Tíminn - 03.03.1955, Side 6
TÍMINN, fimmudaginn 3. marz 1955.
51. blaff.
I
Æ*
PJÓDLEIKHÖSID
Ætlar Uonan uð
deyja?
eftlr Christopher Fry
Þjðandi: Ásgeir Hjartarson
Antigona
eftir Jean Anouilh
Þýðandi: Halldór Þorsteinsson
Leikstjóri: Baldvin Halldórsson
Frumsýning í kvöld kl. 20.00.
UPPSELT
Minnzt 40 ára leikafmælis
Haralds Björnssonar.
Næsta sýning sunnudag kl. 20.
Gullna hliðið
Sýning laugardag kl. 20.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15 1 20. Tekið á móti pöntun-
um. Sími 8-2345, tvær línur.
J, Mnðurlmi
í Effelturuinum
Geysispennandi og érkennileg
ný frönsk-amerísk leynjlögreglu-
mynd í eðlilegum litum. Hin ó-
venjulega atburðarás myndar-
inar og afburðagóður leikur mun
binda athygli áhorfandans frá
upphafi, enda valin leikari I
hverju hlutverki. Mynd þessi,
sem hvarvetna hefir verið taljð
með beztu myndum sinnar teg-
undar, er um leið góð lýsing á
Parísarborg og næturlífinu þar.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Norskur skýringartexti.
NÝJA BÍÖ
OTHELLO
Stórbrotin og áhrifarík ensk-
ítölsk mynd, leikin í Feneyjum,
Róm og Marocco, eftir hinn
ódauðlega leikriti Villiam
Shakespeares.
Aðalhlutverkið, OTHELLO
leikur ORSON WELLES, af mik
illi snilld, og Desdemonu leikur
franska leikkonan, SUZANNE
CLOUTIER. Önnur hlutverx
fara valdir leikarar með.
Myndin hefir fengið fyrstu verð
ílaun (Grand Prix) í Cannes, og
er ekki síður en Hamlet stór-
brotið listaverk.
Danskur ^kýringartexti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBfÖ
— HAFNARFIRÐI -
Hér homa
stúlhurnar
Afburða skemmtileg amerísk
mynd í itum.
Aðalhlutverk:
Bob Hope,
Rose Mary Clooney,
Tony Martin.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
TJARNARBÍÓ
limrásm frá Marz
(The War of the Worlds)
Gífurlega spennandi og óhrifa-
mikil litmynd, byggð á -am-
nefndri sögu eftir H. G. Welles.
Aðalhlutverk:
Ann Robinson,
Gene Barry.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
iLEl
rREYK]AVtKHR^
!
AUSTURBÆJARBÍÓ
Hans og Pétur
í kvennahljómsveitinni
Nú er síðasta tækifærið til að
sjá þessa sprenghlægilegu og
f jörugu, þýzku kvikmynd, eu ún
er tvímælalaust ein bezta gaman
mynd, sem hér hefir verið sýnd.
Aðalhlutverk:
Dieter Borche,
Inge Egger,
George Thomalla.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÖ
Siml 1470.
Bílþjófurinn
(The Hitch Hiker)
Framúrskarandí pennandi jg
vel leikin, ný, bandarísk kvik-
mynd.
Aðalhlutverk:
Edmond O’Brien,
Frank Lovejoy,
William Talman.
i Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
TRIPOLI-BÍÓ
Slral llBl
Miðuæturvalsinn
(Hab ich nur deine Liebe)
1
* Stórfengleg, ný, þýzk músik-
mynd, tekin í Agfalitum. í mynd
inni eru leikin og sungin mörg
af vinsælustu lögunum úr óper-
ettum þeirra Franz von Suppé
og Jacques Offenbachs. Margar
„senur“ myndinni eru með því
fegursta, er sézt hefir hér í kvik-
myndum. — Myndin er gerð
fyrir breiðtjald.
Aðalhlutverk:
Johannes Heesters,
Gretl Schörg,
Walter Muller,
Nargit Saad.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 4.
Danskur textl.
i Hafnarfjarð-
arbio
Hermennirnir þrír
(Soldiers Three)
Spennandi og bráðskemmtileg,
ný, kvikmynd af hinum frægu
sögum Rudyards Kiplings.
Aðalhlutverkin leika:
Stewart Granger,
Walter Pidgeon,
David Niven,
Robert Newton.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
PILTAR ef þið eigið stúlk-
una, þá á ég HRINGANA.
Kjartan Ásmundsson,
gullsmiður, - Aðalstrætl 8.
Sími 1290. Reykjavik.
Úlfsliárin ...
(Framhald af 5. síðu.)
menn og Mbl. meff háriff? Er
gleffi á bænum þeim yfir
blessun þessarar nýju sam-
keppni?
Mönnum gafst tækifæri, að
lesa „ánægjuna" í sunnudags-
hugvekju blaffsins 6. febr., þar
sem talað er um þessa ungu
stofnun, Samvznnutrygging-
ar, sem „auðhring".
Og sama sagan endurtekur
sig í sama blaffi 25. sama mán
affar. Og segir nú blaðið, að
einn af þingmönnum Sjálf-
stæðismanna hafi tvítuggið á
sjálfu Alþingi, þetta góðgæti
um „auöhrmginn“ Samvinnu-
tryggingar. —
En hvaff vcldur þessari moff
hausafræði?
Kemur þar fyrst til, skjót-
ur vöxtur og frami Samvinnu-
trygginga, sem orsakast af
lækkuðum iðgjöldum og ljúf-
mannlegri þjónustu ungra
samvinnumanna. Samkeppnis
menn hafa á vissan hátt tap-
aff í fyrsta leik og fer þaff
fyrir brjóstiff á ýmsum.
En annað brennur þó enn
sárar á skinni Mbl.
Samvinnutryggingar hafa
svo ekki verður um deilt, gert
öllum sjáandi mönnum Ijóst,
aff bæjarstjórn Sjálfstæðis-
manna okrar á brunatrygg-
ingum húsa í Reykjavík.
Samvinnutryggingar buffu
47% Iækkun.
En Sjálfstæffismenn hrugff-
ust illa vzff. Þetta gátu þeir
ekki þolaff. Og þeir gengu
skoffanir sínar um frjálsa sam
keppni ofan í gröfina. Sömu
leið fóru hagsmunir bæjar-
búa.
Sá er eldurinn sárastur, er
á sjálfum brennur. Þaff eru
þung spor, aff standa gegn-
umlýstir á hvítu tjaldi sög-
unnar, — og vera léttvægir
fundnir.
Skapvonzkan sækz'r á. f al-
geru varnarleysi er hrópað á
„auffhringa". Fárra ára gam-
alt samvinnufyrirtæki er orff-
iff að auðhring. Hvaff myndi
þá um keppinautana, sem í
harffri samkeppni hafa lækk-
aff iðgjöldin stórlega?
En skapvonzkan dugar
ekki. Nöturlegast af öllu, er,
aff óförunum verffur ekki
leynt. Sauffargæran dugar
ekki.
Úlfshárin segja til sín.
B.
L__—. .r T.——c - _ ■ '=&
I*;ulmiiiíonkoppniii
(Framhald áf 4. síðu).
Pétursson með 12-15, 15-9 og
15-3.
í tvenndarkeppni 1. flokks
sigruðu Kolbeinn Pétursson
og Guðrún Halldórsdóttir þau
Gunnar Friðriksson og Elly
Thorsteinsson með 15-5, 4-15
og 15-6.
í tvíliðaleik kvenna 1. fl.
sigruðu Halldóra Thoroddsen
og Ellen Mogensen þær Guð
rúnu Halldórsdóttur og Elly
Thorsteinsson með 15-2 og
15-6.
í einliðaleik karla í ný-
liðaflokki sigraði Þórir Jóns-
scn Óskar Guðmundsson með
15-9 og 15-7.
í tvíliðaleik karla í nýliða-
flokki sigruðu Þórir Jónsson
og Þorvaldur Þorsteinsson há
Rafn Viggósson og Þorgrím
Tómasson með 15-0 og 15-12.
Erlcnt yfirllt
(Framhald af 5. síðu).
vestan járntjalds hafa forðazt að
minnast á hana. Algljóst er þó, að
hún er málstað kommúnista næsta
óþægileg, og þeir myndu því svara
henni, ef þeir gætu.
dóttur hans. Einn daginn bætti hann við dálítilli orðsend-
ingu á frönsku til konu hans, og Mimi, sem las hana í
li+Iu íbúðinni þeirra í París, varð bæði undrandi og hrií-
in. — Þetta er kraftaverk, sagði hún við hinn ameríska
eiginmann sinn. — Ekki kom mér til hugar, að þú ættir
svo gáfaðan og menntaðan fööur.
— Ég hafði enga hugmynd um, að karlinn kynni frönsku,
sagði Hall undrandi.
— Þú berð enga virðingu fyrir föður þínum, sagði Mimi,
og hún ákvað að reyna að bæta úr því sjálf, einkum þegar
hún komst að því hjá Hall eftir langar spurningar, að fjöl-
sky’da Williams væri auðug. Hún tók að skrifa honum og
biðja hann að koma og heimsækja þau. Hún sagðist bjóða
hann eins velkominn og hann væri faðir hennar. París
mundi mjög hafa breytzt síðan hann var þar á yngri árum.
Þessi bréf þýddi William ekki fyrir Rut. Hann las þau
ireð kímni í hug. Þau voru glaðleg, sjálfglöð og ekki, ætíð
rituð af yfirvegun. Honum fannst hann fá mjög ljósa hug-
mynd um konu Halls af þessum bréfum, og þegar mynd
barst af Hall og lítilli, dökkbrýndri konu við hlið hans,
kom hún honum ekki ókunnuglega fyrir sjónir. Hann varð
víst að búa Rut undir það, að hún fengi ekki að sjá son
sinn fyrst um sinn, kannske aldrei. Hann ætlaði ekki að
hafa svo mörg orð um þaö, en hann ætlaði að reyna að-
veita henni eins mikla hamingju og honum væri unnt, því
að til Halls mundi hún aldrei sækja þá hamingju aftur,
sem hún hafði áður notið.
Og hvernig gat hann fengið af sér að yfirgefa hana, bó
ekki væri til annars en skreppa til gamla hússins í Phila-
delphíu og hitta Jill þar. Hefði faðir hans verið svo hress,
að hann gæti notið komu hans, mundi hann hafa hugsað
sig um tvisvar, en þó komizt að sömu niðurstöðu. Louise,
sem nú skrifaöi honum oft vegna Jili, varaði hann við bví
að búast við því, að faðir hans þekkti hann eða gæti talað
við hann eins og í gamla daga. Hnn þekkti engan nú orðið,
ekki einu sinni konu sína. Hið eina, sem hann þekkti, voru
verk gömlu meistaranna í safni hans. Hann átti lángar
ernræður við Corot og Titian og rökræddi við þá um gildi
málvcrka.
— Pabbi mun enga athygli veita því, hvort þú kemur
eða ekki, skrifaði Louise. Þá datt honum í hug og hugs-
aði um það dapur, að hér eftir mundi faðir hans alls ekki
um það hugsa, hvort hann gæti hengt málverk eftir son
sinn upp í safni sínu. Hann minntist þess, að hann hafði
ekki farið að ráði föður sins að leita brott til að finna sér
efni í málverk. Hann skoðaði öll málverk sín dapur í huga.
Hann seldi nú á hverju ári nokkur þeirra eftir litlu sýning-
una í næsta kaupstað, og hann varð þess var, að fólk veitti
málverkum hans meiri athygli með hverju árinu sem leið.
Það var landslag Pennsylvaníu, sem þar blasti við fólki. Og
með túlkun sinni á þessu landslagi hafði hann reynt að
sýna sál landsins en ekki aðeins dauðar línur þess og liti.
Þrátt fyrir allt komst hann að þeirri niðurstöðu sjálfur, að
myndin af Rut, sem hann hafði málað fyrst en aldrei sett
á sölusýningu, væri bezta verk hans.
— Hún er enn bezt, hugsaði hann ofurlítið angurvær, því
að nú voru þrjátíu og fimm ár síðan hann hafði málað hana.
Það vax svolítið dapurlegt að hugsa til þess, að bezta verk
hans skyldi vera málaö á unglingsárum. Hvaða ástæðu
hafði hann þá til að heimsækja föður sinn?
Þegar hann frétti, að móðir hans, sem hafði "fengið snert
aí lömun en væri enn andlega hress, neitaði enn að taka á
móti Rut, þótt hún hefði nú séð Jill, tók hann þá ákvörðun,
að hann vildi ekki fara á hennar fund, þótt hún væri nú
orðin gömul.
— Þú ert vonandi ekkert lasinn, sagði Rut. — Þú ert
svo fölur.
— Nei, það er ég ekki, sagði hann. Hann hafði ekkert sagt
henni af því hugarstríði, sem hann hafði átt í vegna bréfanná
frá Louise. Hann var ekki einu sinni viss um það sjálfur, að
har.n kærði sig um að hitta Louise og Monty, sem lífið hafði
nú hossað um sinn með gengi og auðæfum. Þau „gerðu allt“
fyrir Jill, eins og Louise skrifaði, en hann vissi, að, þáu gerðu
það mest sjálfum sér til ánægju. Hann vissi líka, að hún
tók því öllu með þökkum. Glaðleg og innileg bréf hennar
sögðu honum það. Hún talaði ástúðlega um Louise en af
gamansemi um Monty, sem nú gekk með einglýrni og var
að verða svolítið heyrnarsljór. Hún ræddi af virðingu um
ömmu sína og af dótturlegri ástúö um Elise.
— Mér finnst stundum, að hún sé móðir mín, skrifaöi Jill.
— Þetta yndislega barn þitt, skrifaöi Elise, — er nú eins
og mín eigin dóttir. Ég þykist viss um, að hefði Don lifað,
mundu þau hafa hitzt og lifað lífinu saman. Hún finnur
þetta líka. Ég efast um aö hún gifti sig nokkurn tíma,
Hann varð áhyggjufullur þegar hann las þetta og skrifaði
Jill langt og íöðurlegt bréf, bað hana að láta Elise ekki hafa
bau áhrif á sig, að hún hætti við að giftast þess vegna.
— Hjónabandið er svo mikilsverður þáttur lífsins, skrifaði
hann, að það mundi valda mér sorg, ef þú færir á mis við
það. Ég held, að þér væri betra að ganga í ástlaust hjóna-
band en að giftast alls ekki.
Hún svaraði: — Ef ég vil gifta mig, þá geri ég það. En
ég held að mig muni aldrei langa til þess. Ég ætla að reyna
að fara til Metropolitan. Ég æfi mig í því skyni núna. Ef