Tíminn - 25.02.1955, Síða 5
€6. blað.
TÍMIXN, föstudaginn 25. febrúar 1955,
S
SJÖTUGUR. I DAG:
í Föstud. 25. febr.
Ölafur Lárusson, prófessor
Furðuleg arsd-
staða
Tillaga Framsóknarmanna
l nm nýja atvinnuvegi og nýt-
ingu á auðæfum landsins var
til 1. umræðu í sameinuðu
þingi í fyrradag. Við það tæki
færi flutti Hermann Jónas-
son, sem er aðalflutnings-
maður tillögunnar, mjög ít-
arlega ræðu og var efni henn
ar rakið í megindráttum hér
í blaðinu í gær.
Það undarlega gerðist síð-
an, að tillögunni var kulda-
lega tekið af Magnúsi Jóns-
syni, er virtist tala fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins, og eins
af fulltrúa Þjóðvarnarflokks
ins, Bergi Sigurbjörnssyni.
Morgunblaðið er enn kulda-
legra í garð tillögunnar í frá
sögn sinni af umræðunum.
Sérstaklega virðist það þó
ánægt yfir frammistöðu
Þióðvarnarmannsins og and-
stöðu hans gegn tillögunni.
Mbl. telur sig geta dregið af
bví þá ályktun, að ekki horfi
vænlega um samstarf vinstri
aflanna.
Af hálfu Sjálfstæðismanna
er einkum reynt að halda
því fram gegn tillögunni, að
hún gerir ráð fyrir nefndar-
skiþun. Þá skorti fjármagn
;• .til íramkvæmda og sé nauð-
synlegra að útvega það en að
skipa nýja nefnd. Fleira er
týnt til, er gengur í þessa átt.
Um nefndina er það fyrst
að segja, að Sjálfstæðisflokk
h urinn hefir oft verið fylgj-
andi nefndarskipun, þegar
um þýðingarminni málefni
hefir verið að ræða en þau,
sem hér eru á dagskrá. Rök-
in fyrir nefndarskipuninni
eru líka augljós. Nú er ekki
til neinn aðili, sem hefir heild
arathugun þessara mála með
höndum. Sérstofnanir í þágu
atvinnuveganna hafa athug-
anir ýmsra þessara mála með
höndum, en alla samræm-
ingu vantar. Um sum mikil-
væg atriði vantar líka upp-
lýsingar að mestu og ekkert
er verið að vinna að athugun
þeirra. Hér skortir því tilfinn
anlega yfirstjórn. Örðugleik-
ar eru á því að fela ríkis-
: stjórninni þetta starf, þar
sem það heyrir ekki sérstak-
Jega undir neitt ákveðið ráðu
neyti, heldur nær inn á starf
svið margra ráðuneyta. Þeg-
ar alit þetta er athugað, virð
ist það þvf eðlilegt, að þetta
sé falið aðila, sem starfar á
vegum þingsjns og er þá ekki
um aðra skipun að ræða en
milliþinganefnd. Jafnframt
eiga þessi tengsli við þingið
í-ð geta gert það að verkum,
að meira verði úr framkvæmd
mn síðar en ella.
Rétt er það, að enn skortir
fjármagn til þessara fram-
kvæmda. Áður en hafizt er
handa um útvegun fjár-
magns til framkvæmda, verð
ur r.ð sjálfsögðu að gera sér
ljóst, hvað þær muni kosta
og hvort þær eigi rétt á sér
frá fjárhagslegu sjónarmiði.
Þess vegna er það starf, sem
hér um ræðir, undirstaða
þess, að hægt verði að hefj-
ast handa um fjáröflun.
Þegar á þetta er litið, verða
mótbárur Sjálfstæðismanna
og Þjóðvarnarmanna gegn
tillögunni næsta torskildar,
nema hinn raunverulegi til-
gangur sé að tefja fyrir því,
Einn af merkustu fræði-
mönnum landsins, Ólafur
prófessor Lárusson, er sjö-
tugur í dag.
Ólafur Lárusson er fædd-
ur í Selárdal í Arnarfirði 25.
febr. 1885. Foreldrar hans
voru þau hjónin Lárus .prest
ur Benediktsson í Selárdal
og Ólafía Ólafsdóttir. Ólafur
Lárusson var ungur til
mennta settur. Lauk hann
stúdentsprófi í Reykjavík
1905. Síðan sigldi hann til
Kaupmannahafnar og stund
aði um skeið náttúrufræði-
nám við Kaupmannahafnar
háskóla. Prófi í forspjallsvís-
indum lauk hann í Kaup-
mannahöfn vorið 1906. Er
Lagaskólinn var settur á
stofn 1908, hvarf Ólafur Lár
usson heim og settist í þann
skóla. Var hann meðal þeirra
nemenda, sem fyrstir innrit-
uðust í Lagaskólann. Lög-
fræðiprófi lauk hann á
fyrsta starfsári Háskólans
vorið 1912, og var í hópi
fyrstu laganemanna, sem
brautskráðust hér á landi.
Hlaut hann ágæta einkunn,
svo sem vænta mátti.
Fyrstu árin að lögfræði-
prófi loknu var prófessor
Ólafur yfirréttarmálaflutn-
ingsmaður. Jafnframt var
hann um skeið fulltrúi hjá
borgarstjóranum í Reykja-
vík, og var settur borgarstjóri
um hríð á því tímabili. Fljót-
lega kom þó að því, að hann
væri kvaddur til starfa við
Háskóla íslands. Er Einar
Arnórsson varð ráðherra
1915, var Ólafur Lárusson
settur prófessor. Gegndi hann
því starfi frá 1. okt. 1915 til
31. jan. 1917. Þegar Jón Krist
jánsson féll frá í nóvember
1918, var Ólafur Lárusson enn
settur prófessor. Þann 9. jan.
1919 var hann svo skipaður
prófessor við lagadeild Há-
skólans og hefir gegnt því
embætti óslitið siðan. Á því
tímabili, sem hann og hefir
starfað við Háskólann hefir
hann þrisvar sinnum verið
rektor Háskólans, fyrst 1921
—22, síðan 1932—33 og síðast
1945—48.
Ólafur Lárusson hefir nú
gegnt embætti við lagadeild-
ina lengur en nokkur annar.
Hann hefir og brautskráð
íleiri lögfræðinga en nokkur
annnr lagakennari við Há-
skólann, enda eru flestir
starfandi lögfræðingar hér á
landi nemendur hans.
Kennslugreinir hans hafa ver
ið yfirgripsmiklar. Fullyrða
má því, að prófessor Ólafur
Lárusson hafi, öðrum mönn-
um fremur, mótað réttarhug-
myndir íslenzkra lögfræð-
inga.
Ég hygg, að flestir nemend
ur próf. Ólafs Lárussonar
muni ljúka upp einum munni
um það, að hann sé ágætur
kennari, enda er öll kennsla
hans mótuð af frábærri þekk
irigu og vandvirkni. I-Ionum
er og sýnt um að grcina
kjarna hvers máls frá auka-
atriöum, og er það vafalítið
eitt af grundvallaratriðum!
góðrar kennslu. Ég hygg því:
að leiðsögn hans um hin víð- I
lendu og oft vandrötuðu svið
lögfræðinnar hafi reynzt
nemendum hans flestum
notadrjúg. Eiga þeir honum i
rnargir miklar þakkir að
gjalda fyrir þá leiðsögn. Er.
ástæða til að minnast þess j
á timamótum þessum í lífi
próf. Ólafs.
íslenzkir lögfræðingar
stantía þó ekki aðeins í þakk
arskuld við próf. Ólaí Lár-
usson fyri" kennslu hans.
Hann hefir og unnið íslenzkrj
lögvísi ómetanlegt gagn með
ritum sínum um lögfræðileg
ef’ii. Má meðal þeirra rita
nefna: Grágás og lögbækurn
ar, Yfirlit yfir íslenzka rétt-
arsögu (fjölritað), Um vixla
cg Tékka (fjölritað), Kafla
úr kröfurétti, Fyrirlestrar um
reðréttindi (fjölritað), Eigna
rétt og Sjórétt. Bækur þess-
ar flestar eru fyrst og fremst
ætlaðar til kennslu í laga-
og hagfræðideild. En þær
eru þó yfirleitt annað oa
meira en venjulegar kennslu
oækur. Þær eru vönduð og á-
gæt fræðirit. Um þau efni.
sem rit þessi fjalla, hefir fátt
verið ritað áður u íslenzku.
Ritin eru því flest brautryðj
endaverk. Með þeim hefir
höfundurinn lagt traustan
g.-undvöll a;) íslenzkuru lög-
vísindum á þeira sviðum,
sem bækur bessar varða. Auk
rbamangreindra lögl'ræði-
bcka hefir próf. Ólafu'.- Lár-
urson ritað fjölda greina um
lcgfræði — einkanlega um
réttarsöguleg efnl — í inn-
lend og erlend tíraarit.
_ Um öll þessi ntverk próf.
Ólafs rná 'raklaust fullyrða,
að þau eru meðel þess bezta
sem ritað hefir verið um ís-
lenzka lögfræði og réttarsögu.
ÖIl rit hans eru mótuð af
vísindalegri nákvæmn’ og ein
stakri vandvirkni, efnismeð-
ferð er skipuleg og skilmerki
leg, málið er fapurt þ-eint
cg allar ritgerðir |:cssar þera
þckkingu höfundar -.í þjálí
aðri dómgreind órækt vitni.
En ritstörf og fræðiiðkanir
prófessors Ólafs LárussonDr
cru ekki eingöngu bundra
lögfræði. Hann á sér jafn-
framt annað kjörsvið, svo
sem alkunna er. Það eru is-
lenzk fræði. Hefir hann rit-
að mikið um þau efni, eink-
arlega um íslenzka byggðar-
scgu Hefir hann kannað vm
is atriði, er lúta að þeim
þætti í sögu land.-ins og hafa
þær rannsóknir hans vak.ð
athygli á mörgu nýju varð-
andi hagsögu og menningar-
sögu þjóðarinnar. Um þetta
efr,i haía frá h& ns hendi kora
ið gagnmerk rit, svo sem rit-
gfrðasaínið Byggð og saga,
Landnám í Skagafirði og
Landnám á Snæfellsnevi,
auk íjölda ritgerða, bæði í
innlendum og erlendum tíma
ritum. Allar rannsóknir pró-
fc.ssors Ólafs á þessu sviði
haía þótt hinar merkustu. Og
hafa bækur hans um h.in
sögulegu fræði hlotið mikið
1 jí. bæði af hálfu kunnáttu-
manna og almennings, enda
irun ekki ofmælt, að hann sé
rneðal þeirra fræðimanna,
sem bezt rita og skilmerki-
legast um þessi efni. Fyrir
ritstöif hans og rannsóknir
á þessu sviði hefir heimspeki
deild Háskólans sæmt harra
tíoktorsnafnbót.
Þótt ævistarf próf. Ólats
Lárussonar hafi fyrst og
fremst verið tengt Háskólan-
utc, og visindastörf hans og
ritveik muni lengst halda
nafni hans á lofti, hefir hann
samt sinnt ýmsum öðrura
mikilsverðum störfum, sem
hér yrði of langt að rekja. En
þnss má geta, að hann hefir
þrlsvar sinnum verið settur
hæstaréttardómari um lengri
tíma, fyrst 1923--1926, síðar
1930—32 og síðast veturinn
1933—34. Auk þess hefir hann
oítlega verið kvaddur til dóm
starfa í einstökum málum í
forföllum hinna reglulegu
dómenda léttarins. Hefir
prófessor Ólafur Lárusson
lengst og oftast allra gegnt
varadómarastörfum í Hæsta-
rétti. Auk þess hefir hann set
ið í Merkjadómi Reykjavík-
ur síðan 1941. Þá hefir hann
og setið á sínum tíma um
skeið í yfirfasteignamats-
I nefnd Reykjavíkur, yfirskatta
nefnd, niðurjöfnunarnefnd
og stjórn Lífeyrissjóðs starfs
manna ríkisins. Átt hefir
hann og sæti í stjórnum ým-
issa bókraerrata- og fræða-
félaga.
Ólafur Lárusson er vel
þekktur meðal erlendra fræði
og vísindamanna. Hefir hann
og hlotið ýmsar sæmdir af
hálfu erlendra vísindastcfn-
ana, verið sæmdur doktors-
nafnbót í lögum við Oslóar-
háskóln og verið kjörinn heið
ursfélagi í nokkrum erlend-
um vísindafélögum.
Prófessor Ólafur Lámsson
var kvæntur Sigríði Magnús-
dóttur, hinni ágætustu konu,
en varð fyrir þeirri sáru sorg
að missa hana fyrir þrem ár-
um siðara.
Ólafur Lárusson er traust-
ur maður og vandaður, fast-
ur í lund og víkur eigi frá
því. sem hann telur rétt vera,
manna cáleilnastur en mun
ógjarna órétt þola. Á þessu
merkisafmæli hans munu
margir senda honum hlvjar
kveðjur, bæði nemendur hans
og aðrir, sem aí honum hafa
haft kynni.
Ólafiír Jóliannessow.
Hrakningar í heimabyggð
að þessar framkvæmdir geti
hafizt.
Hér er vissulega um fram-
kvæmtíir að ræða sem ekki
má tefja nð óþörfu. Nú er
mikil atvinna í landinu, en
það raá ekki villa mönnum
sjónar á því, að hér væri nú
atvmnuleysi, ef ekln væri
varnarvinnan á Keflavikur-
flugvelli. Sú vinna getur hætt.
þegar minnst vonum varir.
Árlega bætast svo við 3000
rnanns og í framtíðinni verð
ur þessi fólksfjölgun enn
meiri. Ef þjóðin vill setja sér
það markmið, að allir hafi
atvinnu og lífskjörin faji
batnandi, er það óhjákvæmi
leg nauðsyn, að unnið sé að
því að nýta auðæfi landsins
sem bezt og fjölga atvinnu-
greinum á grundvelli þeirra.
Slíkt verður hins vegar ekki
gert, nema þessir möguleikar
séu ntþugaðir og unnið að
framkvæmdum á grundvelli
þeírra athugana. Þjóðin má
því ekki þola Sjálfstæðis-
mönnum né öðrum það, að
þetta nauðsynlega undirbún-
ingsstarf verði tafið.
Sveinn Jónsson, bóndi að
Egilsstöðum, er fyrir skömmu
kominn austan fyrir járntjald
á íslandi, og heíir sagt fréttir
þaðan í Morgunbl. 17. þ. m.
Skýrir hann frá hættum þeim
og mannraunum, sem hann
hefir nýlega lent í austur þar.
— Sveinn er kunnur að af-
skiptum af rafmagnsmálum
þar eystra. Hefir hann fest á-
trúnað mikinn á hundi nokkr
um kyngóðum úr Þingeyjar-
sýslu syðri. Er hann að sögn
talinn þeirrar náttúru, að af
honum lýsi víðs vegar. Hefir
Sveini verið heitið rakka þess
um til Egilsstaða. Býst hann
við að hafa af honum marg-
víslegt gagn. — Leiðist Sveini
nú biðin og óttast vanefndir.
Austan járntjalds er sú þjóð
allfjölmenn, sem Bolsévikkar
nefnast. Er það illt fólk við-
skiptis. Hafa þeir mannafor-
ráð austur þar. Eru ráðamenn
þeirra ójafnaðarmenn miklir.
Getur Sveinn vart komið fram
málum sínum fyrir þeim. —
Er það siðvenja þeirra að
skrifa búendum bréf, mörg og
stór, og fleiri vélabrögð hafa
þeir í frammi. Vill Sveinn
hindra það, en má ekki við
ráða.
Fyrir skömmu ferðaðist
Sveinn hreppa á milli á Fljóts
dalshéraði og bað bændur að
koma á fund sinn aö Egilsstöð
um og samþykkj a þar með sér
kröfu um að norðanhundur-
inn hinn góði skuli tafarlaust
sendur austur. Fór Sveinn för
þessa með leynd nokkurri af
öryggisástæöum. Fékk hann
veður stór og komst í mann-
raunir. Lofuðu bændur fund-
arsókn, þegar Sveini hentaði,
en undirtektir um brautai-
gengi voru misjafnar. Sveinn
bað menn vera viðbúna fyrir-
varalítið. Kvað hann Bolsé-
vikka halda uppi njósnum um
ferðir sínar og mundu ribbald
ar þeirra utan Héraðs vilja
koma til liðs við sína menn
og eyða málinu. Barst nú
fregnin um liðsbón Sveins og
málabúnað. Voru viðsjár með
mönnum, en kyrrt að kalla.
Kvaddi nú Sveinn til fundar-
ins, þegar Bolsévikkum gegndi
verst. Var snær fallinn firna
mikill um öll fjöll, sem Bolsé-
vikkar úr fjörðum áttu yfir að
sækja. Kom margt manna af
Héraði úr sveitum þaðan, sem
færð bannaði ekki fundarsókn
en úr Fjörðum höfðu tveir
menn brotizt yfir ófærur og
þótti vasklega gert. Var nú
liösmunur lítill og óvíst hvern
ig fara mundi. En allmargt
manna hafði ákveðið að veita
hvorugum og ganga á milli
flokka, ef til bardaga drægi.
Höfðu þeir skorið niður nokk-
ur hundruð vaðmáls til að
bera klæði á vopnin.
Hófst nú fundurinn og vildi
Sveinn banna hinurn að-
komnu Bolsévikkum fundar-
setu, en hafði ekki til þess lið
styrk nægan. Flutti Sveinn nú
langt mál og snjallt. Undruð-
ust menn orðfimi hans og
kurteisi.
Urðu nú Bolsévikkar mál-
óða. Drógu hinir aðkomnu
(Framhald á 6. síðu).