Tíminn - 09.03.1955, Blaðsíða 1
39. árgangur.
Reykjavík, miðvikudagznn 9. marz 1955.
Bkriístofur 1 Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
56. blað.
Stjórnmáiayfirlýsing aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins:
Ráðherrum flokksins þökkuð störf þeirra og fagnað fram-
gangi stórmála. — Miðstjórnin telur nauðsyn á sam-
vinnu verkalýðssamtaka og ríkisstjórnar, og samstarfi um-
bótamannaKum stjórn iandsins.
ekki meirihluta á þingi
Aðnlfuitdi iiaiðstjórnariimar lank I gær —
Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins
1955 telur, að á síðasta ári hafi verulega áunnizt í
framkvæmd þeirra mála, er flokkurinn lagði meg-
ináherzlu á í síðustu stjórnarsamningum og sam-
þykktum aðalfundarins 1954. Telur fundurinn þar
mest um vert: trygga fjárhagsafkomu ríkissjóðs,
samhliða lækkun skatta, miklar framkvæmdir og
stórfelldar framkvæmdaáætlanir í rafmagnsmálum,
ný og aukin framlög til framkvæmda í sveitum og
íbúðarhúsabygginga 1 kaupstöðum og kauptúnum
landsins. Þá telur fundurinn og, að mjög hafi áunn-
izt til bóta um framkvæmd varnarmálanna með
hinum nýja samningi um þau mál og framkvæmd
hans. Þakkar fundurinn ráðherrum og þlngmonn-
um flokksins, hversu farsællega þeir hafa haldið á
þessum málum.
Leggur aðalfundurinn áherzlu á, að haldið verði
áfram öruggri sókn í þessum málum. Bendir fund-
urinn sérstaklega á nauðsyn þess, að unnið verði
kappsamlega að rafvæðingu dreifbýlisins samkvæmt
hinum nýju lögum um það efni.
Ef ualia gsmál.
Aðalfundurinn telur, að hæfileg fjárfesting, hallalaus
rekstur ríkissjóðs og atvinnuveganna ásamt réttlátri skipt
irgu þjóðarteknanna, svo og stöðugt gengi krónunnar, sé
nauðsynleg undirstaða heilbrigðs þjóðarbúskapar.
Leggur aðalfundurinn áherzlu á það, að fjárfestingunni
verði þannig hagað, að hún stuðli að auknu jafnvægi í byggð
landsins, meðal annars með öflun nýrra atvinnutækja á
þeim stöðum, þar sem þeirra er mest þörf. —
Lamllninaðarmál.
Aðalfundurinn bendir á, að ein öruggasta leiðin til þess,
að halda jafnvægi í byggð landsins, er að sjá landbúnað-
inum fyrir lánsfé til framkvæmda.
Aðalfundurinn lýsir yfir því, að það er nú sem fyrr ó-
frávikjanlegt skilyrði fyrir þátttöku flokksins í‘ ríkisstjórn,
að byggingarsjóði og ræktunarsjóði Búnaðarbankans verði
séð fyrir fjármagni til lána í eðlilegar framkvæmdir land-
búnaðarins, þannig, að haldið sé áfram þeirri framfara-
stefnu í iandbúnaði, sem hófst að nýju með þátttöku flokks-
ins í ríkisstjórn 1947 og yfirstjórn hans á landbúnaðarmál-
um.
Miðstjórnin leggur og áherzlu á, að flokkurinn fylgi því
fast fram, að veðdeild Búnaðarbankans verði útvegað fé
til útiána og að frumvarp það til laga um breytingar á jarð-
ræktarlögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði lögfest.
Sjávarutvcgsmál.
Aðalfundurinn telur, að efla beri Fiskveiðasj óð íslands
svo, að hann verði þess megnugur að sinna stofnlánaþörf
bátaútvegsins framvegis, enda eigi smábátaútgerðin hlut-
fallslega jafn rúman aðgang að honum og önnur útgerð
og áherzla lögð á að greiða fyrir bátakaupum á þeim stöð-
um, þar sem nauðsyn ber til að auka útgerð vegna atvinnu-
skorts.
Fundurinn samþykkir að skora á þingflokk Framsókn-
armanna að fá lögleidda á þingi því, sem nú situr, löggjöf
um togaraútgerð til atvinnujöfnunar, í anda þeirra tillagna,
sem fyrir liggja á Alþingi frá þingmönnum Framsóknar-
flokksins.
.Tafnframt vill miðstjórnin ítreka samþykkt síðasta að-
Framh. á 7. síðu.
BÚNAÐARÞINGI
LAUK í GÆR
Búuaðarþingi var slitið
fyrir hádegi í gær. Forseti
þingsins, Þorsteinn Sigurðs
so?i, f >'maður B. í. sleit
þinginu. Það hefir staðið 27
daga og haldið 19 fimdi og
feng?ð 61 mál til meðferðar
og afgreitt 55 þeirra. Þrem
ur var vísað til stjórnar B.
í. og þrjú erw óafgreidd.
Forseti þakkaði síðan full-
trúum á þinginu og starfs-
fólki B. í. ágæt störf í þágw
ÞÍSfisins og óskaði fulltrú-
um-góðrar heimferðar. Guð
munáur Erlendsson þakkaði
forseta ágæta fundarstjórn.
Á síðasta fundinwm var
kjöifið í stjórnarnefndi B.
í. til næstu fjögnrra ára.
Kosningu hlutu Þorsteinn
Sigurðsson á Vatnsleysu,
Pétur Ottesen, alþm. og
Gunnar Þórðarson frá
Grænnmýrartnngn. Vara-
menn vorn kjörnir Kristján
Karlsson á Hólum Guðmund
ur Jónsson á Hvítárbakka og
Ásgeir Bjarnason í Ásgarði.
Endurskoðendur reikninga
(Framhald á 2. slðu >
að þeir hafa
Stjórn Framsóknarflokks-
ins var öll endurkjörin
Aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins lauk klukk-
an fimm í gær með því að kosin var stjórn flokksins, blað-
stjórn og nefndir. Var öll stjórn flokksins endurkosin. Að
lokum ávarpaði Hermann Jónasson miðstjórnarmenn, þakk
aði þeim fundarsetu cg mikla og góða þátttöku í umræð-
um og afgreiðslu mála. Óskaði hann síðan miðstjórnarmönn
um utan af landi góðrar heimferðar. Á síðasta fundinum
var og samþykkt stjórnmálayfirlýsing, sem birt er hér í
blaðinu í dag. Kosningarnar fóru annars sem hér segir:
Hermann Jónasson, formaður
flokksins.
Eysteinn Jónsson, ritari.
Sigurjón Guðmundsson, gjald
keri.
Steingrímur Steinþórsson,
varaformaður.
Guðbrandur Magnússon, vara
ritari.
Guðmundur Kr. Guðmunds-
son, varagjaldkeri.
Blaðstjórn Tímans var öll
endurkosin að öðru leyti en
því, að Steingrímur 1 Stein-
þórsson baðst eindregið und-
an endurkosningu, en í stað
hans var kjörinn Erlendur
Einarsson, forstjóri. Blað-
stjórnina skipa þvi
Eysteinn Jónsson, Her-
mann Jónasson, Erlendur Ein
arsson, Vilhjálmur Þór, Guð-
brandur Magnússon, Hilmar
Stefánsson, Sigurjón Guð-
mundsson, Pálmi Hannesson.
og Sigurður Kristinsson.
Þá var kosin skipulagsnefnd.
flokksins, og hlutu þessir
menn kosningu:
Ólafur Jóhannesson, foi-
maður, Eysteinn Jónsson,
Hannes Jónsson, Jóhannes
Elíasson, Sigurjón Guðmunds
son og Þráinn Valdimarsson.
Framsóknarkonur
Skemmtifuncinum, sem
átti að verða í þessari viku,
er frestað. Nánar verður
tilkynrt um íundinn síðar
hér í blaðinu.
Skógasandur verðnr ræktað-
ur sem beitiland A-Eyfellinga
Ákveðið er að Samlgraeðsla ríkisins taki
100 ha til ræktunnr þar þegar í vor----------------
Ákveðið mun nú vera að gera stórfellda tilraun til að
rækta Skógasand undir Eyjafjöllum að verulegu leyti sem
bcitiland bænda í Austur-Eyjafjallahreppi. Er þegar ákveðið
að girða og taka til ræktunar á bessu vori að minnsta kosti
100 hektara af sandinum. Það er Sandgræðsla ríkisins, sem
sér um þessar ræktunarframkvæmdir, en bændur í hreppn-
um munu leggja fram alla vinnu við girðingar.
Upphaf þessa máls er það,
að afréttarland og annað
beitiland, einkum handa sauð
fé, hefir jafnan verið mjög
naumt í Austur-Eyjafjalla-
hreppi. Áður gekk fé í Goða
landi, sem er inn úr Þórsmörk
og víðar. Nú er fjárstofninn
að koma upp á ný eftir fjár-
skiptin, og mun vera orðinn
70% af því, sem áður var.
Einnig hefir nautgripastofn-
inn aukizt og búin stækkað.
Er því auðséð, að mjög þröngt
verður á afrétti og öðru beiti
landi. Sumar jarðir eiga alls
ekkert upprekstrarland.
Fá ekki Goðaland.
Fyrir nokkru var haldinn
almennur hreppsfundur í A-
Eyjafjallahreppi og var þar
allmikið rætt um þessi mál.
Samþykkt var að leita eftir
upprekstrarlandi í Goðalandi
en annars að leita fyrir sér
um möguleika á ræktun Skóga
sands sem beitilands.
Skógrækt ríkisins hefir um
ráð á Goðalandi, og eru þar
skógarleifar. Ekki vildi skóg-
ræktin leyfa upprekstur í
Goðaland, enda væri þá skóg
ræktinni í Þórsm'örk hætta
búin svo og hætta á enn meiri
uppblæstri.
Ráðizt á Skógasand.
Varð þá að ráði að snúa sér
að Skógasandi. Hugmyndir
um ræktun hans hafa komið
fram fyrir löngu. Var efnt til
fundar að Hellum um næst
siðustu helgi, og voru þar
hreppsnefndir, sandgræðslu-
stjóri og fleiri staddir. Var
þar ákveðið að hefja ræktun
sandsins og samið um að sand
græðslan hæfist þar handa.
Skógasandur er um 300 ha
að stærö, sem rækta má. Eig-
andi sandsins munu vera
(Framhald á 2. si5a..