inn. En hann tók ástarævintýrin aldrei alvarlega, en var vanur að segja, að þetta væri nokkurs konar reynslutími, áður en hann yrði ástfanginn fyrir alvöru. Hann lét hana tala óáreitta, og smám saman dró hún upp íyrir honum mynd af sterkum, fjörmiklum ungum karl- manni. — Átt þú enn þá litlu myndirnar, sem ýg sendi þér? sagði hún skyndilega. Átt þú þær, William? Ég hélt að ég ætti filmur af þeim, en ég gat ekki fundið þær. Og mér þótti einmitt svo vænt um þær, sérstaklega myndina af Don. — Vitanlega á ég þær, sagði hann. — Ég skal ná í þær. Hann reis upp og gekk inn í skrifstofu sína. í húsinu ríkti kyrrð, eins og þau væru þar ein, Elise og hann. Hvar var Rut? En hann gat ekki fengið sig til að fara að leita hennar. Þegar hann opnaði hurðina að skrifstofunni, kom liann auga á grannan líkama Jill, næstum falinn í-öörum hæginda- stólanna, er hann hafði keypt, þegar hann lét setja upp arininn. — Sæll, sagði hún og leit upp úr bókinni. — Þarna ertu þá, svaraði hann. — Hvaða gestur er kominn, spurði Jill. — Gamall kunningi minn. Hann opnaði skúffuna, sem bréíin frá Eiise lágu í. Hann hafði sett myndirnar lausar í skúffana með bréfunum. Hann fann myndina af Rex, en myndin af Don var ekki sjáanleg. Hann hóf leitina aftur, mvndin hlaut að vera þarna. En hún var þar ekki og heldur ekki í bréfunum. j'

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.